Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.02.1967, Blaðsíða 16
rja ŒD^£EOtS> FRIÐUR Á TUNGLINU Einhvern tíma birtist einhvers staðar í einni af hinum ótalmörgu ævisögum, sem út hafa verið gefn ar á íslandi, frásögn af lítilsgild tim og vitgrönnum vinnumanni, sem hafði of háar hugmyndir um sjálfan sig. Á umræddum bæ sætti vinnufólkið á stundum illri með- ferð, eins og títt var í gamla daga. Einhverju sinni, þegar keyrði úr hófi fram í þessum efnum, reis vinnumaðurinn vitgranni upp á aft urlappirnar og strengdi þess heit að þegar hann væri orðinn hús bóndi á sínu heimili, skyldi eng inn vinnumaður verða barinn. Að sjálfsögðu var mikið hlegið að þess ari yfirlýsingu vinnumannsins, af t>ví að öllum var ijóst, að loforðið atarna mundi hann aldrei þurfa að efna. Baksíðunni datt þessi saga í íiug núna um daginn, þegar blöð <n birtu ítarlegar fregnir af sam komulagi, þess efnis, að ekki yrðu eettar upp herstöðvar á tunglinu Við íslendingar lofuðum þessu líka hátíðlega og eitt blaðið birti meira að segja myndir af fulltrúum okk *r, sem rituðu nöfn sín fagurlega undir þetta merkilega plagg. Ekki er ráð nema í tíma sé tek ið og það ber ekki allt upp á eama daginn segja máltækin —. en eins og flestir vita er öll speki og vitneskja veraldar einmitt sam an komin í þeim. Og í biblíunni stendur víst líka einhversstaðar, að hinir síðustu munu verða fyrst ir. Þrátt fyrir allt þetta gat bak SÍðan ekki varist brosi, þegar hún las fréttina um friðinn á tunglinu | : t ■ i • » r * ■ i ! Vr- r i r r r : Tvísýn keppni Kópavogsbúar og Akureyringar keppa um íbúafjölda þessara staða, enda bætist í barnahópinn stöðugt hjá báðum tveim með vaxandi liraða. Kópavogsbúar unnu léttilega á liðnu ári í fyrsta sinhi. En Akureyringar munu hyggja á hefndir og herða sóknina í mannfjölguninni. Keppnin er hafin, menn leiða getur og líkur að lokastöðunni í tölvum og reiknum. Að líkindum verður sjónvarpað .seinni hálfleik og Sigurði falin skýring á leiknum. Það stafar kannski af því, að baksíð an er svo illa innrætt og ómerki leg og hefur aldrei öðlast „trú“ á landið, frekar en forsætisráðherr ann í áramótasendingu sjónvarps ins. En öllu gamni fylgir nokkur al- vara og kom það enda fljótt á dag inn. Sumir nútímamenn, sem viður kenna yfirburði vísindanna á öld tunglflauga — blóta á laun og eru svolítið rómantískir í hjarta sínu upp á gamla móðinn, án þess að segja nokkrum lifandi manni frá því.. Þessir menn eiga tunglið að vini og kinka kolli til þess hvenær sem þeir sjá það. Og tunglið hef ur ævinlega respekterað þessi kumpánlegheit og tekið hlýlega undir kveðjuna. , Nú er viðhorfið gjörbreytt. Bak síðan varð þess áþreifanlega vör fryir nokkru. Tunglið tók að vísu undir kveðju þess — en það glotti ógurlega og hefði áreiðanlega hleg ið ef það hefði getað. Auðvitað stafar þetta af þess ari bannsettu yfirlýsingu ,sem við skrifuðum undir. Sennilega erum við núorðið ekki hærra skrifaðir hjá tunglinu en vinnumaðurinn vitgranni, var hjá félögum sínum Hann hafði nefnilega of háar hug myndir um sjálfan sig. sPd(jg ! Eg er lnæddur um að þér séuð ekki alveg á réttum stað með bifreiðina yðar VH) FLYTJUM ANNAÐ. Augl. frá Sendibílastöðinni. Skyldi Blóðbankinn ekki vera eini bankinu, sem borg arstjórinn hefur ekki átt við skipti við — þar til í fyrra dag? Kallinn hætti við sígarett- urnar og fór yfir í pípuna um áramótin. Þegar hann sá sjónvarpið í fyrradag var hann hæstánægður og sagði: — Ég vissi það alltaf, að það væri tóm tjara að vera að reykja þessar sígarettur.... Eg þori ekki fyrir mitt litla líf að verða veik Maður get- ur átt á liættu a'ð fá blóð úr einhverju bannsettu karl- mannsóféti....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.