Dagur - 27.03.1999, Side 14

Dagur - 27.03.1999, Side 14
+ LÍF OG HEILSA Páskahátíðin er mik- ill sælgætistími. Há- tíðarhöldunum fylgir oft páskaeggjaát og sætindaát í ferming- arveislum að ógleymdu sjálfu páskalambinu á páskadaginn. Anna Elfsabet Ólafsdóttir, nýráðinn sviðsstjóri upplýsingasviðs Rannsóknastofnunar fiskiðnarins, ráð- leggur fólki að stilla sælgætisneyslunni í hóf. 30 - LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 erum jú, mismunandi ein- staldingar. En sykur getur hjá mörgum verkað róandi. Ef kíkt er í gamla kínverska speki þá segir þar „Þurfir þú að róa þig þá skalt þú setja sykur í teið þitt.“ Margir kannast við það að þeir eru stressaðir eða þeim líður illa þá eykst löngun I sælgæti." Þegar fólk borðar kolvetni (ma. sykur) þá eykst upp- taka Amínosýrunnar Tryptp- han í heila og úr henni myndum við boðefni sem heitir Serotónin. Anna segir að Serotónin sé stundum kallað gleðiefnið í heilan- um. „Ofvirk börn sækja gjaman í sykur, það má velta því fyrir sér af hvetju. Em þau e.t.v. að reyna að róa sig?“ Anna segiraðþvíhafi verið haldið fram að súkkulaðisé örvandi. „Að sjálfsögðu getur q. . .. ... sykur haft mismunandi áhrifá fólk, því við erum jú, mismunandi einstaklingar. að fiafáMtOkt í lífinu ---------------------------------------------------------------- Anna segir helsta gallann á sy StiUuiu kurati i n óf „Ég er mjög hlynnt því að við höldum i gamlar íslenskar hefðir en í sumum þess- um matarhefðum er ýmislegt miður hollt. Það þýðir samt ekki að við verðum að sleppa því, en mér finnst að maður eigi að stilla magninu í hóf þegar þannig er í pottinn búið,“ segir Anna. Tekur tíma að trappa sig niður Ömmur og afar gefa barnabörnum gjarn- an páskaegg og þannig fá sum börn kannski þrjú fjögur páskaegg af ýmsum stærðum. Anna segir að sér finnist oft vera misskilningur þegar fólk setur jafn- aðarmerki milli magns og gæða. „Ef börn eru að fá fjögur páskaegg sem eru kannski 300 grömm hvert, þá eru þau að borða meira en kíló af sælgæti á örfáum dögum. Ég er algjörlega á móti þessu magni en ekki því að við höldum uppá páskana og borðum eitt páskaegg." Anna segir að þegar fólk borði sælgæti þá kalli það gjarnan á meira, það taki tíma á trappa sig niður eftir sælgætisát. „Ef borðað er mjög mikið af sælgæti þá fæst mjög mikið af því sem við köllum tómar kalóríur. Þetta er fæða sem gefur ein- göngu orku vegna þess að þetta er mest sykur og fita. Éitan í súkkulaðinu er þar að auki frekar mettuð (hörð) sem að er vont fyrir æðakerfið." Sykur róar suma Anna segir að því hafi verið haldið fram að súkkulaði sé örvandi. ,/\ð sjálfsögðu getur sykur haft mismunandi áhrif á fólk, því við hátíðarhöldum eins og páskum vera trufl- unina á hversdagsleikanum. „Rútínan fer úr skorðum, matmálstímar raskast og maturinn vill gjarnan verða feitari. Það skiptir verulegu máli að hafa takt í lífinu og þá Iíka í matarvenjum,“ segir Anna og bætir því við að hún vonist til að fólk hafi það gott um páskana. „Ég vil koma á framfæri óskum um það að fólk reyni að hreyfa sig og njóta útivist- ar meðan það á gott frí. Borða eins reglu- lega og hægt en að vanda fæðuvalið og matreiðsluaðferðina. Fá sér eitt páskaegg á mann, ekki stærri en nr. 4. Svo getur fólk keypt sér eitt saman þá e.t.v. aðeins stærra. En uma umfram allt að njóta þess að borða góðan og vonandi hollan mat.“ -PJESTA rDnpr Kaffið er í lagi Nýlegar franskar rottutilraunir hafa leitt í ljós að kaffi er ekki ávanabindandi. Það er ekki fyrr en magnið er komið yfir það sem venjulegt fólk drekkur á einum degi sem það veldur fíkn. Fjórir til fimm boll- ar af kaffi gera fólki ekkert illt nema ef það drekkur þá hvern á eftir öðrum. Venjulegt fólk sem notar kaffi til þess að hífa sig upp, drekkur einn bolla á morgn- ana, annan um miðjan morgun, einn í hádeginu, kaffibolla í miðdegiskaffinu og kaffi eftir kvöldmatinn getur því andað rólega, það er ekki fyrr en neyslan er orð- in verulega meiri sem kaffið verður hættulegt heilsunni. Fólk getur því án þess að hafa slæma samvisku haldið áfram að drekka sína fimm kaffibolla á dag. Svenleysi hættulegt Allir kannast við hvaða áhrif óregla í svefnvenjum hefur á frammistöðu fólks í vinnunni. Breskir svefnsérfræðingar hafa lagt til að syfjuðu fólki verði bannað að aka bifreiðum, með sömu rökum. Þeir segja að svenleysi hafi svipuð áhrif á hæfni m a n n a til þess að stjór- na öku- t æ k j u m og áfeng- isneysla. Eftir því sem fólk notar tómstundir sínar betur þá minnkar tími sem það hefur til þess að sofa. Því því benda sérfræðingarnir syfj- uðu fólki á að leggja sig í 10-15 mínútur, alls ekki lengur. Lengri svefn getur gert illt verra, sofi fólk lengur en 10-15 mín- útur þá fer það í djúpsvefn og fólk verði slappt eftir að hafa vaknað af honum. Ennþá titrandi Titrarar eru vin- sælasta tegund kynlífsleikfanga á markaðnum í dag (önnur Ieik- föng eru t.d. olí- ur, sleipuefni, Ijötratól og lim- hringir svo örfá dæmi séu nefnd). Hér áður fyrr var að- eins hægt að nálgast slíka gripi í vafasömum hverfum ýmissa stórborga í basískt lyktandi búllum, þar sem nærbolsklæddir fstrukarlar reyktu vindla og afgreiddu gripi og tól glottandi, eflaust með þá ósk heitast'a að fá að kenna kúnnanum ítarlega á leikföngin. A Islandi klakaköldu var ekki hægt að nálgast svona leikföng nema mögulega gegnum póst- verslanir pornórita en búast má við að kynáhugasamir góðborg- arar hafi veigrað sér við að sækja pakka á pósthúsið með merkingunni „Sexworld- the biggest dildo selection EVER“ eða álíka frá hinni erlendu verslun. Siðvæðing Það er gleðiefni að á síðustu árum virðist pornóheimurinn hafa siðvæðst verulega og nú eru víða verslanir sem sérhæfa sig í fullorðinsleikföngum fyrir venju- legt fólk, sem hefur áhuga á að auðga sitt samlíf með skemmti- legum aukahlutum er eiga ekkert skylt við „óeðli“ eða „perraskap“. ístrukarlinn er horfinn og í stað hans stendur vellyktandi sér- fræðingur, karl eða kona, bakvið búðarborðið og veitir kúnnum ráð af ótrúlegri kunnáttusemi. Að finna þann rétta Titrarar geta verið til ánægju fyr- ir einhleypa sem pör, karla sem konur. Tegundirnar eru margar og virknin mismunandi svo að ýmsu er að gá þegar gripur er val- inn. Hinn fullkomni titrari er ekki til, þ.e. það sama hentar ekki öllum og því verður hver og einn að ígrunda hvaða kostir eru æskilegir. Signý í vesturbænum kann t.d. best við örvun á sníp og fær sér þess vegna handhægan batterísknúinn grip með stillan- legum hraða (t.d. Pocket Rocket, sem er hægt að stinga niðrí ball- veski og taka með á Kaffi Reykja- vík). Lotta og maðurinn hennar hafa fundið G-blettinn á Lottu og nota gjarnan Hitatchi Magic Wand með áföstum G-bletts kitl- ara (HMW er sá söluhæsti í heiminum og hægt er að fá ýmsa aukahluti á hann, eini gallinn er að hann er rafmagnsknúinn og aðeins of stór fyrir ballveski). Lottumanni finnst Iíka gott að kitla svæðið milli pungs og enda- þarms af og til með græjunni. Gógó notar titrandi egg ýmist til örvunar á sníp eða i leggöngum en Bíbí vinkonu hennar dugar ekkert minna en einn japanskur tvöfaldur með vænum hólk fyrir leggöngin og áföstum snípkitlara. Viðhald Á sama hátt og maður kýs að eiga hreinan elskhuga ber að halda titrandi Ieikföngum hreinum. Huga þarf að því úr hvaða efni gripurinn er búinn til. Gúmmí og plast eru efni sem eru að hluta gegndræp og geta því dregið í sig vökva (eins og spaghettísósan sem litar ódýra plastílátið). Yfir- leitt dugar að nota vatn og sápu en gætið þess að setja ekki batt- eríhlutann eða rafmagnssnúrur á kaf í vatn. Hægt er að enda á því að strjúka yfir með sprittklút til að fullkomna hreinleikann og munið að þurrka leikföngin ykk- ar vel. Ef þrifin verða Ieiðigjörn má grípa til þess ráðs að smeygja smokk yfir leikfangið fyrir notk- un og alltaf skyldi nota smokk á leikföng sem deilt er með öðrum. I næstu viku fjalla ég um notkun- armöguleika titrara til auðgunar kynlífs. KYÍMLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.