Dagur - 15.11.1997, Síða 6

Dagur - 15.11.1997, Síða 6
I 22 - LAUGARDAGUR ÍS.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Biðin eftir Gus Gus er biðaiinnar virði „Gus Gus hefur tekist að fanga áhorfendur á fyrstu mínútunni. Myndin er samt ekki futikomnuð fyrr en Hafdls skoppar inn á sviðið í hvitum brjóstahaidara með Ijósar hermannabuxurnar á hærunum og fiaksandi hárið, “ segir Margrét EHsabet Óiafsdóttir um tónleika Gus Gus á tón- iistarhátíð í Paris í vikunni. Klukkan er rúmlega fímm á hráslagaleg- um sunnudegi í nóvember, síðasta degi Rokkhátíðar Inrockuptibles í París. Cigale tónlistarsalurinn er óðum að fyll- ast af fólki. Inrockuptibles tónlistarhátíð- in á tíu ára afmæli en eitt helsta markmið hennar er að kynna ungar og Iítt þekktar hljómsveitir frönsku tónlistaráhugafólki. A dagskránni eru nöfn átján hljómsveita. Fjórar þeirra eiga að spila í Cigale í kvöld. Þeirra á meðal er Gus Gus. Hún er ekki fyrsta íslenska hljómsveitin sem leikur á þessari hátíð. Fleiri hafa komið þarna við á leiðinni til frægðar, þar á meðal Sykur- molarnir og Björk. I kvöld er lokakvöld Inrockuptibles í París og lokasveit kvölds- ins er auðvitað engin önnur en Gus Gus. Norrænar bókmenntir og hiphop Gestirnir tínast í salinn. Það er langt tón- leikakvöld framundan. Sumir fara á bar- inn, fá sér bjór og horfa á sjónvarpsskjái þar sem verið er að sýna myndbönd eftir unga myndlistarmenn. Úti á miðju gólfí stendur Jerome Rémy. Hann er starfs- maður Boréal, norrænu bókmenntahá- tíðarinnar í Caen. Hann er kominn sér- staklega til Parísar til að heyra og sjá Gus Gus. „Eg vildi fá Gus Gus á Boréal en þau eru svo mörg að það er dýrt að fá þau. En ég vona að ég geti fengið þau til að koma á næsta ári.“ Gus Gus, Gus Gus Meirihlutinn í salnum er búinn að vera í húsinu í nálægt fímm klukkkustundir en núna eftir að tjöldin hafa verið dregin fyr- ir svo hægt sé að rýma til fyrir Gus Gus fyllist gólfið smám saman af fólki og er orðið stútfuilt áður en þau eru dregin frá aftur. Biðin er ekkert ýkja löng, en salur- inn fagnar um leið og tjöldin byija að dragast frá. Stefán stígur á sviðið og mæl- ir nokkur orð, síðan hefjast tónleikarnir. Ljósin slokkna og fyrstu tónarnir stíga út úr hátöl- urunum. Biggi og Stebbi standa aftarlega á sviðinu í hvít- um læknasloppum og stjóma tónlistinni. Daní- el birtist fljótlega, einnig hvítklæddur, með stóra pijónahúfu sem nær nið- ur fyrir augu. Salurinn fær útrás fyrir óbærilega spennuna og æpir. En forspilið er ekki á enda. Meðan tónlistin heldur áfram gæla tveir grænir ljósgeislar við fremri hluta sviðsins. Daníel er búinn að vera dágóða stund á sviðinu áður en hann byijar að syngja. I miðju lagi birtist Maggi skyndilega vinstra megin á sviðinu, skuggalegur, svartldæddur frá topi til táar utan hvítt belti. Það ætlar allt að verða vit- Iaust. Hitinn í salnum hefur hækkað um nokkr- ar gráður. Gus Gus hefur tekist að fanga áhorfend- ur á fyrstu mínútunni. Myndin er samt ekki full- komnuð fyrr en Hafdís skoppar inn á sviðið í hvítum brjóstahaldara með ljósar hermanna- buxurnar á hælunum og flaksandi hárið. Það er ekkert að gera á barnum. Stútfullt gólfíð gengur í bylgjum í takt við tónlistina. Athyglin er njörvuð við sviðið. Allt kvöldið höfum við verið að bfða eftir þessu. Það er eins og við séum komin á aðra tónleika. Gus Gus er eins og ferskur andblær, gustur. Og tónleikarnir breytast í sjó án þess þó að draga athyglina frá sjálfri tónlistinni. Hjá Gus Gus er sam- spil tónlistar og sýningar í algeru jafn- vægi. Tónleikagestir eru uppnumdir, dá- leiddir. Leikgleðin á sviðinu smitar út frá sér. Þetta er magnaður loka klukkutími á sex klukkustunda dagskrá. Þau eru ein- faldlega frábær. Sofið í rútu - á leið til Ameríku. ,;Þið eruð frábær," segja nokkrir Islendingar komnir í búnings- klefann til að heilsa upp á landann eftir tónleikana. Þar sitja Hafdís, Maggi og Danni í eina sófanum og þurrka af sér svitann. Þreytt og ánægð. Biggi og Stebbi útskýra til- komu Henson íþrótta- buxnanna sem þeir eru í og grænu skurð- stofusloppanna. Þeir eru Iíka ánægðir með vel heppnaða tón- leika. Andrúms- loftið er ótrúlega afslappað, vel tekið á móti öll- um sem reyna að troða sér inn í þetta pínulitla bún- ingsherbergi. Það liggja úttroðnar íþróttatöskur í stafla í einu horninu. A litlu borði upp við vegg fyrir miðju standa drykkjarföng sem gestir líta hýru auga; rauðvín, bjór, kampari, vatn og leif- ar af mat. Nokkur epli og bananar. Og diskur með kvöldmatnum hans Magga: maddi á! Hann neyðist til að borða hann standandi upp á endann sökum sæta- skorts. Hafdís sýgur sleikbrjóstsykur. Hallgrímur Helgason skálar í bjór. Hann er auðvitað mættur til að heilsa upp á meðlimi Gus Gus, þar sem hann er Hjá Gus Gus er samspil tónlistar og sýningar í algeru jafnvægi. Tónleika- gestireru uppnumdir, dáleiddir. Leikgleðin á sviðinu smitar útfrá sér. staddur í París vegna eigin myndiistar- sýningar. I fylgd með honum er Bernharð „Benni“ Valsson Ijósmyndari og góðvinur hljómsveitarinnar. Þetta eru fagnaðar- fundir. Afkoman tryggð Það er ekki tími til að stal- dra lengi. Annað kvöld (10. nóvem- ber), eru allra síð- ustu tónleikar há- tíðarinnar Nantes. Þang- að á Gus Gus að vera mætt í fyrramál- ið. Þetta er því þriðja nóttin í röð sem þau eyða rútu á leið milli borga. Það kemst upp í vana. Eftir Nantes verður tyllt niður fæti á ís- landi áður en haldið verður í mánaðar- Iangt tónleikaferðalag til Norður-Amer- íku þar sem búið er að skipuleggja 26 tónleika í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Baldur sem hefur tekið að sér að vera talsmaður hljómsveitarinnar út á við segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir þau og að það skipti miklu máli að sinna honum núna og fylgja sölu plötunnar þar eftir. Bandaríkjamenn geta ekki beðið og markaðurinn þar er miklu stærri en í Evrópu. Það skiptir því máli að sinna honum vel ef plöturnar eiga að selj- ast eitthvað að ráði, ekki síst fyrir svona mannmarga hljómsveit. „Það er dýrt að ferðast um með svona stóran hóp,“ segir Baldur sem er búinn að tryggja sveitinni afkomu í nánustu framtíð með plötu- samningum út um allan heim. Það er af- rakstur vinnu hans undanfarna mánuði. Hann fer sjálfur í öll heimsins horn og talar við útgefendur í eigin persónu. Eftir Bandaríkjaferðina fer Gus Gus til íslands í jólafrí en strax eftir áramót verð- ur stefnan sett aftur á Evrópu. Þá ætla þau að leika í klúbbum, ekki á hátíðum. Gus Gus er ekki til setunnar boðið. Við göngum út á eyðilega breiðgötuna og sjá- um á eftir Magga, næstsíðustum út í rútu með rauðu adidastöskuna á öxlinni. Við tyllum okkur niður inn á nálægt kaffíhús, þar sem á að fara að koma síðustu kúnn- unum út. Skömmu síðar keyrir Gus Gus rútan framhjá. Margrét EUsabet Ólafsdóttir í París.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.