Dagur - 11.07.1998, Qupperneq 6

Dagur - 11.07.1998, Qupperneq 6
22 - LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Erlendir gestir eins og þessir tveir herramenn frá Þýskalandi, setja skemmtilegan svip á Landsmótið. JÓRUNDUR VALTÝSSON OG RUT HERMANNSDÓTTIR SKRIFA Frábær aðstaða,frá- bærhross ogallirí góðu skapi. Tveir blaðamenn Dags litu á það semfyriraugu bar og skoðuðu mótið fyrir hönd þeirra sem aldrei koma á hestamanna- mót. Það er alltaf sérstök stemmning í kringum Landsmót hesta- manna. Mótið á Melgerðismel- unum í Eyjafirði sannar það: Htm - Litíar stúlkur á Lands- mótinu Ellen Ósk er bara fimm mánaða en er samt komin á sitt íyrsta Landsmót. Hún var bara glöð og kát þar sem hún brosti til mín yndislegu, tannlausu brosi úr vagninum sínum. En síðan vildi hún fá snuðið sitt og pabbi stakk uppí hana „vinkonunni". Mamma hennar brá sér með hana inní stjórnstöð og gaf henni brjóst og sagði að Ellen væri svo góð að þetta væri ekk- ert mál. „Hún verður að fá að vera með, það er ekkert gaman að vera að henda henni í pössun alltaf." Gott mál. Þrátt fyrir kuldann var Ellen bara sjóðandi heitt í dúnpokanum og yfir sig hamingjusöm með alla ho ho. Aldrei að vita hvað EHen Ósk gerir í hestamálum í framtíð- inni, kannski verður hún knapi og heimsmeistari eða forseti! Allavegana eru landsmóts- börnin alveg eins og önnur börn og best að passa þau vel, gott að eiga svona góða mömmu og pabba eins og Ellen Iitla Ósk á. Hann - Aðstaðan Hún er glæsileg, aðstaðan á Melgerðismelum. Allt til alls. 540 fermetra veitingatjald, þar sem dansað er á nóttunni. Geir- mundur heldur uppi fjörinu. Barnaleikvöllur íyrir börnin og barnagæsla. Mjög vinsælt. Þeir HM-sjúku þurfa ekki að missa af neinu. Sjónvarp er í tjaldinu stóra með miklu hátalarakerfi. Litil sölutjöld eru víða á svæð- inu, hálfgert markaðstorg. Ymis- legt er til sölu - mjólk, brauð, nauðsynjavörur. Hestasmyrsl í öðru tjaldi. Hressileg tónlist ómar um svæðið. Gæsla er feiki- góð á svæðinu og þar er engu til sparað. Lögreglan og björgunar- sveitir sjá um gæsluna. „Allt með kyrrum kjörum ennþá,“ segir einn þeirra svartklæddu. Fari illa hjá ein- hátt í 10 þúsund manns þegar mest verður - á sunnudaginn sem er hápunktur mótsins. Fjöldi salerna er á svæðinu, bæði vatnssalerni og þurrsalerni. hverjum er öflug sjúkra- gæsla á staðnum. Tjaldsvæðin eru þijú og víð- áttan er mikil. „Við gætum tekið á móti 17-19 þúsund manns þess vegna," segir Jón Ólafur Sigfússon, mótsstjóri. Von er á Keppnisað- staða er með allra besta móti. Fjöldi valla og góð aðstaða fyrir áhorfendur. „Menn komast endalaust fyrir til að horfa,“ seg- ir Jón Ólafur. Ekki væsir um hrossin. Glænýtt stóðhestahús hefur verið byggt og landssvæðið fyrir hrossin er þrískipt vegna hrossasóttarinnar. Glæsileg að- staða. Hún - knapinn Þeir voru glæsilegir knaparnir í Landsmótinu, á öllum aldri, i sínu fínasta pússi í keppninni i baki vina sinna hestanna seir voru reistir og í keppnishug. Síð- an stigu þeir af baki og skelltt sér í vinnugallann. Alma Olser var að kemba Tývar, þegar é^ hitti þau og hún sagði hann ekk- ert vera hársáran. Annars á Alms hestinn Erró, ætli hann sé eitt- hvað skyldur hinum eina sanna: Alma ætlar að keppa í tölti - ei henni tekst að sannfæra þá sen öllu ráða að hún hafi sent þein símbréf fyrir Iöngu og skráf hestinn, þeir hafa ekki fundií það enn, vonandi kemst hún í bak. En þrátt fyrir að Alma haf tamið hest, sem er nú ekki í hvers manns færi, ætlar húr ekki að Ieggja hestamennsku fyr- ir sig eins og kærastinn hennar Sigurður V. Matthíasson eðí Siggi Matt, eins og ég heyrði at hann var kallaður í hesthúsinu þetta kvöld. Það var keppnisandi í loftini og nokkrar áhyggjur líka því ein hverjir hestar voru orðnir veikii og það er ekkert þægilegt aí keppa á Landsmóti þegar maðui eða hestur er veikur. Vonandi batnar þeim.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.