Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 18
34r- LAUGARDAGVR 12. SEPTEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Xfc^MT'
Tónfist úr tveimur áttum
Úr sjóði Morrisons
Van Morrison dregur fram ýmislegt gott úr geymslunni á nýja safninu.
Tónlistarmaðurinn írski, Van
Morrison, er tvímælalaust
með þeim merkari sem þaðan
hafa komið og jafnvel þó víðar
væri Ieitað. Með blöndu sinni á
blús, djassi og poppi hefur Morri-
son skapað sér mikla sérstöðu á
sínum um það bil 35 ára ferli,
fyrst með Them og svo undir eig-
in nafni, þannig að ekki eru
margir fleiri sem standast saman-
burð við hann. Um þessar mundir
eru um 30 ár frá því að önnur
einheijaplatan hans, snilldarverk-
ið Astral Wigs kom út, en eftir
það hefur svo hver platan annarri
betri Iitið dagsins ljós. Morrison
hefur jafnan við upptökur á plöt-
um sínum hefur Morrison, tekið
upp mun meira en rúmast hefur.
Hefur því mörg lagasmíðin farið
upp á hillu til geymslu og rykfallið
með árunum. Nú er hins vegar búið að dusta rykið
af mörgum þessara laga og þau að koma út á veg-
legri tvöfaldri geislaplötu er nefnist Philosophial
stone - The unreleased tapes. Þar er að finna sam-
tals 30 lög frá tímabilinu 1971 til 1988, sem
óhætt er að fullyrða að sé sannkallaður Ijársjóður
fyrir hina Ijölmörgu hörðu aðdáendur söngvarans
og marga fleiri. Kemur þessi útgáfa í beinu fram-
haldi af annarri frá í sumar, Them, The story of
Them featuring Van Morrison, sem er eins og
nafnið gefur til kynna, safn með því helsta sem
Them sendi frá sér.
Platasem
kemur á óvait
Nafnið Sveinn Hauksson, er ekki að líkindum þekkt svo miklu
nemi í íslensku poppi, en samt hefur þó þessi liðlega fertugi
Húsvíkingur að uppruna starfað meira og minna að tónlist í ein
fimmtán ár. Og ekki nóg með það, heldur hefur Sveinn, sem syngur
og spilar á gítar, sent frá sér tvær plötur (sem reyndar eru komnar til
ára sinna) og einnig tekið þátt í að gera barnaplötu fyrir kirkjustarfið
í Vestmannaeyjum, þar sem hann var búsettur um árabil eftir að
hann fluttist frá Húsavík. Starfaði Sveinn með hléum sem trúbador
á þessum tíma og fór
víða, en gerði svo hlé
á öllu músíkstarfi.
Nú um nokkurt
skeið hefur hann svo
aftur snúið sér að
tónlistinni og stund-
ar meðal annars nám
í gítarleik hjá FÍH. í
sumar tók Sveinn sig
svo til og lét loks
verða af því að gefa
út þriðju plötuna,
sem hann hafði
reyndar gengið með í
maganum í meira en
áratug. Upptökur
hófust reyndar 1993,
en það var ekki fyrr
en á þessu ári sem
verkinu lauk. Sól-
fingur nefnist gripur-
inn, tíu laga og sem-
ur Sveinn þau öll en
íjóra af þeim sjö textum sem eru á plötunni hefur Jóhannes Sigur-
jónsson, sá góðkunni blaðamaður og háðfugl með meiru, samið. Sér
til fulltingis á plötunni hefur Sveinn Há (eins og hann kallar sig á
plötunni) mikinn fjölda góðra og þekktra tónlistarmanna. Þar á með-
al eru Jón Ólafsson, Eyþór Arnalds, Jóhann Ásmundsson, Jóhann
Hjörleifsson, Þorsteinn Gunnarsson og síðast en ekki síst söngparið
Sigurður Ingimarsson (sem fyrir slysni er feðraður Ingvarsson á plöt-
unni) og Rannvá Olsen. Sigurður er Akureyringur að upplagi og þar
löngu þekktur fyrir sína miklu hæfileika á söngsviðinu, sem og í gít-
arleik og fleiru. syngur hann flest lögin af mikilli list, en Rannvá
syngur eitt, Nóttin, fallegt lag sem eins og reyndar flest Iögin og text-
arnir, ber vott um natni og góða íhugun. Auk Sveins sjálfs sáu svo
meðal annarra Sveinn Kjartansson, Axel Einarsson og Þórir Úlfars-
son um upptöku, hljóðblöndun og fleira er sneri að gerð plötunnar.
Þórir spilar svo einnig á hljómborð í nokkrum laganna. Verkið er sér-
lega vel unnið og af smekkvísi og er jafnframt greinilegt að Sveinn
hefur notað tímann langa vel hvað lagagerðina sem annað við ffá-
gang plötunnar varðar. Er Sólfingur ein af þessum plötum sem mað-
ur veit ekkert um fyrirfram og býst ekki við miklu af, en kemur svo
þægilega á óvart og á margfalda athygli skilið. Þegar svo Iitið er yfir
nafnalistann hlýtur bara útkoman að vera verð athygli og það kemur
svo sannarlega heim og saman hér.
Sveinn Hauksson hefur ýmislegt gott og óvænt
fram að færa með Sóifingrum.
Það hefur víst ekki farið framhjá Iandsmönnum, að
nýjasta íslenska kvikmyndin, Sporlaust eftir Hilmar
Oddson, var frumsýnd fyrir hálfum mánuði. Um myndina
sjálfa hafa verið skiptar skoðanir eins og svo oft áður þegar
íslenskar myndir eru annars vegar, en um tónlistina sem
hana prýðir má hins vegar segja að þar hafi býsna vel tekist
til eins og heyra má á nýrri geislaplötu sem kom út sam-
hliða myndinni. Mætast þar annars vegar lög Þorvalds
Bjarna Þorvaldssonar af dansmeiði, sem Selma Björns
syngur af innlifun og hins vegar seiðandi og á köflum
dramtísk tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, sem er gegn-
umgangandi í myndinni, áhrifatónlist svökölluð og/eða
þematónlist (á enskunni kalla menn þetta í það heila
Brian May. Önnur platan loksins komin.
Murray og trommarinn Cozy Powell til staðar, en
þetta mun vera eitt síðasta verkefni Powells sem
lést í umferðarslysi síðastliðinn vetur. Svo eru
þarna ekki minni menn en gítarhetjan Jeff Beck og
söngvarinn Ian Hunter. Hunter þessi gerði garð-
inn frægan fyrr á árum sem söngvari Mott the
Hoople og var síðar í slagtogi með gítarleikaranum
Mick Ronson er lést fyrir nokkrum árum og starf-
aði m.a. með meistara David Bowie. Brian May
hefur ekki aðeins þótt slyngur gítarleikari gegnum
tíðina, heldur Ifka magnaður lagasmiður. Mun því
væntanlega ekki vanta gómsætt efni á þessari
annarri plötu kappans.
Soundtrack). Heppnast þessi bræðingur tónlistar úr tveim-
ur áttum, ef svo má taka til orða, bara nokkuð vel og
stendur að því er virðist vel ein og sér. Nú hefur Poppsíðu-
ritari að vísu ekki séð myndina (engin verið svo vitlaus að
bjóða honum né hann tekið sjálfur á sig rögg) en ekki
verður efast um með tilliti til fyrri verka Hjálmars fyrir
Hilmar, Tár úr steini sérstaklega, að allt falli þar saman
sem flís við rass, eins og þar stendur. Platan er semsagt vel
eiguleg bæði fyrir þá sem séð hafa myndina og einnig hina
sem ekki hafa séð. Hún er sömuleiðis almennt athygliverð
fyrir alla sem heyra vilja vel samda og útsetta tónlist
Hjálmars og hið „flotta popp“ Þorvalds í einum og sama
pakkanum.
Brian May,
Brian May, fyrrum gítarleikari ofursveitarinnar
Queen, hefur haft í nógu að snúast síðustu
árin, meðal annars kringum mál Queen eftir að
söngvarinn ástsæli, Freddy Mercury lést. Þar með
talið var að koma út síðustu eiginlegu plötunni,
Made in heaven, ásamt hinum tveimur eftirlifandi
meðlimum Queen, Roger Taylor trommara og
John Deacon bassaleikara og svo í framhaldinu út-
gáfu á Queen Rocks safnplötunni, sem eins og
nafnið gefur til kynna geymir flest helstu rokklög-
in sem sveitin sendi frá sér. Þar má til dæmis
nefna smelli á borð við Hammer to fall, We will
rock you og Tie your mother down. Út af þessum
verkefnum og ýmsu fleiru reyndar líka, hefur orðið
bið á að May gæfi sér tíma til að senda frá sér
plötu undir eigin nafni að nýju, en fýrsta platan
hans af slíku tagi kom út 1992. Þessa dagana er
hins vegar þessi gripur loks að líta dagsins ljós, sex
árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu og ber platan heit-
ið, Another world. Er May þar eins og á þeirri
fyrri, á rokkbuxunum og hefur sér til aðstoðar
ýmsa fræga garpa til að gera verkið sem veglegast.
Eins og á fyrri plötunni eru bassaleikarinn Neal