Dagur - 21.02.1998, Side 17

Dagur - 21.02.1998, Side 17
 LAUGARDAGUR 21. FERRÚAR 199B- 33 LÍFIÐ í LANDINU „Allt sem mér var gefiö I uppeldi mínu og lífi lagði ég í þessa athöfn. Þetta var ein af stóru stundunum í starfi mínu. Þetta var einnig stór stund fyrir kaþóiska kirkju á íslandif - mynd: pjetur íslenskþjóð ermínþjóð Jakob Rolland, einn presta kaþólskra á ís- landi, varðþjóðþekkt- ur maður þegar hann þjónaði við útförHall- dórs Kiljan Laxness. í viðtali viðDag ræðir hann um lífsitt íþjón- ustu kirkjunnar og trú- arvitund íslendinga. „Kirkjan fól mér að sjá um þessa athöfn. Eg er þjónn henn- ar, og aðrir hefðu sinnt henni jafnvel eða betur,“ segir þessi geðugi og hógværi kaþólski prestur sem vann hug og hjörtu landsmanna með áhrifamikilli ræðu við útför Nóbelskáldins. Jabob Rolland fæddist árið 1956 í Alsace sem er kaþólskt hérað í austurhluta Frakklands. Faðir hans var verkfræðingur en móðirin sinnti uppeldi sex barna þeirra. Foreldrarnir sinntu líknarstarfi af ýmsu tagi. „Ein fyrsta minning mín er af fólki sem bankaði upp á til að biðja foreldra mína um hjálp,“ segir Jakob. „Pabbi stjórnaði áratugum saman félagi sem að- stoðaði fátæka og mamma var í forsvari fyrir foreldrafélag skól- ans. Heimilið minnti stundum á biðsal þar sem tíu til fimmtán manns biðu nær daglega eftir að ná tali af foreldrum mínum. Fg var ósköp venjulegt barn en kaþólska trúin var sterkur þáttur í uppeldinu og mótaði mjög lífsviðhorf mín. Morgun- bænir og kvöldbænir voru beðn- ar á hverjum degi. Farið var í kirkju á sunnudegi og ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni misst af sunnudagsmessu. Messan var hápunktur vikunnar og fastur Iiður í fjölskyldulífinu. Fg var sá eini í hóp sex systk- ina sem aldrei gekk í kirkjuleg- an skóla. Samt er ég sá eini sem gekk í þjónustu kirkjunnar. Afa- bróðir minn hafði mikil áhrif á mig og átti sinn þátt í að ég ákvað að verða prestur. Hann var trúboðsprestur í Kína og síðan á Taiwan. Eftir hálfrar aldar starf f Jesúítareglunni kom hann til Frakklands í þriggja mánaða leyfi. Fg var þá ellefu ára gamall og hlustaði fullur hrifningar á sögur hans. A þess- um árum var ég kórdrengur og þegar hann messaði í heima- kirkju minni var ég fullur af stolti og montaði mig af því að hann væri frændi minn. Eftir heimsóknina sneri hann aftur til Kína. Hann gat ekki hugsað sér að húa á Vesturlöndum. Atti ekki lengur samleið með þeim heimi. Hann var orðinn Kínverji í hugsunarhætti, jafnvel í útliti." Nií geta kaþólskir prestar ekki stofnað eigin fjölskyldu. Var það eklti erfið tilhugsun? „Fg spurði sjálfan mig að því hvort ég ætti að fara í prestskap sem jafngildir því að lifa einlífi alla ævi eða hvort ég ætti frem- ur að gifta mig og stofna fjöl- skyldu. En ég hafði fengið köll- un, átti trúarvissu og vildi þjóna Jesú Kristi. Fg vissi líka að það myndi reynast eins og hann sagði, að þeir sem yfirgefa fjöl- skyldu sína trúar sinnar vegna fá laun sín hundraðfalt, jafnvel í þessu lífi. Og ég hef þegar feng- ið hundraðföld laun í þessu lífi. Fg lærði til prests í Sviss og Þýskaland. Fg vildi fara til framandi landa og starfa þar eins og afabróðir rninn. Fg frétti af því að kaþólska biskupinn á Islandi bráðvantaði unga presta til starfa. Fg kom fyrst til lands- ins í páskafrf 1977 og fluttist al- kominn árið 1984. Þegar ég kom hér fyrst voru yfirleitt 30- 40 manns við hámessuna á sunnudögum. Nú eru haldnar fimm messur á sunnudögum og í flestum þeirra eru yfir hundr- að manns." Sérðu aldrei eftir að hafa kotnið til íslands? „Nei, það geri ég ekki. Reynd- ar hef ég engan tíma til að velta slíkum spurningum fyrir mér. Fg er önnum kafinn alla daga og hef meira á minni könnu en ég get í rauninni sinnt. Fg fer einu sinni á ári til Frakklands að heimsækja fjölskylduna en ég hef ekki heimþrá. Umhverfi mitt er á Islandi og íslenska þjóðin er smám saman að verða þjóð mín.“ Ntí er stundum talað um að Islendingar séu í eðli sínu trúlausir „Þeir eru ekki mikið fyrir að iðka trú sína opinberlega, svo mikið er víst. En það er rangt að halda því fram að þeir séu trú- lausir. Innra með sér hefur fólk- ið traust á Guði. Fg get ekki sannað að svo sé en ég finn það. Og í mörgum Islendingum blundar meira að segja kaþólsk trú.“ Þú varst annar þeirra presta sem jarðsöngst Halldór Laxness. Þetta hlýtur að hafa verið þér minnisstæð athöfn. „Allt sem mér var gefið f upp- eldi mínu og lífi lagði ég í þessa athöfn. Þetta var ein af stóru stundunum í starfi mínu. Þetta var einnig stór stund fyrir kaþ- ólska kirkju á íslandi. Það virð- ist sem meginþorri þjóðarinnar hafi fylgst með athöfninni og ég held að hún hafi snert þjóðarsál Islendinga.“ Hefur þú aldrei efast í trúnni? „Trúin á Guð er eins og trúin á sjálfan sig. Trúin á sjálfan sig eykur trúna á skaparann og ef maður efast um sjálfan sig efast maður jafnvel um tilvist Guðs. Flestir hugsa einhvern tímann á þennan hátt. En ég hef aldrei látið slíkar hugrenningar ná tökum á mér. Fg veit að við erum einungis ferðalangar á jörðinni. Heimaland okkar er hjá Guði.“ — KB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.