Dagur - 21.02.1998, Síða 7

Dagur - 21.02.1998, Síða 7
LAUGARDAGVR 21. FEBRÚAR 1998 - 23 Ameríku fyrir 180 þúsund. Þetta er svo mikið rugl hjá henni og hún segir við alla að þeir hafi möguleika, allir séu æðislegir. Ein móðir kom með dóttur sína til mín og lét mig „skoða“ hana og dæma hvort ég héldi að hún ætti möguleika í fyrirsætustarfið. Þessi stúlka hafði verið hjá Kolbrúnu og hún vildi senda hana í slíka keppni. Ég veit ekki hvernig námskeiðin eru hjá henni en hún er rosa- lega dýr. Hún plokkar fólk alveg svakalega." Þórey Vilhjálmsdóttir. Námskeiðið okkar lottóvianingur Það er annað sem móðir 17 ára drengs, sem sótti námskeið hjá Kolbrúnu, hefur að segja en drengurinn var þunglyndur og lífsleiður. „Kolbrún var okkar lottóvinningur. Hún náði þvf tangarhaldi á drengnum sem þurfti með uppörvun og já- kvæðni. Sjálfstraust drengsins var í molum, hann hafði Ient í einelti og var kominn í rugl í skólanum. Skólinn er ekki með neitt í gangi fyrir börn með þessa erfiðleika og í staðinn fyrir að leggja upp laupana ráðalaus þá ákvað ég að nefna það við hann hvort hann vildi fara á námskeið hjá Kolbrúnu." Það var upp á von og óvon sem móðirin gerði það og eftir miklar fortölur samþykkti dreng- urinn að fara. „Eg sá að þetta var námskeið fyrir hann og ég vil meina að það hafi bjargað lífi drengsins míns. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 2 árum að hann ætti eftir að ganga um pallana frammi lyrir fjölda fólks og taka þátt í hæfileikakeppni þá hefði ég hlegið. Ekki dreng- urinn minn.“ Astand drengsins áður en hann fór til Kolbrúnar var það slæmt að foreldrar hans þorðu ekki að skilja hann einan eftir heima af hættu við að hann stytti sér aldur. „Hann var svo ofsalega þunglyndur að ekki var hægt að fara frá honum. Þetta er svo mikil angist sem foreldrar standa frammi fyrir. Því segi ég enn og aftur að við vorum ótrú- lega heppin. Nú er allt á fullu upp á \ið og hann er ægilega ánægður með lífið.“ Að gera góða hluti Eins og áður sagði er Kolbrún farin af stað með sjálfsstyrking- arnámskeið í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Austur- bæjarskóli er einn þessara skóla og segir Guðmundur Sighvats- son skólastjóri að Kolbrún sé greinilega að gera hluti sem aldrei myndi ná að gera innan skólanna. En hvernig kotn þetta samstarf Kolbrúnar og Austurbæjarskóla til? „Kolbrún hafði farið á fund Borgarstjóra með hugmynd um sjálfsstyrkingarnámskeið í skóla- kerfinu. Eitthvað hefur borgar- stjóra litist vel á því hann vísar málinu til fræðslustjóra sem aft- ur hafði samband við mig.“ Námsráðgjafa skólans fannst hugmyndin góð og eftir að hafa fylgst með á námskeiðum hjá Kolbrúnu og gert tilraun með að senda krakka til hennar þá var ekki aftur snúið og styrkur fékkst hjá íþrótta- og tóm- stundaráði til frekara samstarfs \dð Kolbrúnu." Kennararnir eru mjög ánægðir með það sem er að gerast hjá krökkunum og segja þá mjög já- kvæða og hlakka til að fara í tíma hjá henni. „Þessi ánægja skilar sér að þeirra mati án efa inn í skólann." Þarf að þekkja hugsanagang bamanna En hvað segir sálfræðingur um þessi námskeið sem ætluð eru fyrir börn og unglinga til að efla sjálfstraust og sjálfsánægju. Trausti Valsson starfar sem sál- fræðingur á fræðslu- og menn- ingarsviði í Garðabæ." „Orðið sjálfsstyrkingarnám- skeið fyrir börn er dálítið spúgí. En það getur verið að orðið sjálft sé villandi og komi málinu ekkert við. Það fer eftir því hvað er kennt.“ Þegar undir hann eru bornir þættir sem farið er í eins og augnsamband, feimni, sjálfs- traust, kynningar og líkamsstaða segist hann frekar vilja kalla námskeiðið leikræna tjáningu og það sé hið besta mál ef einhver sem kunni til verka geri það. En hvað þarf að hufa til að bera til að fara með bömum og unglingum í gegnum þessa þætti? „Það þarf að skilja tilfinninga- , félagslega- og vitræna hugsun hjá börnum. Það þarf að kunna á börnin til að geta komið þessu til skila. Við verðum að þekkja þeirra hugsanagang tilveru og tilfinningar. Eg er ekki að segja að þetta fólk kunni þetta ekki. En mér finnst ansi stórt að segja sjálfsstyrkingarnámskeið." Nú er líka farið t þætti sem kallast sjúlfsóúnægja, almenn kurteisi, hver er ég, hvað vil ég. „Er það ekki bara hið besta mál meðan það er gert með þarfir barnsins í huga og maður þekkir hugsunarhátt barnsins. Það þarf líka að passa að gera ekki of miklar kröfur til barn- anna.“ Trausti segir að ekld megi kafa í sálarlíf þessara krakka. Það skipti máli. „Ef þetta er sett fram á réttan hátt þá er ég ekki á móti þessu.“ Aðspurður um módelnám- skeið sem mörg hver eru sögð eiga að efla sjálfstraust og gera unglinga öruggari spyr Trausti hvort ekki sé verið að keyra á einhverri ímynd. „Eg veit að margar ungar stúlkur dreymir um þetta starf en það þarf að fara varlega í allt svona. Ung- Iingar eru tilfinningalega opnir og það er auðvelt að særa þá. Það þarf alltaf að þekkja félags- og tilfinningaþroska unglings- ins. Varnir hans eru miklu veik- ari en fullorðna fólksins. Við getum varið okkur og vinsað úr.“ Númskeiðin eru sögð svala þörf unglinga sem forvitnir eru um módelheiminn. „Þá hlýtur einhver að búa þessa þörf til. Hver gerir það? Erum það ekki við, fullorðna fólkið? Ég er svolítið hræddur um það.“ Kolbrún Aðalsteinsdóttir: „Það sem ég kenni krökkunum mínum er eitthvað sem þau þurfa á að halda út í þjóðfé- lagið í dag og það sýnir sig. Svona námskeið eiga fullan réttá sér. “ „ Við höfutn unnið með sálfræðingum í ráðgjöf og öðru þannig að allt sem við erum að gera er mjög rétt. “ Þórey Vilhjálmsdóttir: „Viðgöngum ekki í störfsálfræðinga en námskeiðin efla án efa sjálfstraust krakk- anna. “ „Með námskeiðunum erum við að veita krökkunum innsýn og svala almennri þöif þeirra. “ UnnurAmgrímsdóttir: „Þau tiámskeið sem em ígangi em ekki rétt og þau veita krökkunum ekki heldurrétta inn- sýn. “ „Það sem Kolla er að gera eraðgera allt brjálað. “ Trausti Valsson: „ Orðið sjálfsstyrking- amámskeiðfyrir börn er dálítið spúgi.“ „Þaðþarfað skilja til- finninga-Jélagslega- og vitræna hugsun hjá bömum til að halda svotia námskeið. Það þatfað kutina á bömin til aðgeta kotnið öllu til skila. “

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.