Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 20

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 20
RAÐAUGLYSINGAR N Á M Nám í grunndeild Kennaraháskóla íslands Kennaraháskóli fslands býður fram þriggja ára nám til B.Ed.-gráðu í eftirtöldum skorum grunndeildar: Grunnskólaskor: Almennt kennaranám. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf og önnur sambærileg próf við lok framhaldsskólastigs eða náms- og starfsreynsla sem að mati inntökunefndar tryggir jafnan undirbúning. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 563 3800. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. [þróttaskor: fþróttakennaranám og íþróttafræði. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf og önnur sambærileg próf við lok framhaldsskólastigs eða náms- og starfsreynsla sem að mati inntökunefndar tryggir jafnan undirbúning. Einnig skal umsækjandi vera vel hæfur til íþróttaiðkana. fþróttaskor er á Laugarvatni og húsnæði fyrir nemendur er þar til staðar. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu íþróttaskorar á Laugarvatni, sími 486 1110, og á skrifstofu KHf, Stakkahlíð, sími 563 3800. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Leikskólaskor: Leikskólakennaranám. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf og önnur sambærileg próf við lok framhaldsskólastigs eða náms- og starfsreynsla sem að mati inntökunefndar tryggir jafnan undirbúning. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu leikskólaskorar, Leirulæk, sími 581 3866, og á skrifstofu KHÍ, Stakkahlíð, sími 563 3800. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Þroskaþjálfaskor: Þroskaþjálfanám. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf og önnur sambærileg próf við lok framhaldsskólastigs eða náms- og starfsreynsla sem að mati inntökunefndar tryggir jafnan undirbúning. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu þroskaþjélfaskorar, Skipholti 31, sími 581 4390, og á skrifstofu KHÍ, Stakkahlíð, sími 563 3800. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Fjarnám til B.Ed.-prófs. Unnt er að stunda fjarnám til B.Ed.- prófs í grunnskólaskor og leikskólaskor. Sömu inntökuskilyrði gilda og lýst er hér að framan. Umsóknarfrestur um fjarnám er til 30. apríl nk. Framhaldsskólaskor: Nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi. Nýr námshópur í uppeldis- og kennslufræðum til kennslu- réttinda á framhaldsskólastigi hefur nám í haust. Námið er ætlað þeim sem hafa lokið tilskyldu námi í sérgrein, einkum list- og verkgreinum. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 námseiningum. Nám- inu verður skipt á tvö skólaár til að auðvelda þátttakendum að stunda það með starfi. Það er staðbundið og fer fram í Reykjavík. Vakin er athygli á því að hægt er að stunda 15 eininga nám ef umsækjendi telur sig fullnægja skilyrðum laga nr. 86/1998 og reglugerðar. Némið hefst með námslotu í Reykjavík dagana 27.-31. ágúst 1999 og lýkur í júní árið 2001. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Finnbogason, skorar- stjóri, í síma 563 3800. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 563 3800. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum og með- mæli frá kennara eða vinnuveitanda. Stúdentsefni á vori komanda, sem ekki hafa hlotið prófskír- teini, láti fylgja umsókninni staðfestingu viðkomandi fram- haldsskóla um rétt þeirra til að þreyta lokapróf í vor. Rektor. A T V I N N A Starfsmaöurvið símavörslu Fyrirtæki á Akureyri með 40 starfsmenn óskar eftir starfsmanni við símavörslu og til annarra skrifstofu- starfa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags Strandgötu 31, Akureyri, merktar: „Símavarsla11 Forstöðumaður íþróttahúss og sundhallar Siglufjarðar Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða forstöðu- mann við fþróttahús og sundhöll Siglufjarðar í fullt starf. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Siglufjarðarkaup- staðar og Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar, SMS. Hæfniskröfur: Við leitum að kraftmiklum aðila með frumkvæði og áræði. Æskilegt að viðkomandi hafi góða skipulags- og samstarfshæfileika og sjái til þess að sem best tengsl verði við bæjarbúa og aðra sem nota þjónustu íþrótta- húss og sundhallar. Starfssvið: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri (þróttahúss og sundhallar. Gengur vaktir við laugar, bað og klefa- vörslu. Vinnur með íþrótta- og æskulýðsnefnd að skipulagi og þróun starfseminnar. f umsókninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um náms- og starfsferil. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni sem hægt er að koma til umsækjanda ef óskað er. Umsóknum skal skila eigi síð- ar en 6. apríl nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí nk. Allar frekari upplýsingar í síma 460-5600. Siglufjörður er í fallegu umhverfi og samgöngur við bæinn góðar. Góð aðstaða til íþróttaiðkana, eitt besta skíðasvæði landsins, nýtt íþróttahús og góður tónlistarskóli. I bænum er öll almenn þjónusta þ.m.t. nýr og vel rekinn leikskóli, góð heilbrigðisstofnun og fjölbreytt verslun. Einnig er hér fjölbreytt félagslif við flestra hæfi og fjöldi ferðafólks kemur hingað á sumrin enda er ferðaþjónusta vaxandi at- vinnugrein. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni bæjarins og góð að- staða til hverskonar útivistar. Umsóknir berist til: íþrótta- og æskulýðsnefnd Siglufjarðar b/t Hjartar Hjartarsonar Gránugötu 24 580 Siglufirði. H j ú kru narfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð og hjúkrun- ardeild Skjólgarðs eru lausar til umsóknar. Góð kjör og aðstaða er í boði. Nánari upplýsingar veita Guðrún Júlía Jónsdóttir hjúkrun- arforstjóri í síma 478 1400 eða 478 1021 og Tryggvi Þórhallsson framkvæmdastjóri í síma 478 1500. Skjólgarður er heilbrigðisstofnun á Hornafirði með heilsugæslustöð, hjúkrunarheimili, fæðingardeild og dvalarheimili aldraðra. Heilbrigðis- og öldrunarþjónusta á Skjólgarði er rekin af sveitarfélaginu sem reynsluverkefni samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við ríkið. Á Skjólgarði fer því fram spennandi þróunarstarf. Grýtubakkahreppur auglýsir eftir húsverði við Grenivíkurskóla og íþróttahús ásamt umsjón með sundlaug. í umsókninni skulu koma fram upp- lýsingar um menntun, aldur og fyrri störf. Umsókn- um skal skila á skrifstofu Grýtubakkahrepps fyrir 10. apríl nk. þar sem sveitarstjóri veitir frekari upp- lýsingar. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. AKUREYRARBÆR |feÉry§ Félags- og heilsugæslusvið Ráðgjafardeild - sálfræðingur Óskað er eftir að ráða sálfræðing til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Verksvið er á sviði fötlunar- mála, m.a. greining og meðferð fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna. Auk þess er um að ræða önnur verkefni tengd velferð barnafjölskyldna. Ráðgjafardeild Akureyrarbæjar hefur með að gera hefðbundin verkefni félagsmálastofnana, auk þess sem þar er í gangi spennandi þróunarvinna vegna yfir- töku Akureyrarbæjar á málefnum fatlaðra. Hér er gott tækifæri fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á að öðlast breiða starfsreynslu. Berist ekki umsóknir frá sálfræðingum kemur til að greina að ráða starfsmann með annars konar háskóla- próf, t.d. félagsráðgjafa. Laun vegna starfs sálfræðings eru samkvæmt kjara- samningi Sálfræðingafélags fslands og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sigurðardóttir, deild- arstjóri, í síma 460 1400. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl 1999. Starfsmannastjóri. Grunnskólakennarar sérkennarar þroskaþjálfar Kennara vantar að Borgarhólsskóla, Húsavík, næsta skólaár á yngsta stig, miðstig og unglingastig. Raungreinakennara vantar í fullt starf við skólann. Ný, vel búin raungreinastofa. Á unglingastig vantar kennara í ensku, dönsku, ís- lensku, samfélagsfræði, tölvukennslu og fleira. Sérkennara vantar í fullt starf og einnig þroskaþjálfa til starfa með fötluðum nemendum. 50% starf umsjónarmanns heilsdagsskóla Borgar- hólsskóla er laust til umsóknar næsta skólaár. Reynt er að útvega starfsfólki niðurgreitt húsnæð. Samið hefur verið um sérkjör við húsvíska kennara. Styrkur vegna búslóðarflutninga er veittur. Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli að hluta til í nýjum, glæsilegum húsakynnum. Lögð er áhersla á samvinnu og markvisst þróunarstarf. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimarsson, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur er til 14. apríl og sendist til Hall- dórs Valdimarssonar, skólastjóra Borgarhólsskóla, Skólagarði 1,640 Húsavík. Trésmiðir Viljum ráða til starfa nokkra trésmiði vana mótasmíði. Fjölbreytt verkefni framundan. Upplýsingar á skrifstof- unni, Skúlatúni 4, Reykjavík, og í síma 530 2700 á skrifstofutíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.