Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 7
Einkennilegar manngerðir UR DAGBOK HERBERGIS- ÞERNUNNAR. Journai d’une femme de chambre. Frönsk frá 1963. Nýja bíó. Leikstjóri: Luis Bunuel. Handrit: Luis Bunuel og: Jean-Claude Carriere eftir sögu Octave Mirbeaus. Fram- leiðendur: Serge Silberman og Michel Safra. 96 mín. ibað þykir ávallt tíðindum sæta, þegar Luis Bunuel sendir fró sér nýja kvikmynd; þessi landflótta maður, sem hefur alið mikinn 'hluta æviskeiðs síns sem listamað- ur imdir oki fjárhyggju- manna í Ameríku. Eins og títt er um marga snillinga þessarar iist- greinar var Bunuel hnepptur í fjötra framleiðendanna. En Bunu- el fékk aftur tækifæri til að sýna snilligáfu sína oig sendi frá sér fyrir nokkrum árum tvær myndir, sem munu varðveitast, sem eitt af merkilegustu afrekum kvikmynda listarinnar. Þessar myndir voru Viridiana og Engill dauðans. Á eftir þeim kemur Úr dagbók her- bergisþernunnar. Ekki er sú mynd. eins rismikil og tvær þær fyrr- nefndu, en hverjum veitir ekki af að taka sér hvíld eftir að hafa gert tvö þýðingarmikil listaverk, sem bæði rista mjög djúpt og eru hin- ar snörpustu ádeilur. í upphafi þessarar myndar, þ.e. a.s. Úr dagbók herbergisþernunn- ar, er- þjónustustúlkan Celestine (Jeanne Moreau) á leið til af- skekkts sveitaseturs, þar sem hún hyggst stunda þjónustustörf. Við kynnumst þar ýmsum sérkenni- legum manngerðum. Þjónninn Jós ep (Georges Geret) er hörkutól og sadisti. Sambúð hjónanna á sveita setrinu er ekki upp á það bezta. Frúin (Francoise Lugagne) er nokkru eldri og virðist náttúru- laus, en eiginmaðurirui. (Michel Piccoii) leitar eftir ástum við Ce- lestine og eftir að hafa misst hana úr greipum sér, reynir hann við aðra þjónustustúlku. Þá kemur þar einnjg við sögu eigandi húss- ins, Rambour (Jean Ozenne), furðu leg persóna, sem yfirieitt skiptir sér ekki af neinum nema Celes- tinu. Hann fær hana m.a. til að máta gamla skó, sem hann hefur geymt hjú sér. Seinna meir finnst. hann svo dauður í herbergi sínu með skóna í höndunum. Hafði hann dáið úr hjartaslagi. Þá er nágranninn Mauger kapteinn (Da- niel Ivernel), sem á í sífelldum erjum við herra Monteil. En hrylli legir atburðir eiga eftir að gerast. Jósep ræðst á smátelpu, nauðgav henni og myrðir hana svo á ó- hugnanlegan máta. Celestine grun ar, hver morðinginn sé og fær hann settan í fangelsi, en honum er sleppt úr haidi vegna ónógra sannana og að lokum giftist Ce- lestine Mauger kapteini. Ýmsar „spekúlasjónir" hafa komið fram varðandi mynd þessa; einkanlega er snertir persónurn- ar tvær, Jósep oig Celestinu, Jós- ep er greinilega sadisti. Sumir vilja halda, að Celestine sé það einnig, en beri það samt ekki ut- an á sér; lnin á að hafa ánægju af því að sjá aðra kveijast. Til eru líka þeir,, sem segja að hún sé í- mynd góðleikans. Hvort tveggja hefur við rök að styðjast. Athug- um t.d. samskipti þeirra við stúlku Framhald á 10. síðij. t □ □ □ □ o □ Hvaö er á bak viö ófriðiim í Víetnam? ÓFRIÐURINN í Vietnam hejur komið miklu róti á hugi manna um allar jarðir, svo sem vænta má um svo sorglega atburði. — Munu flestir þeir, sem eru and- mgir hernaði Ameríkumanna og Norður-Vietnama byggja and- stöðu sína á almennum, mannleg- um og mannúðlegum sjónarmið- um og andúð á öllwn ófriði, hverjir sem í hlut eiga. Mun þó hreinræktuðum kommúnistum koma nokkuð .annað til, því í þeirra augum er til gott og vont strið, eftir því hvort það þjónar pólitískum tilgangi þeirra eða ekki. Hversu grimmúðleg sem ein- stök stríð geta verið, hafa þau öll einhver áhrif á valdajafnvægi þjóðanna, enda venjulega til þess gerð. Að þessu leyti er Vietnam engin undantekning og má raunar segja, að ófriðurinn þar liafi meiri áhrif á stórpólitík en ætla mætti við fyrstu sýn. íhugun þessa máls verður að hefjast með þeirri staðreynd, að fyrir fáum árum töldu allir víst, að innan skamms mundu Kínverj- ar ráða lögum og lofum um alla Asíu, svo og Suðaustur-Asíu og eyjaklasa úti fyrir þeim hluta átfunnar. Var við því að búast, að önnur ríki létu þetta gott heiia — eða ekki? Þatta er hin pólitíska spurning á balc við ófriðinn í Vietnam. Um hug Kínverja varð ekki ef- azt. Þeir höfðu lagt undir sig Tibet og ráðizt á Indland. Þeir höjðu vakið máls á landakröfum gegn Sovétríkjunum og fórnað fyrir þá sök vináttu við föðurland kommúnistabyltingarinnar. Það er ekki nýtt, að hvítar þjóðir skipti sér af málefnum Asíu og leggi þar undir sig lönd. Að vísu höfðu Bretar gefið frá sér af fúsum vilja yfirráð Ind- lands, Burma, Malaysíu og Singa- pore, en Haldið Hong Kong — að því er virðist með samþykki Kín- verja fyrst um sinn. Frakkar létu hrekja sig frá Indó-Kína, en fóru þá alfarnir. Bandaríkin höjðu lengi haft sterk ítök hér og þar, en ekki bein yfirráið, síðan þau gáfu Filippseyjum frelsi. Eftir að Frakkar gáfust upp í Indó-Kína (nánar tiltekið í Norð- ur-Vietnam) mátti segja, að eng- in hvít þjóð hefði bein yfirráð yfir Asíulandi, nema Sovétrikin í því, sem kallað er Síbería. Hins vegar blasti við það val, að fall- ast á alger yfirráð Kinverja í Asíu — eða grípa til gagnráðstaf- ana, sem reyndust þurfa að þýða bein ítök hvítra manna á megin- landi Asíu á nýjan leik. Þegar litið er á þessa heildar- þróun, þarf enginn að undrast, þótt Bandaríkin drægjust inn í Asíumál. Þau höfðu stöðvað kom- miínismann í vestri með myndun AtUmtshafsbandalagsins og þau hlutu að láta sig einhverju skipta málefni við austanvert Kyrrahaf. Fyrir aldarfjórðungi höfðu Banda- ríkjamenn verið afskiptálausir um þennan hluta heims — en fengið alvarlega áminningu í Pearl Har- bour. Sambærileg kinversk sókn var fyrirsjáanleg eftir 20—30 ár, ef hvítir menn hefðu látið Suð- austur-Asíu afskiptalaitsa. Hefði slíkt afskiptaleysi — eða einangrunarstefna ef menn vilja það orð frekar — raunar verið brot á samningsbundnum skyld- um Bandaríkjamanna við ríki eins og Filippseyjar, Suður-Viet- nam, Malaysíu, Ástralíu og Nýja Sjáland. Viðspyrna Bandaríkjamanna í Vietnam hefur haft stórpólitísk áhrif, sem engan hejði órað fyrir til skamms tíma. Þessi áhrif breyta. viðhorfum hvers einasta Asíurík- is og framtíð þeirra. Það virðist nú óhugsandi, að kommúnistar nái í sinar hendur einir öllum ráðum Vietnam. Það virðist einnig óhugsandi, að Kín- verjar vaði yfir alla suðaustan- verða Asíu og geri hana að sínu áhrijasvæöi, eins og talið var víst fyrir 2—3 árum. Þessi grundvallaratriði valda þm, að finna verður nýtt valda- jafnvægi fyrir Asíu alla og það jafnvægi hlýtur að mótast eftir ófriðnum í Vietnam, en ekki af óstöðvandi yfirburðum Kþwerja. Þetta ástand breytir alveg sér- staklega stöðu stórþjóða eins og tfapana og Indverja, sem hljóta að verða veigamiklir aðilar í nýju valdajafnvægi Asíu — en sáu fyrir skömmu fram á að verða að lúta ógnvaldi Kínverja. Þess- ar tvær þjóðir hafa 4 — 500 millj- ónir íbúa, svo að ekki er um neina smámuni að tefla. Eyríkin, Filippseyjar, Indó- nesía. Japan og Ástralía biía nú við hemaðarlegt öryggi, sem var óhugsandi fyrir 2—3 árum. Þessa.r þjóðir gleyma ekki út- þenslu Japana i síðasia ófriði og þykir án efa gott að vita, að Kín- verjar geti ekki hugsað til slíkra landvinninga fyrst um sinn. Þarf þó ekki að efast um, að Tíbet og Indland séu ekki einu ríkin, sem hugsanlegt er að Kínverjar kunni að ásælast, enda hafa þeir hina klassísku afsökun árásarþjóða, fólksmergðina og nimleysi heima fyrir. Meginlandsríki geta ekki fagn- að sama öryggi, hvorki Laos, Thailand, Kórea eða Burma. — Hins vegar hafa þau án efa auga á atburðunum í Vietnam, og ekki fer fram hjá þeim, að þau mundu ofurseld Kínverjum, ef ekkcrt annað stórveldi hefði bolmagn til að láta til sín heyra á meginlandi Asíu — og hefði þor til að gera það. Vietnam-stríðið er harmleikur. Það er hörmulegt fyrir þjóðina, sem býr í hinu nafntogaða landi áratuga ófriðs. Það er líka sorg- legt, að afkomendur hugsjóna- manna amerísku byltingarinnar skuli þurfa að láta lifið í tilgangs litlum loftárásum í þessu) fjar- læga landi. i En svona er þessi déskotans veröld. Því meira sem lvún breyt- ist, því líkari verður hún sjálfri I sér. 3. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.