Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 16
32-LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU LJÓS- BROT flnton Brink myndar Ég er kj ötæta! Það væri auðvit- að að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa um fótbolta. Enda ætla ég ekki að skrifa um fót- bolta og líldegt þar að auki að flestir Iækir aðr- ir en „fótbolta- Iækurinn" séu nú þegar bakka- fullir einnig, a.m.k. hér í Eyjafirðinum. Hér er nefnilega farið að rigna og mér er farið að líða eins og „heima“ hjá mér. Þar eru lækir oft bakkafullir og auðvitað óþarfi að bera í þá. En ég ætla heldur ekki að skrifa um veðrið þó svo alltaf sé hægt að skrifa eitthvað um það, fjargviðrast yfir því slæma og bíða óþolinmóður eftir því góða en kvarta svo und- an hita og stækju þegar það kemur. Nei, ég ætla ekki að skrifa um veðrið. Og þó ... veðr- ið er hluti af umhverfinu og ég er að velta umhverfinu íyrir mér þessa dagana. Hugsa ekki... Ég get ekki talist í hópi þeirra sem hafa hugsað mikið um um- hverfismál, hvað þá framkvæmt eitthvað markvert á þeim vett- vangi. Tók þó upp á því nýlega að flokka heimilissorpið og finnst það nokkuð skemmtilegt. Þó skyggir á að þegar maður býr einn og ver lunganum af tíma sínum í vinnunni, m.a. við að skrifa pistil eins og þennan, og nýtir þar að auki stóran hluta hinnar stuttu heimaveru í svefn (og fótboltagláp) - þá er heimil- issorpið af skornum skammti. Gleðistundirnar eru því fáar enn sem komið er. Umhverfismál eru, þrátt fyrir skeytingarleysi mitt, orðin tölu- vert stór þáttur í lífi og starfi margra Islendinga og sífeilt fleiri Iáta sig þau mál varða. En mis- jafn er sauðurinn í mörgu fé. Þegar minnst er á umhverfismál koma þrír menn fyrst upp í hug- ann: Magnús Skarphéðinsson, Arni Finnsson og Hjörleifur Guttormsson. Er ég þó ekki að haida því fram að þeir séu mis- jafnir sauðir enda ekki nema þrir og geta vart talist margir. Losun Eitt af þeim umhverfisvanda- málum sem brenna á mannkyn- inu er losun eiturefna af ýmsu tagi. Verksmiðjur spúa efnum út í andrúmsloftið. Efnin halda beinustu Ieið upp og gera göt á ósonlagið. Það er vont. Ef til vill ekki fyrir okkur en altént fyrir börnin okkar. Eða barnabörnin. Og það sem þú gjörir einum minna minnstu bræðra, það gjörir þú mér. En nú hafa fleiri tekið til við „Iosun“ en eiturspúandi álver og aðrir stóriðjandi stálkassar. Al- þýðubandalagið er byrjað að losa. Hjörleifur og Steingrímur og fleiri framsóknarmenn eru farnir úr Alþýðubandalaginu. Af- leiðingarnar gætu orðið skelfi- legar og ekki víst að það þjóni nokkrum tilgangi að tala um börn og barnabörn ef svo heldur fram sem horfir. Detti umhverf- isverndarsinninn Hjörleifur út af þingi er voðinn vís. Hann er þinginu nefnilega það sama og hátæknilegur hreinsibúnaðurinn er stóriðjunni. Nú hefur Hjörleifur verið „los- aður“ úr bandalági hinnar bar- áttuglöðu alþýðu til þess að hin- ir sem eftir standa eigi greiðari leið inn í hið hreina andrúmsloft Evrópuflokksins ... afsakið, Al- þýðuflokksins. Það er svo gott... Ekki veit ég hvort Hjörleifur borðar kjöt en hitt veit ég að það geri ég sjálfur. Annað þykir mér og líldegt, að Magnús Skarphéð- insson borði ekki kjöt, jafnvel Arni Finnson ekki heldur. Veit þó ei fyrir víst. Kjöt ku vfst ekki vera gott fyrir meltinguna og svo þurfum við'víst ekki að borða kjöt. Semsagt: hvort tveggja óhollt og óþarft. Einhverju sinni sagði kennari minn mér sögu sem annar hafði sagt honum, þó ekki ég. Sagan átti að vera röksemdafærsla eða dæmisaga gegn kjötáti. Inntakið var eitthvað á þá Ieið að maður átti leið yfir Hellisheiðina (eða hvaða heiði svo sem vera má). Sér hann þá mann skammt frá veginum þar sem hann hefur tjóðraða skepnu og slær hana í sífellu. Sá sem átti leið þar framhjá stöðvaði bifreiðina og gaf sig á tal við manninn. Spurði hveiju þetta sætti, af hveiju hann væri að misþyrma dýrinu. „Vegna þess að mér þykir það svo gott,“ var svarið. Þetta eru ágætis rök gegn kjötáti. Eg er hinsvegar ekki mikið fyrir að haga mínu dag- lega lífi eftir rökfastri umhverfis- verndarhugsun og þess vegna held ég áfram að borða kjöt ... mér þykir það svo gott. Eg er nefnilega maður og læt yfirleitt eftir mér að gera það sem mér þykir gott. Hitt sjónarmiðið á þó samúð mína alla. Þeir sem ekki vilja borða kjöt þurfa ekkert að gera það. Það er mér og mínum að meinalausu. En svo eru aðrir sem ef til vill borða kjöt, ef til vill ekki, en standa fastar á því en fótunum að við megum ekki drepa hvali vegna þess hve greindir þeir eru og það hefur mér ávallt fundist heimskulegt. Við getum eins hætt að senda þau börn í skóla sem ekki ná meðalgreind ... og borðað bara heimsku dýrin! Orðhengill Haraldur Ingólfsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.