Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 78

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 78
tobibliography), og lýsing kortanna skal fullnægja öllum þörfum notenda hvar og hvenær sem er (Nichols, 1982). Upphafsmaður „kortafræði“ (cartobibliography) er Bret- inn Sir Henry George Fordham. Arið 1896 hóf hann að gera skrá um kort af Hertfordshire. Hann vann einn, hafði ekkert til að styðjast við og varð að þreifa sig áfram. Árangur starfs hans, fyrsta breska kortaskráin, byrjaði að koma út í október 1901. Sex árum síðar, 1907, var verkinu lokið og það gefið út í bók: Hertfordshire maps: a descriptive catalogue ofthe maps of the county 1579-1900. Viðbædr kom 1914. Þetta er braut- ryðjendaverk. Auk upplýsinga um kortin sjálf er þarna að fmna dýrmæta vitneskju um kortagerðarmennina og staða- nöfn í héraðinu. Fordham hélt áfram og þróaði aðferðir sínar og gaf síðar út skrá um kort af Cambridgeshire frá sama tíma- bili. Fordham lagði með þessum verkum sínum grunn að kortafræði; aðrir, sem á eftir komu, nutu góðs af. 1 kortaskrá á að mega finna allar upplýsingar um kortin: höfund, hönn- uð, myndskurðarmann (engraver), tíma, tilvísun í atlas, kortasafn eða staðfræðiverk sem kort tilheyrir, og staðfestingu á sögulegri stöðu og kortafræðilegu gildi. Ef um endurprent- un er að ræða á að mega rekja feril korts aftur til fyrstu prent- unar, og síðan ferilinn áfram með hjálp skrárinnar (Hyde, 1972). Sérstakar kröfúr þarf að gera til skráningar fágætra korta, en þeim þætti hefur ekki verið sinnt nægilega vel. Handbók um skráningu korta samkvæmt AACR2 (1978) kom út 1982, en þar skortir þó enn leiðbeiningar um skráningu fá- gætra korta (Vick og Romero, 1990). Hér skulu nefndar nokkrar leiðir sem fara má við val höf- uðs í kortaskráningu: Svæði. Algengast er að menn leiti að ákveðnu svæði (e. area) þegar leita skal að korti í skrá. Svæði getur t. d. verið heiti lands eða heimsálfu. Mörg vandamál koma hins vegar upp þegar velja skal: land hefur fengið nýtt nafn eða kort- ið nær yfir tvö lönd eða fleiri. Ekki verður gerð tilraun hér til að rekja hvernig leyst er úr slíkum vanda, það er of umfangsmikið. Könnun hefur leitt í ljós að 72% bóka- safna gera ráð fyrir að oftast sé leitað að korti undir „svæði“. Efni. Oft er stór hluti korta í safni staðfræði- eða jarðfræði- kort. Þá má segja að tiltekið svæði sé efni korts. Á mörgum kortum er svæðið aðeins grunnur, sem önnur atriði eru færð inn á, s. s. meðalúrkoma á ýmsum stöðum, mann- fjöldi eða hvar verðmæt efni er að finna í jörðu. Þetta er þá efni kortsins og má skrá undir því. Höfundur. Þar sem kortasafn er hluti annars kann skrásetjari að vilja skrá kort undir nafni höfundar til samræmis við önnur safngögn. Skráning undir höfundi hefur þó miklu minna gildi hér en t. d. í skráningu bóka. Reyndar kann að vera að notandi Ieiti að korti tiltekins kortagerðar- manns eða útgefanda og er þá unnt að finna það, ef skráð er þannig. Oft er þó skrásetjara vandi á höndum er til- greina þarf höfund, því hver er höfundur korts? Ýmist er lagt til að allir, sem komið hafa nálægt gerð kortsins, séu taldir höfundar, eða einungis þeir sem bera endanlega á- byrgð á gerð þess. Sé nafn „höfundar“ korts notað sem höfuð skal ávallt taka fram hvert hlutverk hans var, s. s. kortagerðarmaður, útgefandi o. s. frv. Greinandi skráning. Eigi að fullnægja kröfum notenda skal skrá öll kort í safni, ekki aðeins kortblöð, heldur kort í bókum og tímaritum, samanbrotin í vasa á bókarspjaldi, útgefin sem veggspjöld o. fl. Kort í bókum og tímaritum geyma oft miklar og merkar upplýsingar, geta t. d. verið fyrsta kort af nýkönnuðu eða nýfundnu landsvæði, eða verið í nánum tengslum við efni bókar. Slík kort ber að skrá þannig að auðfundin séu (Nichols, 1982). Meðal safna, sem lagt hafa áherslu á skráningu korta úr bókum og tímaritum, er bókasafn steina- og jarðfræðisafnsins í Dresden. í grein um bókasafnið kemur fram að skráning korta úr tímaritum hófst 1964, og þegar greinin er skrifuð (1987) hafa 18 þúsund slík kort verið skráð á spjöld. Skrán- ingin hefur verið víkkuð út og nær bæði til bóka og sérprenta. Úr þeim eru skráðar 4 þúsund færslur, þannig að alls eru skráð 22 þúsund kort úr tímaritum, bókum og sérprentum. Aðalleitarorð er staðarheiti, en líka eru tekin með efnisorð, land- eða jarðfræðileg. Lögð er áhersla á að skrá þannig að aðkomuleiðir séu sem flestar. Titill greinar, sem kortið fylgir, kemur einnig fram í skráningu, og verður kortaskráin því um leið eins konar ritaskrá. Kortin hafa oft gildi í samhengi við texta, auk þess sem þau sjálf geyma miklar og merkar upp- lýsingar. Fram kemur að þessi skráning veitir jarðfræðisafn- inu og öðrum stofnunum oft bókfræðilegan stuðning, t. d. við undirbúning rannsóknarleiðangra, fyrirlestra og útgáfu (Hebig, 1987). Eins og fram hefur komið vekur furðu hve lengi hefur dregist í söfnum að koma kortaskráningu í gott horf. Sem dæmi má nefna að í vísindabókasafni háskólans í Louvain-la- Neuve í Belgíu hófst hún 1986, sbr. greinargerð um korta- vörslu í Belgíu 1984-1986 (Danckaert, 1987). Þegar skráning korta í MARC-sniði hófst í Library of Congress 1968 var lítil reynsla fyrir hendi í kortaskráningu, ekki aðeins þar heldur í hinum ensk-ameríska heimi yfirleitt. Söfn höfðu skráð mismikið, og þau, sem lengst voru komin, notuðu gjarnan heimatilbúin kerfi. í landafræði- og korta- deild Library of Congress (Geography and Map Division) höfðu menn litla reynslu í slíkum störfum. Áður en MARC- skráning hófst var einn maður í fullu starfi við skráningu og naut einhverrar aðstoðar frá öðrum. Hann skráði um 600 kort á ári, sem var tæplega 1 % af aðföngum safnsins. Ótil- greindur fjöldi korta var skráður að auki ófullkominni skrán- ingu, aðeins á eins konar hillulista. Upp úr þessu hófst vinna við að koma kortaskráningu í betra horf og þá stuðst við hjálpargögn: Anglo-American Cataloging Rides og fleira. En þrátt fyrir góðan kost hjálpartækja var mörgum spurningum ósvarað; atriði voru ekki nefnd í handbókum eða umfjöllun óljós. Janet Swan Hill, forstöðumaður skráningar í landa- fræði- og kortadeild Library of Congress lýsir þessu starfi í grein 1977, en of langt mál er að rekja það nánar hér. Þegar grein Hill birtist eru betri tímar í vændum: Von er á nýjum skráningarreglum, handbók um kortaskráningu frá Library of Congress og fleiri ritum (Hill, 1977). Skráningarreglur Map cataloging manual unnar af landafræði- og kortadeild Library of Congress voru gefnar út í lausblaðamöppu árið 1991 og viðbætur berast reglulega. Nokkur erlend kortasöfn Hér verður lítillega sagt frá fáeinum söfnum og fyrst litið inn í Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn. Kortadeild- in þar var stofnuð árið 1902 og lagt til hennar það kortaefni sem safnið átti, kort og atlasar. Nú eru í safninu um 250 þús- und kortblöð, 7 þúsund atlasar og 27 hnattlíkön. Um 100 þúsund kortblöð eru erlend, fengin í ritaskiptum fyrir dönsk kort. Kjarni kortasafnsins er gjöf frá dönsku landmælingun- um (Geodætisk Institut) 1976. Þau kort eru geymd í 185 m2 geymslu spölkorn frá bókasafninu. Þar sem kortin eru ekki óbætanleg og safnið hefur ekki varðveisluskyldu eru kortin 78 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.