Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 3
Kínverjar sleppa frönskum diplómat PEKING og HONGKONG, 2 febrúar (NTB-Reuter). Mótmælaaffgerðir fyrir utan sendiráff Frakka og Rússa í Pe- king héldu áfram í dag, en sam tímis' leystist deila stjórnanna í París og Peking um franska dipló matinn og konu hans, sem rauffir varöliffar gerffu affsúg aff í gær. HAGNÝTING FISKIMIÐA: Nokkrir af þingmönnum Fram- sóknarflokksins ihafa flutt þingsályktunartillögu, sem ger ir ráð fyrir kosningu 9 manna nefndar til að undirbúa setn- ingu heildarlöggjafar um hag- nýtingu fiskimiðanna umhverf- is landið. Á að greiða kostnað við störf nefndarinnar úr rík- issjóði. TÆKNIFRÆÐI Gí§li Guðmundsson (F) og fleiri hafa flutt þingsályktun- artillögu um fullnaðarpróf í tæknifræði. Gerir tillagan ráð fyrir að hafinn verði undirbún- ingur þess svo fljótt, sem unnt er að menn igeti lokið hér heima fullnaðarprófi í tækni- fræðum, í Reykjavík eigi síð- ar en 1970 og á Akureyri eigi síðar en 1972. FISKIRÆKT . Sigurður Bjarnason (S) hefur flutt þings'ilyktunartillögu um að athugaðir verði möguleikar á vísindalegu tilraunastarfi með fiskirækt og uppeldi nytja fiska í einstökum fjörðum, er hentugir kynnu að þykja til slíkrar starfsemi. SKATTAMÁL Alfreð Gíslason (K) hefur flutt frumvarp um breytingu á lög- um um tekju- og eignaskatt á þann veg, að bætur almanna- trygginga aðrar en fjölskyldu- bætur skuli frádráttarbærar frá skatti og komi þetta til framkvæmda strax. Einnig hefur Alfreð flutt frumvarp um brcytingu á lög- um úm tekjustofna sveitarfé- laga um að bætur trygging- anna aðrar en fjölskyldubætur skulu vera undanþegnar útsvari og heimilt sé að lækka útsvör gjaldenda, sem orðnir eru 65 ára. Mál þetta leiddi hins vegar til þess, aff stjórnirnar skiptust á mótmælaorffsendingum. Kínverska lögreglan handtók Frakkann, Robert Richard verzlun arfulltrúa, og konu hans til að yfirheyra þau um atburðinn, en sleppti þeim úr haldi eftir þrjá klukkutíma, Æstur múgur um- kringdi bifreið Richards er hann var á leið til sendiráðsins í gær, neyddi hjónin til að fara út úr bílnum og urðu þau að standa úti í átta stiga frosti meðan múgur inn lét öllum illum látum. Kínverjar segja, að Richard hafi ekið á mann og konu er bæði hafi meiðzt. Sjálfur kveðst hann hafa ekið á einn af hátalarabílum rauðu varðiiðanna á litilíi ferð. Að undanförnu hefur daglega ver ið efnt til mótmælaaðgerða fyrir utan franska sendjráðið í mót- mælaskyni við handtökur kín- verskra stúdenta, sem fóru mót- mælagöngu til sovézka sendiráðs- ins í Pafís í síðustu viku. Þegar franski sendiherrann, Lu cien Paye, kom í utanríkisráðu- neytið í kvöld til að mótmæla at burðinum svaraði Lo Kuei-po að_ stoðarutanríkisi’áðherra með mót mælum gegn mótmælum Frakka og tók fram, að nema þvi aðeins að Frakkar bæðust afsökunar yrðu þeir að bera ábyrgð á hugs anlegum afleiðingum atburðarins. Kínverjarnir tveir, sem sagt er að Richard hefði ekið á, skutu upp kollinum í ráðuneytinu og báru fram mótmæli við sendiherr ann Á meðan þessu fór fram héldu rauðir ' varðliðar áfram mótmæla aðgerðum utan við sovézka sendi ráðið, áttunda daginn í röð, en sovétstjórnin hefur ákveðið að flytja konur og börn úr sendiráð Framhald á 15. síðu. Landgrunnsdeila fyrir Haagdómstól KAUPMANNAHÖFN, 2. febrúar (NTB-RB) — Undirritaffur var í da;í samningur milli Danmerkur og Vestur-Þýzkalands þess efnis, aff deilu landanna um landgrunn- iff á Norðursjó verði vísaff til Al- þjóffadómstólsins í Haag. Vestur- þýzkaland og Holland munu gera meff sér svipaðan samning. Stjórnir Danmerkur og Vestur- Þýzkalands hafa í nokkur ár stað- ið í samningum um landgrunnið og 1965 var gerður samningur um möhk landgrunnsins á ,'svæflinu næst ströndinni. En ekki tókst að komast að frekara samkomulagi. Sömu sögu er að segja um samn- ingaviöræður Vestur-Þjóðverja og Hollendinga. ';i.x ; f, ■ Múrarar minntust í gær 50 : ára afmælis Múrarafélagsins. Tekið var á móti gestum í fé- iagsheimili múrara að Freyju- götu 26 og var þar margt gesta, m. a. borgarstjórinn í Reykja vík, Geir Haligrímsson, iðna'ðar málaráðherra Jóhann Hafstein Dg sjávarútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, en hann er heiðursfélagi Múrara- télagsins. Þeim 11 stofnendum félags- ins sem á lífi eru, var í til- efni dagsins veitt gullmerki félagsins, og sjást fjórir þeirra hér á myndinni að ofan þeir Guðmundur II. Bjarnason, Fil ippus Guðmundsson, Sveinn O. Framhald á 15. síðu. 3. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.