Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 21

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 21.FEBRÚAR 1998 - 37 BRIDGELÍFIÐ í LANDINU Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra er mikill addáandi bridgeíþróttarinnar, en hann eyðir þó ekki fjórum dögum i röð í spiiamennsku á Bridgehátíð heidur lætur sér nægja heimaspilamennsku. Á myndinni er Halldór að velja fyrstu sögn mótsins fyrir dönsku landsliðskonuna Sabine Auken og virðist kært á milli þeirra tveggja. Kristján Kristjánsson, for- seti Bridgesambands ísiands, sér um að allt fari fram eftir settum reglum. mynd: hilmar. Fjölskyldaníspaða Stórmót- inu Bridge- hátíð erný- lokið á Hótel Loft- leiðum. Bjöm Þorláksson lýsir lífi hridgespilamns eins og það kemurhon- um Jýrirsjónir. Á íslandi er talið að á fimmta þúsund manns spili keppnis- bridge þótt í mismiklum mæli sé. Sumir láta sér nægja að spila í sinni heimabyggð eða sama klúbbnum en aðrir eru metnað- arfyllri og taka þátt í ýmsum stærri mótum. Þá eru þeir frí- stundaspilarar ótaldir sem „kunna mannganginn“ í spilinu. Heilt yfir væri með óvísindaleg- um hætti hægt að gefa sér að milli 10.000 og 20.000 íslend- ingar hafi einhver kynni haft að bridge. Hvað dregur menn að? Dtjúgur hluti þjóðarinnar íyigist því með beinum eða óbeinum hætti með árlegu alþjóðlegu móti sem fer fram á Islandi í febrúar og gengur undir nafninu Brigdehátíð. Bridgesamband ís- lands stendur að mótinu ásamt Bridgefélagi Reykjavíkur og Flugleiðum sem bjóða sérstaka pakka í tilefni mótsins. Þetta stórmót fór fram um síðustu helgi, að venju á Hótel Loftleið- um og sótti að venju töluverður fjöldi erlendra spilara mótið heim. Sumir í flokki bestu spil- ara heimsins en uppistaðan er þó Islendingar og skiptu þeir hundruðum sem áttu allt undir hjartadrottningum og spaðagos- um um síðustu helgi. Rfða menn misfeitum hesti í mótslok, en flestir spilarar telja þó tíman- um vel varið, þótt aðstandendur kunni að vera á annarri skoðun! Föstudagurinn 13. Föstudagurinn 13. rennur upp og 296 spilarar fá sér sæti í tví- menningnum, sem er fyrri hluti mótsins. Hart er barist, en mótið er tíðindalítið fyrir utan eina skemmtisögu sem gengur um salinn og lýtur að tungumála- vandræðum. Eldri hjón frá Bandaríkjunum eru að spila við ónefnda íslenska spilara og hvort sem um er að kenna föstudegin- um 13. eða einhverju öðru, kem- ur upp misskilningur sem næst- um endar með meiðyrðamáli. „You are blind“ í bridge leggur alltaf einn spilar- inn af Qórum niður spil sín og sýnir hinum. Það kallast á ís- lensku að vera blindur en á ensku er talað um „dummy" og er þar vísað til að hann hefur engan rétt í spilinu eftir að spil hans eru komin á borðið. Skömmu eftir að uppdubbuð frúin leggur niður spil sín, gerir hún einhverja athugasemd við spilamennsku bónda síns. Rýkur þá annar íslensku spilaranna upp með offorsi og hvæsir á prentsmiðjuensku: „You may not talk during the play because you are blind.“ „Pardon me,“ svarar konan og horfir hissa á Islendinginn. „You are blind, so you can not talk,“ segir þá okkar maður, sýnu verri í skapinu. „I beg your pardon," svarar konan enn, en þegar hún heyrir í þriðja skipti nefnt að hún sé blind þá er henni nóg boðið og kallar á keppnisstjóra. Hann gerir gott úr öllu og reynir að skjYa út misskilninginn. Segja þó fróðir menn að sjá hafi mátt á augnaráði fínu frúarinnar frá Minnesota, að hún teldi alla Is- lendinga vera hinu mestu rudda. Misgóð eru hjónaböndin Fyrsta keppnisdegi lýkur og flestir taka á sig náðir. Allmargir hópast þó saman á barnum eða úti í horni og segja lífsreynslu- sögur sem komið hafa upp. Oft- ar en ekki bíða menn færis þangað til meðspilari er horfinn á braut og leggja þá vandamál fyrir félagana sem makker (!) klikkaði á í spilamennskunni. Ef pörum gengur sérlega illa, er stundum rifist og skammast. Makkerskapur í spilinu er eins og hjónaband, báðir fá skellinn ef annar spilar illa. Sérgáfa Þegar skipst er á bridgesögum kemur mörgum á óvart að spil- arar þylja tíðum upp hvernig öll 52 spilin hafa skipst í umferð eftir umferð. Minni sumra bridgespilara er með ólíkindum, enda byggist spilið að mestu Ieyti á góðu minni og rökvísi. Sumir þeir bestu hafa þessa sér- gáfu, en geta á hinn bóginn ekki soðið sér kartöflur skammlaust. Frábær árangur Laugardagurinn 14. rennur upp og aftur fá menn sér sæti. Dag- urinn líður án nokkurra móts- hnökra og á starfsfólk Bridgehá- tíðar heiður skilinn fyrir dugnað og óryggi við skipulag. Þegar upp er staðið í tta'menningnum hefur sú fágæta staðið kom upp að þrjú íslensk pör enda í efstu sætunum. Frábær árangur hjá frábærri bridgeþjóð. Siunir leggja irndir Laugardagskvöld er yfirlýst skemmtikvöld, enda hefst spila- mennska í sveitakeppninni ekki fyrr en kl. 13.00 daginn eftir. Þótt flestir séu sammála um að bridge og timburmenn fari ekki saman, fara margir út á lífið. Of- anritaður lítur við í ónefndum klúbbi í Reykjavík, skömmu fyrir miðnætti og viti menn. Þar sitja margir spilarar á stórmótinu og eru að spila bridge þar sem lagt er undir. Aðrir spila rúllettu eða Black Jack. Menn tínast út og inn og sumir kíkja á pöbba. Ekki er um annað rætt en bridge, hvernig tíguldrottningin kom blönk í austur, enda sönnuð þar eftir sagnir í spili 132. Latína fyrir hinn venjulega mann, enda þykja bridgespilarar leiðinlegur félagsskapur hjá þeim sem ekki eru innvígðir. Nýttlíf Sunnudagurinn 15. febrúar og nýtt líf tekur \að. Þeir sem spil- uðu illa í tvímenningnum fá nú tækifæri til að rífa af sér slyðru- orðið. I sveitakeppni spila alltaf fjórir saman og mistök eins eru því persónulegt vandamál fjög- urra í stað tveggja áður. Það er brosað á sumum borðum eftir leiki, en annars staðar heyrist. „Hvernig hefurðu vit á að anda^ þar sem þú ert svona vitlaus." Á toppnum er baráttan hörð en dönsk sveit hefur skorað mest þegar einn dagur er eftir á mót- inu. Eitt gleður ofanritaðan fyrri keppnisdaginn. Að fá tækifæri til að spila við norskan landsliðs- mann sem er er örugglega al- fyrstur í símaskránni í Osló. Aa heitir hann, en þekkir ekkert til Þórarins Tyrfingssonar. Danir lágu ekki... Mánudagur rennur upp og nú er allt lagt undir. Keppnisharkan eykst með hverju spili, enda peningaverðlaun í boði, að ógleymdum gullstigum og virð- ingu. Þegar síðasta umferð rennur upp, er Ijóst að baráttan um efsta sætið er æsispennandi milli Dananna og nokkurra ís- lenskra sveita. Danskurinn hef- ur það á einu stigi. Fjölskyldubönd Forráðamenn mótsins blása til verðlaunaafhendingar og menn fara að týnast heim. Það er alltaf hægt að gera betur næst, hugsa þeir sem fóru halloka og er nán- ast regla frekar en undantekning að þeir hafa sig lítið frammi í skemmtanalífinu eftir mót. Sig- un’egarar lyfta aftur margir hverjir kollu og segja garpssögur þar sem „fjölskyldan í spaða“ kemur e.t.v. við sögu. Svo kalia sumir kóng, drottningu og gosa í sama lit sem lýsir ástúð spilar- anna á þessu undri, spilunum sem menn hafa í hendi sér. Oft er þetta líka eina fjölskylda spil- ara, þeirra sem eru svo helteknir að þeir hafa Iátið sína nánustu róa, fyrir fjarskyldari ættingja. Þegar þriðjudagur rennur upp og menn halda til vinnu eða fjöl- skyldu (?) er upplitið misgott á mönnum. Flestir eru þó sann- færðir um eitt: Það gengur ör- ugglega enn betur næsta ár. i ; i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.