Dagur - 11.07.1998, Qupperneq 5

Dagur - 11.07.1998, Qupperneq 5
l^ur LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Ártöl og áfangarí sögu íslenskra kvenna kemurí bókaverslaniríjúlí. í bókinni eraðfinna nöfn kvenna sem vorufrumkvöðlará sínu sviði. Sýn- ing á verkum íslenskra myndlistarkvenna var opnuð íNorræna húsinu á laugardaginn varí til- efni afútkomu bókarinnar. Guörún Dís Jónatansdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir eru ritstýrur Ártala og áfanga í sögu íslenskra kvenna, sem kemur út síðar í mánuðinum. Fómuðu listinni fyrir heimiiið „Þeirra mál ei talar tunga. ís- landsdætur í myndlist" er yfir- skrift sumarsýningar Norræna hússins. Þar er að finna lista- verk eftir 12 íslenskar myndlist- arkonur fæddar fyrir 1929. Elstu verkin eru frá seinni hluta 19. aldar og eru eftir fyrstu ís- lensku konurnar sem héldu utan til Kaupmannahafnar í mynd- listarnám. Þóra Pétursdóttir Thoroddsen, Kristín Vídalín Jacobson og Kristín Þorvalds- dóttir komu allar úr vel stæðum borgaralegum fjölskyldum sem þótti sjálfsagt að senda dætur sínar í slíkt nám. Það var þó ekki búist við að þær leggðu myndlistina fyrir sig, náminu var fremur ætlað að auka möguleika þeirra á góðu hjónabandi. Lista- konurnar eiga það allar sameig- inlegt að hafa lagt myndlistina á hilluna eftir heimkomuna til að geta sinnt heimilisstörfum, enda þótti ekki viðeigandi þá að giftar konur ynnu úti. Kenndi fyrsta atvinnumálar- anum Þóra var elst þessara kvenna, fædd 1848. Hún stofnaði teikni- skóla í Reykjavík, sem nær ein- göngu var sóttur af konum. Að- eins einn karlmaður var nem- andi Þóru, Þórarinn B. Þorláks- son fyrsti íslendingurinn sem gerði myndlistina að lífsstarfi. Það er því óhætt að segja að Þóra hafi haft bein og óbein áhrif á íslenska listasögu og myndmenntun í landinu. Svipaða sögu er að segja af Kristínu Þorvaldsdóttur þótt hún hafi að verið bæði ógift og barnlaus. Hrafnhildur Schram listfræðingur sem hefur kallað þessar listakonur huldukonur segir að Kristín hafi þótt mjög efnileg. „Hún bjó úti í Þýska- Iandi við góðan fjárhag og var á leið til Italíu þegar hún var beð- in um að koma heim til að taka við heimili systur sinnar, sem lést af barnsförum. Hún fór ekki út aftur til langdvalar." Kristín sagði ekki alveg skilið við heim listarinnar þótt hún legði penslana á hilluna og stingi málverkum sínum upprúlluðum ofan í skúffu. „Hún stofhaði listmunaverslun við Kirkjustræti, þá fyrstu í Reykjavík. I versluninni seldi hún silfurmuni, postulín, af- steypur af höggmyndum og eft- irprentanir af málverkum. Bæði afsteypurnar og höggmyndirnar voru af þekktum verkum fræg- ustu listamanna Endurreisnar- tfmans og klassíkurinnar, manna eins og Leonardo da Vinci og Michel-Angelo. Það má því segja að hún hafi þroskað listasmekk borgarbúa með þess- um myndum.“ Kristín Vídalín Jacobson sneri hins vegar alveg baki við mynd- listinni eftir giftingu og fór að sinna allt öðrum hlutum; Hún stofnaði kvenfélagið Hringsins og einbeitti sér að líknarmálum. Völdu að búa erlendis Aðeins einni kynslóð síðar höfðu aðstæður kvenna til myndlistar- náms breyst og samkeppnisstaða þeirra batnað. Konur þurftu ekki lengur að sækja einkaskóla heldur fengu inngöngu í lista- akademíuna í Kaupmannahöfn. Þó var ekki allur björninn unn- inn því þær fylgdu sérstakri kennsluskrá. Það var ekki fýrr en nokkuð var liðið á 20. öldina sem þær fengu fyrst að teikna naktar fyrir- sætur. Aður þótti ekki við hæfi að þær virtu of náið fyrir sér naktar fyrirsætur, sérstak- lega ekki karl- menn. Þar sem myndefni mál- verka á þessum tíma voru oftast sögulegs- eða trú- arlegs eðlis, og karlmenn í flest- um aðalhlutverk- um, voru verk þeirra hreinlega ekki samkeppn- ishæf við verk starfsbræðra þeirra. Kristfn Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir eru fæddar um 1888 og 1889 og þær náðu því báðar að lifa af myndlistinni, fýrstar íslenskra kvenna. „Júlí- ana giftist aldrei," bendir Hrafn- hildur á. „En Kristín var svo heppin að eiga skilningsríkan eiginmann sem setti sig ekki upp á móti því að hún sinnti Iist sinni. A eftir þeim koma Nína Sæmundsdóttir, Gerður Helga- dóttir, Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir. Þær ílentust allar erlendis, líkt og Júlíana sem segir sína sögu um viðhorf þjóðfélagsins til starfs þeirra.“ Viðfangsefni elstu kvennanna mótast óneitanlega af þeim tak- mörkum sem þeim voru sett. „Þær völdu sér allar viðfangsefni í sínu nánasta umhverfi. Þær máluðu heimili sín, fjölskyldur og dýr. Myndefni þeirra eru innilegri en karlanna því þær fjalla aðeins um það sem þær þekkja af eigin reynslu og telja sig geta túlkað.“ Listakonumar sem eiga verk á sýningunni eru allar á einhvern hátt frumheijar, hver á sínu sviði; Nína Sæ- mundsson og Gerður Helgadótt- ur í höggmyndalist, Barbara Arnason í vatnslitaþrykki, bóka- skreytingum og ýmsum textílað- ferðum, Vigdís Kristjánsdóttir og Asgerður Búadóttir í vefjarlist, en Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir í málverkinu. Konur í brautryöjenda- störfum Valið á listakonunum á sýning- unni tengist útkomu ritsins „Ár- töl og áfangar í sögu íslenskra kvenna", sem Guðrún Dís Jón- atansdóttir bókmenntafræðingur og Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur ritstýrðu. Þær sáu um að velja listakonur í rit- ið, en Hrafnhildur valdi verkin á sýninguna, þrjú til fjögur verk eftir hverja konu. „Eg reyni að velja verk sem gefa góða hug- mynd um þeirra feril, en á sama tíma reyni ég að hugsa um heildarsvip sýningarinnar." Em- ilía M. Sigmarsdóttir sér um út- lit sýningarinnar og sérstakt söguhorn sem sett hefur verið upp í horni sýningarsalarins. Þar er að finna muni sem voru í eigu elstu kvennanna. Anna Sigurðardóttir stofnandi Kvennasögusafns íslands lagði grunninn að Artölum og áföng- um með útgáfu samnefnds sautján síðna fýölrits árið 1976. Nýja ritið er ítarlegt 200 síðna heimildarit um brautryðjenda- starf í sögu ís- lenskra kvenna frá upphafi til dagsins í dag. I ritinu eru stutt- ar og laggóðar upplýsingar um nöfn og atburði en síðan vísað í heimildir fyrir þá sem vilja vita meira. Heimildir um íslenskar konur er meðal ann- ars að finna í Kvennasögu- safni Islands á 4. hæð í Þjóð- arbókhlöðunni. Eina útgefna heimildin sem til er um listferil „huldukvennanna", sem Hrafn- hildur Schram nefnir svo er „Aldamótakonur og íslensk list- vakning" eftir Dagnýju Heiðdal. - MEÓ Hrafnhildur Schram listfræðingur og Ólafur Árnason, húsvörður Norræna hússins, með málverk Kristínar Jónsdóttur af Snæfellsjökli.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.