Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 19 9 8 - 25 andi og staðurinn fullur af minningum og kyngimögnuðu andrúmslofti. Hér er líka mikill friður, þrátt fyrir gestagang sem alltaf er töluverður. Mér er sagt af starfsmönnum Vegagerðar- innar að hingað komi um 400.000 manneskjur á ári og þær koma allflestar akandi. Hingað til lands koma um og yfir 200.000 ferðamenn og þeir koma allflestir á Þingvöll." Spurt til vegar Talsvert fleiri koma á sumrin en veturna, en þá vinna um 15 manns á Þingvöllum og garður- inn er mjög virkur. „Eg ber í rauninni ábyrgð á því að það sé sæmilega tekið á móti fólki og þegar gestir koma hingað heim að bænum og hálft í hvoru biðj- ast afsökunar á því að trufla mig, þá minni ég þá á það að þetta sé mitt starf," segir Heim- ir. „Menn koma hér með ýmsar spurningar, stundum bara til að spyrja að því hvar Þingvellir séu. Þá er nú fljótlegt að labba með þeim hér út og benda og stund- um verður úr því meiri fræðsla, það getur farið alla vega. En þeir sem koma hingað eru yfirleitt í góðri stemmningu, þannig að það er eiginlega alltaf eitthvað jákvætt sem að manni snýr,“ segir Heimir. Þingvallanefnd sér um allan rekstur staðarins, en fram- kvæmdastóri hennar er Sigurður Oddsson sem stjórnar öllum framkvæmdum. „Við eigum mjög gott samstarf," segir Heim- ir, „og vinnum sameiginlega að því að gera veg staðarins sem bestan." Kona Heimis, Dóra Þórhalls- dóttir, vinnur í Reykjavík. Hún ekur á milli, en dvelur þó virka daga í bænum, í íbúð sem þau hjón eiga þar. „Afdrepi okkar í bænum," eins og Heimir kallar hana. Heimir segist aldrei ein- mana, þó hann sé einn, hann hefur í mörg horn að líta og fyrir utan gestagang- inn er hann að vinna að ýmsum verkefnum. „Ég var nú til dæmis að vinna að erindi um Passíusálmana þegar þið komuð og svo á að heita að ég sé að und- irbúa sögu Prestafélagsins, en ég tók að mér að skrá hana,“ segir hann. „Svo hef ég ákaflega gaman af því að lesa og finnst mánnkyns- saga alveg frábær. Hernaðarsaga er í sérstöku uppáhaldi hjá mér líka.“ Kaupir siTiinginn af bændunum Heimir segist líka taka sér tvo frídaga í viku, oftast fimmtudaga og föstudaga og sé þá í bænum. „Þannig að þetta er nú ekki svo slæmt," segir hann og hlær. „Við erum þannig saman fjóra daga í viku hjónin. Annars hefur færð- in verið góð þennan veturinn og auðvitað væri alveg hægt að aka á milli nánast daglega. Ég er núna á gömlum jeppa, en öll mín fyrri Þingvallaár var ég bara á litlum bíl og ég man bara eftir þremur vetrum sem voru snjóa- vetur, hinum man ég ekkert eft- ir. Það er svo skrítið að maður man svo vel eftir harðindum, þau brenna sig í vitundina. En góðu tímarnir, maður man þá ekki eins vel,“ segir hann. Þingv'allavatn er auðugt af fiski og Heimir er spurður að því hvort hann notfæri sér ekki að geta bara gengið niðureftir og veitt. Hann segist hafa prófað að leggja net, en svo komist að því að það tæki bara allt of langan tíma, allt að tveimur tímum á dag og honum fyndist hann bara ekki hafa neinn tíma í veiðar. „Hins vegar kaupi ég oft silung af bændunum hér í kring,“ segir hann. „Og geng talsvert með vatninu, því eitt af áhugamálum mínum er útivist og ég nýt þess ákaflega að vera úti í þessari fal- legu náttúru.11 Lcstnriim mesta áhugamálið Annað áhugamál Heimis eru kvikmyndir. Hann segist njóta þess mjög að horfa á góða bíó- mynd og hefði nýverið farið að sjá Titanic og sagðist vera feginn að hafa komið því í verk. En lesturinn er efstur á áhugalist- anum. Bókasafnið er stórt og ekki allt komið á ÞingvöII, þó eru talsvert margar bækurinni á skrifstofu Heimis. „Ég hef svona verið að selflytja þær, einn og einn kassa í einu,“ segir hann. „Þetta hefst allt að lok- um og ég get vel hugsað mér að vera hér lengi, sé ekkert því til fyrirstöðu.“ Farið er að síga á seinni hluta dags og gott að teygja aðeins úr sér. Við göngum út með Heimi og tök- um nokkrar myndir á þessum stórkostlega sögustað um leið og við kveðjum. -VS Rjúpnaveiðar Það kemur ýmislegt uppá og Heimir segir okkur smá sögu af rjúpnaveiðimanni. „Hér eru margvísleg verkefni og margvíslegt mannlíf og það er til tími sem kallaður er ijúpnaveiðitími," segir hann og setur sig í sögustellingar. „Hér er stranglega bannað að veiða rjúpu. en hinsvegar fara menn oft til rjúpna héðan, upp í Ijöllin. Svo er það einu sinni að ég er að koma heim, eitt haustkvöldið austan úr sveitum og fer niður í gegnum þjóðgarðinn í svarta myrkri. Allt f einu sé ég hvar stendur maður við veginn, hann er alhvít- ur og það er af rjúpum sem hann er svona hvítur, því hann er með heljarmikla kippu af rjúpum hangandi utan á sér. Klukkan er eitthvað á milli 10 og 11, svo ég stoppa og renni niður rúð- unni og ætla að fara að tala við manninn. Þá segir hann, áður en ég get sagt nokkuð: „Ert þú að Ieita að Brandi?" „Nei, segi ég, ég er ekki að leita að Brandi. Ert þú að leita að Brandi?" „Nei, ég er Brandur,“ segir maðurinn þá. Þá hafði hann villst, farið hér ofan við garðinn og komið nið- ur með allar þessar rjúpur og var þá bæði týndur og villtur og gerði ráð fyrir því að einhver væri farinn að leita sín. Ég fór svo með Brand heim og svo kom konan hans að ná í hann. Menn voru ekki farnir að leita, en komnir fast að því að fara af stað. „Sá íslendingur sem ekkifinnst hann eiga heima á Þingvöllum, hann erilla settur. “ Skólastjóri við Öldutúnsskóla Staða skólastjóra við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst 1998 en nýr skólastjóri þyrfti að geta hafið störf að hluta um miðjan maí nk. Óskað er eftir dugmiklum, áhugasömum og metnaðarfull- um einstaklingi með kennaramenntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun í uppeldis- og kennslu- fræðum, menntun í stjórnun og reynslu af rekstri. Umsækj- andi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og vanur starfsmannastjórnun. í Öldutúnsskóla eru 720 nemendur í 1.-10. bekk og næsta haust verður skólinn einsetinn. í skólanum er mjög blómleg starfsemi, öflugt félagsstarf og nýbreytni á ýmsum sviðum. Óskað er eftir að þessi þróun haldi áfram. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustustofnun í þágu menntunar í bænum. Á vegum skrifstofunnar er nú m.a. unnið að úttekt á mati á skólastarfi og stærðfræðiátak stendur yfir í samstarfi við Freudenthalstofnunina í Hollandi og Kennaraháskóla íslands. í bæjarfélaginu eru rúmlega 18.000 íbúar og ríkjandi er jákvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Frekari upplýsingar um starfið veita núverandi skólastjóri, Haukur Helgason í síma 555 1546, Magnús Baldursson skólafulltrúi og Ingibjörg Einarsdóttir rekstrarstjóri í síma 555 2340. Launa- og kjaramál fara eftir gildandi kjarasamningum og umsóknarfrestur er til 22. mars. Umsóknir berist til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31. Skólafulltrúinn f Hafnarfirði. I|i HÚSVERNDARSJÓÐUR í aprílmánuði verður úthlutað styrkjum úr Hús- verndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum og byggn- ingarsögulegum ástæðum. Benda má á að hús sem byggð eru fyrir 1920 og þurfa sérstakra endurbóta við hafa sér- staka þýðingu fyrir minjavörslu í Reykjavík. Að öðru leyti er stuðst við reglur fyrir Húsverndarsjóð Reykjavíkur sem samþykktar voru í borgarstjórn Reykjavíkur 22. apríl 1997. Með umsóknum skulu fylgja eftirtalin gögn: 1. Uppdrættir, ef til eru hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. 2. Ljósmyndir, gamlar og nýjar. 3. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum og tímaáætlun. 4. Uppmælingar og teikningar ef um meiriháttar fram- kvæmdir eða breytingar er að ræða. 5. Teikningar sem sýna smíðafrágang glugga, klæðninga o.fl. 6. Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir. Umsóknir skulu stílaðar á Umhverfismálaráð Reykjavíkur og komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, á tímabilinu 1. til 23. mars 1998. Umsóknareyðublöð liggja þar frammi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.