Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 8
24 -LAUGARDAGUR 2 1. FEBRÚAR 1998 LÍFIÐ í LANDINU Þau hjón Heimir og Dóra Þórhallsdóttir búa i Þingvallabænum, þremur burstum af fimm. I hinum tveimur er sumarbústaður forsætisráðherra. myndir: e.ól Sr. Heimir Steinsson hæfirÞing- völlum vel Hann er fræði- mannslegur í útliti og fasiogbermeð sér rósemi og virðuleika þess erhefurséð margt og skilurað sumu er ekkihægtað breyta. Sr. Heimir Steinsson gegndi starfi útvarpsstjóra í fimm ár. Hann er nú kominn aftur á Þingvelli og gegnir þar starfi staðarhaldara og sóknarprests á þessum kyngimagnaða stað, sem er svo samofinn þjóðarsögunni. Hann tekur á móti okkur á fal- legum vetrardegi, er við komum til að forvitnast um hagi hans. Þingvellir eru eins og póstkort þennan dag, þar sem vatnið skín spegilbjart, gamli bærinn með burstunum stendur virðulegur og bíður þess sem koma skal og birtan, þessi sérstaka íslenska vetrarbirta, leiðir hugann að æv- intýrum. Við komum fyrst inn í skrif- stofuna í fyrstu burstinni og þaðan er gengið í stofu sem er í næstu burst við. Inn af stofunni er eldhús og fyrir ofan eru svefnherbergin. Húsið er hlýlegt og í því friður og notalegt and- rúmsloft. Talsverð viðbrigði „Það eru viðbrigði að koma aftur hingað til Þingvalla úr erilsömu starfi útvarpsstjóra,“ segir Heim- ir. „Mér fannst reyndar fjarska- Iega gaman að vinna við Ríkisút- varpið, þessa mildu menningar- stofnun sem það er. Þar var ég í fimm ár og að þeim fimm árum liðnum stóð svo á að hér losn- aði embætti. Mér fannst hitt orðið ágætt og ákvað að koma hingað aftur. Auðvitað eru þetta gjörólík störf. Hjá útvarpinu vinna um 400 manns og mikið um að vera, en hérna er ég mik- ið til einn.“ Þau hjón Heimir og Dóra Þór- hallsdóttir búa í Þingvallabæn- um, þremur burstum af fimm. I hinum tveimur er sumarbústað- ur forsætisráðherra. Húsið hefur verið gert upp, en það var orðið ákaflega illa farið þegar þau hjón komu á staðinn fyrst til að vera, árið 1981. „Bærinn var orðinn ósköp hrörlegur, enda Iít- ið haldið við áratugum saman en hann var byggður árið 1930. Konan mín átti veg og vanda af breytingum sem hér voru gerðar ásamt húsameistara ríkisins sem teiknaði þær,“ segir Heimir. Hluti breytinganna eru þær, að stofan sem er falleg og sér- lega rúmgóð, var steypt saman úr fimm vistarverum. Eldhúsið var endurnýjað, en stiginn sem liggur upp á loftið er uppruna- legur. Þau hjón tóku með sér tals- vert af húsgögnum sínum, eiga sjálf þægilega Ieðursófasettið í stofunni, en borðið og skenkur- inn, sem eru f gamaldags út- skornum stíl, eru eign Þingvalla. Elísabet drottning í heimsókn „Það er nú kannski svolítið gam- an að segja frá því, að hér eru af og til haldnar opinberar heim- sóknir," segir Heimir brosandi. „í þessari stofu borðaði Elísabet Englandsdrotting þegar hún kom hingað í heimsókn árið 1990 og þá sátu hér um 30 manns. Fyrir þá komu voru öll húsgögn rifin hér út og sett í geymslu í eina viku, en annað sett inn í staðinn, þannig að þessi ágæta stofa nýtist til ým- issa hluta." Heimir er ekki bara staðar- haldari á Þingvöllum, heldur sinnir því starfi að vera prestur í Þingvallaprestakalli líka. „Söfnuðurinn er ekki mjög stór, alls telur hann um 50 sál- ir,“ segir Heimir. „En hann er duglegur að sækja messu hér á Þingvöllum," bætir hann við. „Á sumrin er messað hér um hveija helgi og þá sækir fjöldi aðkomu- manna kirkjuna. Eg kann ákaf- lega vel við mig hérna," segir hann svo. „Hér er mjög góður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.