Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - 21 MENNINGARLÍF Norrænar teikni- myndasögur Bjarni er eini íslendingurinn sem hefur sérmenntaö sig í myndasögum en hann starfar sem grafískur hönnuður hjá Ríkissjónvarpinu. Búið er að setja upp sýningu í Norræna hús- inu á norrænum mynda- sögum, þar af einni ís- lenskri... Rolf Classon taldi lengi vel að norrænar myndasögur væru lík- ar í gerð og stíl og hefðu ekki nýtt sér klám og ofbeldi til að öðlast vinsældir. Þegar hann fór svo að kynna sér málið betur í tilefni af útgáfu safnritsins Gare du Nord, sem gefin var út sam- hliða fyrstu opnun farandssýn- ingarinnar Cap au Nord sem nú er komin í Norræna húsið, sá hann að sér skjátlaðist. Rolf skrifar inngang bókarinnar en segir þar að ef hann leyfi sér þó að einfalda aðeins: „þá má segja að frá Dönum hafi komið hasar- sögur með klámfengnu ívafi, Norðmenn hafi sent heimspeki- legar grínsögur, Finnarnir óljós og bijálæðisleg anarkistaævin- týri og Svíarnir fáránlega háðsá- deilu af alþýðutoga." Frumteikningar myndasagna eftir 18 norræna höfunda eru nú til sýnis í Norræna húsinu og v'erða þar til 23. maí. Reykjavík er níundi og síðasti viðkomu- staður farandsýningarinnar sem hefur verið á ferðinni í 2 ár. Raunar var henni upphaflega ekki ætlað að rata til Islands, segir Bjarni Hinriksson, eini Is- lendingurinn sem á sögu á sýn- íngunni. \loru búoir að afskrifa Island... ,Þeir voru eiginlega búnir að af- ikrifa Island, héldu að það væri ekkert að gerast hér en síðan :’engu þeir upplýsingar um að lér væru þó til örfáir höfundar," ;egir Bjarni en alls munu vera jm 20 manns sem fást við nyndasögugerð á Islandi. Þeirra aelsti vettvangur hefur verið :ímaritið Gisp!, sem kemur út íú í tilefni af opnun sýningar- nnar. Utgáfa þess er hins vegar itopul og bókaútgefendur hafa /erið ekki verið tilbúnir til að /efa út íslenskar myndasögur. ,Gisp! og tímaritið Blek er eigin- ega eina útgáfan á íslensku myndasöguefni í dag.“ -Er frdleitlega dýrt að gefa út litprentaðar myndasögur fyrir svo lítinn markað eða er þetta bara hræðsla hjá útgefendum? „Prentkostnaður hefur lækkað en það er samt alitaf dýrt að prenta i Ijórlit. Menn hafa verið að gefa út þessar þýddu mynda- sögur í Ijölþjóðarprenti og þá er þetta tiltölulega ódýrt en ef það ætti að prenta eina bók í um þúsund eintökum þá væri hún hlutfallslega dýr. En það er fremur ódýrt að prenta í svart- hvftu.“ í öðru sæti Norðurlandabúar þekkja lítið til myndasagna frændþjóða sinna enda norrænar sögur lítið þýdd- ar á milli Norðurlandanna. Þó eru Norðurlandabúar einir áköf- ustu lesendur myndasagna í heimi (aðeins Japanir Iesa meira). Bjarni segir að íslenskir myndasagnalesendur gætu þó kannast við tvo af þeim 17 er- lendu höfundum sem eiga teikn- ingar á sýningunni. Annars veg- ar Danann Peter Madsen er teiknaði sögurnar Goðheimar sem þýddar hafa verið á íslensku en þær sækja efnivið í norræna goðafræði. Hins vegar samlanda hans Teddy Kristiansen sem náð hefur að skapa sér sess í banda- rfskum myndasöguheimi. „Hann hefur mikið teiknað mikið í bandarísk blöð og yngri lesendur gætu kannast við hann.“ Raunar hafa Danir eignast nokkuð stóran hóp manna sem eru orðnir atvinnumyndasögu- teiknarar. „Danir hafa sótt nokk- uð inn á Bandaríkjamarkað og eiga orðið stóran hóp fagmanna sem teikna fyrir stór útgáfufyrir- tæki í Bandaríkjunum. Danirnir eru því í mestum tengslum við alþjóðlega útgáfuheiminn en hins vegar sýnist mér að mesta gróskan sé í Finnlandi í dag,“ segir Bjarni og bætir því við að þess vegna sé Finnunum gerð aðeins betri skil á sýningunni en hinum þjóðunum. „Norðmenn hafa ekki átt höfunda sem hafa fengið athygli utan Noregs en þeir hafa verið að sækja mjög í Þessi myndasaga Bjarna, Brúðkaupid, er eina íslenska myndasagan á sýning- unni. Hún er úr seríu draumasagna sem Bjarnir hefur gert og hafa allaryf- irskriftina: Mig dreymdi... sig veðrið undanfarin ár og ég hugsa að þeir verði mjög sterkir eftir einhvern tíma.“ LÓA Undrabarnið í finnskum djassi Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 oýður landsmönnum í finnskan forleik um helgina, þegar fyrsta flokks tónlistarmenn úr djassi, teknó og klassík heimsækja landann. Fyrir djassgeggjara er heimsókn Lenni-Kalle Faipale hápunkturinn á finnsku tónlistar- /eislunni, en hann leikur með tríói sínu í Iðnó á laugardag kl. 16.00 og kemur fram á Gauki á Stöng á sunnudagskvöld ásamt þeim öðrum finnskum Iistamönnum er gefa Reykvíkingum forskot á menningarsælu næsta árs. Lenni-Kalle er undrabarn norræns djass og hvar sem hann fer vekur hann óskipta at- hygli og aðdáun enda fyrirfinnst varla kröft- ugri píanisti í evrópskum djassi um þessar mundir. En Lenni-ICalIe stökk ekki alskapað- ur einn bjartan sumardag úr höfði tónlistar- gyðjunnar. Hann var farinn að fást við tón- Iist þriggja ára gamall. Fyrsta hljóðfærið var fiðlan en fljótt beygðist krókurinn til þess er verða vildi og píanóið varð fyrir valinu. Á unglingsárunum benti allt til þess að hann yrði eitt af undrabörnunum í finnsku klassíkinni en þá heyrði hann í Chick Corea. Árið 1995 stofnaði hann tríó sitt sem hingað kemur. Hann var kjörinn djassleikari ársins á Pori djasshátíðinni 1997 og undrar það eng- inn er heyrir hinn ótrúlega kraftmikla leik hans þrunginn sveiflu í hraðari lögum og sömbuskotnum ópusum eða næmi hans í ballöðutúlkun. Það er sama hvort Lenni- Kalle leikur frumsamda ópusa, sígræn lög eða bara Línu langsokk - allt verður að gulli í höndum hans. Félagar hans í tríóinu eru bassaleikarinn Timo Tuppurainen og trommarinn Sami Jarvinen. Lenni-Kalle er undrabarn norræns djass og hvar sem hann fer vekur hann óskipta athygli og aðdáun enda fyrirfinnst varla kröftugri píanisti í evrópskum djassi um þessar mundir. Lj|.iliijlAiiinlirlii,^,:iiiiÍLiij jDiDlriliih.-jlöllriOEilS) juUf~lEm?BiölnETrTrtnI LEIKFÉLA6 AKUREYRAR GAMANLEIKUR UM GLÆP Leikstjórn Kolbrun Halldórsdottir Leikm. oq bun.: Elín Edda Árna dóttir Tonlist Hroðmar Inyi Siqurbjorns son Leikgervi: Kolfinna Knutsdottir Lýsing: íngvar Bjórnsson Leikarar og söngvarar: Margrét Ákadóttir, Helga Vala Helgadottir, Katrín Þorkelsdottir, Aino Freyja Járvelá, Guðmundur Haraldsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Aðalsteinn Bergdal, Hjörleifur Hjartarson, Jón St. Kristjánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Agnar Jón Egilsson, Michael Jón Clarke, Kristján Hjart- arson, Kristjana Arngrimsdóttir og Rósa Kristín Baldursdóttir. 4. sýning Laugard. 27. mars kl. 20 5. sýning Sunnud. 28. mars kl. 16 6. sýning Miðvikud. 31. mars kl. 20 7. sýning Fimmtud. 1. apríl kl. 20 8. sýning Laugard. 3. apríl kl. 20 LiLiílJÍAiiiiilfBaiJliIliiílLILl bMr? BLjbl, LE1KFÉLA6 AKHREYRARI Miðasala: 462-1400 Miðasalan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 13-17 og fram að sýningu sýningardaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.