Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 5
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Það var varla hægt að
þverfóta fyrirfólki á opn-
un sýningarinnar Visions
du nord, Sýnir úr norðri, í
Nútímalistasafni Parísar-
borgarföstudagskvöldið
6.febrúar. Þangað voru
ekki aðeins komnirfransk-
irgestir heldur einnig
rjóminn aflistaelitu Norð-
urlandanna, að ógleymd-
um listamönnunum sjálf-
um og aðstoðarfólki
þeirra, alls hátt áfjórða
þúsund manns.
Safn fjarlægra staða ískála Hannesar Lárussonar.
Franskar
sýnir á norðrið
Sýningin skiptist í þijá hluta en
fyrsti og þriðji hluti hennar hafa
vakið mesta athygli og umtal
bæði sýningargesta og fjölmiðla.
I öðrum hlutanum eru nokkur
stór málverk eftir Per Kirkeby
hálf klemmd á milli hæða sem í
raun hýsa tvær sjálfstæðar sýn-
ingar. Ef ekki væri fyrir áberandi
múrsteinsskúlptúr sem stendur
við skör stigans upp á aðra hæð
eins og dyr milli tveggja tímabila
er hætt við að Kirkeby hefði al-
veg horfið í skuggann. En sýn-
ingargestir sem koma út af sögu-
hluta sýningarinnar komast ekki
hjá því að ganga í gegnum dyr
Kirkebys áður en haldið er upp í
l’Arc eða Bogann.
Rússneska babúskan
Arc er einn líflegasti sýningar-
staðurinn í allri Parísarborg og
ómissandi viðkomustaður þeirra
sem vilja fylgjast með hræring-
um í evrópskri samtímalist. Þar
iðaði allt af lífi á föstudagskvöld-
ið, ekki aðeins vegna fjölda gesta
heldur vegna sjálfra listaverk-
anna. Rúmlega þrjátíu lista-
menn eiga verk í samtímahlut-
anum, Björtum nóttum, þótt
ekki sé allra getið við inngang-
inn. Skýringin á því er sú að
svissneski sýningarstjórinn
Hans-Ulrich Obrist býður ekki
öllum Iistamönnunum sjálfur,
heldur leyfir nokkrum þeirra að
bjóða öðrum með sér. Sýningin
er því byggð upp að fyrirmynd
rússneskrar babúsku, með
minni sýningar innan stóru sýn-
ingarinnar.
Eitt skýrasta dæmið um það
hvernig hugmyndin \irkar er
Safn fjarlægra staða (Museum
Fernen Gegenden) sem Anna
Guðjónsdóttir og TiII Krause
starfrækja í Hamborg. I skála
safnsins á sýningunni, sem
hannaður er af Hannesi Lárus-
syni, sýna sex listamenn frá Is-
landi og Þýskalandi í boði Onnu
og Till. Söguskáli Hannesar vís-
ar allt í senn til íslenskrar
menningararfleifðar og mynd-
listarheims nútímans. Hann er
reistur á kampavínsflöskum á
hvolfi með þaki úr samansaum-
uðum mónokrónum. Gólfmottur
Valborgar Salóme Ingólfsdóttur,
Dýrin og mennirnir, hafa skylda
skírskotun. Allir listamennirnir í
safninu tilheyra deild norðlægra
hreiddargráða og því fjalla verk-
in öll á einn eða annan hátt um
norðlægar slóðir, hvort sem það
er hversdagurinn í New Britan
Connecticut séður með augum
Kristins G. Harðarsonar eða
Ljósið á ísafirði teiknað af Ingu
Svölu Þórisdóttur.
Vegna babúsku skipulagsins
eru íslensku þátttakendurnir á
sýningunni fleiri en hægt var að
henda reiður á í upphafi. Verk
eftir Steinu Vasúlku, Hlyn
Hallsson, Finnboga Róbertsson
og Ósk Vilhjálmsdóttur leynast í
einu sjónvarpstækjanna sem
hanga niður úr loftinu yfir verki
Michaels Elmgreen og Ingars
Anna Guðjónsdóttir safnst/óri neglir upp póstkort Kristins G. Harðarsonar.
Verk Onnu Guðjónsdóttur, „Úr Almannagjá.
Dragset. Verkið er risastór hvítur
garnhnykill og nokkurra metra
langur trefill, sem annar þeirra
sat og rakti upp á opnuninni á
meðan hinn kepptist við að
prjóna.
Gagnkvæmir fordómar
Frakkar sýna menningu Norður-
landanna yfirleitt lítinn áhuga
og því kemur krafturinn í verk-
um ungu kynslóðarinnar þeim
skemmtilega á óvart. Beinskeytt
framsetning og gagnsæi verk-
anna er líka í algerri andstöðu
við meginstraumana í franskri
samtímalist. Því kalla ögrandi
innsetningar og uppákomur
listamanns á borð við Hans
Plenge Jakobsen fram sterk við-
brögð.
Annars er ekki ætlunin að al-
hæfa um Iist tiltekinna landa,
því ávinningurinn af slíkum al-
gildingum er lítill fyrir lista-
menn sem vilja sýna á alþjóðleg-
um vettvangi. Olafur Elíasson
minnir á hversu tvíbent það er
að sýna undir yfirskriftinni „nor-
rænt“ og neyðir áhorfandann til
að horfa út með því að setja
hluta af sínu verki upp utan
dyra.
Fimm úr fortídinni
Edvard Munch er óumdeilanleg
stjarna sýningarinnar. Verk
hinna Ijögurra koma þeim mun
ánægjulegar á óvart. Birtan í
landslagi Gallen-Kalléla er kyrr-
lát og tær, miskunnarleysið f
sjálfsmyndum Helene Schjerf-
beck er ómótstæðilega heillandi
en óróleikinn í teikningum Carls
Fredriks Hill kemur hálfóþægi-
lega við áhorfandann. Ljós-
myndir af sjálfsmyndum Munch
og Strindbergs er áhugaverður
millikafli áður en komið er að
óveðrinu í málverkum rithöf-
undarins og angistinni í stofu-
myndum Munchs. Sýningin
forðast að gefa tæmandi mynd
af myndlist Norðurlandanna í
upphafi aldarinnar en hefur sér
það til ágætis að kveikja löngun
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
t París.
Leikfélag
Akureyrar
Söngvaseiður
The Sound ofMusic
Leikhandrit,
Iryggt ú ævi Maríu von Trapp:
Hoivard Lindsay og Russel
Crouse
Söngtextar:
Oscar Hammcrstein annar
Tónlist: Richard Rodgers
Þýðing: Flosi Ólafsson
Utsetningar: Hákon Leifsson
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir
Hljómsveitarstjórn:
Guðmundur ÓIi Gunnarsson
Leikstjórn:
Auður Bjarnadóttir
í hlutverkunum:
María: Þóra Einarsdóttir
Georg von Trapp:
Hinrik Ólafsson
Abbadísin:
Hrönn Hafliöadóttir
Lísa:
Jóna Fanney Svavarsdóttir
Elsa Schröder:
Rósa Kristín Baldursdóttir
Max Detweiler:
Aðalsteinn Bcrgdal
Börn von Trapp:
Unnur Helga Möller,
Inga Bára Ragnarsdóttir,
Ingimar Davíðsson,
Hildur Þóra Franklín,
Helga Valborg Steinarsdóttir,
Helga Margrét Clarke,
Rakel Hinriksdóttir,
Vilhjálmur B. Bragason,
Baldur I ljörleifsson,
Audrey Frcyja Clarke,
Erika Mist Arnarsdóttir
Auk þeirra:
Guðbjörg Thoroddsen,
Þráinn Karlsson,
Marinó Þorsteinsson,
Hildur Tryggvadóttir,
Sigrún Arngrímsdóttir,
Þuríður Vilhjálmsdóttir,
Jón Júlíusson,
Hjalti Valþórsson,
Jónsteinn Aðalsteinsson,
Manfred Lemke.
Fjórtán félagar úr
Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands.
6. mars kl. 20.30. Uppselt.
2. frumsýning
laugardaginn 7. mars.
kl. 20.30. Örfá sæti laus.
3. sýning
sunnudaginn 8. mars. kl. 16.00
4. sýning
föstudaginn 13. mars kl. 20.30
5. sýning
laugardaginn 14. mars kl. 20.30
6. sýning
sunnudaginn 15. mars kl. 16.00
Gjafakort í leikhúsið.
Gjöf sem gleður.
Kortasala i miðasölu
Leikfélagsins, í Blómabúð
Akureyrar, og á Café Karólínu.
Miðasalan í Samkomuhúsinu
er opin þriðjudaga til
fóstudaga kl. 13.00 - 17.00
Sími : 462 - 1400
Sfinsvari allan sólarhringinn
Handhafar gull-
debetkorta
Landsbanka íslands
fá 25% afslátt.
cr styrktaraðili LeikXélags Akureyrar