Alþýðublaðið - 03.02.1967, Side 8

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Side 8
KONAN OG HEIMILIÐ frá Parísarborg Nýlega opnaði Paco Rabanne sína eigin tízkuverzlun í hliðar- götu í Montmartre og þar voru saman komnir blaðamenn frá mörgum löndum ásamt ljósmynd- urum til að fá leyfi til að taka myndir af stúlkum framtíðarinn- ar í plastfötum, leðri, silfri og áli, ásamt pappírsfötum. Fallegar, vel vaxnar stúlkur, sýndu fötin. Og Rabanne er að byrja með pappírsfötin, en þau virðast eiga framtíð fyrir sér. Og nektartízkan virðist vera á leið- inni. Kvöldkjólar Rabanne eru úr gegnsæjum plastpiötum, festum saman með málmi og eru að því er segir tilvaldar utan yfir sokka- buxur í Ijósbrúnum lit eða sama lit og húðin. Ein af helztu fyrir- sætum í Bandaríkjunum, Verusch- ka hefur sýnt sig nýlega í topp- lausum kjól í einu helzta amer- íska tízkublaðinu og hefur það FAmhald á 10. síðu. Myndir : Sítrónugul dragt frá Rabanne úr skinn- og álplötum. Gulur pappírskjóli. Þessi kjóll er úr gulu, rauðum og svörtum plötum með hringj- um úr plasti. Eyrnalokkarnir eru tilheyrandi og sams konar hringj- um og pilsið. HANN er arkitekt, listamaður og fylgist með tímanum, Spán- verjinn Paco Rabanne, sem fyrir no.kkrum árum síðan gerði bylt- ingu í s'kartgripatízkunni og kom með plastið og álið í skartgrip- ina. Næst sýndi hann kjóla, sem voru sýndir með elektróniskri tónlist. Og þar á eftir hefur hann gert fötin á leikkonurnar sem leika í njósnamjmdinni Palais Royal, og nú hefur Audrey Hep- burn valið föt frá honum í nýj- ustu mynd sína. ' Hvað vit um ótr> Eftirfarandi grein er eftir danskan sálfræðing og fjallar um áhrif slæms heimilislífs á börnin. ALLT HEFUR sínar tvær hliðar. Hið mikla frelsi nútímans í ásta- málum gerir það að verkum, að sífellt eykst fjöldi þeirra barna, sem eiga ekki athvarf á tryggu heimili iijá báðum foreldrum sín- um, skilnaður foreldranna skil- ur eftir hóp af rótlausum og ráð- villtum börnum. Og foreldrarnir krefjast þess, að komið sé upp fleiri geðverndarstöðvum fyrir börn, en það er bara ekki alltaf hægt að hjálpa börnunum þar. Ef að foreldrarnir hafa verið ó- trú hvort öðru, kemur oft fyrir, að þau skilja að borði og sæng, en lögskilnaður fer ekki fram. Þannig þurfa börnin ekki að vita af hverju foreldrarnir skildu. En hvað vita börnin um ótryggð? — Þegar talað er um ótryggð dettur flestum í hug ótryggð kynferðis- lega. Það er alltaf álitin vera ein iielzta orsökin, af því að flestir geta skilið það. En slík ótryggð er afleiðing svo margs annars. Sú kona, sem nennir ekki að hlusta á manninn sinn, er honum ótrú. Hjón geta einnig fjarlægzt hvort annað og verið hvort öðru andlega ótrú oft á dag. Og síðan endar það með því ef til vill að hjónin fara að halda fram hjá hvort öðru, ýmist annað eða bæði. Og hvað um börnin? Börn eru ekki heimskari en hundar. Sumir foreldrar segja: Við ríf- umst aldrei svo að börnin heyri Orsakar miðnætursólin tvíburafæðingar? HVERS VEGNA fæðist svo mikið af tvíburum í Finnlandi? Samkvæmt gamalli trú er hinum löngu, dimmu kvöldum um kennt, en nýlega kom fram önnur skýr- ing á fundi vísindamanna í Hels- ingfors, og er orsökin fundin. Á fundinum voru 100 vísindamenn frá Finnlandi, Bvíþjóð, Noregi og Danmörku. Tveir finnskir erfða fræðingar, Sakara Timonen og Ero Carpen, komu þar fram með þá niðurstöðu rannsókna sinna, að hinar björtu miðsumarsnætur væru orsök svo margra tvíbura- fæðinga. . Og nánari athuganir hafa sýnt, að sólarljósið hefur á- hrif _á þann hluta heilans, sem kaliaður er hypothalamus, en sá hluti hefur aítur áhrif á egglos hjá konum. í Norðui’-Finnlandi, þar sem kallað er miðnætursól- arlandið, eru tvíburafæðingar sérstaklega algengar. Og skýrslur, sem komu fram á ráðstefnunni sýndu, svo að ekki varð um villzt kenningar erfðafræðinganna. Að meðaltali fæðast í heimin- um einir tvíburar af hverjum 80 börnum, en í Finnlandi er talan einir tvíburar af hverjum 59 börnum. Timonen og Carpen lögðu fram skýrslur um 350 þúsund fæðing- ar á fjórum ái’um. Flestar fæðing- ar voru í marz-mánuði eða níu mánuðum eftir bjartasta mánuð- inn. Áhrif dimmu vetrardaganna á fi’jósemina sýndu, að fæstar fæðingar voi’u í desember mán- uði. Augiýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 Áskriftasíminn er 14901 3 3. febrúar 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.