Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — Ritstjórnarfulb. tréi: EiÖur GuÖnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aosetur AlþýðuhúsiÖ við Hverfisgötu, P.eykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Askriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Útgefandi Alþýðufiokkurinn. JarBeignasjóður RÍ,KISSTJÓRNIN flytur athyglisvert mál á Alþingi, þar sem er frumvarpið um Jarðeignasjóð ríkisins. Er ætlunin, að þessi nýi sjóður kaupi jarðir, sem ekki seljast á frjálsum markaði, og verði búskapur á þeim lagður niður. Mun þetta án efa stuðla að hagkvæmari búrekstri, því að ýmsar óhentugar jarðir eða afskekkt- ar ættu með þessu að leggjast niður. Það er viðurkennt, að nú er búið á mörgum jörðum, sem hafa slæm búskaparskilyrði, eða eru svo afskekkt ar, að kosta mundi stórfé að leggja að þeim vegi, síma eða i’afmagn. Oft stendur svo á, að bændur þeir, sem sitja þessar jarðir, geta ekki selt þær og komast því ekki frá þeim, þótt þeir vildu, þar eð arðurinn af ævi starfi þeirra er bundinn í jörðunum og húsunum. Þegar á það er litið, að hér hefur undanfarið verið offramleiðsla á .landbúnaðarafurðum, sérstaklega mjólk, er þjóðfélagslega skynsamlegt að sjá um, að þessar jarðir verði ekki í byggð áfram. Vilji fólkið, sem á þeim hefur búið, halda áfram búskap, er sjálf- sagt að finna fyrir það jarðir, þar sem aðstaða er góð og fjarlægð frá annarri byggð ekki mjög mikil. Þann- ig mun byggðin þéttast og landbúnaðurinn fær smám saman möguleika til hagkvæmari reksturs. Víða um land er skortur á sumarbeitilandi fyrir sauðfé, og yrði það víða til bóta, ef landi afskekktar1 jarða yrði bætt við afrétti. Þjóðin mun á þennar •hátt geyma jarðir, og getur tekið þær aftur í ábúð síðar, ef aðstæður breytast. Getur vel farið svo, og þarf raunar enginn að óttast að landið sjálft tapi giidi sínu eða verðmæti. Hinn nýi sjóður á að kaupa jarðir á matsverði þriggja manna nefndar. Tekur þetta til jarða, sem uppfylla eitthvert af éftirtöldum skilyrðum: 1) Ef jörð selzt ekki með eðlilegum hætti, þegar eig andi hennar verður að hætta búskap vegna ald- urs eða vanheilsu. 2) Ef jörð hefur óhagstæð búskaparskilyrði. 3) Ef jörð ekki nýtur framlaga eða lána, sem veitt eru til umbóta á lögbýlum samkvæmt lögum. 4) Ef jörð er afskekkt og liggur illa við samgöngum. Ljóst er af þeim vandræðum, sem dunið hafa yfir landbúnaðinn síðpstu misseri, að þar er þörf á veru Jegum breytingum í átt til hagkvæmari framleiðslu hátta. Þarf ekki að efast um, að hinn fyrirhugaði Jarðeignasjóður ríkisins muni reynast ein af mörg- um gagnlegum ráðstöfunum. Auk þess mun sjóður- inn veita ýmsum bændum nauðsynlega úrlausn, eí þeir þurfa 'að selja jarðir sínar en hafa átt erfitt með það, þótt þeir verði að bregða búi sökum aldurs eða vanheilsu. 4 3. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 100 árð afmælisfagnaður félagsins verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 3. febrúar og hefst með borðhaldi í Súlnasalnum kl.'19.30 stundvíslega. Aðgöngumiðar eru enn fáanlegir hjá Landssambandi iðnaðarmanna, Iðn aðarbankanum, Lækjargötu, Meistarasambandi byggingarmanna, Skip holti 70, og í Iðnskólanum, Skólavörðuholti, á venjulegum skrifstofutíma. 100 ára saga í máli og myndum Sýning á aldar starfi félagsins í Iðnskólanum, inngangur frá Vitastíg, er opin frá kl. 17,-22. d'aglega til sud nudagskvölds 5. febr. Félagsstjórnin. Áskriftasími Alþýðuhlaðsins er 14900 krossgötum ★ BARNABLAÐIÐ ÆSKAN. Hér um daginn barst okkur krossgötumönnum í liendur nýtt eintak af barna- blaðinu Æskunni — og er þetta 67. árgangur blaðsins. Vel er til efnis Æskunnar vandað og þar er margvíslegan fróðleik að finna og fjöl- breytilegt efni, þannig, að ungu lesendurnir ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt liæfi. Undir ritstjórn Gríms Engilberts hefur vegur Æskunnar farið vaxandi, og blaðið líklega sjaldan eða aldrei verið betra en nú. Það er ánægjulegt að útgáfa þessa blaðs skuli ganga jafn vel og raun ber vitni, einmitt nti, þegar sagt er, að æskan hafi aldrei verið verri eða spilltari. Eigandi og útgefandi Æskunnar er Stórstúka íslands. ★ SPURT UM SKATTA. Okkur hefur þorizt eftirfarandi bréf : — „Mig langar til að biðja yður að birta eftirfarandi bréf með fyrirspurn til skatt- stjóra : Hvernig má það vera, að maður, sem giftir sig í október 1966, þarf að borga skatta af þvi, sem konan hans hefur unnið fyrir á árinu og jafnvel borga skatta af tekjum, sem hún hafði áður en hann kynntist henni? Ég kynntist konunni minni í maí sl. ár og bjó hún þá með öðrum manni og hafði góðar tekjur, en þau voru ekki gift. Hún fluttist síðan frá honum, en við byrjuðum ekki að búa saman fyrr en eftir giftinguna, það er í október síðastliðnum. Því spyr ég, er það ekki nokk- uð langt gengið að skattleggja mig fyrir tekjur, sem konan mín liafði áður en við giftumst — og það áður en ég kynntist henni? Sannar ekki eftirfarandi saga, að þörf er brýnna úrbóta á sviði skattaálagningar- mála á íslandi? Virðingarfyllst. Pétur Pálsson.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.