Dagur - 12.09.1998, Side 14
r
30 - LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
Kæfisvefn
algengur
Þárarinn Gíslason er sérfræðingur í lungnasjúkdómum.
Hugtakið kæfisvefn erfrekar
nýtt, enda ekki nerrui nokkrirám-
tugirsíðéin læknavísindin gerðu
sérgrein fyrírþví að öndun sof
andifólks erfrábrugðin því sem
geríst í vöku og ákveðnir sjúk-
dómargeta tengst öndunartrufi-
unum í svefni.
Algengustu öndunartruflanir í svefni eru
öndunarhlé, þegar menn hætta að anda í
10 sekúndur eða lengur. Þegar það gerist
margoft yfir nóttina, ásamt öðrum ein-
kennum er talað um kæfisvefn, sem stafar
af þrengslum í efri loftvegi.
Þórarinn Gíslason, sérfræðingur í
lungnasjúkdómum og yfirlæknir á Vífils-
stöðum kom til starfa á Islandi árið 1987
en hafði þá í þrjú ár á undan unnið að
rannsóknum í kæfisvefhi í Uppsölum í
Svíþjóð.
„Doktorsverkefni mitt fólst að hluta í
rannsóknum á 4.000 mönnum á aldrinum
30-69 ára þar sem svefn þeirra var kann-
aður,“ segir Þórarinn. „Eg hef tekið þátt í
að fylgja þeim eftir. Nýlega voru Iiðin 10
ár frá fyrstu rannsókninni og kom þá í ljós
að þeir sem höfðu haft sögu um hrotur og
sylju að deginum höfðu talsvert hærri
dánarlíkur en þeir sem voru einkenna-
lausir eða aðeins hrutu en kvörtuðu ekki
um syfju. Einnig var mun algengara að sjá
háþrýsting hjá þeim er höfðu hrotið að
staðaldri, þó svo tekið væri tillit til ann-
arra þátta.
Hætta að anda
Þórarinn segir að til að einkenni teljist
sjúldeg þurfi sjúklingur að hætta að anda
allt að 30 sinnum yfir nóttina. Væg ein-
kenni allt að 50 sinnum en fari tíðnin yfir
80, séu einkenni alvarleg og þeir sem
verst eru á vegi staddir hætti að anda allt
að 2-300 sinnum yfir nóttina. „Þetta jafn-
gildir því að viðkomandi fari í öndunar-
stopp á hverri mínútu og andi þá ekki í
10-30 sekúndur,11 segir Þórarinn. „Dragi
svo andann aftur að sér oft með háværum
hrotum nokkrum sinnum og hætti aftur.
Þetta orsakar að fólk nær engum
djúpsvefni og er sífellt þreytt fyrir utan
álagið sem þetta skapar. Hér á Iandi eru á
5. hundrað manns með svo alvarleg ein-
kenni að þeir fá sérstaka svefngrímu sem
þrýstir Iofti í öndunargöng að nóttunni og
sofa með þessar grímur allar nætur.“
Þrengsli sem orsaka hrotur og kæfisvefn
geta stafað af skekkju í nefi, bólginni slím-
húð, sepum eða stórum úf, stórum háls-
kirtlum eða IítiIIi höku. Þegar svo bætist
við að margir sjúklingar eru of feitir, þá
bætist fita í kokinu við og þrengir öndun-
arganginn enn. Því er mikilvægt að reyna
að víkka loftveginn út og mönnum er
gjarnan ráðlagt að fara í megrun til að
byrja með og fjarlægja allt sem þrengir
loftveginn. Afengi hefur sljóvgandi áhrif
að nóttu til og það koma gjarnan meiri
einkenni í kjölfar drykkju, þó ekki sé
nema lítið magn. Oreglulegir lifnaðar-
hættir eru ekki heppilegir og er þá einkum
átt við vaktavinnu eða svefntap af öðrum
orsökum.
„Þessi einkenni eru nokkuð bundin við
kyn og aldur," segir Þórarinn. „Kæfisvefn
finnst hjá börnum og tengist oft sýkingum
í Ioftgangi, sjaldan hjá unglingum og ungu
fólki en upp úr þrítugu verða hrotur og
kæfisvefn algeng einkenni hjá körlum.
Hjá konum ekki eins að fimmtugu en eft-
ir fimmtugt eru bæði karlar og konur með
slík einkenni. Þó leita karlar frekar eftir
aðstoð vegna þessa og eru það oft ættingj-
ar sem verða til þess að þeir koma, eftir að
hafa lýst fyrir þeim því sem gerist á nótt-
unni. Einnig koma sjúklingar sem hafa
önnur einkenni eða sjúkdóma sem versna
við kæfisvefninn, svo sem háþrýsting og
hjartasjúkdóma."
Vantar fólk til starfa
A Vífilsstöðum er aðstaða til að mæla
kæfisvefn fólks. Þar eru notuð mælitæki
frá íslensku fyrirtæki, Flögu, en sá búnað-
ur hefur reynst mjög vel og hefur verið
fluttur út til Ijölmargra annarra landa.
„Við getum tekið á móti fjórum til fimm
sjúklingum á nóttu tækjanna vegna,“ seg-
ir Þórarinn, „en skortur á starfsfólki kem-
ur f veg fyrir það. Nú er um 1 'A árs bið eft-
ir að komast í mælingu og ekki hjálpar
hátt í þriggja mánaða lokun í sumar. Okk-
ur vantar bæði hjúkrunarfræðinga og ann-
að sérþjálfað starfsfólk hingað til að geta
starfað með fullum afköstum."
HEILSUMOLAR
Strákur eða stelpa?
Nú er það orðið að veruleika að hægt sé að
velja kyn barna. Nokkur fyrirtæki hafa
verið að gera tilraunir til þess að flokka
sæði fyrir getnað og hefur gengið vel hvað
varðar kýr, hesta og börn. Eitt barn að
minnsta kosti hefur fæðst þar sem þessi
flokkun hefur verið notuð og þar átti í hlut
fyrirtækið Genetics & IVF institue í Virg-
iníu. I fjöl-
skyldunni var
vandamálið
sjúkdómur
sem gekk í
erfðir, en að-
eins í karl-
legg °g því
vildu foreldr-
arnir aðeins
stúlku.
I Colorado
hefur h'tið
fyrirtæki, XY
Inc, verið að
gera tilraunir
með hesta og
á vegum þeir-
ra fæddist
meri 6. ágúst
sl., og af 28 merum sem urðu fylfullar
fæddust 27 folöld sem voru af réttu kyni.
I fyrra fæddust 19 kálfar af 20 af réttu
kyni.
Vísindalega séð eru þetta stórfréttir, en
siðferðilega er það auðvitað spurning og
gæti orðið til þess að annað kynið yrði í
miklum meirihluta í framtíðinni.
(LA Times)
Tóbaksreykur og
vöggudauði
Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum
og Svíþjóð hefur gefið út skýrslu þess efn-
is að greinileg tengsl séu á milli vöggu-
dauða og reykinga móður á meðgöngu-
tíma. Hópurinn skoðaði yfir sjö milljónir
fæðinga í Bandaríkjunum og Svíþjóð og
fundu 8700 tilfelli vöggudauða. Ahættan
af vöggudauða við reykingar 1-9 sígaretta
móður var 60-1 50% meiri en ef móðirin
reykti ekki. Ef móðirin hins vegar reykti
meira en 10 sígarettur á dag var áhættan
130-280% meiri. Þessi aukna áhætta var
fyrir utan aðra áhættuþætti, svo sem lítinn
fæðingarþunga, mörg börn og svefnstöðu
Máttur snertingar!
Skynjun
Skynjunarhluti heilans skiptist í svæði, sem taka við boð-
um frá öllum hlutum líkamans og fá þau svæði líkamans
sem rúma flestar skynjunarbrautirnar stærsta svæðið.
Hendur, fætur, varir og andlit hafa til að mynda stórt
skynjunarsvæði í heilanum. Það kann að hljóma undar-
lega að kynfærin virðast ekki hafa jafn stórt svæði í skynj-
unarhluta heilans og til dæmis tærnar hvað snertiskyn
varðar. Bolurinn á karlmannslimnum og leggöng konunn-
ar að mestum hluta dýptar sinnar eru ekkert sérstaklega
viðkvæm fyrir snertingu. Næmustu hlutar kynfæranna
eru kóngurinn á fremsta hluta karlmannslimsins. Næm-
asta svæðið á kynfærum konunnar eru ytri kynfærin sjálf
og næmastur þar er snípurinn og fyrstu 5-10 sentimetr-
arnir í leggöngum konunnar.
Snertíngin
Okkur er almennt eiginlegt að draga of mikið af okkur
þegar við gælum hvort við annað í ástarleikjum. Vegna
þess að oft strýkur fólk og kjassar „nærgætið" missa
elskendur stundum af unaðslegum hörundsskynjunum
sem svo auðveldlega má upplifa með því að þreifa sig
áfram í sairteiningu.
Reýna má mismunandi áðferðir ffl örvunar á mismun-
andi Iíkamshlutum makans. Til dæmis Iéttar snertingar
og þéttar snertingar, smelli, hita, kulda- og sviðaskyn og
má þá gjarnan notast við efni eins og loðskinn, silki, leð-
ur og gúmmí. Einnig finnst sumu fólki mjög örvandi þeg-
ar blásið er á blautt hörundið og margir elskendur njóta
þess að fara saman í bað og/eða sturtu og stijúka þá og
nudda blauta líkama hvors annars til dæmis með góðri
olíu.
Það er engin tilviljun að atlot við höfuð og háls makans
er mjög áhrifaríkt, því ekki er svæðið einungis mjög að-
gengilegt, heldur eru stærstu tilfinningastöðvar heilans
bundnar því. Þess vegna finnst mörgu fólki sérstök nautn
að láta gæla við og kyssa á sér hálsinn, eyrun, varirnar og
tunguna.
Mikilvægt er að elskendur gefi sér góðan tíma og fái
frið til að kanna áhrif og unað snertingar á líkama hvors
annars. Njótið vel.
Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar
urn kynlíffyrir Dag.
Það að snerta og njóta snertingar í
kynlífi getur skilið á milli hversdags-
legrar reynslu og töfratilfinningar.
Húðin er stærsta líffæri líkamans
og vegur um það bil fjögur kíló hjá
venjulegum manni og er meira en
tveir fermetrar að stærð. Vegna
hinna óteljandi skynjana sem hún
getur numið gefur hún okkur geysi-
mikla möguleika á því að auka á
ánægju oklcar og unað í kynlífi. Hör-
undið getur gefið okkur nær óslitið
gagnsvar á örvunarstigi líkamans við
ástarathafnir í gegnum hitastig húðarinnar, næmni
við snertingu, þrýsting og titring í húðinni. Segja má
að hörundið taki við meiri upplýsingum um kyn-
ferðislegar athafnir, en nokkurt annað líffæri og
snertilistin sé því lykilatriði við góðar samfarir. ÖIl
höfum við síðan okkar sérstaka skynjunarmunstur á
hvað okkur finnst gott eða miður gott til kynferðis-
legrar örvunar. Hvað er það sem er áhrifaríkast fyr-
ir okkur hvert og eitt persónulega. Hvað er það sem
örvar okkur? Hvað er það sem sefar okkur?
KYNLIF
m
Halldóra
Bjarnadóuir
skrifar