Dagur - 21.02.1998, Síða 16

Dagur - 21.02.1998, Síða 16
32 - LAUGA RDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 ro^tr LÍFIÐ t LANDINU JÓHANNESAHSPJALL Af kynlííi bifreiða Þekkingu manna eru takmörk sett. Flestir vita fátt um flest og fleiri vita minna en ekki neitt um meira og minna allt. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Mannsævin dugar ekki til innbyrða nema Iít- ið brotabrot af heildarþekkingu heimsins og yfirleitt beinist þekkingarleit manna að áhuga- sviðum þeirra, og verða sumir sérfræðingar á sfnum. sviðum en aðrir fáfróðari. Eins og dæmin sanna. Eg t.d. veit harla Iítið um mest og hef ekki stórar áhyggjur af. En sjálfsagt er vanþekking mín hvurgi yfirgripsmeiri en á veröld bifreiða. Ég veit svona álíka mikið um bíla eins og um launhelga kynlífssiði Strok- hamushu ættbálksins sem á sín- um tíma setti svip sinn á tiltekið skóglendi einhvers staðar á Amazonsvæðinu. Eg veit ekki einu sinni hvort þessi ættbálkur var yfirleitt til. 10 ára ökiuiám En eins og flestir sem nú eru á dögum kemst ég ekki hjá lág- marksbrúkun eða umgengni við bifreiðar. Eg Iærði á sínum tíma að aka bifreið og varð það 10 ára nám, sem ég hóf 17 ára gamall og lauk á 27. aldursári. En sjálfum mér til málsbóta tek ég fram að ég stundaði ökunám- ið ekki samfellt á þessum tíma. Neyðin kenndi mér einnig að skipta um dekk á bíl, en dekkj- anna umfelgan lukkaðist reynd- ar ekki vel við fyrstu púnkter- ingu, því ég snaraði sprungna dekkinu af, skutlaði því undir aftur og ók af stað jafn púnkter- aður og áður. Það gefur líka auga leið að fyrirbæri á borð við bíl, sem maður þekkir hvorki haus né sporð á (húdd og skott á?) og ber því ekki verulega heitar til- finningar til, á það á hættu að verða vanræktur ef ekki beinlín- is misnotaður af manni. Enda var það einu sinni sem oftar er ég kom með Löduna mína á verkstæðið ósmurða, óþvegna, óbónaða og ó - ég veit ekki hvað, þá Ieit viðgerðarmaður með blíðlegri hluttekningu á bílinn, en hatursfullt á mig, rétt eins og móðir á barnaníðing og hvæsti: „Menn eins og þú eiga ekki skilið að eiga bíl.“ Bílalitteratúr Það liggur í hlutarins eðli að þegar samband manns við bílinn sinn er ekki nánara en hér greinir, þá Iiggur maður ekki beinlínis í bílalitteratúr alla daga. Reyndar verður ekki þver- fótað fyrir bílatímaritum, grein- um um bílgreinar í dagblöðum og bifreiðabókum af ýmsu tagi. En yfirleitt Iæt ég allt þetta fram hjá mér fara enda botna ég ekkert í því hvað verið er að fjalla um. Veit í mesta Iagi að þegar menn skrifa að Toyota sé betri en Lada, þá eru þeir hugs- anlega bara að „plada“ eins og þeir bera það víst fram fyrir sunnan. En fyrir einskæra tilviljun þá rak á fjörur mínar í vikunni heilmikið bílablað með DV, og þar sem ég hafði verið heldur leiðinlegur við konuna mína fyrr um daginn og hranalegur við vinnufélaga og því í vægu ma- sókismakasti, þá ákvað ég að refsa sjálfum mér með því að Iesa þetta blað í heild sinni. Og hafði, merkilegt nokk, nokkra ánægju af. Areksbolli Það sem kom mér mest á óvart var að bílaskríbentar skrifa meira og minna á íslensku og eru búnir að temja sér orð um öll fyrirbæri sem fyrirfinnast í einni bifreið og þau eru mörg. í sjálfu sér kom þetta allt mér ná- kvæmlega jafn spánskt fyrir sjónir og áður, þó á íslensku væri. En ekki er annað hægt en að virða viðleitni þeirra sem um bíla véla í ræðu og riti fyrir tryggð þeirra við hreintungu- stefnuna. Þarna kom m.a. fram að „kag- aður öxull er ekki lengur vanda- mál því nú eru komnar fram öx- ulslífar undir ásþétti." Ennfremur var að finna þarna greinargóðar upplýsingar um fyrirbæri á borð við “áreksbolla, einbunuvélar, elgsprófið, loft- Ijöðrun, skriðstilli, tímareima- strekkjara, kóningatæki, kveikjuheila, innsprautunar- spíssa, þjapphlutfall, Iangstæðar og þverstæðar vélar, spólvörn," og fleiri feikilega merkileg og fyrir mér dulræn fyrirbæri. Það er ákaflega virðingarvert hjá bifreiðarithöfundum að rita nær eingöngu á ástkæra ylhýra málinu, þegar erlend hugtök hljóta að vera einkar nærtæk og á hveiju strái þegar íjallað er um bíla. Ég er að hugsa um að styðja þetta átak og semja Iangt Ijóð um dulin tengsl lands og þjóðar við einbunuvélar og ás- þétta. P.s. Þið fyrirgefið vonandi að ég hef ekki minnst á kynlíf í þessum pistli. Eg setti kynlífið bara inn í fyrirsögnina til að- fleiri en áhugamenn um bfla Iæsu þetta. Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.