Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 - 35 LÍFIÐ t LANDINU Land ogþjóð Veðurathuganafólk. Hér sjást Vilhjámur Kjart- ansson og Maria Svavarsdóttir á Hveravöllum, en á þeim stað hafa veðurathuganir verið stundaðar árið um kring frá 1965. Hvar annarsstaðar á há- lendinu voru veðurathuganir stundaðar um nokk- urra ára skeið með heilsársbúsetu og í hvaða til- gangi var það gert? Bræðurnir Áskell og Jón Jónassynir búa á Þverá íLaxárdal i Suður-Þingeyjarsýslu og hér sést gamli bærinn á Þverá i baksýn. Hvaða dag og ár var Samband islenskra samvinnufélaga stofnað þar? Hver er kirkjan sem hér sést á mynd? Hannes Hafstein var fyrsti íslenski ráðherrann, en við því embætti tók hann þegar ísland fékk heimastjórn I. febrúar árið 1904, - og sumir segja aö Hannes beri aföllum öðrum íslenskum ráð- herrum fyrr og siðar sakir glæsi- og gjörvuleika. Hvað hét tímaritið sem Hannes gafút á námsár- um sínum i Kaupmannahöfn, hvar var hann sýslu- maður 1895 til 1904 og hvaða ár lést hann eftir langvarandi veikindi? Hér sést Haraldur Þór Jóhannesson, oddviti Viðvíkurhrepps, benda hendi út til austanverðs Skagafjarðar þar sem fyrirhugað er að setja niður stóriðju. Hvað heitir sá stóriðjustaður sem um er rætt og hverskonar iðjustarfsemi hefur einkum verið nefnd íþví sambandi? 1. Hvaða skóli landsins gengur stundum undir nafninu Gúrkuskólinn? 2. Við hvaða fjörð vestfirskan eru þrír bæir sem bera nafnið Kirkjuból og í hvaða döl- um eru þeir? 3. Hvað ár geysuðu Skaftáreldar og hvaða sögulegi viðburður átti sér stað í stjórn- málum heimsins sex árum síðar? 4. Hvað hét veitingastaðurinn efst í Norður- árdal í Borgarfirði, sem var ómissandi við- komustaður ferðafólks meðan vegir voru verri, til að mynda vegurinn yfir Holta- vörðuheiði? 5. Þekktur bankastjóri og alþingismaður hafði sig mikið í frammi á sjöunda ára- tugnum þegar hann mótmælti byggingu Hallgrímskirkju, sem honum þótti bæði stór og ljót. Dóttir þessa manns tók til óspilltra málanna um tveim áratugum síð- ar og mótmælti byggingu Ráðshúss Reykjavíkur sem henni þykir vera undir sömu sök selt. Hver eru þessi feðgin? 6. Vestmannaeyingar afla sér neysluvatns með býsna óvenjulegum hætti. Hvar er þeirra vatnslind? 7. Spurt er um þekktan fjölmiðlamann sem er leigutaki Langár á Mýrum. Hver er hann? 8. Dragnótaveiðar úti fyrir Garðskaga voru stundaðar í sl. viku í leit að smygluðu áfengi. Út í þær var farið að undirlagi sýslumannsins í Keflavík. Spurt er hér hver hann sé, hver er bróðir hans, útsölu- stjóri ATVR í Keflavík, og synir hvaða manns eru þeir? 9. Hvað heitir brekkan bratta sem ekið er upp þegar farin er Uxahryggjaleið frá Þingvöllum og niður í Lundareykjadal í Borgarfirði? 10. Hvar á landinu er Brunasandur? Svör: * Hér er spurt um veðurathugunarstöðina í Nýjabæ sem starfrækt var frá í desentber ]972 fram til hausts árið eftir. Frá í desem- ber 1973 og fram til 1978 var stöðin í Sandbúðum á Sprengisandsleið, þá vegna athugana á veðri vegna lagningar há- spennulínu yfir hálendið, um Sprengisand. * Samband ísl. samvinnufélaga var stofnað á Þverá þann 20. febrúar árið 1882. * Þetta er gamla kirkjan í Kirkjuhvammi, skammt ofan við Hvammstanga. * Tímarit það sem Hannes Hafstein stóð að útgáfu á í Kaupmannahöfn hét Verðandi, hann var sýslumaður á Isafirði á áður- nefndu tímabili og lést í Reykjavík árið 1922. * Kolkuós heitir staðurinn og þar er einkum rætt um að reisa olíuhreinsunarstöð á veg- um rússneskra aðila. 1. Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Olfusi. 2. Fjörðurinn er Önundarfjörður og Kirkju- bólin standa í Korpudal, Bjarnadal og Val- þjólfsdal. 3. Skaftáreldar geysuðu árið 1783 og það var árið 1789 sem franska stjórnarbyltingin var gerð. 4. Fornihvammur. 5. Hér er spurt um Pétur heitinn Benedikts- son og dóttur hans Guðrúnu Pétursdóttur, lífræðing og borgarstjórnarkandídat Sjálf- stæðisflokksins - og fv. forsetaframbjóð- anda. 6. Vatnslind Eyjamanna er í Syðstu-Mörk undir Eyjaþöllum, en þaðan er vatninu svo veitt um leiðslu fram á Landeyjasand og þaðan svo áfram um lögn sem liggur á sjáv- arbotni út í þessa stærstu verstöð landsins. 7. Ingvi Hrafn Jónsson, nú fréttastjóri á Matt- hildi, en áður á Sjónvarpinu og Stöð 2. 8. Jón Eysteinsson er sýslumaður í Keflavík og bróðir hans er Eyjólfur, sem veitir Kefla- víkurverslun ATVR forstöðu. Þeir eru synir Eysteins Jónsson, ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. 9. Meyjarsæti. 10. Brunasandur er austast í Vestur-Skafta- fellssýslu, suður af Lómagnúpi og liggur að Skeiðarársandi. Fluguveiðar að vetri (5 8) Mynd nr. 3. Flugan kemur nær og nær, en það er ekki fyrr en hún kemur inn á gluggann sem fiskurinn sér hana i heild. Fyrst birtast efstu vængbroddarnir þegarþeir „hellast inn um trektina"sem g/ugginn er íraun. Mynd nr. 2. „Glugginn" upp í gegnum vatns- borðið er eins og trekt sem Ijósið brotnar um. Hann sér víðar en ætla mætti, en myndin getur brenglast. Mynd nr. 3. Fiskurinn sér vel fram og upp, með báð- um augum, en er „blindur" aftur; til hliðar sér hann aðeins með einu auga og á þvi erfitt með að meta fjar- lægðir þannig. Flugan hverfur ofan i fiskinn. Það sem fLskurinn sér I Hvernig sér fiskurinn heiminn? Svarið við þessari spurningu er óhemju mikilvægt fyrir flugu- veiðimanninn. Það eykur við skilning okkar á því hvað fær fiskinn til að taka, hvernig við getum náð athygli hans og hvað ber að varast. I hinni frábæru bók „The Trout and the Fly“ eft- ir Clarke og Goddard er sjón fisksins rædd og mikil kenning smíðuð f kringum. Eg ætla nú að rekja nokkur mikilvægustu atriðin. Því miður kem ég ekki öllu að og ég ætla að reyna að koma fróðkeiknum til skila án þess að vera of „vísindalegur“. En vísa á þá félaga í undirstöðuritinu til frekarí skemmtunar. Augun Augu laxfisksins eru ólík okkar og þau sitja á hliðum haussins. (Þetta eru upp- lýsingar fynrir þá sem rugla saman lúðu og laxi!) Lögun augnanna gerir fiskinum kleift að horfa upp fyrir sig, til hliðar, og fram, en ekki aftur fyrir sig. Þetta sjáum við vel á mynd 1. Til samanburðar sjáum við aðeins fram fyrir okkur og iítillega til hliðar. Fiskurinn sér til hvorrar hliðar með einu auga, og á því ekki jafn auðvelt með að áætla Ijarlægð og þegar hann horfir upp eða fram, en þá sér hann með báðum augum. Lærdómurinn er þessi: Fluga sem berst að fiskinum fyrir framan hann og lítillega fyrir ofan legustaðinn er það agn sem fiskurinn á besta möguleika á að sjá og áætla fjarlægð að. Um veiði- manninn gildir að nálgast fiskinn aftan frá, því þá eru minnstar líkur á að bráðin sjái rándýrið með stöngina. ívatninu Allt er breytt þegar maður er fiskur undir j'firborði vatns. Við veiðimenn ættum.að gleyma hvernig við sjáum heiminn, og reyna stöðugt að ímynda okkur hvernig fiskurinn sér hann. Munum: til að veiða fisk verður maður að hugsa eins og fisk- ur; til að hugsa eins og fiskur verður maður að sjá eins og fiskur. Hér er að tvennu að hyggja: við veiði- vatn erum við yfirleitt í einu „sjónrými" ef ég má kallað það svo; við sjáum ekki út fyrir sjóndeildarhringinn sem „umlykur“ sjónrými okkar. Fiskurinn er í tvöföldu sjónrými: annars vegar vatnið sem hann er í, og síðan það sem er fyrir ofan vatnið. Vegna þess að ljós brotnar þegar það skellur á vatninu birtast fiskinum „sjón- rænar upplýsingar“ með mjög sérstæðum hætti úr okkar umhverfi, samtímis því að hann vinnur úr því sem hann sér í sínu umhverfi, vatninu. Rétt eins og við „skyggnum" veiðihyl og rýnum niður í vatnið, er fiskurinn að horfa upp, í gegn- um þakið sem umlykur hann. En augað sem horfir á móti okkur sér allt öðruvísi en við. Hvolfþak Imyndum okkur fisk í (tæru) vatni. Yfir honum er eins konar hvolfþak, sem er yf- irborð vatnsins. Vegna þess að ljósið brotnar þegar það skellur á vatnsfletinum um ákveðið horn er sjónarhornið „bogið“. Fiskurinn sér ekki langt fram fyrir sig „upp í gegnum" yfirborð vatnsins. Mynd 2 sýnir hvernig. Fiskurinn sér upp úr vatninu gegnum eins konar .-glugga“, 1) Því dýpra sem fiskurinn liggur, því stærri er glugginn, og öfugt: fiskur sem liggur alveg upp í yfirborði hefur mjög lítinn glugga upp úr vatninu, og sér því mjög stutt frá sér. 2) Fiskurinn sér því mislangt frá sér upp úr vatninu. Eftir því sem hlutur færist nær (t.d. fluga á vatninu) birtist efsti hluti hennar fyrst gegnum gluggann, og svo meira og meira, vegna þess hvernig ljósið brotnar á vatnsfletinum. (Sjá skýringarmynd 3). 3) Fiskurinn sér einungis það sem er á glugganum í heild. Annað er mismun- andi brenglað vegna samþjöppunar ljóssins þegar það brotnar inn í glugg- ann. Flókið dæmi Skoðum myndina (3) sem fylgir þessum pistli og fengin er að láni úr fyrrnefndri bók. Fiskur liggur (eða syndir) í vatni. Hann er tiltölulega grunnt og sér ekki Iangt fram fyrir sig. Hann sér til að mynda ekki flugu sem kemur fljótandi til hans (frá vinstri á mynd). Glugginn er of þröngur. Og hann sér ekki veiðimann (ekki í mynd) sem krýpur á bakkanum enn lengra frá. Nú nálgast flugan. Fyrst sér í vængbroddana þegar flugan er kom- in nógu nálægt til að ljósið frá þeim brotni gegnum gluggann. Takið eftir: fisk- urinn sér upp í gegnum gluggann, og svo skáhallt út frá honum. Sjónlínan er ekki bein, eins og þegar við horfum út um glugga, heldur brotin, og því er sjónsviðið víðara en ætla mætti i fyrstu. Flugan birt- ist því fiskinum smám saman eftir því sem hún færist nær, en ekki allt í einu í heilu lagi eins og við myndum sjá hana þegar hún kemur inn á „gluggann" okkar. Ef veiðimaðurinn sem krýpur utan vdð myndina stæði allt í einu upp gæti eins verið að hann lenti í sjónlínu fisksins, sem brotnar skáhallt inn um glugga hans. En myndin af honum væri öll samþjöpp- uð og brengluð af því að Ijósið af honum brotnar með svo skörpu horni. Glugginn er nánast eins og trekt, sem sjónsviðið hellist í gegnum! Enn flókiiara dæmi En sögunni er fráleitt lokið nú. Fiskurinn er auðvitað ekki bara að horfa upp í gegn- um gluggann á það sem er fyrir ofan vatnsborð. Hann er kannski fyrst og fremst að horfa á að sem er honum nær. En þar er ekki allt sem sýnist. Fyrir oklv- ur. Missið ekki af næsta pistli!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.