Dagur - 11.07.1998, Side 4

Dagur - 11.07.1998, Side 4
20-LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 19 9 8 .Thyptr MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bóka l Bam berst við iUskuna A Child Called „It“ eftir Dave Pelzer er sönn saga þar sem höf- undur greinir frá samskiptum við móður sína sem beitti hann grimmdarlegu ofbeldi frá því hann var fjögurra ára allt þar til hann var tekinn úr vörslu henn- ar tólf ára gamall. Fyrstu minningar Dave tengd- ust umhyggjusamri móður sem var hugmyndarík, skemmtileg og umhyggjusöm. Smám saman breytist hún í skrímsli. Hug- myndaríkin nýtur sín þá helst í uppgötvun á nýjum pyntingarað- ferðum sem hún reynir á þessum unga syni sínum sem hún festir óstjórnlegt hatur á. Ástaeðan fyr- ir andúð hennar er aldrei Ijós, en hitt er augljóst að hin drykk- fellda móðir var iila haldin af geðveilu þótt umhverfið hafi ekki veitt því athygli. Hún gefur syni sínum ammóníak, Iætur hann Iiggja langtímum saman í ísköldu baði og þvingar hann til að éta ælu. Hún gerir tilraun til að kyrkja hann og setur hand- legg hans á gashellu en mistekst að fá hann til að leggjast ofan á helluna. Hún sveltir hann Iang- tímum saman, bannar honum að Ieika með bræðrum sínum og heldur hann sem þræl á heimil- inu þar sem hann er látinn vinna öll heimilisstörf. Meðan á öllu þessu stendur fylgist hjálparvana faðir með en óttast svo konu sína að hann þorir ekki að blanda sér í málið. Bræður Dave, sem njóta móður- legrar umhyggju og atlætis, fara smám saman að trúa þvf að hann sé sá slæmi drengur sem móðir- in segir hann vera og umgangast hann af fyrirlitningu. Skólayfir- völd líta lengi vel hornauga þennan unga og horaða dreng sem stelur mat frá skólafélögum sínum og lyktar af skít og óþverra en áverkarnir á líkama hans fara ekki framhjá neinum og eftir hik og fum er ákveðið að grípa í taumana. Meðferðin á Dave litla Pelzer er eitt versta ofbeldismál gegn barni sem komið hefur til kasta yfirvalda í Kaliforníu og skal engan undra sem les frásögn hans. Það er ekki einungis með- ferð móðurinnar á barni sínu sem fyllir Iesandann hryllingi og varnarleysi heldur einnig sinnu- leysi föður og bræðra sem leyfðu trylltum órum sjúkrar konu að leggja barnæsku Dave í rúst. Svo lengi virtist umhverfið einnig sýna sljóleika gagnvart meðferð sem hefði átt að vera augljós. Það stórmerkilega er að Dave Pelzer tókst að þroskast sem eðlileg manneskja þegar hann var laus undan því helvíti sem móðir hans hafði skapað honum. Hann er nú eftirsóttur fyrirlesari og hefur skrifað þrjár bækur um skelfilega reynslu sína og er þessi sú fyrsta í röðinni. Saga Dave Pelzer er frásögn um grimmd og harðræði, ein- manakennd og sársauka en einn- ig ótrúlegan viljast)Tk og bar- áttuþrek sem býr í litlum barnslíkama. I frásögninni verður Pelzer að þeim dreng sem hann var og les- andinn fylgist með seiglu og hugrekki barns sem virð- ist dæmt til að bíða ósigur í linnulausri baráttu við grimmdina. En ólíkt mörg- um svipuðum sögum fær þessi hamingjusaman endi. Eftir lestur þessarar bókar er maður óneitanlega reynslunni ríkari og er mest í mun að faðma næsta barn sem á vegi manns verður. Orðið „ógleymanleg" er sennilega æði oft misnotað í umfjöllun um bækur. En það hefur sjaldan átt jafn vel við í lýsingu og einmitt nú. Þessi áhrifamikla bók ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem láta sig vel- ferð barna einhverju varða. Vonandi fyllum við öll þann hóp. A Child Called „IT“. Hreint ógleymanleg bók um grimmdarlegt ofbeldi móður og þann ótrúlega viljastyrk og baráttuþrek sem býr í litl- um barnslíkama. Myndlist með skemmtanagildi Ásmundur Ásmundsson og Magnús Sigurðarson bægja leiðindunum frá með hárbeittri kímnigáfu. Það væri hægt að hyrja á að segja frá því að þeirnáðu að slá ígegn íNewYorkáðuren þeirfluttu heim. Eða BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 Lau. 11/7. uppselt fim 16/7. uppselt fös. 17/7. uppselt lau. 18/7. uppselt fim. 23/7 - fös. 24/7. örfá sæti laus lau. 25/7 - sun. 26/7. örfá sæti laus Skoðið GREASE vefinn www.mbl.is Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 hvað erað slá ígegn ef ekki aðfá birta grein um sig í stórblaðinui New York Times? Þeir heita Asmundur Ásmunds- son, Erling Þ.V. Klingenberg og Magnús Sigurðarson. Þeir eru myndlistarmenn og þeir standa fyrir sýningunni „Listamenn á barmi einhvers", sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. Þar sem þetta er ein- hver hressilegasta myndlistarsýn- ing sem sést hefur lengi þykir okkur við hæfi að mæla okkur mót við forsprakka hennar. Magnús og Ásmundur sitja og borða morgunmat í setustofu safnsins þegar okkur ber að, þar sem innyfli loðdýra Iiggja í krukk- um á hillu undir upphengdum feld dýranna. Þeir missa ekki matarlystina því Ioðdýrin eru Ieikföng fyrir smábörn; höfundur verksins er Bruce Conkle. Magnús er fljótari til svars þegar spurningar eru bornar fram. Um hárfínan húmor sýn- ingarinnar segir hann að þeir vinni markvisst að þvf að bægja hátíðleikanum frá. Það sé eina leiðin til að halda lífi í listinni. Ekki síst í NewYork, en þar hafa þeir Ásmundur búið síðustu fjögur ár. „Galleríin þar eru risa- batterí sem stjórnast af peninga- sjónarmiðum og hafa engan húmor fyrir sjálfum sér. Svo er þetta er líka spurning um að setja sig upp á móti glamúmum og því sem manni finnst leiðin- Iegt í listinni." Sendubréf... Þrátt fyrir vissa vanþóknun á listspekúlöntum fara þeir ekki varhluta af þeiri staðreynd að peningar eru nauðsynlegir til að skapa list. Því tileinka þeir aug- lýsingaiðnaðinum eitt verk á sýn- ingunni, gert í sameiningu. Það eru ísjakar úr frauði sem hring- snúast í gryfju safnsins. „Við Erling tókum að okkur að vinna auglýsingu fyrir Smirnoff uppi í Jökulsárlóni. Þetta var hörku- vinna en vel borguð og við not- uðum peningana til að fjár- magna sýninguna," segir Magn- ús. En undirtónninn er örvænting og ákveðinn beiskleiki. Orvænt- ingin kemur skýrast fram í einu verka Ásmunds; Bréf send til allra helstu galleríeigenda Iands- ins, þar sem hann býður þeim að kaupa af sér lógó, hannað sér- staklega fyrir þau. Bréfin eru fest upp á vegg og fyrir ofan hvert þeirra hangir teikning af lógói. „Við sendum samskonar bréf til fimmtíu gallería í New York, en fengum aðeins eitt svar: „Thanks for your letter. Please send your slides. “ - Eruð þið ekki of ungir til að vera beiskir, tiltölulega nýskriðnir úr skóla? „Þetta er auðvitað eitthvað sem við höfum tileinkað okkur. Biturðin kom ekki af sjálfu sér,“ segir Ásmundur. Virkar eins og tálbeita „En við eigum líka í erfiðleikum með að láta taka okkur alvarlega og þá er gott að krydda beiskleik- ann smá húmor. Hann virkar eins og tálbeita," bætir Magnús við. „Við lærðum þetta af Banda- ríkjamönnum. Þeir komu okkur í skilning um að það er aldrei verra ef myndlistarsýning er skemmtileg.“ - Ykkur hefur gefist tækifæri til að reyna kenninguna á heima- mönnum? „Við vorum hluti af hópi sem sýndi í nokkrum pínulitlum heimagalleríum í Brooklyn, en þar er allt nýjabrumið í myndlist- inni að finna í New York þessa dagana. Ein þessara sýninga komst á síður New York Times, fyrir tilstilli nágranna okkar sem tók við okkur ástfóstri sem Is- lendinga." -MEO

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.