Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 9
UPPSKRIFTIR ð börnin fggðina? til. Og svo halda þeir, að þeir hafi gert skyldu sína gagnvart börnunum. En börn eru ekki heimskari en hundar. Hundur veit alltaf, hvenær hann á að draga sig í hlé og skríða ofan í körfuna sína og hann finnur alltaf á sér hvernig skap eiganda síns er. Og börn finna ýmislegt líka. jÞau finna strax, ef eitthvað er að á milli foreldranna. Margir full- orðnir misreikna þennan hæfi- leika barnanna. En börnin á því heimili, þar sem óánægja ríkir, verða hrædd, óörugg og van- máttug. Það er ekki hægt að kenna fólki að elska, og það á ekki að segja börnum of snemma um kyníerðislífið. Þegar barn spyr móður sína ýmissa spurn- inga um litlu börnin, hvaðan þau koma o. s. frv. gerir það sig yfir- leitt ánægt með einfalt svar. Það skilur ekkí flóknar útskýringar og staðreyndir, sem það ekki hef- ur þroska til að skilja. Ef ó- tryggð eða iilindi eru á heimili, segja sumar mæður við börnin: Nei, pabbi kemur ekki heim aft- ur, honum finnst ekkert vænt um okkur lengur. En þetta er það versta, sem hægt er að segja. Börnin þarfnast kærleika og öryggis. Og það er betra fyrir barnið, að vera aðeins hjá öðru foreldri sínu og líði þar vel, held- ur en að vera á heimili foreldra, þar sem andrúmsloftið er þrung- ið spennu og jafnvel hatri. Það mikilvægasta fyrir barnið er að vita, að það er einhver, sem elsk- ar það og lætur sér annt um það, hvort sem það er ein persóna eða tvær. (Stytt þýðing). HNETUTERTA. 1 'egg, 1 dl. sykur, 75 gr. smjör, 1 dl. hveiti, 1 dl. hnetukjarnar. Eggið og sykurinn þeytt saman, bræddu smjörlíki bætt saman við síðan hveitinu og söxuðum hnetu kjörnum. Tertan er bökuð í vel smurðu formi í 20 mínútur. Skreytt með súkkulaðiglerjungi eða sigt uðum flórsykri, valhnetum ieða hnetukjörnum. SNJÓKREM: 6 eggjahvítur, 200 gr. sykur, , 90 gr. saxaðar möndlur, 2 tsk. vanillusykur. Egjahvíturnar eru stífþeýctar, og sykur og vanillusykur síðan þeytt varlega saman við. Sett í smurt form, einnig sáldrað yfir það örlitlum sykri. Formið er síð an sett í vatn (ca. upp að miðju formi) og látið sjóða við lítinn hita, þar til deigið er þétt. Sett á fat meðan það er heitt og dreift yfir ristuðum möndlum og einnig skreytt með ávöxtum eða berjum. HÚSRÁÐ: Ef brún húð kemur undir straujárnið, er hægt að ná því af með klút, sem vættur hefur verið í ediki. Á eftir er járnið nuddað með blautum kiút og siðan þurrk að vel. J Prjónakjólar 'nýkomnir. Verð frá kr. 690.00 Lækjargötu. Húsmæður Sendum heim alla daga, mjólk brauð, fisk og kjöt og allar nýlenduvörur. Grensáskjör Grensásvegi 46. — Sími 36740. Mjög ódýr frímerki frá Austurríki 2800 vel með farin frímerki og minningarmerki að sannvirði 320 mörk fást af sérstökum ástæðum fyrir aðeins 300 mörk. Hægt er að greiða með íslenzkum krónum meðan birgðir endast. Utanáskriftin er: MARKENZENTRALE, Dempscher- gasse 20, 1180 Wien_ Húsbyggjendur Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa og fleira. Utvegum teikningar ef óskað er, leitið tilboða. Trésmiðjan Grein sf. Auðbrekku 49, Kópavogi — Sími 40255. RAUÐI KROSS ÍSLANDS, REYKJAVÍKURDEILD. Hinn árlegi Öskudagsfagnaður verður haldinn í súlnasal Hótel Sögu að kvöldi öskudags þann 8. febrúar nk. Borðhald hefst kl. 19.30. Glæsileg skemmtiaíriði: Hinn nýi óperuflokkur, ný erlend söngstjarna og fleira. Dansað fram eftir nóttu. Vinsamlegast tryggið yður aðgöngumiða hjá skrifstofu R.K.Í Öldugötu 4, sími 14658. Hús- inu lokað kl. 20.30. Hátíðarbúningur. Ágóða varið til Rauða kross starfsins. ATH: Boðskort til þátttöku ekki send út. Öll um er heimill aðgangur. 3. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.