Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 15
Kínverjar sleppa Framhald af 3. síðu. inu, þar sem óttast er að þau sé ekki óhult þar. + FORDÆMINGUM hætt. Samtímis þessu hefur verið dregið úr öðrum tegundum mót mælaaðgerða er flokkast undir „menningarbyltinguna“. í fyrra helmingi janúarmánuðar var al vanalegt að andstæðingar Maos væru dregnir um göturnar, en þessu virðist hafa verið hætt, sennilega vegna opinberrar til- skipunar um — aukinn agá í menningarbyltingunni. Hins veg- ar eru Maoandstæðingar enn auð- mýktir ó alla lund á almannafæri úti á landsbyggðinni, að sögn blaða er borizt hafa til Peking. Útvarpið hermdi í dag, að stuðn ingsmenn Maos hefðu tekið völdin í Heilungikanghéraði í Mansjúríu í sínar hendur. Varað var við tilraunum „stéttarfjenda“ til verkfalla. Rájiðir varðliðar halda því fram að fylkisstjórnin og flokkurinn í Heilungkiangr hafi reynt að gera héraðið að sjálfstæðn konungrs- ríki og hafi það leitt til blóðugra átaka og „endurskoðunarstefnu“. Varðliðarnir segja, að Maoand- stæðingar hafi fengið aöstoð frá sovézkum, bandarískum og jap- önskum „afturhaldssinnum". Umferðiti Framnaiíl aí 1. síðu. 13 milljónir og stóðst sú tala, sagði hann. Á tímabilinu ágúst—sept- ember 1966 fóru 1540 Íbílar um Reykjanesbrautina á dag, en árið áður á sama tíma fóru þar dag- lega 1350 bílar. Yfirleitt var um- ferðaraukningin á 'helztu vegum frá 1965 — 1966 10-20%, sagði Ingólfur Jónsson. Halldór E. Sigurðsson (F) sagði, að toilamir væru alltaf að stækka, en tekjur vegasjóðs yxu ekki að sama' skapi. Hann sagði, að nú væri víða <svo komið að gjörsam- lega útilokað væri að halda fjol- förnustu malarvegunum við, þVí umferðarþunginn á þeim væri nú orðinn slíkur. Kvað Halldór úr- bætur í vegamálum alls ekki mega dragast lengur. Nokkrar umræður urðu síðán um málið og tók þátt í þeim Sig- urvin Einarsson auk fyrrgreindra. Óspektir Framhald af 2. síðu. það. Gerðu unglingarnir sér lítið fyrir og ,,marséruðu“ niður Laugaveiginn og stað- næmdust loks fyrir framan Logreglustöðina í mótmæla- skyni. Lögreglumenn reyndu að friða krakkana, en þeir tóku þá það til toragðs að henda mjólkurhyrnum í veggi Lögreglustöðvarinn- ar. Gréip þá lögreglan tii sinna ráða og tók nokkra unglinga í sína vörzlu. Eftir þetta minnkuðu ólætin oig komst brátt kyrrð lá. — Mynd: Bj. Bj. Stúdentar Framhald af 2. síðu. bókum væri hinsvegar ekki staf að finna um náttúruvemd. Dr. Sigurður Þórarinsson deildi hart iá Þingvallanefnd, og sagðist ekki tala þarna af hálfu Náttúru- verndarráðs, heldur sem einn af tæplega tvö hundruð þúsund eig- éndum Þingvalla. Vitnaði Sigurð- ur í bláðaskrif um lóðaúthlutun Kug^allanefnda^, sem í sumar urðu, einkum í greinar Sigurðar Magnússonar og Emils Jónssonar ráðherra, formanns Þinigvalla- nefndar. Lét Sigurður svo um mælt, að eina skipulagið, aem þyrfti í landi Gjábakka, væri það að segja nei við öllum umsóknum um lóðir þar. „Það þarf ekki krónu iheldur karakter", til að búa þarna sómasamlega um . hnúta, sagði hann. Umræðurnar á fundinum sner- ust að mestu leyti um Þingvöll, þótt nokkuð væri rætt um nátt- úruvernd almennt. Auk fyrr- greindra töluðu: Hákon Bjarna- son, skógræktarstjóri, Gils Guð- mundsson, alþingismaður, Sigurð- ur Jóhannsson vegamálastjóri, Björn Teitsson, stud. mag., Pétur Pétursson forstjöri, Dr. Gunnlaug- ur Þórðarson, Kjartan Sveinsson, Þorleifur Einarsson jarðfræðing- ur og Bingir Kjaran hagfræðing- ur, formaður Náttúruverndarráðs. menn hefðu tekið fram, að þeir mundu biðja Kínverja að sker- ast í leikinn ef Bandaríkjamenn sæktu inn í Norður-Vietnam. Salisbury asgði, að leynilegar viðræður við norður-vietnamska fulltrúa yrði bezta leiðin til að koma á friði í Vietnam. □ í járnþríhyrningnum í Suður- Vietnam gerðu skæruliðar klædd- ir svörtum náttfötum árás á flokk bandarískra fótgönguliða í dag. Mikið mannfall varð 1 liði Banda- ríkjamanna, en tíu menn voru í varðflokknum. Kíiiverjar telja Framhald af 2. siðu. eldsneyti í trássi við alþjóðaregl- ur. Þá frestuðu Kínversk yfirvöld brottförinni hvað eftir annað. Loksins þegar hreyflar vélanna höfðu verið settir í gang höfðu kínversk yfirvöld krafizt þess að enn fleiri skýrslur yrðu útfylltar svo að vélarnar gætu farið leiðar sinnar, jafnframt því sem þau höfðu móðgað fulltrúa sovézka flugfélagsins Aeroflot. LOFTBRÚ. Frá því hefur verið skýrt opin- berlega, að sovétstjórnin hyggist koma á loftbrú milli Peking og Moskvu til að flytja burtu konur og börn starfsmanna sovézka sendiráðsins, sem er í umsátri. En bornar eru til baka fréttir um að flestir starfsmenn sendiráðs- ins verði kvaddir heim og Kín- verjum verði skipað að fækka í starfsliði í sendiráði sínu í Mosk_ vu. „Izvestia“ sagði í dag, að kín- verskir stúdentar, sem komnir til Peking frá Moskvu, haldi fram á fjöldafundum án þess að roðna, að sovézka þjóðin til- Mao og að hvarvetna í Sov hvísli fólk: „Lengi Mao Tse-tung“ Blaðið segir, stúdentarnir haldi þessu af ótta við að verða grunað ir um svik við Maoklíkuna. Fréttaritari NTB hermir, að mikill fjöldi rússneskra borgara hafi safnazt saman á járnbraut- arstöðinni í Moskvu í dag þegar 117 kínyerskir stúdentar héldu heimleiðis. Kínverjarnir stóðu í smáhópum á brautarpailinum, lásu úr ritum Maos og sungu al- þjóðasöng verkalýðsins, en allt fór friðsamlega fram, kannski vegna þess að mjög kalt var í veðri Lögreglumenn og her- menn voru þó við öllu búnir. Stöðugt koma fleiri og fleiri kínverskir stúdentar til Moskvu á leið sinni til Kína, þar sem beir munu taka þátt í „rnenn- ingarbyltingunni". 200 stúdentar munu bíða eftir fari heim í kín- verska sendiráðinu í Moskvu. AfmæSi múrara Framhald af bls. 3 Guðmundsson og Jón Vigfús- son Á tveggja dálka myndinni er Eggert G. Þorsteinsson, ráð herra, og tveir stofnendanna, þeir Guðmundur Bjarnason og Jón Vigfússon Þriðja myndin sýnir hluta gestanna. í gærkvöldi var svo haldið afmælishóf að Hótel Sögu og var það mjög fjölsótt. Flugvél Framhald af 1. síðu. frá landamærunum. Allar tilraun ir til að fá flugmanninn til að lenda hafi mistekizt og hann hafi reynt að flýja. Þetta er alverleg asti atburðurinn sem átt hefur sér stað á landamærum Indlands og Pakistans síðan stjórnir landanna undirrituðu Tasjkentyfirlýsinguna í janúar í fyrra eftir hina þriggja vikna löngu styrjöld landanna í september 1965. Árekstur Framhald af 1. síðu. ásvegi og lenti á vinstri hlið leigu bifreiðarinnar og kastaði hennl til. Við áreksturinn slasaðist far- þegi í öðrum bílnum eins og fyrr greinir og hlaut hann áverka á höfði og var fluttur á slysavarð- stofuna, en meiðsli eru ekki tal in aJvarleg. Bifreiðastjóri Ieigubifreiðarinn- ar kvaðst ekki hafa séð til hinn ar bifreiðarinnar, en hinn öku- maðurinn sagðist ekki hafa verið á mikilli fcrð, þó áreksturinn hafi liins vegar verið all harðnr^ Skemmdust báðar bifreiðarnar töluvert. eykst bílaumferöin í Reykjavik. Her sést yfir Bankastræti og hluta Austurstrætis. Hanc&i ‘ Framhald af 1. síðu. hefði sífellt meiri áhuga Ó frið- samlegri lausn. Hann sagði, að Norður-Vietnam- Áfmælismót Vals hófst í gærkvöldi í gær hófst afmælismót Vals í knattspyrnu innanhúss í íþrótta höllinni í Laugardal. Úrslit urðu sem hér segir: Þróttur (a) — Breiðablik 5:4 KR (a) — Þróttur (b) 7:1 Fram (b) — Haukar 5:1 ÍBK (b) — Valur (b) 4:3 ÍA (a) — ÍBK (a) 2:4 KR (b) - Valur (a) 3:4 Víkingur (a) — Fram (a) 1:7 Víkingur (b) - ÍA (b) 2:3 Áhorfendur voru um 600 í gær kvöldi og mikið fjör t áhorfenda pöllunum. t f j 3. febrúar 1967 ™ ALÞÝÐUBLAÐSÐ ],5 -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.