Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 4
20 - LAUGARDAGUR 21.FEBRÚAR 1998 MENNINGARLÍFIÐ 1 LANDINU Tkypr Elias Snæland Jonsson bókaBil HILLAN ritstjóri Morðsaga nóbelsskalds Endalok aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku hefur haft margvís- leg áhrif á daglegt líf í landinu, þótt enn sé mikil og djúp gjá á milli hvítra manna og svartra í efnahagslegu tilliti. Sú breyting sem hvíti minni- hlutinn hefur tekið einna mest eftir er gífurleg aukning á glæp- um á götunni. Manndrápum fjölgaði svo mjög að tíðni slíkra ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 GRANDAVEGUR7 Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. í kvöld Id. uppselt fid. 26/2 örfá sæti laus - Id. 7/3. MEIRI GAURAGANGUR Ólafur Haukur Símonarson á morgun sud. örfá sæti laus - mvd. 25/2 laus sæti - sud. 1/3 - mvd. 4/3 - sud. 8/3 HAMLET William Shakespeare föd. 27/2 - fid. 5/3. FIÐLARINN Á ÞAKINU Boch/Stein/Harnic Id. 28/2 nokkur sæti laus - föd. 6/3 YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN Laurence Boswell sud.22/2 kl. 14.00 sud. 1/3 kl. 14.00 - sud. 8/3 kl. 14.00 LITLA SVIÐIÐ kl. 20.30 KAFFI Bjarni Jónsson í kvöld Id. - fid. 26/2 - sud. 1/3 - Id. 7/3 SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ kl. 20.00 POPPKORN Ben Elton á morgun sud. - mvd. 25/2 - föd. 27/2 - fid. 5/3 Sýnt I LOFTKASTALANUM kl. 21.00 LISTAVERKIÐ í kvöld Id. - fid. 26/2. ATH. síðustu sýningar að sinni - hefjast aftur í apríl. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mánud. 23/2 kl. 20.30. Hin nýstofnaða hljómsveit HEIMILISTÓNAR sem er skipuð að leikkonunum Elvu Ósk Ólafsdóttur, Halldóru Björnsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Vigdísi Gunnarsdóttur stendur fyrir Bolludagsskemmtun með leik, brellum og glensi. Kynnir er Ásdís Þórhallsdóttir Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.-sun- nud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. ofbeldisverka varð fljótlega tífalt á við það sem gerist og gengur í óskalandi byssunnar, Bandaríkj- unum. Óttinn við líkamlegt ofbeldi hafði verið dagleg staðreynd í lífi svarta meirihlutans um áratuga skeið. Nú varð sá veruleiki allt í einu líka hluti hvunndags hinna hvítu. Einkasonuriim morðingi Því er þetta rakið hér að nýjasta skáldsaga suðurafríska nóbelskáldsins Nadine Gordi- mers Ijallar einmitt um slíkt of- beldi og áhrif þess á hvíta fjöl- skyldu. „House Gun“ heitir sag- an og segir frá miðaldra hjónum, Harald og Claudia Lindgaard, sem fá þær fréttir eitt kvöldið að 27 ára einkasonur þeirra, Dunc- an, hafi verið handtekinn íyrir morð sem hann hafi játað að hafa framið. Hann hafði myrt unga ástkonu sína, Natalie, eftir að hafa komið að henni í ástar- leikjum við sameiginlegan vin þeirra, Carl. Þessi tíðindi hafa gífurleg áhrif á Lindgaard-hjónin sem fram til þessa hafa verið afar nátengd í hjónabandi sínu. Morðið fær þau til að endurmeta allt líf sitt í leit á skýringum á því hvernig það gat gerst að sonur þeirra varð morð- ingi, og sundrar nánu sambandi þeirra að minnsta kosti um hríð. Síðan snýst sagan um tilraunir þeirra til að komast að þvf hvað raunverulega gerðist. Duncan fær sér til varnar ungan, ríkan, svartan lögfræðing sem kafar miskunnarlaust ofan í einkalíf þeirra allra og dregur ýmislegt óvænt upp á yfirborðið, þar á meðal óvenjulegt þríhyrnings- samband Duncans, Natalie og Carls. Baráttan milli lífs og dauða tengist einnig með sér- stæðum hætti í Natalie sem Duncan bjargaði frá drukknun. A Hssan hátt má segja að hún hafi í framhaldinu valið hann til að bana sér. Seinni hluti sögunnar er lýsing á réttarhöldunum í morðmáli þessu, í bland við ítarlega um- ræðu um hvaða áhrif almenn byssueign landsmanna hefur á stig ofbeldis í landinu, og um réttmæti dauðarefsinga fyrir al- varleg afbrot. Lífið cftir apartheid Viðhorf gagnrýnenda til þessarar nýju skáldsögu eru mjög ólík. Sumir telja söguna sterka Iýsingu á ástandinu í Suður-Afríku eftir að svarti meirihlutinn fékk þar pólitísk völd, og sundurgreining á þeim alvarlegu vandamálum sem enn eru óleyst. Aðrir hafa afgreitt söguna sem frásögn af ástríðu- morði. Sagan hefur f leiðinni vakið umræðu um stöðu Gordimers eftir fall aðskilnaðarstefnunnar. Meginviðfangsefni hennar á hálfrar aldar löngum skáldferli (hún hefur sent frá sér ellefu skáldsögur og níu smásagnasöfn) var einmitt sambúð kynþáttanna undir apartheid-kerfinu sem réði smáu sem stóru í suðurafrísku þjóðlífi. Það var fyrir þau áhrifa- mildu ritverk sem hún fékk bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1991. Þeir sem fagna „House Gun“ telja að hún nái áfram að vekja lesendur til umhugsunar um suðurafrískan veruleika samtím- ans; að nýja sagan sé ekki aðeins vel sögð saga heldur innlegg í pólitíska umræðu dagsins þar sem magnþrungið ofbeldi er of- arlega í hugum ansi margra. Mótvægi við síbyljuna Listasafnið áAkureyri erað hefia sittfimmta starfsár. Safnið hefurverið lyftistöng í menningarlífi bæjarinsfrá stofnun þess. A þessu ári verða fimm ár liðin frá því að Listasafnið á Akureyri var opnað. Haraldur Ingi Haraldsson forstöðumaður safnsins frá upphafi segir að starfsárið verði sannkallað samvinnuár þar sem Listasafnið njóti sam- starfs við fjölmargar stofnanir sem tengst hafa safninu á stuttum starfstíma þess. Um þessar mundir stendur yfir sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar og er sú sýning í samvinnu við Listasafn Islands. I apríl verður sýning á verkum sænska Iista- mannsins Roj Friberg og er sú sýning sam- vinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Hjörring Kunstmuseum í Danmörku, Lista- skálans í Færeyjum og Norræna hússins. Haraldur segir að safnið njóti einnig sam- starfs við söfn á Orkneyjum, Austurríki og Danmörku í öðrum sýningum ársins. ÞróttmiMð starf Haraldur segir að þetta fimm ára tímabil sem Listasafnið hefur starfað hafa verið mjög fjöl- breytt og segist vona að safnið hafi breytt menningarásýnd bæjarins. „Safnið hefur sinnt íslenskri samtímalist og list frá fyrri- hluta aldarinnar, auk þess sem gestir safnsins hafa fengið að kynnast áhugaverðri sneið af heimslistinni.“ Haraldur segir að líti hann yfir farinn veg þá telji hann að það hafi tekist að standa fyr- ir þróttmiklu sýningarstarfi. „Það hefur verið mjög ánægjulegt hve safnið hefur verið vel sótt. Við notum þessi tímamót til að skerpa á fræðslustarfinu. Við höfum fengið hálfa stöðu safnakennara og erum að efla allt fræðslustarf í kringum safnið. Það má segja að við höfum reynt að bæta einhverju \dð í starfinu á hverju ári, þó mað- ur hefði gjarnan viljað sjá ýmislegt gerast hraðar." Verðiun að vera stórhuga Haraldur segir að áhersla á safnakennslu sé alltaf að verða meiri í starfsemi listasafna. „Þróunin hjá listasöfnum heimsins er sú að þau eru að verða nokkurs konar menning- arafþreyingarhallir fyrir almenning. Að njóta myndlistar er afar hentugt í þeim tilgangi. Uppeldismálin eru gríðarlega mikilvæg, því með safnaleiðsögn fyrir börn og unglinga erum við að ala upp njótendur myndlistar í framtíðinni." Haraldur segir að Listasafnið hyggist einnig vera með fræðslu á safninu sem opin verði öllum. „Við höfum einnig í hyggju að afla okkur fræðsluefnis á myndböndum sem almenningur mun hafa frjálsan aðgang að. Safn eins og Listasafnið hefur miklu hlut- verld að gegna í samfélaginu. Eg held að Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. svona stofnun geti verið jákvætt mótvægi við þá síbyljumenningu sem dynur á okkur. Myndlist hefur verið partur af manninum frá örófi alda og það er að sjálfsögðu menningar- auki og ímyndarauki fyrir bæ eins og Akureyri að hafa slíka starfsemi. Svona starfsemi styð- ur við annað í samfélaginu, því menn þurfa að vera stórhuga til að ná árangri," sagði Har- aldur að Iokum. HH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.