Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 8
LÍFIÐ í LANDINU S LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Eg vona að hún verði góð, ég haldi góðri heilsu og fái að spreyta mig áfram íþeim verkum sem ég hefáhuga á. Samfylkingin snýstekki um framtíð Sighvats Björgvinssonar heldur um framtíð jafnað- arstefnu á íslandi," segir Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. myndir: e.ól. Hef fengið metnaðinum svalao Sighvatur Björgvins- son hefur stundum verið nefnd- ur faðir Samfylking- arinnar. Hann er búinn að leggja ómælda vinnu við að koma sameigin- legu framboði vinstri flokkanna saman. Hann ræðir hér sameiningar- ferlið, kosningarnar og framtíðina. „Þegar samþykkt var samhljóða tillaga um það að stefna að sam- eiginlegu framboði á flokksþingi Alþýðuflokksins fyrir tveimur og hálfu ári þá má segja að ég hafi öðlast trú á því að þetta væri hægt. Eftir að miðstjórn Alþýðu- bandalagsins gerði slíkt hið sama á síðastliðnu vori og lands- fundur Kvennalistans líka þá var Ijóst að þetta var í höfn. Eftir þau miklu viðtöl sem við áttum um þessi mál, við Margrét, hófst mikið traust milli okkar og þá hafði ég trú á því að þetta myndi takast. Við erum búin að halda gríðarlega marga fundi og fara yfir gríðarlega mörg málefni. Við sannfærðum hvort annað um að við værum í þessu af alvöru og þá fór ég að hafa trú á því að þetta gæti gengið," segir Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. Full samkennd Þegar Reykjavíkurlistinn varð til fyrir fimm til sex árum höfðu fáir trú á því að nokkurn tímann gæti orðið af sameiginlegu fram- boði vinstri flokkanna á lands- vísu og sjálfsagt átti Sighvatur manna sfst von á því að taka við formennskunni í Alþýðuflokkn- um og Ieiða það ferli. Mikil vinna er nú að baki og þar segir Sighvatur að hafi verið erfiðast að byggja upp það gagnkvæma traust sem þurfti og er nú ríkj- andi innan Samfylkingarinnar, að hans mati. Þegar það hafði tekist var eftirleikurinn mun auðveldari. Hann telur að nú ríki full samkennd meðal stuðn- ingsmanna flokkanna. Alþýðuflokksmenn hafa haldið saman gegnum þykkt og þunnt f sameiningarferlinu öllu og það telur Sighvatur skýra góða út- komu flokksins í prófkjörum. „Það hefur verið mildl vinna að tryggja það. Eg er búinn að fara oftar en einu sinni hringinn í kringum landið til að ræða við mitt fólk. Auðvitað voru ekki all- ir ánægðir í upphafi en okkur hefur tekist að halda saman. Al- þýðuflokkurinn hefur oft fengið á sig orð fyrir annað en sam- heldni en það hefur enginn brestur orðið í okkar Iiði. Það varð hins vegar klofningur í AI- þýðubandalaginu þannig að það má segja að í prófkjörunum hafi styrkleiki Alþýðuflokksins meðal annars falist í því að þar var full samstaða. En Alþ/ðubandalagið hefur sjálfsagt goldið þess að það var ágreiningur í þeirra röð- um.“ - Hvað finnst þér um þessi vandræði sem Samfylkingin hef- ur útt t'fyrir norðan, Sigbjöm eða ekki Sigbjöm? „Það hefði verið betra ef þetta mál hefði leyst fyrr. Alþýðu- flokksmenn hafa mikla reynslu af prófkjörum og stundum hefur okkur kannski ekki líkað niður- staðan, ég hef sjálfur fallið tvisvar í prófkjöri, en prófkjörs- hefð okkar er þannig að niður- stöðum er ekki breytt. Flokkur- inn breytir ekki niðurstöðu próf- kjörs og það var ekki heldur gert þarna heldur tók Sigbjörn þá ákvörðun að hverfa frá því sæti sem hann átti rétt á.“ Erfiðara hjá Margréti - Finnst þér að Margrét hefði útt að geta haldið stnu liði betur saman? „Eg tel að hún hafi reynt það. Ég tel að margir í hennar hópi, sérstaklega í þingflokki Alþýðu- bandalagsins, hafi frá upphafi verið á móti þessu. Það var eng- inn mér vitanlega í forystuliði Alþýðuflokksins sem upphaflega var á móti þessu ferli en menn voru misjafnlega trúaðir á það. Það þurfti að gefa sér tíma til að ræða við flokksfólk og sannfæra það um að þetta væri rétt. Eg hef haft þann háttinn á að reyna að hafa sem flesta með í þessari vinnu og hafa gott samráð við mitt flokksfólk. Það held ég að hafi skilað þeim árangri að Al- þýðuflokkurinn gengur heill til þessa Ieiks. A landsfundi Al- þýðubandalagsins kom glögglega fram að mikill meirihluti Iands- fundarfulltrúa vildi sameiningu en minnihlutinn virti ekki niður- stöðu úr Iýðræðislegri atkvæða- greiðslu." Ekki skoðanaágreiningur - Er þetta s-purning um skoðana- ágreining eða persónulegan metnað einstakra þingmanna í Alþýðubandalaginu? „Eg held að það sé ekki fyrst og fremst málefnaágreiningur. Að vísu má segja að sumir þeirra, sem fóru, séu mjög sér- sinna og kannski ekki alveg í takt við tímann en þau gömlu ágreiningsmál sem urðu þess valdandi að hreyfingin klofnaði á sínum tíma heyra sögunni til. Ekkert af gömlu ágreiningsmál- unum, hvort sem það eru utan- ríkismálin, afstaðan til komm- únismans, það hvort Islendingar eigi að aðlaga sig markaðshag- kerfi eða hvort þeir eigi að taka þátt í viðskipta- og varnarsam- starfi vestrænna þjóða, er lengur fyrir hendi. Deilurnar um Efta og EES eru ekki lengur átaka- efni milli þorra alþýðubanda- lagsmanna og alþýðuflokks- manna.“ - Var það óhjákvæmilegt að þetta færi svona t Alþýðubanda- laginu ? „Eg er ansi hræddur um að það hafi verið vilji ýmissa for- ystumanna í Alþýðubandalag- inu, bæði Steingríms, Hjörleifs og Ögmundar, að taka ekki þátt í þessu samkomulagi." - Afhverju ekki? „Það gæti verið að þeir Iifi ennþá í fortíðinni, gætu ekki gleymt þessum gömlum deilu- málum. Þetta gætu líka verið leifar af innanflokksátökum í Al- þýðubandalaginu. Um Kristin Gunnarsson vil ég ekkert segja. Hann er alveg sér á parti.“ Sameining ekki í kortunum - Verða þessir menn ykkar sam- starfsaðilar i ríkisstjóm eftir kosningar?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.