Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 4
T ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði Brúðuheimili - Henrik Ibsen Menningarverðlaun DV 1999: Elva Ósk Ólafsdóttir • í kvöld ld.» sud. 11/4 • sud. 18/4 Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsd. Fyrri sýning: Bjartur - Landnámsmaður íslands aukasýn. í dag sud. kl. 15:00 - nokkur sæti laus • 4. sýn. mvd. 7/4, kl. 20:00 - nokkur sæti laus • aukasýning Id. 10/4 kl. 15:00 - nokkur sæti laus • 5. sýn. mvd.14/4 kl. 20:00 - nokkur sæti laus • 6. sýn. föd. 16/4 kl.20:00 - nokkur sæti laus Síðari sýning: Ásta Sóllilja aukasýning í kvöld kl. 20:00. - nokkur sæti laus - 2. sýn. þrd. 30/3 - nokkur sæti laus • 3. sýn. fid. 8/4 kl. 20:00 - örfá sæti laus • aukasýn. Id. 10/4 kl.20:00 • 4. sýn. fid. 15/4 kl. 20:00 - örfá sæti laus Tveir tvöfaldir - Ray Cooney föd. 9/4 - örfá sæti laus • Id. 17/4 - nokkur sæti laus Bróðir minn Ijónshjarta - Astrid Lindgren • i dag Id. kl. 14:00 • nokkur sæti laus • sud. 11/4 - næst síðasta sýn. Sýnt á Litla sviði kl. 20.00 Abel Snorko býr einn - Erik-Emmanuel Schmitt • i kvöld Id. - uppselt • föd. 9/4 • sud. 11/4 - örfá sæti laus • Id. 17/4 • sud. 18/4 A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smíðaverkstæði kl.20.30 Maður í mislitum sokkum - Arnmundur Backman í kvöld Id. - uppselt • sud. 28/3 - uppselt • fid. 8/4 - uppselt • föd. 9/4 - uppselt • Id. 10/4 - uppselt • sud. 11/4» fid. 15/4 • föd. 16/4 - uppselt • Id. 17/4 • sud. 18/4 A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum í salinn eftir að sýning hefst. Listdansskóli islands Nemendasýning mád. 29/3 kl. 20:30 Miðasalan er opin mán.- þri. 13-18 mid-sud. 13-20. Símapantanir frá jSMIleikfélag Asá @)éreykjavíkurj® BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan eftir Sir J.M. Barrie • í kvöld lau. 27/3 - uppselt • sun. 28/3 - uppselt • lau. 10/4 - uppselt • sun. 11/4 - örfá sæti laus • lau. 17/4 - nokkur sæti laus • sun. 18/4 - nokkur sæti laus Stóra svið kl. 20.00 Horft frá brúnni eftir Arthur Miller • í kvöld lau. 27/3 - Verkið kynnt í forsal kl. 19:00 • Fös. 9/4 - Verkið kynnt í forsal kl. 19:00 Stóra svið kl. 20.00 Sex í sveit eftir Marc Camoletti 76. sýn fös. 10/4 - uppselt • 77. sýn mið. 21/4. Stóra svið kl. 20.00 íslenski dansflokk- urinn Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta - Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur 6. sýning sun. 28/3 Litla svið kl. 20.00 Fegurðard rottning i n frá Línakri eftir Martin McDonagh 5. sýn. lau. 27/3 - örfá sæti laus • 6. sýn. sun. 28/3 • fös. 9/4 • sun. 11/4 Miðasalan er opin daglega frá kl. 12 - 18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 ,rr I?agur Aldrei vinsælli W i l I i a m Shakespeare er aldrei vin- sælli meðal almennings en einmitt á okkar tímum, hátt í fjögur h u n d r u ð árum eftir dauða sinn. Verk hans eru sýnd út um allan heim (eitt sinn voru 12 sjálf- stæðar uppfærslur á Hamlet sýndar samtímis í Tokíóborg einni). Þau hafa verið þýdd á meira en eitt hundrað tungu- mál. Fleiri kvikmyndir hafa verið gerðar eftir leikritum hans en ritverkum nokkurs annars skálds, eða nokkuð á fjórða hundraðið. Og nú er hann sjálfur orðinn fyrirmynd- in í kvikmynd sem sópar að sér Osk- arsverðlaunum í Hollywood. Efnisþráður kvikmyndarinnar (Shakespeare in Love) er að vísu hreinn skáldskapur; höfundarnir fara þá leið að yfirfæra atburði úr leikritum Shakespe- ares yfir á hann sjálfan. Sem auðvitað undirstrikar þá gamalkunnu staðreynd að þrátt fyrir allt það sem skrifað hefur verið um ævi skáldsins er afskaplega lítið vitað um manninn sjálfan. Skortur heimilda Skortur á heimildum um Shakespeare hefur orðið sumum hvatning til að láta hugarflugið ráða; margir hafa þannig skrifað skáldsögur um Shakespeare eða ævisögur þar sem afar frjálslega er farið með staðreyndir. Þeim sem vilja kynna sér hvernig höfundar hafa gegn- um tíðina leitað að sannleikanum um líf Shakespeares og skrifað um hann, skal sér- staklega bent á merkilega samantekt eftir S. Schoenbaum, bandarískan prófessor: „Shakespeare’s Lives.“ Þessi merka bók kom út í nýrri útgáfu á vegum háskólaútgáfunnar í Oxford fyrir nokkrum árum. Enn í dag reyna fræðimenn að gefa Iesend- ann sem þar var starfræktur og skáldið verðandi gekk væntanlega í, og svo framvegis. Þannig fær lesandinn innsýn í um- hverfið og aðstæðurnar - fyrst í Strat- ford og síðan í London þar sem leik- skáldið vann að öllum þeim mörgu verkum sem halda nafni hans á lofti. Hann náði einungis 51 árs aldri, en á þeim tíma samdi hann að minnsta kosti 37 leikrit, skóp um 800 persón- ur og skildi eftir sig ljöldan allan af orðum sem ekki finnast í ritum fyrir hans tíma en lifa enn í enskri tungu á okkar dögum. En gagnrýnendur eru sammála um að þótt Honan takist frábærlega að gefa mynd af ævi Shakespeares nái hann ekki, frekari en aðrir, að útskýra hvemig eða hvers vegna Shakespeare varð eitt mesta skáld Englendinga á því árþúsundi sem nú er að líða undir lok. Það er enn sem fyrr óleysanleg ráðgáta. Verk meistarans Bók Honans fjallar um manninn Shakespe- are. Þeir sem vilja lesa frumlega og snjalla umQöllun um leikritin sem meistarinn skildi eftir sig fá vart betri leiðsögn en nýlega bók bandaríska prófessorsins Harold Blooms - „Shakespeare: The Invention of the Human“ (útgefandi Riverhead Books). Bloom er þekktur fyrir að segja meiningu sína tæpitungulaust. Aðdáun hans á Shakespeare er takmarkalaus; Bloom telur hann mesta skáld alllra tíma og þann mann sem f reynd hafi fundið upp persónusköpun í skáldskap. Hann miðlar ótæpilega af yfir- gripsmikilli þekkingu sinni á verkum skálds- ins, gefur kröftugar Iýsingar á viðfangsefnum skáldsins og fjallar af orðgnótt og hugarflugi um allar helstu persónur leikritanna. Þótt sumum finnist kannski nóg um dýrkun Blooms á Shakespeare hljóta flestir að hrífast af innsæi og ákafa hans. Þær bækur, sem hér hafa verið nefndar, má allar nálgast á Netinu. Þar eru einnig miklar upplýsingar um skáldið; góð leið til að nálg- ast þær er að fara inn á vefinn „Mr. WiIIiam Shakespeare and the Internet“ - slóðin er: http//daphne.palomar.edu/shakespeare BÓKA- HILLAN William Shakespeare: hver var hann? Park Honan - Leitin að manninum William Shakespeare. um sínum mynd af lffi þessa merkasta stór- mennis enskra bókmennta með því að kanna rækilega allar tiltækar heimildir um lff manna á þeim tíma sem Shakespeare var uppi og á þeim slóðum sem spor hans hafa Iíklegast legið. Nýjasta bókin af þessu tagi nefnist einfaldlega „Shakespeare: A Life“ (Shakespeare: Ævisaga) og er eftir Park Hon- an, sem er prófessor \ið háskólann í Leeds. Hún hefur fengið frábærar viðtökur gagn- rýnenda í Bretlandi og Bandarfkjunum. Óleyst ráðgáta Rit Honans er fyrst og fremst leit að mannin- um William Shakespeare. Þar sem heimildir skortir um hann sjálfan reynir Honan að draga ályktanir af öðrum upplýsingum sem fundist hafa - til dæmis um mannlíf í smá- bænum Stratford við Avon-fljót á þeim árum sem William var að alast þar upp, barnaskól- Blóðug Pulp Fiction Fjórir drengir þurfa að komast yfir hálfa milljón punda i snarheitum. Seinheppni er orðið sem best lýsir blóðugum eltingarleik þeirra og annarra við peningana. Lock, Stock & Two Smoking Barrels (1998) - **l/2 Sýnd í Bíóborg- inni og Nýja bíó á Akureyri Leikstjóri og handritshöf- undur: Guy Ritchie Helstu leikarar: Jason Flemyng, Dexter Fletcher, Nick Moran, Jason Statham, Steven Macintosh, Vinnie Jones, Sting, Lenny Mclaren, P.H. Moriarty. Fjórir vinir koma sér í peninga- vandræði. Einn þeirra tapar fjár- hættuspili fyrir einu helsta hörkutóli undirheimanna í ónefndri borg í Bretlandi þar sem mönnum farnast best hlíti þeir fyrirmælum glæpona og geggjaðra eiturlyljabaróna. Vin- urinn sem tapaðí fjárhættuspil- inu hafði fengið hálfa milljón punda lánaða hjá yfirglæponin- um og þeir fóstbræður hafa nú eina viku til að sanka að sér fénu ella verða dagsektir inntar af hendi: einn putti á dag skorinn af. Shooting fish hittir Pulp Fiction Það er alltaf heldur tortryggilegt þegar reynt er að selja fólki eina mynd á frægð annarrar, þegar myndir eru spyrtar saman til að helja þær upp á orðspori fyrir- fram skilgreindrar tískubylgju. Lock, Stock and Two Smoking Barrels er auglýst sem mynd „í anda Trainspotting og The Full Monty“ en það verður að viður- kennast að hún er vissulega skil- getið afkvæmi bresku nýbylgj- unnar í k\ikmyndaheiminum en er auk þess undir sterkum áhrif- um frá Pulp Fiction hans Tar- antino en þau áhrif koma einna helst fram í gegndarlausu (og á stundum bráðfyndnu) ruglu- dallalegu ofbeldi. Fylgdarkonu minni varð á orði að þarna færi mynd þar sem „Shooting Fish hittir Pulp Fiction" og er það ekki Ijarri lagi. Ef við skellum nokkrum matskeiðum af Train- spotting í blönduna þá er upp- skriftin eiginlega komin. Plottið snýst nefnilega um að ná sér í helling af peningum á stuttum tíma (og Shooting Star gerði af- skaplega skemmtilega þar sem skjótfenginn gróði var takmark í sjálfu sér), yfirbragðið minnir nokkuð á Trainspotting (þungur, smáskreyttur en rykfallinn íburð- ur) og afkáralegt ofbeldið er í anda Pulp Fiction. LSTSB gerir þetta allt ágætlega og verður svo sem ekki sökuð um hugmynda- leysi og stuld þótt sitthvað vanti upp á að hún hafi burði til að verða költmynd eins og Pulp Fiction og Trainspotting. Blóðböðin fín Tónlistin er passandi, yfirbragð og litir flottir, það eru nokkrir góðir brandarar, bæði sjónrænir og í orðum, Ieikurinn er fínn hjá flestum en það er einkum tvennt sem sker hana frá öðrum mynd- um af svipuðum toga. Annars vegar eru ldippingar skemmtileg- ar þegar frystum myndum er skellt fram á tjaldið líkt og verið sé að horfa á slides-myndir (ekki ósvipað upprifjunarskeiðum f upphafi hvers eftirmiðdagssápu- þáttar) og hins vegar absúrd al- þjóðavísanir í texta og hefði verið gaman ef betur hefði verið unnið úr þeirri hugmynd og henni fylgt út í gegnum myndina. SUMSÉ: Ágætis afþreying sök- um ýmislegra frumlegheita. Dá- lítið tilgerðarleg en vel skipulagð- ar ofbeldissenur og blóðböðin skemmtilega skrípaleg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.