Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 14
ÚTSALA-ÚTSALA-ÚTSALA Á KARLMANNAFÖTUM rSTÓRLÆKKAÐ VERÐ SEINASTI DAGUR ANDERSEN ILAUTH H.F. '&ÆF Vesturgata 17 Laugaveg 39 Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. i iÉ S- m þriggja herbergja íbúð í II. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsrétt ar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi laugardag- inn 11. febrúar nk. STJÓRNIN. FUNDUR í FULLTRÚARÁÐI ALÞÝÐUFLOKKSINS Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjav'ík held- ur fund laugardaginn 4. febrúar kl. 3 e. h. í Al- þýðuhúsinu, niðri. Funderefns: Tillaga stjórnar um atkvæðisrétt hverf isstjóra í Fulltrúaráðinu. Benedikt Gröndal alþingismaður mæt- ir á fundinum og svarar fyrirspurnum. Fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og stund- víslega. STJÓRNIN' Auglýsið í Alþýðublaðinu Sþréttir Framhald af bls. 11 för KR 1931 og enfremur sumarið eftir þegar Akureyringar komu til Reykjavíkur. Valsmenn höfðu mik il samskipti við Hauka og ýmsa skóla. Kvennaflokur KR dagaði uppi og það er ekki fyrr en eftir 1940, að KR eignaðist reglulegan kvennaflokk í'handknattlik. Um og eftir 1936 æfðu piltar í KR hand knattleik, léku þeir nokkra æfinga leiki, en ekki komst verulegur skriður á þetta fyrr en eftir 1940 Um 1938 byrjaði áhugasamur drengjaflokur úr úr ÍR a'ð æfa handknattleik og lék m.a. nokkra æfingaleiki, einkum við Samvinnu skólann. Kvennaflokkur ÍR varð þó ekki til fyrr en rétt fyrir lands mótið 1940. Árið 1937 hefjast reglulegar æfingar hjá kvennafl. Ármanns, en áður höfðu verið gerðar nokkrar árangurslausar til raunir í þá átt. Hafði kvennaflokk ur Ármanns náið samstarf við kvennaflokk Hauka. Kralaflokkur Ármanns. kemur hins vegar seinna til sögunnar, eða um 1940 og þá að eins í yngri flokkum. Víkingar munu ekki hafa haft neinar fast ar æfingar innan félags síns en héldu samt vel saman í mennta skólanum og Háskólanum og áttu þar mjög sterk lið. Fram kemur ekki við sögu handknattleiksins fyrr en á landsmótinu 1940 -meist ara og annar flokkur karla.) Auk þessara félaga höl'ðu bæði Ægir og íþróttafélag kvenna æft handknattleik, en án þess að hafa \ keppni fyrir augum. Fyrstu handknattleiksreglurnar ] eru gefnar út af ÍSÍ árið 1934. Sá I Benedikt Jakobsson íþróttakennari um þá útgáfu. Sama ár komu einn ig út reglur um' leikinn bæði úti og inni, i bókinni „Leikir fyrir heimili og skóla”, Eftir Aðalstein Hallsson, íþróttakennara. Áttu þeir Benedikt og Aðalsteinn ásamt Baldri Kristjónssyni og Hallsteini HinrikSsyni mikinn þátt í út- breiðslu íþróttarinnar á árunum 1930*—40. Voru þeir allir íþrótta kennarar í skólum. Næst voru hand knattleiksreglur ÍSÍ gefnar út ár ið 1940, skömmu fyrir fyrsta ís- Lííi'.i landsmótið innanhúss. Var þar um að ræða bæði reglur fyrir 7 manna leik og 11 manna leik. Var stuðzt við danskar reglur að því er snerti 7 manna leikinn, en sænskar regl ur og alþjóðareglur að því er snertir 11 manna leikin.n Aðal steinn Hallsson sá um útgáfuna. Á áratugnum 1930—40 vex í- þróttinni mjög fiskur um hrygg hérlendis. Hinsvegar var ekki tal ið mögulegt að hefja reglulega keppni innanhúss í því húsnæði sem þá var völ á. Við byggingu íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu breytast allar aðstæð ur hvað húsnæði snertir. Um ára mótin 1940 og 1941 ákveður stjórn ÍSÍ því, að fram skuli fara íslands mót í handkattleik innanhúss og fólu Val og Víking að annast fram kvæmd mótsins. Sjö félög sendu lið til mótsins. Ármann (kvenna flokkur), Fram (meistarafl. og annar flokkur karla), íþróttafélag Háskólans (meistarafl. karla) Haukar (meistaraflokkur karla og kvennaflokkur), ÍR (meistarar og annar flokur karla.) og Víking ur (meistara- og annar flokkur karla). Dómarar mótsins voru Að alsteinn Hallsson, Baldur Kristjóns son og Benedikt Jakobsson. Mótið þótti takast vql og árið eftir er aftur haldið íslandsmót innanhúss. Árið 1942 er þannig komið að 6 fé lög iðka handknattleik í Reykjavík Af þeim eru 4, sem jafnframt leggja stund á knattspyrnu og hafa því átt aðild að Knattspyrnuráði Reykjavíkur allt frá stofnun þess árið 1919. Það er því eðlilegt að þeirri hugmynd sé hreyft að sam starf félaganna í Reykjavík í hand knattleik verði skipulagt á sama hátt og reynzt hefur vel í öðrum þróttagreinum. í ársbyrjun 1942, þegar fyrir hendi er að framkvæma þriðja íslandsmótið innanhúss er því ákveðið að stofna HKRR. Var það gert 29. janúar 1942. Skipu lag þess varð, hið sama og var hjá KRR. Formaður var tilnefnd ur af ÍSÍ, en fulltrúar félaganna skyldu kosnir á ársþingit síðar að alfundi) ráðsins. Hélzt sú skipan þar til ÍBR kom til sögunnar 19 44 og árið 1944 var formaðurinn einnig kjörinn af ársþingi ráðsins Frá 1951 hefur þetta verið með þeim hætti að félögin, sem aðild eiga að HKRR tilnefna fulltrúa í ráðið og úr þeirra hópi er for maður síðan kjörinn á aðalfundi. Aðalverkefni HKRR hefur verið að annast framkvæmd handknatt leiksmóta og hefur sú starfsemi aukizt mjög á þessum 25 árum. Þar að auki var HKRR aðalmál svari íþróttarinnar, þar til HSÍ var stofnað árið 1957. Átti HKRR mik inn þátt í að koma á fyrstu lands leikjum í handknattleik, svo og í stofnun HSÍ. Fyrsti formaður HKRR var Bald ur Kristjónsson íþróttakennari. Að ildarfélög HKRR eru nú 7, Glímu félagið Ármann. Knattspyrnufélag ið Fram, íþróttafélag Reykjavík- ur.Knattspyrnufél. Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Valur, Knatt spyrnuféjagið Víkingur, sem öll hafa átt aðlid að HKRR frá upp hafi og Knattspyrnufélagið Þrótt ur, er gerðist aðili að ráðinu haust ið 1951. Núverandi formaður HK RR er Jón Magnússon. Útför móður okkar ÞÓRU JÚLÍUSDÓTTUR BJÖRNSSON, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. SYSTKININ. Útför JÓHANNS KRISTJÁNSSONAR, frá Ólafsvík, sem andaðist 29. janúar sl fer fram frá Fossvogskirkju föstu daginn 3. febrúar kl. 3. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast Iiins látna er bent á slysavarnardeildina Sumargjöf í Ólafsvík. VANDAMENN. Okkar beztu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar för móður okkar, tcngdamóður og ömmu JÓNÍNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Iláteigsvegi 25. Sérstakíega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Hvíta- bandsins, fyrir veitta lijálp í sjúklcika liennar. SYNIR,'TENGDADÆTUR OG BARNABÖRN. 14 3. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.