Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 Tkyptr LÍFIÐ í LANDINU Draumur eða della? Lítið sjálfs- öryggi, skert sjálfsímynd og engin sjálfsvirð- ing eru megin þættir ótmmingju og vanlíð- unarbamaogung- linga.Hvað ertil bragðs? Er lausnin sú að senda krakkana á námskeið sem eiga að bæta sjálfstraustið? Em þessi námskeið fjáifesting til framtíð- ar? Skiptar skoðanir eru um gildi slíkra námskeiða og margir ekki sáttir við að þau séu kölluð sjálfsstyrkingarnámskeið, þau ættu frekar að kallast módel- námskeið. „Námskeiðið hjá mér er ætlað öllum. Ekld bara þeim sem lang- ar í módelbransann," segir Kol- brún Aðalsteinsdóttir sem á og rekur skóla John Casablancas. í janúar auglýsti Kolbrún nám- skeið, s.k. sjálfsstyrkingarnám- skeið, fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára, þar sem farið er í þætti allt frá augnsambandi og feimni upp í sjálfsvörn og fíkni- efnafræðslu. „Þessir krakkar sem koma til mín ætla sér ekki endilega út í módelheiminn. Við erum ekki að kenna hér eitthvað sem örfáir ná árangri í. Hvernig dettur fólki það í hug. Ekki lýg ég að börnunum. Það er ekki mín taktík. Ég vil að krakkarnir læri til að geta unnið fyrir sér.“ Það sem krakkar þnrfa á að halda út í þjóðfélagið En hvað hefur ýtt Kolhrúnu af stað með þessi sjálfsstyrkingar- námskeið? „Þörf,“ segir hún. „Það sem ég kenni krökkunum mínum er eitthvað sem þau þurfa á að halda út í þjóðfélagið í dag og það sýnir sig. Svona námskeið eiga fullan rétt á sér. Sjáum, við erum að missa börnin okkar út í reykingar 11 ára og 12 ára göm- ul börn eru farin að drekka áfengi. Það þarf að uppfræða börnin. Það þýðir ekki að missa þau út á götu því fólk nennir ekki að tala. Það er hræðilegt hvað samskipti eru orðin lítil og það að fólk kann ekki sam- skipti." Hún byggir námskeiðin á þekkingu sem hún hefur viðað að sér í gegnum árin eftir starf sitt með börnum og unglingum. En þó ekki síður á reynslu sinni úr módelheiminum. „Eg hef far- ið út um allan heim en sæki þekkingu mína aðallega til Bandaríkjanna og Evrópu. Eg áhersla til að hyggja upp ungling með lítið sjálfsálit ? „Það er þannig að þeir sem koma á námskeiðin taka alltaf með sér alla þá reynslu sem við viðum að þeim. Það sem \áð t.d. meinum með göngu er að það er verið að kenna fólki að bera sig rétt. Ganga og líkamsstaða eru tvö atriði sem geta skipt máli í lífinu hvort sem um er að ræða fyrirsætustörf eða hið daglega líf. Rétt staða stuðlar að betri heilsu, líðan, ánægju og velgengni." Og tímarnir eru fjölbreyttir. Farið er í augnsamband og feimni, það að Iáta ekki traðka á sér, leikræna tjáningu, hvernig á að standa upp og tala frammi fyrir fjölda fólks, það að vera maður sjálfur, að finna sig. „Krakkamir hafa opnað sig vel og það er þess vegna sem námskeiðin hafa spurst út.“ Krakkarnir taka mikliun hreytingum Kolbrún er farin að teygja sig lengra því núna er hún farin að vinna með nokkrum af skól- um borgarinnar. „Eg hef hjálp- að mörgum ungmennum að breyta rétt og taka öðruvísi á málunum. Smám saman hafa þessir krakkar mínir farið að standa upp úr í því sem þau eru að gera og því tekið mikl- um breytingum." Þegar hún er farin að teygja sig þetta mikið inn á hraut sjálfsstyrkingar ogfarin að miðla þekkingu sinni markvisst innan skólakerfisins er þá ekki nauðsynlegt að vinna með sálfræð- ingurn að slíkri up-pbyggingu? leita uppi bestu kennarana til að og sjá hvað þeir eru að gera, sæki námskeið og tíni það besta úr. Þannig skilar árangurinn sér.“ Krakkamir opna sig og námskeiðin spyrjast út í auglýsingunni frá skóla John Casablancas, sem áður var nefnd, segir að meðal þeirra þátta sem kenndir eru á námskeiðinu séu módel og ganga, kynningar og snyrting, og allt eigi þetta að stuðla að betra sjálfs- trausti og sjálfsmati. Er þetta ekki skrítin „Ég hef gert það. Unnið með þeim í ráðgjöf og öðru þannig að allt sem við erum að gera er mjög rétt.“ Hver er með þér? „Það er fólk frá hverjum skóla fyrir sig. Ég hef mikið setið á fundum með þessu ágæta fólki og byggt tímana upp með þeirra hjálp. Það hafa allir starfað saman. Annars vil ég ekki tala um þetta því að ég held að það sé viðkvæmt fyrir krakkana, það er ekki út af neinu öðru. Þeim finnst orðið sálfræðingur mjög neikvætt." Hún bætir því við að í skólan- um hjá sér þá komi það fyrir að krakkarnir séu sálfræðimatur og þegar slíkt komi upp þá vísi hún þeim tafarlaust á frekari hjálp. „Ég get ekki tekið við hverjum sem er. Sumir þurfa meiri hjálp en ég get veitt. En það sem ég segi við alla er „þú skalt gleðjast yfir lífinu því það gefur þér tæki- færi til að elska, vinna og leika þér og til þess að horfa upp til stjarnanna." Kotbrún Aðaisteinsdóttir. Námskeiðm svala ákveðinni þörf Þva er ekki að neita að Kolbrún byggir á reynslu sinni úr módel- heiminum og sjálfsstyrkingar- námskeiðin eru hluti af þeim módelnámskeiðum sem hún hefur haldið. En það eru fleiri námskeið í gangi fyrir börn og unglinga en hjá Kolbrúnu sem að hluta til má segja að byggi upp sjálfstraustið. Eitt slíkt er módelnámskeið á vegum Eski- mó módels en þar sameinast 20 ára reynsla Módel 79. Þórey Vilhjálmsdóttir er einn af eigendum Eskimó og meðal þeirra sem kennir á námskeið- inu en hún, ásamt Astu Krist- jánsdóttur einum eigendanna, vann sem fyrirsæta í 10 ár. Hún segir þessi módelnámskeið mjög vinsæl. „Krökkum finnst módel- heimurinn spennandi og langar til að prófa. Námskeiðin eru samt alls ekki eingöngu fyrir þá krakka og það er ekki verið að lofa neinum starfi eftir slíkt námskeið." Hugmyndin hjá Eskimó er að krakkarnir fái að prófa allt sem viðkemur módelstarfinu, og kemur þar sterkast inn tísku- myndataka sambærileg þeim sem tíðkast í möppum fyrisæta. Einnig er verið að veita þeim innsýn og svala almennri þörf.“ En hvað hafa krakkarnir upp úr sltku námskeiði? „Námskeiðin eiga að efla sjálfstraust og þau gera það und- antekningarlaust. Krökkunum líður betur á eftir og þau eru ör- uggari með sig. Þau eru á nám- skeiðunum búin að sanna sig fyrir sjálfum sér.“ Hentar þetta virkilega öllu krökkum? „Já, það gerir það. Við setjum engin skilyrði og allir eru vel- komnir. Tilgangurinn er að krakkarnir hafi gaman af þessu og þetta er því jafnt fyrir þá sem ekkert erindi eiga í starf fyrir- sætunnar og fy’rir þá sem ein- hverja möguleika eiga.“ Hún segir að eina loforðið sem gefið sé með árangur af námskeiðinu sé að allir hafi gaman af. „Við göngum ekki f störf sálfræðinga en þetta eflir sjálfstraust krakkanna." Peningaplokk út í gegn En það eru ekki allir á eitt sáttir um gildi námskeiða fyrir börn og unglinga sem byggja á módel- heiminum og eru sögð efla sjálfstraust og sjálfsímynd. Unn- ur Arngrímsdóttir, eigandi Mód- elsamtakanna, er ein þeirra en Unnur hefur um árabil starfað með börnum og unglingum að sýningarstörfum. „Ég er algerlega á móti því að taka börn á námskeið sem heitir módelnámskeið eða eitthvað slíkt. Mín skoðun er sú að barn á að koma fram sem það sjálft annars verður það kjánalegt og tilgerðarlegt." Hún er heldur ekki sammála því að slík námskeið veiti krökk- um einhverja innsýn í fyrirsætu- starfíð því það taki tíma að búa til gott módel, það þurfi að hafa rétt útlit og gerðar séu ákveðnar grunnkröfur um grunnhreyfing- ar sem unnið sé út frá. Þannig dragi módelið fram sinn per- sónuleika út frá grunninum sem það hefur. Það túlki út frá eigin hæfileikum. „Þau námskeið sem eru í gangi gera þetta ekki og þau veita heldur ekki rétta inn- sýn. Hjá mér þá hef ég sérstök námskeið fyrir stúlkur sem vilja verða fyrirsætur að aðalstarfi. Ég gef þeim þennan grunn sem stenst hvar sem er í heiminum en síðan er ég einnig með al- menn námskeið í framkomu, göngu og því sem fylgir.“ Hún segist aldrei myndu kalla sín námskeið sjálfsstyrkingar- námskeið þrátt fyrir að það styrki manneskjuna á allan hátt að fara í gegnum slíka þætti. „Það sem Kolla er að gera er að gera allt brjálað. Það var móðir sem að hringdi í mig því að Kolla vill að dóttir hennar fari í einhveija hæfileikakeppni til Unnur Arngrímsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.