Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
Blóðug átök milli yfir-
valda og mótmælenda
er útlenskt fýrirbæri. En
þótt ísland sé friðsælt
land hafa þegnar ríkis-
ins öðru hverju í gegn-
um tíðina staðið upp af
eldhúskollinum og mót-
mælt því sem gengið
hefur nærri samvisku
þeirra. Síðastliðna hálfa
öld hafa einkum her-
stöðvaandstæðingar
haldið uppi sýnilegum
mótmælum...
Næstkomandi þriðjudag eru lið-
in 50 ár frá því Alþingi sam-
þykkti aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu og hinn frægi
Austurvallarslagur átti sér stað.
Gríðarleg reiði braust út þegar
tillaga ríkisstjórnarinnar um að-
ild að NATO var samþykkt árið
1949. Fjöldi fólks safnaðist sam-
an á Austurvelli og krafðist þess
að þjóðaratkvæði færi fram um
málið, kastaði gtjóti og braut
rúður í þinghúsinu. Ryskingar
hófust milli almennra borgara
og lögreglu sem greip til þess
ráðs að dreifa mannfjöldanum
með kylfum og táragasi. Um
þessi mótmæli hefur margt verið
ritað. Hér verður hins vegar
stiklað á stóru í „sögu barsmíða
og meiðinga í herstöðvabarátt-
unni“ sem Samtök her-
stöðvaandstæðinga (SHA) hafa
tekið saman og verður fluttur í
heild sinni kl. 20.30 á morgun á
kaffihúsinu að Vatnsstíg 10. Þar
stendur nú yfir vikudagskrá
SHA í tilefni 50 ára veru Islands
í NATÓ. SHA hefur gefið blað-
inu leyfi til að birta glefsur úr
þessum ofbeldisannál en vilji
menn hlusta á hann allan er rétt
að mæta á Vatnsstíginn í kvöld.
1968
I um 20 ár fór lítið fyrir mót-
mælum gegn veru bandaríska
hersins og var það ekki fyrr en
árið 1968 þegar uppreisnarand-
inn í Evrópu barst til íslenskra
byltingarsinna í Fylkingunni.
Uppreisnirnar í París hleyptu
krafti í íslenska róttæklinga og
þegar byltingarsinnar í Fylking-
unni fréttu að von væri á her-
skipum NATÓ í heimsókn þann
26. maí var ákveðið að mótmæla
veru bandaríska hersins með
eftirminnilegum hætti.
Fylkingarfélagar funduðu stíft
enda var þetta fyrsta meiri hátt-
ar mótmælaaðgerðin sem hreyf-
ingin stóð að og fólst undirbún-
ingurinn einkum í að kaupa
málningarspreybrúsa og sam-
ræma stafsetninguna á Che
Guevara, einu helsta átrúnaðar-
goði íslenskra byltingarmanna
árið 1968. Þann 26. maí söfn-
uðust herstöðvaandstæðingar
saman fyrir framan herskipin
eins og til stóð. Það var Vern-
harður Linnet sem tók af skarið
og varð fyrstur til að spreyja á
breska herskipið: Lifi Che - Is-
land úr NATO. Fleiri fylgdu á
eftir og brátt kom til stympinga
milli sjóliða og mótmælenda,
þýsku sjóliðarnir sprautuðu
vatni á mótmælendur sem báru
eld að NATÓ-fána. Lögreglan
kippti nokkrum mótmælendum
með sér upp á stöð til yfir-
heyrslu en mannfjöldinn fylgdi
og heimtaði menn sína lausa.
Herstöðvaandstæðingar fengu
sinu framgengt og mönnunum
var sleppt.
1972
Þegar fregnaðist að bandaríski
utanríkisráðherrann, WiIIiam P.
Rogers, væri á leið til íslands í
stutta heimsókn ákváðu vinstri
menn í Háskólanum að gera
honum Ijósa grein fyrir and-
stöðu þeirra við bandaríska
heimsvaldastefnu. Akveðið var
að gera aðsúg að Rogers í Arna-
garði þar sem ráðherran skyldi
heimsækja Handritastofnun.
Þar sem menn grunuðu lögregl-
una um að hlera símtöl á við-
sjárverðum tímum mun símtal á
þessum nótum hafa verið svið-
sett milli Fylkingarinnar og
Stúdentaráðs:
FYLKINGIN: Halló. Þetta er í
Fylkingunni. Hvemig er þetta
með ykkur vinstrimenn þama í
Háskólanum. Á ekki að gera eitt-
hvert uppistand þegar djöfuls
glæpahundurinn hann Rogers
kemur t heimsókn?
STÚDENTARÁÐ: Æi, það
þýðir ekki neitt. Hér er allt svo
dauft maður. Allt liðið komið t
próflestur. Enginn þykist mega
vera að neinu.
FYLKINGIN: Uss, þetta erfer-
legt ástand maður.
STÚDENTARÁÐ: En hvað
eruð þið Fylkingarmenn að
hugsa?
FYLKINGIN: Við að hugsa?
Allt liðið t prófum maður. Eng-
inn hugsar neitt.
STÚDENTARÁÐ: Rog ers
sleppur þá hér t gegn með hros á
vör.
FYLKINGIN: Já, okkur og öllu
vinstraliðinu til ferlegrar skamm-
ar.
Hvort sem grunur þeirra um
hleranir lögreglu reyndist á rök-
um reistur þá var lögreglan alt-
ént með Iítinn viðbúnað í Arna-
garði. Óeinkennisklæddir Iög-
reglumenn munu hafa komið
inn í bygginguna skömmu áður
en stórlaxinn var væntanlegur
og ekki hafa þótt neitt athuga-
vert við að allir gangar og les-
stofur væru fullir af áhugasöm-
um stúdentum við próflestur.
Öldin okkar (sem annars er
fremur fámál um mótmæli her-
stöðvaandstæðinga) Iýsir aðkom-
unni svo: „Ráðherrarnir gengu
upp á tröppur hússins, en í and-
dyri sat og stóð hópurinn fyrir
þeim, og kváðust þeir sem höfðu
orð fyrir Iiðskosti þessum stað-
ráðnir í að meina bandaríska
ráðherranum inngöngu. Tilraun
til að fara inn um suðurdyr
hússins bar ekki heldur árangur,
þar eð hinir skjálfskipuðu verðir
Arnagarðs höfðu læst þar dyr-
um og meinuðu forstöðumönn-
um Handritastofnunar aðgang
til að opna fyrir gestunum. Var
þá ákveðið að hætta við heim-
sóknina.“ Þegar ráðherrarnir
sneru aftur að bílum sínum
brugðust stúdentar hins vegar
skjótt við, þustu að innkeyrsl-
unni að bflaplani Árnagarðs og
settust þar. Til að komast frá
þessum skríl þurfti bílalestin að
tæta upp upp grasbrekkuna og
yfir á Suðurgötuna.
197A
Um Ijórðungur íslensku þjóðar-
Þó nokkur hópur ungs fólks
var handtekinn fyrir að mót-
mæla hersetunni á Þjóðhátíð-
inni á Þingvöllum árið 1974,
þarsem menn fögnuðu 1100
ára byggð i iandinu. Hinum
handteknu þótti lögreglan
hafa verið fuHdjörfað fang-
elsa hópinn fyrir „að fara út I
náttúruna með gult léreft
með rauðum stöfum" enda
dæmdi Hæstiréttur fangelsun
hópsins ólögmæta - fjóru og
hálfu ári síðar.
Þegar Hr. Rogers og fylgdarlið höfðu hætt við að skoða handritin, sneru þeir að bflunum og reyndu að komast í burtu. En
stúdentar brugðust skjótt við og settust í innkeyrsluna.
Uppi á klettunum fyrir ofan mannfjöldann gnæfir
mótmælaborði herstöðvarandstæðinga.
Þótt annállinn á þessari síðu nái ekki
nema til ársins 1979 þá hafa her-
stöðvaandstæðingar ekki setið að-
gerðalausir síðan. Hér sést t.d. Birna
Þórðardóttir mótmæla heræfingum
Bandarfkjamanna árið 1989.
Þegar herskip Atlantshafsbandalagsins sigldu inn á sundin blá I september 1979 reisti
hópur herstöðvaandstæðinga níðstöng í Laugarnesi með blóðugum hrosshaus.