Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 2
78 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 HELGARPOTTURINN Á annað hundrað Vopnfirðingar komu og samglöddust með menningarfrömuði staðar- ins, Sigríði Dóru Sverrisdóttur, þegar hún hélt uppá fertugsafmæli sitt á Hótel Tanga á Vopnafirði um síðustu helgi, Afmælið var veglegt og til þess fékk Sigríður Dóra að sunnan félagana í Súkkat og meistara Megas, sem hefur verið hennar mesta upp- áhald alveg frá unglingsárum. Vissulega kost- aði það Sigríði Dóru nokkuð að fá þessa snillinga í afmælið, en hún seg- ist hafa gefið sér það í afmælisgjöf að fá þá til sín. Gestir í afmælinu léttu þó nokkuð undir, því aðgangseyrir í afmælisveisluna var 800 kr. en á móti kom að engar máttu afmælisgjafir gestanna vera. Útvarpsþátturinn hennar Önnu Kristine Magnúsdóttur á sunnudagsmorgnum á Bylgjunni hefur faríð vel af stað þó að það hafi vakið -úndrun útvarpshlustenda þegar auglýsing rásar 2, „engin væmni. engi.n til- gerð, betri þáttur" heyrðist í þætti Önnu Kristine á Bylgjunni. Samkeppnin lætur ekki. að sér hæða, jafnvel ekki hjá rfkinu. Hvað um það. Anna Kristine er á ágætis flugi með Kristínu Guðbrandsdóttur Jezorski gullsmið í þættinum á morgun. Á páskadagsmorgun er hún svo með Ágústu Guðmundsdóttur Harting, fegurðardrottningu íslands 1956. Hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum f 40 ár og ýmislegt á daga hennar drifið, verið mormóni í 15 ár og vinnur nú gegn sértrúarsöfnuðum. Þrfr tékkneskir organistar sem starfa í kirkjum Reykjavíkur verða í aðal- hlutverkum á tónleikum, sem haldnir verða í Seltjarnaneskirkju á sunnu- dagskvöldið. Viera Manasek organisti kirkjunnar stjórnar kórnum. Á tónleikunum verður flutt messa fyrir kór og tvö orgel eftir franska tón- skáldið Louise Vierne. Eiginmaður Vieru Pavel Manasek sem er nú í ársleyfi frá störfum sem organisti Háteigskirkju spilar á annað orgelið, en Lenka Matéova organisti Fella- og Hólakirkju leikur á hitt. Kirkjan hef- ur nýlega eignast nýtt orgel sem var vígt um síðustu helgi og kom Pavel, sem nú dvelst í Tékklandi, til íslands af því tilefni. Viera er að fara í frí frá kirkjunni 30. mars til þess að stunda framhaldsnám við Tónlistarháskól- ann í Brno en hún kemur aftur tll starfa 1. janúar árið 2000. Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi My fair lady, eftir Alan J. Lerner & Frederick Loewe í Valaskjálf á Egilsstöðum um helgina. Mun þessi uppfærsla vera sú fyrsta þar sem áhugaleikhús tekur hinn vinsæla söngleik á fjalirnar en áður hefur það verið sýnt hjá Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. Einar Rafn Haraldsson leikur hlutverk prófessors Henry Higgins og Agnes Vogler leikur El- ízu. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson en hann lék meðal annarra í barnasýningu Leikfélags Akureyrar í haust, Rummungi ræningja. Leikfélagið heldur áfram sýningum verksins á mið- vikudag, laugardag, annan í páskum og svo framvegis. Nú ku vera í smíðum norðan heiða - og skiptir þó í sjálfu sér ekki máli hvar sú smíði fer fram - heimasíða á Netinu þar sem fram eiga að koma upplýsingar um skemmtistaði landsins, uppákomur, hljómsveitir, dans- leiki og allt sem í boði er á skemmtistöðunum. Þá er bara að skella sér á Netið áður en maður ákveður hvert maður ætlar og hvenær... slóðin er www.djamm.is Sú skemmtilega tilviljun átti sér stað í starfi blaðamanns Dags um daginn að í frásögninni sem systurnar Iðunn og Kristín Steins- dætur höfðu til fyrirmyndar þegar þær sömdu leikrit sitt, Systur í syndinni, kemur við sögu langömmusystir blaðamannsins sem fjallaði um uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Sú var þó ekki ein af hinum ógæfusömu kon- um sem gerðust systur i syndinni. Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkurfréttir og áhendingar til hirtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vik eða á netfangið: ritstjori@dagur. Frá Wfesí End i London koma úrvalssöngvarar til að taka þátt í einni stórbrotnustu tcmleikasýningu sem Sinfóníuhljómsveit íslands hefur sett á svið. mynd: e.ól. % Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt átján söngvurum frá West End í London, sex manna rokkhljómsveit og áttatíu manna kór. Einstakur viðburður í Laugardalshöll- inni. Söngleikurinn Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber er einn vinsælasti söngleik- ur allra tíma og nú gefst íslenskum aðdáendum tækifæri til einstakrar upplifunar í LaugardalshöIIinni. Fyrri tónleikarnir voru í Höllinni í gærkvöld en þeir síðari verða í dag klukkan 17.00. Tónleikasýning Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands, segir mikið fyrirtæki að setja þessa sýn- ingu upp og fá söngvarana frá London til að syngja í uppfærsl- unni. Hér er á ferðinni meira en bara tónlistarflutningur þótt ekki sé um fulla sviðsuppsetningu verksins að ræða. „Þetta fyrirtæki, West End in Concert, tekur að sér að setja á laggirnar svona sérstök verkefni og safnar þá að sér fólki úr West End leikhúsunum og st, sem syngur hlutverk Maríu Magdalenu var til dæmis i mörg ár í titilhlutverkinu í Evitu í London." - Hér ekki á ferðinni dæmigert verk fyrir efnisskrá Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. „Nei en við vílum ekkert fyrir okkur að taka alls konar verkefni á dagskrá. Þessi tónlist er mjög góð og alveg þess virði að flytja hana á tónleikum okkar. Þetta er náttúr- lega allt önnur uppfærsla sem fólk heyrir hér í Laugardalshöll heldur en það myndi heyra hvar sem er í heiminum í leikhúsi," segir Helga. „Það má eiginlega segja að þetta sé tónleikasýning. Þetta er sviðsupp- færsla þó sviðsbúnaður sé ekki þannig að við höfum mikið af leik- tjöldum eða slíku en við þurfum að hafa sviðsmynd og höfum þurft að hafa dálítið fyrir því. Þetta er meira en bara tónlistarflutningur." Átta sinnum í viku í átta ár Þegar söngleikurinn var frumsýnd- ur í West End f London 1971 og sló hann öll aðsóknarmet. Jesus Christ Superstar var sýndur átta sinnum í viku f átta ár, samtals 3358 sýning- ar. Flutningurinn í Laugardalshöll- inni nú er með stórbrotnari útsetn- ingu en áður hefur heyrst hér á landi og sennilega langt þangað til annað eins tækifæri býðst. Ein- söngvarar koma frá West End International í Englandi en allir eru þeir þekktir söngvarar í West End leikhúsunum. Auk einsöngvaranna kemur fram kór sem sérstaklega er settur saman vegna þessarar upp- færslu, „Jónsbörn'1, sem að megin- uppistöðu eru fyrrverandi nemend- ur Jóns Kristins Cortez kórstjóra ásamt félögum úr Karlakórnum Þröstum og sönghópnum Brooklyn 5. í Sinfóníuhljómsveitinni eru um sjötíu manns og að auki kemur fram rokkhljómsveit skipuð úrvals- hljóðfæraleikurunum Friðriki Karlssyni, Guðmundi Péturssyni, Eyþóri Gunnarssyni, Kjartani Valdi- marssyni og Gunnlaugi Briem. - HI Ólafur G. Einarsson er einn ellefu alþingismanna sem kvaddi þinghúsið við Austurvöll í fýrradag - sagði trega- blandið bless eftir langa þingsetu. Undanfarin ár hefur hann verið fremstur meðal jafninga þar á bæ sem forseti Alþingis - og því sjálfkjörinn maður vikunnar bæði fýrir sína hönd og félaga sinna, þeirra Egils, Friðríks, Guð- mundar, Gunnlaugs, Hjörleifs, Krístínar, Ragnars, Stef- áns, Svavars og Þorsteins. Bless, bless! Ólaíur G. Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.