Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 15
t X^nr. LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - 31 m Klassísk... Hver er stíll fatakaupmanna? Hvernig vilja Vala í Noi og Sævar Karl helst vera til fara? Dagur fékk þau til að sitja fyrir og segja frá fatastíl sínum. Vala segist helst vilja ldæðast þægilegum fötum, einföldum, klassískum en þó með einhverju smáatriði sem geri oft gæfumuninn í sambandi við útlitið. Hún þrá sér í gráa nælondragt frá Italíu og skærrauðan bol. „Þegar ég var á Italíu að kaupa inn í vor voru allir Italir brjálaðir í Prada,“ segir Vala. „Það voru ekkert nema Prada eftirlíkingar og þessi dragt er Prada eftirlíking. Dragtin er kannski eins og ég vil hafa mfn föt, hún er þægileg, ldassísk en samt öðruvísi. Eg vil gjarnan hafa mín föt þannig, frekar einföld en samt öðruvísi. Neðan í pilsinu er reim þannig að maður getur tekið það aðeins saman að neðan. Það eru oft einhver smáatriði sem gera „Iookið" íyrir mig.“ Vala brá sér í snögga hársnyrtingu fyrir myndatökuna en segist þó ekki vera djörf á breytingar á því sviði. „Eg lét aðeins kiippa á mér toppinn svo það sæist í aug- un á mér. Eg fer gjarnan á Hár-Expo sem er mjög góð stofa. Eg er svolítið gjörn á að vera með sömu greiðsluna í Iangan tíma. Maður tekur í sjálfan sig svona á fimm ára fresti, sem þykir nú ekki mjög djarft. Eg er frekar hefðbundin varðandi hárið en breyti frekar til í fötunum." Vala segir það annars ef til vill sína veikustu hlið hve lítið hún spáir í sitt eig- ið útiit. „Ég spái miklu meira í búðina og að kúnninn minn sé flottur heldur en ég,“ segir Vala. Fer eftir tækifærinu Klæðskerinn Sævar Karl segir sinn fata- stíl fara mjög eftir tækifærinu. Sem dæmi nefnir hann að núna stundar hann nám í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands eftir hádegi og þá klæðist hann öðrum fötum en til dæmis þegar hann er að selja föt fyrir hádegi. Að kvöldi fari hann kannski á fund og þá sé tilefni til enn annars útlits. „Þegar ég er í viðskiptaferðum erlendis þá er ég f klæðskerasaumuðum fötum sem eru oft klassa dýrari en hjá fyrirtækj- unum sem ég versla við,“ segir Sævar Karl. „Þegar ég ferðast þá hef ég föt sem halda sér vel og er þægilegt að ferðast í. Þá vel ég efni eftir því. Eg er örðuvísi hérna í búðinni heldur en þegar ég hitti vini mína.“ - En tekur hann mikinn tíma á morgn- ana í að velja sérföt til að klæðast? „Nei, engan tíma. Fötin mín eru bara hrein, hanga á vissum stað og svo fer ég í þau. Fötin sem ég á passa öll saman. Þau eru ekki sitt úr hverri áttinni," segir Sæv- ar Karl. Hann segist hrifinn af grænu, grænleitu og svolítið af brúnleitu líka. „Samt á ég dökkblá föt sem mér finnst ég flottur í,“ bætir hann við. Hann segist hinsvegar ekki breyta mikið til eftir tísku- straumum. „Nei, ég er frekar mikið eins. Margir sem koma til mín segja bara: Eg \il vera eins og þú. Eg er frekar íhalds- samur og er ekki í mjög áberandi fötum og það er auðvelt að uppfylla svona ósk- ir.“ Sævar Karl liggur ekkert á skoðunum sínum á fötum íslenskra karlmanna. „Við erum í alltof ódýrum fötum í dýrum bíl- um,“ segir hann. „Fólk kaupir of mikið af drasli og það hefur versnað. Mér finnst bara fáránlegt þegar bisnissmenn afskrifa bílinn sinn um milljón á ári en kaupa sér ekki föt nema á þriggja ára fresti. Þeir ferðast um allan heim og enginn sér bíl- inn þeirra." - HI Sævar Karl segist hrifinn afgrænu og grænleitu. „Ég er frekar íhaldssam- ur og er ekki í mjög áberandi fötum." Vaia er í grárri nælondragt sem ef til vill má segja að sé einföld og klass- ísk en hún sker sfg úr fyrir það að hún er úr næloni og líka fyrir reimina neðst á pilsinu. myndir: e.úl. MINOLTA SKÝK MYND-SKÝR HUGSUN Ljósritunarvélar Laserprentarar Faxtæki MINOLTA LEIÐANDI í LIT MINOLTA Color PogePro L litalaserprentari á góðu verði: 196.000.- m/vsk ____KJARAN__________, tæknibúnadOrI SÍÐUMÚLI 12 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 / 510 5520 www.kjaran.is kjaran@kjaran.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.