Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 13
iÆHf<§ Q“" — Slml K0184. Ormur rauði íTlie Long Ships) Afar spennandi og viðburðarík ný amerísk stórmynd í litum og CinemaScope um harðfengnar hetjur á víkingaöld. Sagan hef. ur komiij út á íslenzku. Richard Widmark, Sidney Poitier Russ Tamblyn. Sýnd kl. 9. Leöurblakan Blaðaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson. Sýnd kl. 7. Mynd fyrir alla fjölskylduna. DrMabuse’s D0BSMLBEJ LEX BARKER KARIN DOR WERNER PEIERS DJÆVELSK 5 UHVGGE. K F.F.B. i Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný mynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl 9. — IIJÁLP — Nýjasta Bítlamyndin. Sýnd kl. 7. SHEILA MURRAY HANDAN KLAUSTURSINS það, Gilly! Þér hefur sjáifsagt ekki komið til hugar að senda hann heim, Russell hafði roðnað út að eyr- um, en nú náfölnaði hann. Hann gekk til bróður síns, en Gilly tók um handlegg hans. — Nei, Russell, sagði Gilly ákveðin. Gerðu það ekki verra en það er. — Hvernig gæti það orðið verra? spurði Duncan Hurst og leit aftur á Gilly. — Ég ætti svo sem ekki að undrast það, sem Russell tekur upp á, en .... — Ég hef víst ekki rétt til að reiðast yfdr þessum orðum þín- um, skaut Russell Hurst inn í, — en málin eru ekki eins og þú heldur. Ég var að kveðja Gilly, því hún sagði mér að fara heim. — Ég ráðlegg þér að fara að ráðum Giily! hvæsti Duncan, — jafnvel þó það sé nokkuð seint! Síðan gekk hann til dyra, en hún hrópaði: — Dunean, — það var eins og hræðsluleg rödd hennar bryti harða brynju hans og hann kreppti hnefana, samt var and- lit hans líkast grímu, þegar hann leit aftur á hana. — Hvað var það, Gilly? — Ég verð að segja þér dálít- ið hvíslaði hún. — Það er ekl.i eins og þú heldur! Russ var að kveðja mig, en .... Hún þagnaði og báðir bræð- urnir störðu á hana. Gilly fannst einhvern veginn tveir aðrir í herberginu — Eve og barnið, sem hún hafði tekið að sér. Hún varð að verja þau! Upp um þau mátti hún ekki korna. — Þú vissir, að við Russell kynntumst meðan hann var í Skotlandi. Að hann sendi mig til London? — Já, svaraði hann stuttur í spuna. Mér kom það á óvart að Russell skyldi loks hafa hitt stúlku, sem bæði var góð og elsku leg og ég elskaði þig, Gilly. — Við Russell giftum okkur í Skotlandi áður en ég fór til London, sagði hún rólega, — en hjónabandið var ekki löglegt, þó svo að við tryðum því. Með þessum orðum sagði Gil- ly sína síðustu lygi! Lygi, sem átti að vernda þann mann, sem aldrei hafði reynt að vernda hana! Lygi, til að bræðurnir tveir höt- uðu ekki hvor annan. En lygin mistókst. Duncan Hurst sá í gegn um hana! — Það má vel vera, að þú haf- ir álitið, að þú værir gift Russ- e!l, sagði hann hörkúlega, — en Russell kom beint frá Skotlandi og giftist mánuði síðar og fór í brúðkaupsferð með stúlkunni, sem hann kallar nú eiginkonu sína. Ertu að reyna að telja mér trú um að hann sé tvíkvænis- maður? Eða að hann hafi álitið sig vera það? — Nei, hvíslaði Giily, — nei, það gerði hann ekki. Duncan .. þú mátt ekki fyrirlíta Russell. Þetta var allt saman mín sök! Ég var svo barnaleg og heimsk! .... Rödd hennar brast, en hún hélt aftur af tárunum. — Skil- urðu það ekki? Ég vissi aðeins, að ég hélt að ég elskaði Russ- ell og vildi verða konan hans. Lengra hugsaði ég ekki — og ég vissi, að það var rangt að vera ekki giftur, — svo við gift- um okkur. — Heldur þú að Russell sé minni óþverri fyrir það? spurði Duncan, en Gilly leit á hann og 18 í fyrsta skipti skein biturleiki úr augum hennar. — Engin stúlka í heiminum ætti að vera svo heimsk, að spyrja einskis og trúa öllu, sagði hún. — Ég var daufdumb! — Þú ert það ekki lengur, Gilly, sagði Duncan jafn bitur og hún. — Jæja, ef þetta er allt. .. — Nei, það er ekki allt! .... skaut Russell inn í. — Gilly sagði þér allt — og þú kallaðir mig óþverra. Ég átti það auðvitað skilið! ÁTJÁNDI KAFLI. — Það gleður mig að heyra þig viðurkenna það. Duncan var gráhvítur í framan. — Mér kom það að vísu ekki á óvart, en .. — Bíddu við, Duncan, sagði yngri bróður hans, mitt á milli reiði og feimni. — Að vissu marki var það rétt, sem Gilly sagði áðan......þó ég viti, að það er engin afsökun fyrir mig, .... ég vissi ekki, hvernig allt myndi fara, að hún færi til þín og svoleiðis. Ég vissi ekki einu sinni — satt að segja — hve yndisleg stúlka hún er eða að ég myndi nokkru sinni hugsa til hennar aftur! — Þú kemur fremur skemmti- lega fram við þá ungu og sak- lausu. — Já, ég geri það víst, sagði Russell og leit á bróður sinn, en Gilly kom mér á aðra skoð- un rétt áðan, — og ég verð að segja þér, að ég hef fengið þunga refsingu fyrir það, sem ég gerði Gilly. A1 Rentford var með mér og hann sá um „hjóna vígsluna” og hefur beitt mig fjárkúgun frá því löngu áður en drengurinn fæddist. — Þess vegna stakk ég af og gat ekki farið til Eve. Duncan leit á hann og kulda- legur hlátur kom fram yfir var- ir hans, en augu hans brostu ekki. — Eve hefur svo sannarlega náð sér í yndislegan mann, sagði hann hæðnislega. — Ég óska þér til hamingju með að þú slappst, Giily, bætti hann við og hneigði sig fyrir henni. — Talaðu ekki svona til Gil- ly! lirópaði Russell ákafur.... Ertu alveg viss um að það sitji á þér að kasta fyrsta steininum? Duncan leit aftur á hann. Ég held að ég ætti að fara, sagði hann. — Við höfum ekki um meira að tala. Russell gekk til hans til að stöðva hann, en Gilly hristi höfuðið og tók um handlegg hans. Þá lét Russell undan og Duncan Hurst gekk til dyra og fór út. Nú leit Russell Hurst á ungu stúlkuna, sem stóð kyrr og hljóð- lát við hlið hans. — Hann er afbrýðisamur, sagði hann áhyggjufullur. — Já, það er hann víst. Gilly brosti til hans, en hún var svo þreytuleg, að hann varð á- byggjufullur. Hins vegar hafði hann losnað við svo margar áhyggjur eftir að hann kom inn í herbergið og talaði við Gilly, að allt var bjartara og skemmtilegra á- sýndum og hann fann að hann þráði það eitt, að komast til Eng- lands — til konu sinnar — og sonar ! — Gilly .... sagði hann skyndilega. — Get ég eitthvað gert, — Gert? — Ég á við með tilliti til Dun- cans — ykkar Duncans. Þú ert svo yndisleg, Gilly, og ég sé enga ástæðu til að refsa þér fyrir þetta, ég vil heldur ekki hafa það á samvizkunni allt mitt líf, að það var ég, sem dró þig inn í þetta. Gilly brosti. — Þú getur ekkert gert, Rus- sell, nema farið til Eve og — verið henni góður. Hún leit í augu honum. — Eve elskar þig, Russ. — Ég véit það — svo er það líka drengurinn. En hann var enn áhyggjufullur og nú stakk hann höndunum í vasann. Held- ur þú að Duncan komi aftur? Hún hristi höfuðið, án þess að segja orð. — Af hverju ekki? flýtti hann sér að spyrja. — Þú sagðir ein- mitt áðan, að Eve elskaði mig, Gilly. Ég veit, að það er satt, en jafnsatt er það, að Duncan elskar þig. Heldurðu ekki, að þú ættir að fara á eftir honum og segja honum, að þú elskir hann og þú takir þér þetta nærri — biðja hann um að koma aftur til þín. . . Russel þagnaði og Gilly leit á hann með tárin í augunum. Elskar þú hann ekki, Gilly? — Jú, en þessu er lokið. Ég giftist Duncan aldrei, sagði hún ákveðin. — Aldrei — ? Því ekki ? — Ég held, að þú myndir ekki skilja það, þó að ég segði þér það. Hún hugsaði aftur um barnið, sem hún hafði gefið og biturleikinn fyllti enn sál henn- ar. — Ég vil gjarnan fara heim aftur, Gilly, vil það meira en nokkru sinni fyrr, sagði Rus- sell ringlaður. — Ég get bara ekki skilið þig eftir svona. Ert þú ekki bráðum búin með söng- námið í Milano? Hvað gerir þú eftir það? — Ég sé um mig, Russ, svar- aði hún blíðlega. Þú þarft ekkl að óttast um mig! NÍTJÁNDI KAFLI. Það fyrsta, sem Russell gerði eftir heimkomu sína, — var að heimsækja A1 Rentford og segja honum skoðun sína á honum. — Feitlagni maðurinn brotnaði niður, þegar Russell sagði hon- um, að bæði bróðir hans, eigin- kona hans og Gilly vissu allt um framferði hans og að vissara væri fyrir hann að láta sem minnst til sín heyra í framtíð- lnnl, annars biði hans tíu ára fangelsisvist. Þegar þessu var lokið og hann kom aftur út á götuna fannst honum hann frjáls og glaður. í fyrsta skipti í marga mánuði var enginn AI Rentford sem ógnaði honum eins og stór og gráðugur Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélarmar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. ^ sími 30662. 3. febrúar 1967 -- ALÞÝÐUBLAOffi |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.