Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR ÍS.HÓVEMBER 1997 - 25
LÍFIÐ í LANDINU
á góða vinkonu sem hefur sjálf
reynt sorg og sem hefur starfað
með sorgarsamtökum, hún
studdi mig mikið. Síðan þegar
ég fór að koma fram opinberlega
og segja frá því að ég hefði orðið
fyrir þessari reynslu fór fólk að
tala við mig um sína reynslu."
Þú hugsar ritgerðina sem wpp-
fyllingu á þessu tómi?
„Já, hún getur hjálpað að-
standendum og fagfólki sem
sinna þessari sálgæslu. Það er
svo nauðsynlegt að þekkja á
hvaða tilfinning-
um maður getur
átt von á. Eg fór
í gegnum sektar-
kennd, sam-
viskubit, sorg,
depurð og reiði.
Eins fann ég að
ég gerði bara
það sem mér var
sagt að gera, ef
mér var boðið í
kaffí eða mat
gerði ég það án
þess að hugsa
um hvort mig
langaði eða ekki.
Aftur á móti
gerði ég ekkert
sjálf, hafði ekki
frumkvæði,
maður verður að sumu leyti eins
og strengjabrúða."
Er hægt að stytta þann vanlíð-
unar tíma?
„Nei, ekki endilega en það er
hægt að hjálpa fólki við að
horfast í augu við að gera ráð
fyrir þessum tíma. Maður þarf
að fara í gegnum sorgina, það er
ekki hægt að komast framhjá
henni. Þegar maður hefur ekki
stuðning og skilur ekki hvaða til-
finningar það eru sem maður
getur staðið frammi fyrir þá
heldur maður að maður sé alveg
einn, að engum hafi liðið svona
og að maður hljóti að vera að
tapa glórunni, áður en næsta
vika verði búin þá verði maður
kominn inn á geðdeild."
Eggert Freyr Kristjánsson var
tæplega 18 ára þegar hann
fyrirfór sér. Gaf hann vanlíðan
sína á einhvern hátt til
kynna, sérðu í dag ákallið um
hjálp?
„Nei, við höfum ekki get-
að séð það hjónin. Hann var
eins og unglingar eru á
þessum aldri að byrja að
vera sjálfstæðari og allt
sem því fylgir.“
Þau Guðrún og Kristján Frið-
geirsson eiga eina dóttur i dag.
Hún var 74 ára þegar bróðir
hennar lést en er 19 ára í dag.
Stundum gýs allt upp aítur
„Ég held að ég sé búin að vinna
úr mjög mildu, hef horfst i augu
við þessar tilfinningar og tekist á
við þær en það er ekki þar með
sagt að allt sé að baki. Stundum
telur maður sig vera búinn að
klára eitthvað, t.d eins og þetta
með sektarkenndina, en það
þarf lítið til þess að allt gjósi
upp aftur. Bara að horfa á mynd
í sjónvarpinu getur verið erfitt.
Ef kemur fram að heimili þessa
og þessa unglings, sem lent hef-
ur á villigötum
á einhvern hátt,
hafi verið svona
og svona og því
ekki við öðru að
búast gýs upp
tilfinningin að
maður hafi ekki
verið nógu góð-
ur en líka reiðin
að þetta skuli
alltaf vera sett
svona fram.“
Samhand ykk-
ar hjóna, hvem-
ig kom það út
úr þessari
reynslu?
„Okkur hefur
tekist að vera
samstíga og
styðja hvort annað, það var svo
skrýtið að þegar sveiflurnar voru
mestar, upp og niður, þá var
annað okkar alltaf aðeins ofar og
gat togað hitt upp. Svona at-
burðir hafa auðvitað alltaf áhrif
á samband fólks, ef það er brot-
ið fyrir er þetta eins og fleinn í
brotið. Það sem hjálpaði okkur
var að fá aðstoð við okkar sorg-
arvinnu og þá að gera okkur
grein fyrir því hvaða tilfinningar
það eru sem geta fylgt. Þetta er
svo mikilvægt þvf ef hellast yfir
annan aðilann tilfinningar sem
hitt er ekki búið að reyna eða
veit ekki að von getur verið á þá
getur slíkt svo auðveldlega kom-
ið fram sem höfnun á makan-
um. Manni getur fundist maður
óhreinn og skríður inn
„Maðurheldurað
maðursé alveg einn,
að engum hafi liðið
svona og að maður
hljóti að vera að tapa
glórunni, áðuren
næsta vika verði húin
þá verði maðurkom-
inn inn á geðdeild. “
í eigin skel og þá má enginn
koma nálægt manni, hvað þá
taka utan um rnann."
Fordæming sjálfsvíga
I ritgerðinni er fjallað um hinn
sögulega þátt sjálfsvíga, hvernig
kirkjan á sínum fyrstu dögum
Ieit á sjálfsvíg. „Þegar trúin varð
ríkistrú í Rómarríki var fólk ekki
lengur tekið af lífi vegna trúar
sinnar og hafði þar með ekki
lengur möguleikann á að fá að
deyja píslarvættisdauða fyrir trú
sína. Þá fóru margir að fremja
sjálfsvíg til þess að komast til
himna, til þess að komast í dýrð-
ina. Til þess að stemma stigu
við þessu fór kirkjan að for-
dæma sjálfsvíg og það voru því
félagslegar aðstæður sem ollu
því að það var farið að fordæma
sjálfsvíg, það er ekkert í Biblí-
unni um slíkt þó lögð sé áhersla
á lífíð og það að líf og dauði sé
hendi Guðs."
Skömniin og sektin
Sorgarhópar starfa víða og tók
Guðrún þátt f tveimur slíkum,
vandinn er bara sá að það eru
alls ekki allir sem sækja slíka
fundi og því er von Guðrúnar að
bókin sem kemur út fyrir jólin
hjá Islendingasagnaútgáfunni
Munanum muni hjálpa þeim.
„Sjálfsvíg eru tengd við skömm
og sektarkennd og því er fólk oft
ekki tilbúið að ræða tilfinningar
sínar. I raun þyrfti sér sorgar-
hópa fyrir aðstandendur þeirra
sem hafa fyrirfarið sér. Við hjón-
in höfum farið og talað við hjón
sem hafa misst sitt barn á sama
hátt og slíkt er mikilis virði. Ég
vinn núna sem djákni við Þor-
lákskirkju við nokkrar heilbrigð-
isstofnanir í Arnesprófastsdæmi.
Starf mitt snýst ekki sérstaklega
um áfallahjálp eða sálgæslu eftir
sjálfsvfg í sjálfu sér en ég held
að ég muni þó alltaf leitast við
að aðstoða þar sem sjálfsvíg hef-
ur átt sér stað, eftir því sem ég
get.“ -MAR
,AÖstandendur fylíast
oft mikilli sektarkennd...
Einnig geta þeir fundið
fyrir því að aðrir ætlist til
þess að þeir finni fyrir
sektarkennd - jafnvel
meiri sektarkennd en
þegar dauðsfallið verður
af völdum slyss eða sjúk-
dóms... Og kemur þá inn
í myndina sú almenna
skoðun að einhverjum
hljóti að vera um að
kenna.
„Að lifa af eftir sjálfsvig
er eins og að ferðast á
vegi sem liggur upp og
niður mismunandi
fjallatoppa og dali." Að-
standendur verða sjálftr
að velja hvort þeir halda
áfram, horfast i augu við
sársaukann og læra að
lifa áfram, eða hvort þeir
staðnæmast í einhverjum
dalnum.
Dauðinn er að vísu
endir lífs, en hann er
líka upphaf lifs. Hann
er upphaf nýs lífs þeirra
sem eftir lifa. Þau þurfa
að takast á við nýtt líf
án ástvinarins sem látinn
er. Þegar um sjálfsvig er
að ræða þarf einnig að
takast á við sektarkennd
og skömm sem löngum
hefurfylgt sjálfsvígum.
Hyrnan Deildarstjóri
Kaupfélag Borgfirðinga auglýsir starf deildarstjóra
í Hyrnunni, bensínstöð, laust til umsóknar.
Starfið felst m.a. í:
Verkstjórn og umsjón með innkaupum
fyrir bensínstöðina.
Yfirumsjón og eftirliti með húsnæði Hyrnunnar
og umgengni utanhúss og innan.
Deildarstjórinn gengur vaktir á stöðinni.
Umsóknarfrestur um starfið er til 25. nóvember nk. og
skal skila umsóknum ásamt upplýsingum um fyrri störf
og reynslu skriflega til kaupfélagsstjóra.
Kaupfélag Borgfirðlnga.
RAFVEITA AKUREYRAR
Utboö
Rafveita Akureyrar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir til-
boðum í göngubrú á Glerá, sem byggja skal ofan á Gler-
árstíflu.
Um er að ræða stálgrindarbrú með 22 m hafi, en heildar-
lengd er 48 m. Brúargólf er úr timbri.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 1998.
Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen hf., Glerárgötu 30, Akureyri.
Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu Rafveitu Akureyrar,
Þórsstíg 4, eigi síðar en þriðjudaginn 2. desember 1997 kl.
11 fh., og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda
sem þess óska.
Rafveita Akureyrar.
Tilboð á Smáauglýsiiigum
Fyrsta birting 800. kr.
Endurbirting 400. kr.
Plastiðjan Bjarg
Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra
Plastiðjunni Bjargi.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á markaðs- og sölumálum auk þess að sjá
um hráefniskaup, framlegðarútreikninga og mánaðarleg uppgjör.
Viðkomandi kemur einnig að áætlanagerð innan Plastiðjunnar.
Staða verkefnisstjóra er staðgengilsstaða forstöðumanns.
Krafist er menntunar og/eða reynslu á sviði markaðs- og sölumála
auk þess sem reynsla af stjómun er æskileg. Einnig kemur sér vel að
viðkomandi hafi reynslu af starfi með fötluðum.
Megin hlutverk Plastiðjunnar er að þjálfa og undirbúa fatlaða ein-
staklinga fyrir störf á almennum markaði. Jafnframt er stefna fyrir-
tækisins að bjóða upp á úrval samkeppnishæfra plastafurða.
Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar Sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Plastiðjunnar í
síma 461 2578.
Einnig eru veittar upplýsingar um kaup og kjör í starfsmanna-
deild Akureyrarbæjar í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 28. nóvember 1997.
Starfsmannastjóri.