Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 18
34 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Laugavegsapótek á þriðja áratugnum. Lyfsalinn og húsfreyjan voru ósammála um notkun þvottahúss- ins og lyfsalinn greip til sinna ráða. Lyfsalinn ungi ætl- aði sér ekki að láta Engeyjar- frúna og þvotta- konu hennar kom- ast upp með neitt múður. Hann sótti hamar og fimm stykki tveggja og hálfs tommu nagla og spurði hvort þær ætluðu út úr þvotta- herberginu. Þær önsuðu engu og þá negldi hann aftur þvottaherbergishurðina. Það var síðdegis hinn 26. janúar 1922 og staðurinn var Laugavegur 18-A í Reykja- vík. Stefán Thorarensen lyfsali var með aðstöðu í húsinu á Ieigu undir lyfsölu sína, en þar voru einnig leigutakar Ragn- hildur Pétursdóttir húsfreyja (Kristins- sonar bónda í Engey) og maður hennar Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri. I kjallara hússins var þvottaherbergi sem leigutakar höfðu aðgang að, en um notk- un þess reis sú sérkennilega deila sem dómsmál þetta snérist um. Þetta síðdegi varð Stefán lyfsali var við að í þvottaherberginu væri þvottakona á vegum Ragnhildar. Þegar Stefán sá að þvottakonan var með „þvott sem eigi væri eign íbúa hússins" þá bannaði hann henni að nota þvottahúsið og sagði henni að yfirgefa svæðið. Þvottakonan (sem aldrei er nefnd á nafn í dómsmálinu) fór rakleiðis til Ragn- hildar og sagði sínar farir ekki sléttar; lyf- salinn væri með uppivöðslusemi. Þær fóru saman niður í þvottaherbergið og tóku til við að leggja þvott í bleyti sem skyldi þvo næsta dag. Enn kom Stefán og bað konurnar um að hætta þessu athæfi sem bryti í bága við leigusamning - en þær neituðu því snúðugt og vörðu hags- muni sína fullum hálsi. Þriggja stundar- fjóraunga fangelsi I dómsskjölum segir: „Kvaðst [Stefán] þá mundi negla aftur þvottaherbergishurð- ina, þar sem eigi væri hægt að læsa henni, og spurði þvottakonuna og [Ragn- hildi], hvort þær vildu ekki fara út áður, en þær skeyttu því eigi, og negldi [Stef- án] þá hurðina aftur. [Ragnhildur] og þvottakonan virðast eigi hafa reynt að hrinda upp hurðinni, heldur biðu þær þar til þær gátu kallað á krakka út um glugga, og var þá smiður sóttur og dró hann naglana út, sem hurðin var negld með, og sluppu þær þannig út, og höfðu þá verið inni nær 3 stundarfjórðunga." Ragnhildur varð að vonum reið og sáttatilraunir reyndust árangurslausar með öllu. Hún höfðaði þá mál gegn Stef- áni og krafðist þess að hann yrði „dæmd- ur í þá hegningu, sem lög frekast leyfa“ og til að greiða hæfilegar bætur að mati réttarins „fyrir þá smán og óþægindi, sem hann olli með þessu“. Stefán vildi ekki minni maður vera og gagnstefndi; krafð- ist þess að Ragnhildur yrði dæmd í sekt „fyrir ójöfnuð þann, yfirgang og móðgan- ir, er [Ragnhildur] hafi haft í frammi við [Stefán] út af notkun tjeðs þvottahúss". I dómsmálinu benti Stefán á að verkn- aður sinn gæti ekki failið undir tilgreind hegningarlagaákvæði, þar sem Ragnhild- ur hefði „vel getað farið út úr þvottaher- berginu, hefði [hún] reynt og kært sig um, annað hvort um glugga eða með því að hrinda upp hurð þeirri, sem negld var aftur". Þessi rök keypti undirréttardómarinn eftir að hafa látið dómkvadda menn gera tilraunir þar að lútandi og sýknaði bæði hann og hana. Þó lá við að dómarinn sektaði Stefán fyrir „málsýfingu" vegna gagnstefnunnar gegn Ragnhildi, en hann lét það eiga sig. Ragnhildur áfrýjaði hið ----------------------------Xfc^ir snarasta og dómarar Hæst...éttar voru henni hagfelldari. „Verður að telja að at- ferli [Stefáns], að negla aftur hurð þvottahússins meðan [Ragnhildur] var þar inni, sje móðgandi fyrir hana og lýsi megnri óvirðingu," segir í niðurstöðunni og Stefán dæmdur til að greiða 150 króna sekt í ríkissjóðs en sæta 15 daga einföldu fangelsi ella, og einnig 400 króna málskostnað. Árekstur fulltrúa fínna ætta Stefán Thorarensen var á þessum tíma 30 ára og ókvæntur. Lyfsalan var fjöl- skyldunni nánast í blóð borin; Oddur Iangafi hans var apótekari, Jóhann Pétur afabróðir hans, Oddur Carl faðir hans og einnig síðar meir Oddur Carl bróðir hans, Oddur Carl sonur hans og Oddur Carl bróðursonur hans! Thorarensen-fjöl- skyldan var ótvírætt á meðal fínustu ætta landsins, sérstaklega með velvöldum tengingum inní Briems-ættina. Stefán kvæntist ári eftir dómsmál þetta tvítugri yngismey, Ragnheiði dóttur Hannesar Hafsteins ráðherra og skálds (Hannes dó síðar sama ár). Stefán varð með því svili manna á borð við Geir Thorsteinsson út- gerðarmann (tengdason Geirs Zoéga) og Hauk Thors útgerðarmann í Kveldúlfi. Ragnhildur Pétursdóttir, sem þarna var 41 árs gömul, var ekki síður af góðu slekti. Hún var dóttir Péturs Kristinsson- ar bónda í Engey og systir Guðrúnar Pét- ursdóttur, konu Benedikts Sveinssonar, sem á þessum tíma var í senn Lands- bankastjóri og forseti neðri deildar Al- þingis, en þau voru foreldrar Bjarna Benediktssonar síðar forsætisráðherra (en á þessum tíma piltur á fermingar- aldri). Maður Ragnhildar var einhver áhrifa- mesti einstaklingur samtímans, Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri (meðal annars hjá Geir áðurnefndum Zoega), sem siglt hafði um helstu höf heims. Hann var einn af stofnendum Alliance 1906, stjórnarmaður í bæði Eimskipafélaginu og Sjóvá og hafði árið fyrir málastapp þetta hlotið Fálkaorðuna. Það var því ekkert ómagafólk sem tókst á um þvottaherbergið í húsinu við Lauga- veg þennan janúardag árið 1922, nokkrum mánuðum eftir heimsókn Krist- jáns tíunda til landsins og skömmu eftir heilmikil þjóðfélagsátök vegna rússneska drengsins með augnsjúkdóminn, sem Ólafur Friðriksson gerði að skjólstæðingi sínum. Ragnhildur og Stefán voru tengd voldugustu ættum landsins, en þvotta- konan naut ekki einu sinni þeirrar virð- ingar að nafns hennar væri getið. SÖNIM DOMSMAL Friðrík Þór Guðmundsson skrifar ■ujn|9H pe njojsjeunpny eMu espj qb rnn j|puÁuj6nij iddn njo nN 0L8L uiju 6o p|0 '81 9 P|a>)S um bí>)J!S| ujos pnjou jba 'JBUOSs6jsqjocj sunpny pjjsdnsisjq j QLEL Lun jba js|9J ujos '|BPBJ|b[h J ujn|pn pB snqe>j|pfq jba BjojsjBunpny '01 ■uossujjj6||bh Jjag '6 'nu ja u!pojsn|6aj6oq ujos jbc) ‘ujuioih P!a jba ujpqjssbo '8 jpjqBpiajg e AajBy j ja !ssac| BpB|qj)9g / 'nujpæASjnJijABfjiÁaa b B6u|>|jA>|Aaa 6B|8jB6Bqjjy -g ipuBpnjsnv 9 suisdjBAjnsjpæAg jnpBuinpojsjoj jnpp 'jqjppjBpjpq BS9a b6u| -g sujspuBqujBS ||j Jepjs BUBq np|as ua uossujpíg o JnpJnöis 6o jpq jnui|9fqi!A ‘uossuubuijjj qo>|Br J|acj nj>|æjjjejs BjpjON eunjp6jne>|9g y 'pj|qsj9fu j ujas oas ‘bpja ujn||o[dspue| ep|BA pB jac| jujbsp - !pXa j jæq essacj qjas /961 b|>|!uj nu!so6n|>|aH Jn ||Bjn>|sp ua 'n|>|aH pe jjnjs ja ujjsc) pjj ua 'uinupAjpöuBa 9 Jsja nra J|æq jjssaq e 'BJjaqppjsijæsjoj sjoqx sjeig jqqpp 'sjoqi bjjb|/\| jba jbjbiq J!p9UJ 6o jjæjBfAaöug jb U9fjse>|ueq 6o ejjaqipuas ‘uoss>|!pauag jnjpg jba jb -uuaq J!pej ssauB[>|Á9a luppsepjpH P!A U9[jsui9p 'jijjppsjnjpa jo|Q Ja jeuossipa squpuj buo>|U!6!3 z 'JnpaAepuaspg jujau puaA pecj jnjaq 6o ipjaöpues P!A epuaspg uinupBjsdnB>| 'b uj ippka Bssacj >|ne uias '6641 JBnuef '6 !JpaA9 j n[Aa j jsau jn jsqjAajq ejjpjg • j -ga uossupr jnjpa pcj jpq 6o >|jAB[>|Aaa) uueiujepja6jn JEuossupjajs sjnjpg n6|a j jnpp jba jn6ui>|jAsnH , 'eéuii^nfseujanujjA 6o -sjöuajp juAj pojsjepjajpauj jbc) jnpjaA 6o juui p|6jAg pj6b|9jjbu>|ji jæj a|||A>|ooa j, 'Jnpeui -jopeuipfjs uossupr ujq jeujg 6o u9f)SBpuiæA>|U)Bjj jnpjaA uossipa uuiajsjoq -ejjiacj ujs>|aj pe epuejs unui 'jq spdnex ua uinujpu nujps j|pun jeu>|aj ujbjjp epjaA ua 'jseuiauiBS uias uniejpN 6o >UAB[>|Aaa j i i-i 1 ‘jpuepnpns p JBUi|UB|SjaA yy rua pEq , -uossupr jbujv uepjs uj|acj j ua nujsnqjeujns) sjjefg >paAjn|q JB>||nj uias uosspjnöi.s g jba6u| pecj ja suis>paA ejniqujAjj , 'spue|Sj ujesejsn sueq njp6jne>)9q e6ep jqja 6o nu|snq j jnjaspe jnp9[sJB6umuai/\| >|>|9j pcj 6o ddn pa6 pecj jba JBpjs ua 'jnpm pecj nppju 6o pisnq jejajg n>(9Jjaq uinunjpspjjjs y 'jju>|9suuBjnujp[js pBpunjs uueq jjeq sujssnq juinj j pe jdbs jg BféuipjpqspuBi ujæquja je ejp| pe jba rnas 'uasuaqdajs |snu6B|A| jb un6Aqjep|B j j66Aq Ja pjsnn , Næpan. Húsið að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík er í daglegu tali kallað Næp- an, en húsið sem er byggt árið 1903 á sér merka sögu að baki. Hver er hún í stuttu máli sagt? Sjálfstætt fólk. Þjóðleikhúsið frum- sýndi um sl. helgi leikgerð af Sjálf- stæðu fólki eftir Halldór Laxnes. Fyrri hluti verksins er Bjartur - landnáms- maður Islands og sá síðari Ásta Sóllilja - Lífsblómið. Hverjir fara með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum í þessum sýning- um? Tveir kaupmenn. Þorsteinn Pálsson og Einar Örn Jónsson standa að myndun nýs verslunarrisa með sam- einingu þriggja verslanakeðja í eina. Hvað keðjur eru þetta og hvað mun hún heita? Rocwille. f vikunni voru undirritaðir samningar um gömlu ratsjárstöðina Rockwille á Miðnesheiði, sem nú fær nýtt hlutverk skv. samningum sem undirritaðir hafa verið? Húsvíkingur. Miklar sviptingar eiga sér nú stað hjá Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur og m.a. verður togarinn Húsvík- ingur ÞH-1 seldur. Hvað hét þessi glæsilegi togari áður en hann komst í eigu Húsvíkinga? Rauðnefsstaðir og Þorleifsstaðir og fyrir hverra hluta sakir fóru þessir bæir í eyði árið 1947? 4. Hverjir voru það sem ráku bókaútgáf- una Norðra á Akureyri um og uppúr miðri öldinni? 5. Hvaða kona, þjóðkunn, tók á dögun- um við starfi framkvæmdastjóra Ferða- félags íslands? 6. Félag nokkurt í Reykjavík, sem er skammstafað ÁTVR, án þess þó að tengjast áfengissölu á nokkurn hátt. Hvert er félagið? 7. Hvar var árið 1864 reist fyrsta bók- hlaða landsins, sem enn stendur? 8. Gas var fram yffir miðja öldina mikið notað sem orkugjafi í Reykjavík. Hvar var gasstöðin í Reykjavík? 9. Hann var fæddur í Reykjavík 1925 og var iögfræðingur, þó hann starfaði mestan hluta ævi sinnar við önnur störf en þó tengd menntun sinni. Hann bjó við Dyngjuveg og átti bfl með númerinu R - 32. Maðurinn sem hér er spurt um lést 1990. Um hvern er spurt? 10. Hvar á landinu var Auðunarstofa? 2. Friðrik Páisson, fráfarandi forstjóri SH, er Húnvetningur að ætt og uppruna. En hverjir voru tengdaforeldrar, bæði af einum helstu valdaættum landsins? 3. Hvar á Suðurlandi eru eyðibýiin LAND OG ÞJÓD 1. Grótta var forðum ysta tá Seltjarnar- ness, en er nú eyja sem grandi tengir við meginlandið. Hvenær breyttist þetta með þeim hætti sem hér er lýst?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.