Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 2
18-LAVGARDAGUR 21.FEBRVAR 1998 LIFIÐ I LANDINU Arni Ibseri. Hróður íslenskrar leiklistar virðist berast víða og erlent leikhúsfólk er áhugasamt um það sem hér er að ger- ast. Þannig heyrðist í pottinum að búið væri að bjóða Leikfélagi Reykja- víkur til Moskvu með sýninguna Feð- ur og synir eftir Túrgenjev. Þá hefur Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvöru verið boðið til Oslóar og Stansund f Noregi með sýninguna Síðasta bæinn í dalnum. Leikhúsið sýndi Himnaríki eftir Arna Ibsen í Bergen fyrir tveimur árum og sló rækilega í gegn. Svo hressilega að nú um helgina verður verkið frumsýnt í Tromsö. Þá hafa leikhúsmenn í Litháen sýnt mikinn áhuga á starfi Hilmars Jónssonar og félaga í Hafnarfirðin- Ekki er að vita hverjum fleirum verður boðið með sýningar til útlanda, því um helgina eru hér staddir fulltrúar frá Bonnar bienalnum, leiklistarhátíð sem er ein af þeim stærri í heiminum. Þeir hyggjast sjá nokkrar af sýningum leikhúsanna með það í huga að finna fulltrúa á þessa stóru hátíð. Úr Þjóðleikhúsinu berast þær fréttir að Stefán Baldursson sé að sverma fyrir stórsnillingi úr breska leikhús- heiminum. Mun ætlun þeirra Þjóð- leikhúsmanna vera sú að fá viðkom- andi til að leikstýra verki eftir leik- skáldið Bertold Brecht, en öld er Iið- in frá fæðingu hans um þessar mund- ir. Stefán Baldursson Geir Magnússon, fyrirsætan fræga og vinsæla frá Akur- eyri, gerir garðinn aldeilis frægan þessa dagana. I:yrir nokkrum vikum náði hann þeim einstæða árangri í módel- heiminum að sýna fyrir tískuhús Gianni Versace ásamt öll- um hinum flottu gæjunum. En það er ekki nóg með að allt sé á uppleið í hinu opinbera lífi heldur á það einnig \dð um einkalífið. Pilturinn var nefnilega að trúlofa sig kærustu sinni til nokkurra ára. Skrapp heim til að halda upp á at- burðinn en þurfti að dri'fa sig fljótt út aftur vegna anna. Stríðsgleði Bandaríkjamanna gagnvart Irökum fer ekki framhjá neinum enda Kofi Annan, sjálfur framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kominn til Bagdad að reyna að ræða við stríðs- herrann þar, sjálfan Saddam Hússein Iraksforseta. I tilefni þessarar heim- sóknar hafa pottverjar rifjað upp eitt vinsælasta lag allra tíma, stundum kallað María, María eða „komdu í Kofann til mín‘‘ en heitir víst Þórs- merkurljóð, sungið af Sigurdóri Sig- urdórssyni, blaðamanni á Degi. Pott- veijum finnst að æskilegast hefði ver- ið að senda söngvarann til Iraks til að taka lagið þegar kapparnir hittast. Það hefði verið við hæfi og kannski stuðlað að friði í heiminum... Annars hafa pottveijar létt gaman af því að fylgjast með viðbrögðum við berorðu kynlífspistlunum hennar Halldóru Bjarnadóttur, sem hefur fjallað um allt frá þurrki í Ieggöngum og þvi „að dúllast“ (og þykir bara til- tölulega meinlaust) upp í G-blettinn og sjálfsfróun. I þessu blaði tekur hún svo fyrir svæði, sem eru næm í kyn- mökum. Halldöra var þekkt fyrir bar- áttu sína gegn reykingum en nú hefur hún slegið í gegn svo um munar, boð- in í ...þetta helst hjá Hildi Helgu Sig- urðardóttur um daginn og alltaf lesin upp í útvarpinu um helgar. Þjóðþekkt kona, hún Halldóra, og kjörkuð... að skrifa reglulega um hluti sem enginn þorir að nefna á nafn. Kofi Annan. Halldóra Bjarnadóttir. Sigurður Sigurðarson bakari, ásamt föður sínum sem starfaði sem bakari á Akureyri í fjóra áratugi. ,/Akureyri var í upphafi hálf- danskur bær og þannig er bollumenningin tilkomin hér á landi, “ segir Sigurður, hinn eldri. mynd: bíís. Bollufeðgar tveggja kynslóða Algengteraðfólk velji sérstörfsemforeldrar þeirra hafagegnt. Sig- urðurJónsson,fyrrum bakari áAkureyuri, stóð lengi á bolluvaktinni og nú ersonurhans, Sig- urður, tekinn við. „Ég byrjaði sem nemi í bakara- iðn í Kristjánsbakaríi árið 1949 og þá var bolludagurinn mesti álagstími ársins í bakaríinu og sjálfsagt er svo enn hjá bökur- um. Maður hlakkaði til þessara daga, kannski ekki síst vegna út- borgunarinnar, því helgina fyrir bolludaginn var maður gjarnan að byrja að vinna klukkan átta að kvöldi og síðan var vaktin staðin til síðdegis næsta dag,“ segir Sigurður Jónsson, fyrrver- andi bakari á Akureyri. Bakari í fjörutíu ár Sigurður Jónsson starfaði við iðn sína á Akureyri um fjörutíu ára skeið, en telja má að bollu- menning standi óvíða fastari rót- um en þar. „Akureyri var í upp- hafi hálf-danskur bær og þannig er bollumenningin tilkomin hér á landi. Síðan smitaði þetta út frá sér og þykir ómissandi um allt land í dag,“ segir hann. í Kristjánsbakaríi um miðja öldina voru, að sögn Sigurðar, gjarnan bakaðar þetta 15 til 20 þúsund bollur fyrir hvern bollu- dag og sú tala var svipuð lengi framan af „...og eins eftir að ég lór að vinna síðar í Brauðgerð KEA.“ Hann bætir við að á þess- um sælu dögum hafi rjómaboll- ur verið það sem mest var bakað af, rétt einsog nú, en einnig voru við lýði púns-, Berlínar, vatnsdeigs og rúsínubollur. Það er líka bakkelsi sem allir þeklyja í dag. Snörp lota og skenuntileg „Mér finnast bollur alltaf vera jafn góðar og ég gæti trúað því að yfir bolluhelgina, það er frá fimmtudegi og fram til mánu- dags, hafi ég verið að raða í mig þetta tíu til fimmtán boilum,“ segir Sigurður Jónsson. - Hann lét af störfum sem bakari fyrir um átta árum og hefur hin síð- ari ár gegnt starfi næturvarðar á Hótel Norðurlandi. Sonur hans, Sigurður, hefur hinsvegar haldið uppi merki bakarastéttarinnar innan fjölskyldunnar „Vissulega hlakka ég til bollu- helgarinnar, þetta er snörp lota og skemmtileg. Mesta annríkið er hinsvegar fyrir jólin og það stendur í allt að tvo mánuði," segir Sigurður. - Að hans sögn byrjuðu menn í Kristjánsbakaríi fýrir nokkrum dögum í bollu- bakstrinum og um helgina verð- ur allt sett á fulla ferð. Aöferðimar lítiö breyst Þeir feðgarar segja að aðferðirn- ar við bollugerðina hafi ekki breyst í neinum grundvallarat- riðum í gegnum árin. „Það sem helst hefur breyst er að áður var smjörið rúllað inn í deigið með keflum en nú er þetta hrært í vélum,“ segja þeir feðgar. Sig- urður, hinn yngri, segir að bakstur hérlendis sé þróaðri en í Danmörku, þar sem hann stundaði nám í iðn sinni um hríð. „Vegna þeirra efna sem við notum í bakstur hérlendis, eða öllu heldur notum ekki, eru brauð, kökur og bollur miklu betri hér á landi en erlendis," segir Siguður Sigurðarson, bak- ari. -SBS. Maður vikiimiar er ekki maður Mctður vikunnar er ekki maður, þótt hunn haldi það. Keiko sem hér eftir verður kallaður KEIKUR Eskfirðingur er húinn að vera í fréttum fyrir síldarát t húri úti iAmertku en nú vilja þeir sem tóku hann tilfanga skila honum heim. Háhyrningurinn snjalli sem aldrei hefur migið í saltan sjó á nú aðfá að spreyta sig á austfirskri innfjarðarrækju og gúanóslori sem kemur af hryggjunni, nema guttarnir í plássinu kasti í hann marhnúti eða ufsa. Haldiði að verðifjör á næsta sagnaþulaþingi háhyrninga þegar Keikur segir sögur af ævintýrum fyrir vestan? Gaman ívændum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.