Dagur - 27.03.1999, Side 7

Dagur - 27.03.1999, Side 7
 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - 23 L/FÍÐ í LANDINU innar, eða milli 55-60.000 manns, var mættur á Þingvelli til að vera viðstaddur þjóðhátíð- ina árið 1974 í tilefni af 1100 ára búsetu í Iandinu. Samkvæmt Oldinni okkar var veður „ein- staklega fagurt, glampandi sól- skin og hlýr andvari. Allt var há- tíðarsvæðið þakið fólki, vellirnir, brekkurnar undir eystri barmi Almannagjár og nágrennið...“ Hins vegar minnist Öldin okkar ekkert á heimsókn her- stöðvaandstæðinga í þjóðgarð- inn. Þegar Olafur Jóhannesson forsætisráðherra hóf að ávarpa Þingvallagesti birtist hópur fólks uppi á brún Almannagjár með borða er á stóð: Island úr NATO - Herinn burt. Segir í ofbeldisannál SHA að lögreglan hafi tekið þetta upp- átæki býsna nærri sér og innan tveggja klukkustunda sat mikill hluti hópsins í fangageymslum lögreglunnar við Hverfisgöt- una. Lögreglan reyndist hafa farið þarna offari og síðar dæmdi Hæstiréttur fangelsun- ina ólögmæta. Málið var hins vegar engan veginn skjót- afgreitt og til eru um 500 síður af málsskjölum um þetta mál og eru þau á stundum all- skrípaleg. Rannsókn málsins var fremur vandræðaleg og á endanum ákvað ákæruvaldið að málið skyldi rannsakað sem brot á lögum um náttúruvernd og voru menn m.a. ítrekað spurðir af borgardómara um gróður á brún Almannagjár: DÓMARl: Þar setn þið stóðuð á brún Almannagjár, telur þií að gróðri hafi verið hætta húin? VITNIÐ: Haraldur Guðbergs- son: Að hvað? DÓMARI: Að gróðri haft verið einhver hætta búin af veru ykkar þar? VITNIÐ: Ég skil nú þessa spumingu ekki. DÓMARI: Var einhver gróður þarna sem þið stóðuð á brún- inni? VITNIÐ: Ég get ekki svarað, einfaldlega hvað er gróður. Gróð- ur er svo víðtækt orð. Það getur bara verið skófir jafnvel og upp i, ja ég veit ekki hvað. Hvað er átt við með gróður? DÓMARI: Telur þú að þetta hafi verið ógróið land? Telur þú að það hafi eingöngu verið grjót sem þið stóðuð á, eða var þama einhver mosi eða eitthvað slíkt? VITNIÐ: Þessu er ekki hægt að svara, ég treysti mér ekki til að svara þessu. DÓMARI: Var eitthvert lausa- grjót þama á brúninni? VITNIÐ: Hafi verið lausagrjót þá stóð ég ekki á lausagrjóti. 1979 Ymsir atburðir voru skipulagðir árið 1979 til að minna á að liðin voru 30 ár frá inngöngu Islands í NATÓ. Almennur ótti við kjamorkuvopn urðu til að mót- mælum hernámsandstæðinga voru gerð óvenju góð skil í fjöl- miðlum. Þegar fregnaðist að von var á herskipaflota frá Nató í heimsókn um haustið voru mót- mælaaðgerðir skipulagðar og var forn hefð notuð til að sýna Natóflotanum fyrirlitningu þeg- ar hann sigldi að landi þann 18. september, eins og fram kemur í annálnum: „A sömu stundu reisti hópur herstöðvaandstæð- inga og magnaði níðstöng í Laugarnesi. Sat á henni ófrýnn alblóðugur hrosshaus en stöngin var rúnum rist kvæði Jóns Ósk- ars „Varið ykkur hermenn". Hrosshausnum var fyrst beint til herskipanna og níði snúið á hönd bandaríska hernum og NATO. Síðan var hausnum beint á land upp og níðinu snúið á stjórnmálamenn með þeim formála - „að allir fari þeir villur vega og enginn hendi né hitti sitt inni, fyrr en þeir reka herinn úr landi og segja ísland úr NATO.“ - Síðan var hausnum snúið mót skipunum á ný.“ Þegar skipin lögðust að bryggju í Sundahöfn var þar fyrir öflugur lögregluvörður enda var fjöl- menni mætt til að standa mót- mælafund SHA. Að fundi lokn- um hófust væringar milli lög- reglu vopnaðri kylfum og mót- mælenda vopnuðum þorskhaus- um og hænueggjum fýlltum rauðri málningu. Segir annállinn að þá hafi lögreglan í fyrsta sinn frá þorláksmessu 1968 hafið al- menna kylfubarsmíð og var fjöldi manna handtekinn. Jafnframt kemur fram í annálnum að: „Atökin stóðu í einn tíma eða svo. Þá voru þorskhausar til þurrðar gengnir og eggin flogin og nú hófst þóf um hina hand- teknu... Herstöðvaandstæðingar fengu sitt fólk laust og leystu þá upp mótmælaflokkana. Lögregl- unni tókst hins vegar að vernda vígadreka hemaðarbandalagsins gegn hinum óttalegu þorskhaus- um, ógnandi eggjum og eldrauðu málningu andófs- manna. Það komu margir bláir og bólgnir út úr Sundahafnarátök- unum og meðan eymslin sátu í mönnum og reiðin út í Iögguna voru ýmsir mjög að hugleiða málsókn á hendur henni. Reynsla manna af hægagangi og fáránleika íslenskra dóms- kerfisins í málum sem tengdust hersetu og NATÓ varð til þess að enginn gerði þó alvöru úr málshöfðun. Menn nenntu ekki að standa í þrasi næstu 5 til 6 árin við dómara Borgardóms og Hæstaréttar um hvort gróðri á hafnarbakkanum í Sundahöfn hafi verið hætta búin í átökun- um eða hvort þeir hefðu ekki af tómri illkvittni hlaupið á kylfu Magnúsar Einarssonar og ann- arra laganna þjóna þar sem þeir voru að viðra þær á bryggjunni í algeru grandaleysi..." lóa Það kom til mikilla átaka milli lögreglu og almennings á Austurvelli þegar Alþingi samþykkti aðild íslands að A tlantshafs- bandalaginu þann 30. mars 1949. Rogers, ui handritin Hópur mótmælenda var tekmn höndum I Sundahöfn árið 1979 en lögreglan komst ekki leiðar sinnar þar sem herstöðvaandstæðingar höfðu myndað vegg sem lög- reglubílarnir komust ekki f gegnum. Bjarki Elíasson féllst á að semja við mótmæl- endursem fengu að lokum sína menn lausa. Lögreglan stumraryfir einum mótmælanda. *£*> STiZ SttTskoöa \rnagarði arið W72. g /,0wm og llerforstofuna i Ar™frö' 'irmennunUm ofan af s-ísfisíir-—* im oq stöðva hryðjuverkastarfsemina_- Ta/sverð rmgulreið greip hópmn i Sundahöfn árið 1979 þegar lögreglan tók að berja mót- mælendur með kylfum og skipverjar að sprauta vatni á mannfjöldann. Á mótmælafundinum sem haldinn var í Sunda höfn eftir að herskipin voru lögst að bryggju voru herstöðvaandstæðingar vopnaðir þorsk- hausum og hænueggjum fylltum rauðri máln- ingu. us.y wusjpsoti 5ifR( f

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.