Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 HEILSULÍFIÐ í LANDINU „Ef varirnar þorna eða springa mikið geta menn fengið herpes, eða áblástur, sérstaklega í mikilli sól, “ segir Steingrímur Davíðsson húðsjúkdómalæknir. Sólarvöm ograka- krem Nauðsynlegt erað bera á sig sólvöm á shíðum á vetuma til að minnka líkumará krabba- meini. Einniggetur verið gott að nota lyktarlaust rakakrem í sól og kulda til aðforðast þurra húð. „Húð fólks er misjöfn og fólk er mis- næmt fyrir á h r i f u m kulda, vinda og sölarljóss. Sumir þola vel það sem aðrir þola alls ekki. F.f fólk er mikið úti í kulda og frosti vill húðin þorna meira og það getur verið að sumir þurfi að nota rakakrem sem mýkja húðina til að verja fyrir áhrifum kuldans. Þá getur verið gott fyrir fólk að bera á sig rakakrem nokkrum sinnum á dag,“ segir Steingrím- ur Davíðsson húðsjúkdómalæknir. Vaselínið er síjjilf Margir útivistarmenn hafa tilhneigingu til að þorna upp í andliti og fá varaþurrk og sprungur í varirnar eftir mikla útivist, skíðaferð eða fjallasafarí af völdum veð- urs. Þetta gerist þegar húðin, andlit og handarbök á veturna og allur líkaminn á sumrin, er við óvenjulegar veðuraðstæður sem húðin þolir illa. Húðsjúkdómalæknar mæla með því að fólk með þurra húð, sem Fólki er ráðlagt að berafeit smyrsl eða varasalva á var- imar. Rakakrem í andlitið og nota sólarvöm í mikilli sól. sækir mikið útivist, beri á sig rakakrem hálftíma áður en farið er út til að húðin fái tóm til að soga í sig kremið. Einnig mæla þeir með því að varasalvi með sólarvörn sé borinn á varirnar. „Fólki er ráðlagt að bera feit smyrsl eða varasalva á varirnar. Ef varirnar þorna eða springa mikið geta menn fengið herpes, eða áblástur, sérstaklega í mikilli sól,“ seg- ir Steingrímur Davíðsson og telur til dæm- is vaselín ágætt á varirnar. Hann bætir við að húðin kólni meira sé rakakremið ekki borið á með nægilegum fyrirvara. Hann er tregur til að mæla með einhverju einu rakakremi umfram annað. Bendir réttilega á að úrvalið sé þvílíkt auk þess sem það sé afar misjafnt hvað hentar hverjum, allt eftir húðinni. En mælir þó alls ekki með kremum með ilmefnum í. Það geti valdið ofnæmi. „Feitari krem innihalda minna vatn en það er ekki gott að bera mjög feit krem að staðaldri í andlitið vegna þess að þá geta myndast bólur, sérstaklega hjá þeim sem hafa tilhneigingu til að fá bólur. Þeim er ráðlagt að nota olíufrí krem,“ segir hann. Sólarvömmeð SPF 30 Tfðni húðkrabbameins hefur aukist gríð- arlega undanfarin ár. Steingrímur segir að mun meiri líkur séu á því að fólk, ljóshært eða rauðhært með húð sem tekur ekki lit, séu í mun meiri hættu með að fá húð- krabbamein en annað fólk, sérstaklega ef það er með mikið af fæðingarblettum eða ef húðkrabbamein er í fjölskyldunni. Þetta fólk segir hann að þurfi að gæta sín sér- staklega þegar um útfjólubláa geisla er að ræða, í mikilli sól á skíðum uppi á fjöllum, í sundlauginni eða á sólarbaðströnd, skiptir miklu máli að bera á húðina sólar- vörn, helst með varnarþætti 30, svokölluð- um SPF 30. -GHS. Kyirnæm svæði Líkamarokkar bregðast mismun- andi við snert- ingu. Snerting kallarfram við- brögð hjáflestum, hvort heldur hún er íformi kossa, gælna eða stroka. Sum svæði líkamans eru þó viðkvæmari og næmari en önnur og kalla fram kynferðis- leg viðbrögð, svo sem löngun eða sælu. Þessi svæði kallast almennt kynnæm svæði. Næmir staðir Segja má að lfkaminn allur sé kynnæmt svæði við ákveðnar aðstæður, en þó finnst flestum betra að vera snertir á sumum stöðum en öðrum. Þá er ég að tala um svæði eins og hársvörðinn, andlitið, augun og augnumgerðina. Sérstaklega næmir staðir á höfðinu eru varirnar, tungan, eyrnasneplarnir og hálsinn og þá sérstak- lega aftan í hnakkagrófinni. Strokur eða nudd á axlir, handleggi og innan í lófunum gefa fólki oft mikla vellíðan. Bakið niður eftir hryggsúlunni niður á lendarnar og rassinn geta verið mjög næm og þá sér- staklega svæðið yfir spjaldbeininu. Kyn- næmustu svæðin eru þó bijóstin, geirvört- urnar og kynfærin, enda mikið af tauga- endum sem koma saman á þessum stöð- um og þeir því næmari á snertingu. Báðum kynjum finnst gott að láta gæla við sig og sígilt ráð er að byrja ekki á allra kynnæmustu svæðun- um, heldur fikra sig að þeim Ijúflega. Oftast eru þessar gælur veittar með vör- um, tungu eða fingurgómum. Einnig eru margir sem njóta þess að Iáta gæla við sig með t.d. fjöðrum, hönskum, eða hverju því sem hugurinn girnist og gefur létta og fjaðrandi snertingu Kynlíf á smum forsendum Lítill munur er milli kynja á því hvað fólki finnst gott. Er þá frekar um einstaklings- mun að ræða en kynjamun. Karlmenn njóta þess ekki síður en konur að láta gæla við brjóst sín og geirvörtur. Komið hefur fram í rannsóknum að karlmenn eru óhressastir með það í kynlífi sínu að finn- ast þeir stöðugt þera ábyrgð á því að hafa frumkvæðið. Þeim finnst þeir stundum vera undir pressu og upplifa höfnun þegar konan er ekki tilbúin, jafnvel þó hún hafi látið líklega allan daginn. Eiga þeir stund- um í erfiðleikum með að reikna út skila- boðin sem þeim berast. I góðu sambandi nær fólk því, að tala eðlilega um langanir sínar og drauma. Kynlff stundar maður ekki fyrir aðra, heldur fyrir sjálfan sig á sínum forsendum. Það er lítið gaman ef annar aðilinn er hlutlaus og bíður eftir því að snert- ingunni ljúki. Gælur við kyn- næm svæði geta vakið kynferðis- löngun, sem ekki endilega til samfara nema báðir aðilar óski þess. Ég vil enda þennan pistil á því að vitna í doktor Miriam Stoppard þar sem hún segir: „Þegar kynnæm svæði, eða nautnasvæði makans eru könnuð ætti að gera það af natni, ástúð og umhyggju en ekki kerfisbundið eins og um landmæling- ar væri að ræða.“ Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Halldóru Bjarnadóttir er hjúkrunar- fræðingur og skrifar um kynlíffyrir Dag. rDnptr Iknvatnið b rey tir litlu AUir lykta, líka þeir sem skúra sig og skrúbba með sápu og heitu vatni á hverj- um degi og kannski oft á dag, þvo þvottinn sinn sem oftast upp úr sterkustu þvotta- efnum sem til eru á markaðinum, bera reglulega á sig svitakrem og spreyja stöðugt á sig ilmvatni eða rakspíra. Þetta sama fólk skolar munninn upp úr amer- ísku blávatni svo að andíylan finnist nú ör- ugglega ekki. Þrátt fyrir allar þessar varúð- arráðstafanir hefur þetta fólk þó sína lykt, hversu áberandi sem hún kann að vera eða hversu lítið sem það kann að fara fyrir henni. Undir fínu og dyTU hreinlætislykt- inni er líkamslyktin þétt og góð, blanda af persónulegri mannslykt og lykt af alls kyns vessum sem Iíkaminn gefur frá sér. Lykt af fólki er eðlilegasti og algengasti hlutur í heimi en samt eitt það viðkvæm- asta manna á milli sem til er í sótthreins- uðu vestrænu samfélagi nútímans. Hver kannast ckki við kvartanir vegna andfýlu eða óþrifnaðar? Auðvitað er jákvætt og gott að hreinlæti hafi aukist verulega í samskiptum fólks og umhverfi þess, bæði heilsunnar vegna og svo vegna þess að sterkur fnykur vegna óþrifnaðar eða sjúk- dóma getur auðvitað verið manni sjálfum eða öðrum í umhverfinu til ama. En það er ekki alltaf hægt að stjórna lyktinni og það dugar ekki alltaf að sótthreinsa líkamann til að forðast minnstu lykt - þó að maður vilji gjarnan halda svo. Lyktin er nefnilega eðlilegur hlutur. Lyktarfælni virðist stundum geta gengið út í ifgar, sérstaklega þegar fólk leggur á sig ómælt erfiði til að forðast það að lykta eða fjölyrðir um að óþef leggi af öðrum. Sjálfsagt hefur nútíma sótthreinsun þarna mikið að segja og kannski er líka um ein- hverja minnimáttarkennd að ræða frá því í gamla daga eða gömul viðkvæmni vegna lyktarinnar frá því í gamla daga þegar lýsn- ar stukku í hárinu og fólk hafði engan skilning á þrifnaði. Auðvitað er lykt eitt- hvað sem fólk tekur eftir, sérstaklega Ieið- inleg ólyktin úr handarkrikanum eða af sokkunum, en hún er þó þrátt fyrir allt saman fullkomlega eðlileg - eitthvað sem verður hreinlega að taka á. Hræðsla við lykt leikur stundum stóra rullu í lífi fólks og samskiptum þess við aðra. Svo mjög að menn leggja út í gríðar- legan kostnað (á ársgrundvelli við fjárfest- ingar á alls kyns lykteyðingarefnum og fíniríis ilmefnum). Fína lyktin getur þó líka haft þveröfug áhrif. Hverjir kannast ekki við að hafa kvartað undan alltof sterkri ilmvatnslykt af konu, jafnvel svo magnaðri að fólkið í kring fær höfuðverk? Það er engin ástæða til annars en að slap- pa af meðan ólyktin er í hófi, hvort sem hún er hjá manni sjálf- um eða öðrum. Ffnu og dýru efnin geta Iíka haft slæm áhrif, þurrkað húðina og valdið höfuðverk. Það forðast enginn umtal þó hann spreyi sig með iltnvatni. Guðrún Helga Sigurðardótt- irghs@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.