Dagur - 15.11.1997, Side 4
20 — LAUGARDAGUK ÍS.NÓVEMBER 1997
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
bóka 1
HILLAN
Skáld smælingjanna
Það var Sigurður Nordal sem
fyrstur gaf Einari Hjörleifssyni,
sem seinna tók sér aettarnafnið
Kvaran, þá einkunn að hann
væri „skáld smælingjanna.“
Þetta mat byggði hann á safni
smásagna sem kom út árið 1908
- sama árið og fyrsta langa
skáldsaga Einars - „Ofurefli." Þá
var Einar löngu þjóðkunnur fyr-
ir blaðamennsku og afskipti af
þjóðmáladeilum samtímans, en
hafði haft takmarkaðan tíma til
að sinna sagnagerð.
Það virðist reyndar vera eitt
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20
Grandavegur 7
eftir Vigdísi Grímsdóttur
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson
og Sigríður M. Guðmundsdóttir
6. sýn. í kvöld Id.
uppselt
7. sýn. sud. 23/11
uppselt
Fiðlarinn á þakinu
eftir Boch/Stein/Harnick
Id. 22/11
uppselt
föd. 28/11
uppselt
Þrjár systur
eftir Anton Tsjekhof
á morgun sud. næst
síðasta sýning
föd. 21/11 síðasta sýning
Gestaleikur frá
Þjóðleikhúsinu í Litháen
Grímudansleikur (Maskarad)
eftir Mikhail Lérmontov
mvd. 19/11 og fid. 20/11.
Aðeins þessar 2 sýningar
Smíðaverkstæðið kl. 20
Ath. breyttan sýningartíma
Krabbasvalirnar
eftir Marianne Goldman
í kvöld Id. - Id. 22/11 -
sud. 23/11 - Id. 29/11
Ath. sýningin er ekki
við hæfi barna
Sýnt í Loftkastalanum kl. 20
Listaverkið
eftir Yasmina Reza
í kvöld Id. nokkur sæti laus -
fid. 20/11 - föd. 28/11
LISTAKLÚBBUR
LEIKHÚSKJALLARANS
mád. 17/11
„Á mörkum þessa heims og
annars". Dagskrá í tilefni af
sýningu leikverksins
Grandavegur 7.
Húsið opnað kl. 19.30 -
dagskrá hefst kl. 20.30
Miðasala við inngang.
Miðasalan er opin mánud,-
þriðjud. 13-18, miðvikud,-
sunnud. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka
daga.
helsta einkennið á löngum ferli
Einars að hann ýmist þurfti eða
valdi að eyða kröftum sínum að
miklu leyti í annað en skáld-
skapinn. Þetta kemur greinilega
í Ijós í njirri bók sem Gils Guð-
mundsson, fyrrverandi alþingis-
maður, hefur samið og nefnir „I
nærveru sálar.“ Þar er farið yfir
ævi og feril Einars með nokkuð
hefðbundnum hætti, sagt frá
ætt og uppruna, námsárum,
ævistarfi í blaðamennsku, þjóð-
málastreði og skáldskap, og svo
áhugamálinu mikla sem átti hug
hans allan síðustu áratugina -
spíritismann.
Brauðstrit í blaðamennsku
Einar hlaut menntun sína fyrst í
Lærða skólanum hér heima og
síðan í Kaupmannahöfn. I skól-
anum batt hann vináttubönd við
Hannes Hafstein og Bertel E.Ó.
Þorleifsson - þá félaga sína sem
á háskólaárunum stóðu að Verð-
anda ásamt Gesti Pálssyni. Þeir
lærðu raunsæisstefnuna við fót-
skör postula þeirra viðhorfa í
Danmörku, en það var Georg
Brandes, og færðu hana inn í ís-
lenskar bókmenntir. „Eg hafði
ekkert Iesið áður, sem mér
fannst jafn-gáfulegt. Mótstöðu-
mátturinn var enginn. Hið
gamla varð að engu. Allt var orð-
ið nýtt,“ sagði Einar seinna um
fyrstu kynni sín af ritum Brand-
esar (bls. 31).
Þeir Verðandimenn nutu lífs-
ins oft ótæpilega í Kaupmanna-
höfn - Jón Þorkelsson kallaði þá
í bréfi „rennusteina-klikkuna“
(bls. 34) - jafnframt því sem þeir
grufluðu mikið í skáldskap. En
alvaran tók fljótt við hjá Einari.
Tuttugu og fimm ára að aldri
kvæntist hann danskri konu -
vígslan var borgaraleg þar sem
Einar kvaðst ekki viðurkenna
nein þau trúarbrögð sem játuð
væru í ríki Danakonungs - og
hélt til Ameríku í leit að bjartari
framtíð. Þar dvaldi hann í heil-
an áratug, til ársins 1895, og
stundaði lengst af blaða-
mennsku á vesturíslensku blöð-
unum - fyrst Heimskringlu en
síðan Lögbergi - auk þess sem
hann flutti vinsæla fyrirlestra
um þjóðmál, sögu og skáldskap.
Þar varð hann fyrir persónulegri
óhamingju - missti konu sína og
tvo syni - en hitti einnig þann
lífsförunaut sem fylgdi honum
alla tíð síðan og varð honum til
mikillar hamingju.
í ævisögunni eru árin í Amer-
íku rakin ítarlega, þar á meðal
harðvítugar deildur sem Einar
Ienti í við fornvini sína tvo; Jón
Ólafsson, ritstjóra - en þeir áttu
áratugum saman í illvígum átök-
um - og Gest Pálsson sem lést
langt fyrir aldur fram. Er sú
saga öll frekar dapurleg.
A þessum árum samdi Einar
þá sögu sem fyrst vakti verulega
athygli á honum sem rithöfundi:
stuttu skáldsöguna eða löngu
smásöguna „Vonir“ sem hann
lauk við á þriðja degi (bls. 75).
Að öðru Ieyti varð skáldskapur-
inn að bíða. Þeim mun meira
samdi hann af ritdómum, eins
og alla ritstjóratíð sína. Þar féllu
oft mörg hvöss orð um þær bæk-
ur sem honum þótti ekki mikils
virði. Má þar til dæmis vitna í
ummæli hans um Torfhildi
Hólm: „... hún er ekki skáld, og
bækur hennar hafa frámunalega
lítið eða alls ekkert bókmennta-
legt gildi“ (bls. 73).
Skáldið og andatrúin
Einar hélt áfram sem blaðamað-
ur þegar hann kom aftur til fs-
lands; ritstýrði fyrst ísafold, en
síðar Norðurlandi og Fjallkon-
unni. Hann tók einnig mikinn
þátt f stjórnmálabaráttunni
fyrstu áratugi aldarinnar - var
meðal annars einn af foringjum
Valtýskunnar og átti hlut að
stofnun Sjálfstæðisflokksins
gamla.
Um Ieið féll hann fyrir spírit-
ismanum og eyddi miklum
kröftum áratugum saman f
margs konar tilraunastarfsemi
og í vörn og sókn fyrir miðils-
starfsemi allskonar. Hlutur hans
í þeirri sögu er rakinn ítarlega í
þessari bók. „Maðurinn og
skáldið" er undirtitill bókarinn-
ar. Hún fjallar vel og ítarlega um
manninn, ekki síst baráttu-
manninn Einar Hjörleifsson
Kvaran, en of lítið um skáldið að
mínu mati. Andatrúin er satt
best að segja enn að flækjast fyr-
ir skáldinu. Hversu mildu lengra
hefði Einar ekki náð sem rithöf-
undur ef hann hefði látið anda-
trúna eiga sig og einbeitt sér
þess í stað að því að semja sög-
ur um þann íslenska veruleika
sem einkenndi fyrstu áratugi
aldarinnar?
Vilborg Davíðsdóttir. Eld-
fómin **
í Eldfórninni, sem lýsa má sem
sápuóperu sem gerist á miðöld-
um, segir Vilborg Davfðsdóttir
sögu Katrínar Pálsdóttur, sem á
engin önnur ráð eftir lát móður
sinnar en að ganga í klaustur.
Katrín er fædd í synd og sjálfri
er henni ætlað að ala barn í
synd. Allmörgum árum síðar kýs
hún að gjalda fyrir synd sína og
er brennd á báli.
Katrín á sér fyrirmynd í heim-
ildum og svo er einnig um nokk-
rar aðrar persónur sögunnar, en
atburðarásin er hugarsmíð höf-
undar. Atök milli trúarskyldu og
heitra tilfinninga einkenna allar
helstu persónur sögunnar enda
eru ástir þeirra heilagri kirkju og
æðri máttarvöldum ekki þókn-
anlegar.
Vilborg Davíðsdóttir er lipur
penni og á létt með að segja
sögu. Hún heldur athygli les-
andans allan tímann og bókin er
aldrei leiðinleg aflestrar. Sitt-
hvað skortir þó á að úr verði
verulega góð bók. Helsta meinið
er að persónur sögunnar eru full
blóðlitlar og sviplausar. Það er
engu líkara en höfundur hafi
þotið frá þeim í miðjum klíðum
og þær eru því eins og hálf-
kláraðar. Eg held að ástæðan sé
ekki vanhæfni höfundar til að
skapa persónur heldur sú áher-
sla sem hann leggur á að gæta
nákvæmni í Iýsingum á lifnaðar-
háttum og siðum miðaldafólks.
Þessar lýsingar eru plássfrekar,
hægja á atburðarásinni og koma
í veg fyrir að höfundur fái nægt
rými til að einbeita sér að sam-
skiptum persóna. Samskipti og
tengsl persóna eru á þann hátt
að þau bjóða upp á gnægð tæki-
færa til dramtískrar útfærslu, en
höfundur nýtir sér þau tækifæri
ekki sem skyldi. I stað þess er
lesandinn allnokkru nær um
daglega lifnaðarhætti í íslensku
klaustri miðalda og slík fræðsla
er góðra gjalda verð. Hún þjón-
ar þó ekki skáldskapnum nægi-
lega vel. Að mínu mati hefði
sannfræðin mátt þoka ögn fyrir
skáldskapnum. Um leið hefði
orðið til mun betra verk.
Aðalveikleiki í persónusköpun
er persóna prestsins sem Katrín
festir ást á. Hann verður aldrei
annað en óljós skuggamynd og
samskipti þeirra Katrínar verða í
lýsingum höfundar beinlínis
kauðsk. Þar fer dramatíkin veg
allrar veraldar. Sem persóna er
Katrín þokkalega smíðuð og
dóttir hennar allbetur. Margvis-
legar raunir þeirrar fyrrnefndu
kalla á samúð Iesenda og prakk-
aralegt yfirbragð dótturinnar
gerir hana að skemmtilegustu
persónu bókarinnar en hún
fæðist nokkuð seint inn í sög-
Að mínu mati heföi sannfrædin mátt
þoka ögn fyrir skáldskapnum. Um leið
hefði orðið til mun betra verk.
una. Aðrar persónur öðlast sára-
lítið vægi. Eldfórnin er aíþrey-
ingarbók og hana verður að
meta sem slíka. Hún er iipur-
lega skrifuð og heldur athygli
lesandans án þes þó að heilla
hann til sín. Hún er afþreying í
meðallagi.