Dagur - 11.07.1998, Side 15

Dagur - 11.07.1998, Side 15
Xk^iMr LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 199 8 - 31 Varadekkið er horfið! Nafn: Arthur Bogason Hæö: 1,92 cm Þyngd: 116 kíló Var 172 kíló ArthurBogason „Norðurhjaratröllið“ varorðinn 112 kíló að þyngd þegarhann sá að þetta gekk ekki lengur. „Ég erhundleiðurá að vera feitur. Maðurbrýtur öll húsgögn..., “ segirhann. „Ég hef alltaf verið stór frá því ég man eftir mér. Ég verð að viðurkenna að það er heldur óljóst í minningunni hvenær ég var skyndilega kominn með vörubílsdekk til vara. En það sem gerðist í Iífi mínu var að éjg fór að æfa kraftlyftingar á árinu 1977. Ég fékk gríðarlegan áhuga og var bæði stór og feitur og stór og tiltölulega grannur eftir mataræðinu hverju sinni,“ segir Arthur Bogason. Flestir þekkja Arthur sem formann Landssambands smábátaeigenda og margir muna einnig eftir honum úr kraftlyftingunum á áttunda áratugnum þegar hann æfði og keppti en mörg ár eru síðan hann hvarf af þeim vettvangi. Hann byrjaði unglingur á sjó, var meðal annars á triilum og einnig um árabil á togurum Utgerðarfélags Akureyringa. Hann var í smábátaútgerð um skeið eftir að hann var kjörinn formaður en sá svo að þetta fór ekki vel saman, formennsk- an og róðurinn. Svo hann hætti. En víkjum aftur að þyngdinni. Arthur Bogason um 172 kíló þegar hann var hvað þyngstur. Steinhætti að hreyfa sig en borðaði jafn mikið og þyngdin lét ekki standa á sér. Rengdi vigtina Arthur hafði æft árum saman þegar hann meiddist illa f baki við æfingar í Bandaríkjunum árið 1982 og ákvað að hætta í lyftingunum. „Þá var ég orðinn tálgaður og fínn,“ segir hann, „og vara- dekkið horfið. Mistökin sem ég gerði var að halda áfram að borða jafn mikið og ég hafði gert en ég steinhætti að hreyfa mig. Ég var til sjós en þó sjómennska sé erfiðisstarf þá var maður ekki í nokkrum einustu vandræðum með að byrja að bæta á sig.“ Þannig byrjar hann sögu sína. Arthur hugði lítið að þyngd sinni og líkamsástandi fram til ársins 1991 en var þá búinn að vera í „meiriháttar vandræð- um“ með að fá á sig föt í nokkur ár. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það var hara tímaspursmál hvenær kæmi að því að ég færi að snúa við blaðinu. Það var einhvern tímann árið 1991 sem ég Iabb- aði inn á líkamsræktarstöð hjá vini mín- um og ætlaði að fá að vigta mig á vigtinni hjá honum. Hún tók 150 kíló að mig minnir. Það var fjarri því að hún tæki mig. Ég rengdi vigtina og taldi að hún væri biluð. Ég komst á aðra vigt og vigtaði þá 172 kíló. Þegar ég stóð þarna á vigtinni sá ég að nú yrði ég að fara að snúa þessari þróun við,“ segir hann. Tekur á sálina Arthur byrjaði að lyfta og fór í þrekæfingar af talsverðum krafti. Frá árinu 1991 hefur hann unnið að því að Iéttast, með hléum þó. I október í fyrra tók hann þá ákvörðun að bytja að byggja sig upp andlega undir lokaátakið enda segir hann áð sér hafi verið orðið ljóst að megrun taki .ekki síður á sál- ina en líkamann. Hann hafði þónokkra þekkingu á mataræði og líkamsrækt þegar hann byijaði en fór samt að afla sér gagna um þessi mál á mjög víðum grundvelli. „Ég skora á fólk sem þarf að taka sig taki að byrja á því að fara á nokkurs konar sjálfsnámskeið og lesa sér til, kynna sér og Iæra alls kyns undir- stöðuatriði varðandi efnin sem við setj- um ofan í okkur og hreyfingarnar sem \dð ætlum að stunda og nýta okkur til framdráttar. Ég myndi fagna því ef lík- amsræktarstöðvarnar tækju fyrstu tvær Allt annar maður. Arthur Bogason 116 kíló að þyngd. „Reyni að stýra mataræðinu" segir hann og stundar líkamsæfingar. Það ber vissulega árangur! - mynd: þúk vikurnar á átaksnámskeiðum til að búa fólk undir það sem það er að fara að gera í stað þess að láta það bara hafa Iykil að fataskáp og segja því að koma með æf- ingabrækur og skó,“ heldur hann áfram. Málið er afgreitt Arthur skipulagði lokaátakið og ákvað fyrirfram hversu langan tíma hann tæki til að undirbúa sig og hvenær hann myndi hefja hið formlega átak. Hann segist hafa ákveðið að reyna að gera sitt besta til að fara eftir áætluninni, stunda bæði loftháðar og loftfirrtar æfingar, lyft- ingar, sund, líkamsrækt og eróbikk, og passa upp á mataræðið. Hann gerði líka ráð fyrir heimsóknum á veitingahús er- lendis og öðrum lystisemdum lífsins í hófi - til að hafa sveigju í skipulaginu. Hinn 5. janúar rann svo fyrsti dagurinn upp og nú sér fyrir endann á verkinu. „Ég lít svo á að málið sé afgreitt. Ég sé að þetta er gengið upp í huganum á mér. Það er bara tímaspursmál hvenær loka- takmarkinu er náð. Ég lít svo á að feita kaflanum í lífi rnínu sé lokið. Ég er orð- inn hundleiður á því að vera feitur. Máð- ur fær ekki föt á sig. Maður brýtur öll húsgögn sem maður kemur nálægt," seg- ir hann. Þegar Arthur steig á vigtina 5. janúar var hann 138 kíló. I dag er hann 116 kíló, fjórum til fimm kílóum frá endan- lega takmarki. Innan nokkurra vikna hef- ur hann náð 112 kílóum og telur sig þá hafa náð kjörþyngd miðað \ið hæð, 1,92 sm, og réttri fituprósentu. Hann var með 87 kíló í vöðvamassa í ársbyrjun, er kom- inn yfir 90 kíló núna. Hann er stór mað- ur og honum er eðlilegt að vera með mikinn vöðvamassa en fyrir vikið verður hann alltaf stór og þungur. - En hvemig finnst honum að eigi að standa að átaki afþessu tagi? KlLóíii segja ekki alla sögima „Ég blanda saman lyftingum, líkamsrækt og loftháðum æfingum eða eróbikkæf- ingum. Þetta tel ég vera algjört frumskil- yrði til að raunverulegur árangur náist. Ég tel rangt að keyra með einhæfum hætti á til dæmis hlaup eða hjólatíma. Þegar maður er kominn niður í 60 kíló getur maður samt verið alltof feitur því að líkaminn hefur þann leiða eiginleika að brenna vöðvum. Það er það hættulega við loftháðu æfingarnar. Ef ekki er pass- að upp á æfingarnar getur fólk lést jafn mikið í vöðvum og fitu. Vísindamenn standa á gati yfir því af hverju líkaminn brennir vöðvum en þetta er staðreynd," segir hann. „Til að koma í veg fyrir að líkaminn brenni vöðvum þarf að æfa þrekæfingar, lyftingar og líkamsrækt og passa upp á að mataræðið samsvari æfingunum þannig að líkaminn fái möguleika til að stækka vöðvamassann. Við það er maður með stærri fitubrennsluvél en maður var með fyrir. Kílóin segja ekki alla söguna. Ég er til dæmis búinn að byggja upp rúm þrjú kíló af vöðvum á sama tíma og ég hef brennt yfir 20 kílóum af fitu...,“ segir Arthur Bogason og bendir á að það sé til lítils að léttast ef það eru vöðvarnir sem hafa fokið, ekki fitan. Þá hefur maður gengið á fitubrennsluvélina sína. — GHS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.