Dagur - 17.04.1999, Page 10
I
26 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
Xfc^MT
Tmni og Kolbeinn höfðu viðkomu á Akureyri. Þeir voru ekki par ánægðir með þjónustu olíufélagsins þar, Golden Oil, en sódavatnið sveik þá ekki! [Krabbinn með gylltu klærnarj.
Aaaaaaaaaaoh /... þa!
Svtkur enqan sóctaraimð
d Akuret/rt.
AðftHS eiKrt
einaiiA cfropa.
pokk. . peitn
ncegir {
kapteinn hefur alltafátt í vandræðum með skapsmunina og hann gleymir engu. Fékk á sig
vatnsgusu á bls. 2 og náði fram óbeinni hefnd á bls. 62 [að vísu ekki sama lamadýrið).
[Fangarnir í Sólhofinu].
Fyrstur með fréttirnar, fyrstur til tunglsins. [í myrk-
um mánafjöllum].
Tinni... blístrr-rr! Ó! PiffL.. Tinni!
Þeir elta saman ævintýrin út
um allan heim, út í geim og
aftur heim. Blaðamaðurinn
knái sem aldrei eldist og
drykkfelldi kapteinninn. Tinni
og Kolbeinn í einlægu og opin-
skáu viðtali.
Látum ímyndunaraflinu lausan tauminn
og hugsum okkur viðtal við þá frægu
kumpána Tinna og Kolbein kaptein.
Hvernig er sambandi þeirra háttað? Hvað
heldur þeim saman? Hvað segir Kolbeinn
um endalausa ævintýraþrá blaðamanns-
ins geðþekka? Hvaða áhrif hefur drykkja
Kolbeins haft á samband þeirra?
Við tyllum okkur niður á ónefndu kaffí-
húsi á Akureyri, sötrum sódavatn og ekki
er laust við að hjá mér gæti taugaóstyrks
þegar ég loks sit andspænis þessum
æskuhetjum mínum. Getur verið að æv-
intýri Tinna í blaðamennskunni hafí ráðið
örlögum mínum?
Svíkur ekki sódavatnið...
Kolbeinn kapteinn, sem eitt sinn var for-
maður í Bindindissamtökum sjómanna,
svolgrar í sig sódavatninu og ... „Skál! Og
til að gleðja þig, má ég til að þiggja smá-
dropa af whisky út í sódavatnið mitt! Að-
eins einn einasta dropa... þökk... þetta
nægir!“ segir hann þegar whiskyið flæðir
yfir barma bikarsins. „Aaaaaaaaaaah! ...
það svíkur engan sódavatnið á Akureyri."
fDularfulla stjarnan, bls. 30-31.]
Þeir eru hvor öðrum einhveijir trygg-
ustu vinir sem hægt er að hugsa sér.
Tinni finnur sífellt ævintýralegri og
hættulegri fréttaefni til að fara ofan í,
flettir ofan af fláráðum, skýtur skúrkun-
um skelk í bringu. Hugdettur hans draga
hinn drykkfellda félaga hans um allan
heim og alltaf þjösnast Kolbeinn
með. Hann getur ómögulega hamið
skapið og einlægur áhugi hans á
whisky-drykkju kemur þeim stundum í
stökustu vandræði. En alltaf fer allt vel
að lokum og vináttan heldur áfram. En
hvernig kynnutst þeir?
„Kynntumst!" segir Kolbeinn með sinni
hijúfu en þó vinalegu rödd. „Ég fékk
spýtu í höfuðið!"
„Já, ég man eftir því,“ segir Tinni og
brosir að tilhugsuninni. „Ég var kominn á
slóð heróínsmyglara og vesalings Kol-
beinn var skipstjóri á Karaboudjan en
hafði ekki grænan grun um að stýrimað-
urinn Hörður stóð í stórsmygli á meðan
Kolbeinn sjálfur gerði ekki annað en að
faðma whiskyflöskuna. Ég var fangi
þeirra en náði að leysa mig. Ég kastaði
spýtum sem bundar voru við kaðal inn
um kýraugað á káetu skipstjórans. Þannig
varð Kolbeinn á vegi mínum.“ [Krabbinn
með gylltu klærnar].
„Veslings Kolbeinn?!?“ segir kapteinn-
inn og rauðir deplar taka að birtast á
kinnum hans. „Ég er sko enginn vesaling-
ur skal ég segja þér, fari það í billjón
brjálaða beinhákarla frá Bíldudal! Ég er
afkomandi aðmíráls Kollbeins kjálkabíts
skipherra í flota Lúðvíks XIV sólkon-
ungs!“
Sjö ára ógæfa
Tinni nær að róa
kapteininn og
segist ekki láta
skapsmuni
hans hafa
mikil áhrif
á sig.
„Mér
tekst
alltaf
að
róa
hann þó hann hafi stundum komið okkur
í vandræði með þessu,“ segir hann. En
hvað um skapið í Tinna? „Ég reiðist
stundum í eina mínútu og svo er það
búið,“ svarar hann og riíjar upp sögu af
Tobba, hundinum trygga, þegar þeir voru
á leið til Kongó. Tobbi braut spegil og frá
honum komu hin fleygu orð: „Úff! ... Sjö
ára ógæfa og ein mínúta af reiðum
Tinna.“
(Sem barn velti ég reyndar oft fyrir mér
af hveiju hundurinn væri að tala og hvort
Tinni, Kolbeinn og allir hinir skildu það
sem hann sagði. Nafn höfundarins vafðist
líka stundum fyrir mér, því á öllum bók-
unum stóð: „Hergé: Ævintýri Tinna.“ Og
ég stóð á því fastar en fótunum að þetta
þýddi: „Hér kemur Ævintýri Tinna.“)
Skoppandi skelfiskar
úr Skótufirði
- Stendur vinátta ykkar af sér hvað sem er?
„Já,“ svarar Kolbeinn en um leið færast
yfir
andlit
hans einhver
óþolinmæðis-
svipbrigði.
„Tinni er vin-
ur allra nema
vondu
karlanna.
Hann
dregur að
sér ótrú-
legustu fígúrur. Ég vil að vísu ekki tala
illa um neinn, og allra síst prófessor
Vandráð sem Ijármagnaði kaup mín á
Myllusetrinu, ættaróðalinu... en af hverju
fær maðurinn sér ekki heyrnartæki? Að
ekki sé nú minnst á Skapta og Skafta, þá
skoppandi skelfiska úr Skötufírði. Ég veit
ekki hvernig Tinni fer að því að draga
svona furðulegar fígúrur að sér. Fari það í
fjórtán milljónir af flökuðum flyðrum!"
„Ekki gleyma okkar elskulegu Vaílu
Veinólínó, Kolbeinn," segir Tinni og bros-
ir í kampinn. „Þið tvö eruð nú eins og
sköpuð til að vera saman." Það bregður
fyrir stríðnistón hjá Tinna. „Ertu orðinn
eitthvað skrýtinn?" spyr Kolbeinn á móti
og bendir á höfuð sitt.
„Vináttan er það besta sem við eigum,“
segir Tinni. „Maður verður að taka hvern
eins og hann er og þótt Kolbeinn hafi
stundum komið okkur í vandræði þá
máttu ekki gleyma því að hann hefur oft
bjargað mér úr lífsháska."
Blossaði Snjómanninn
- Þið hafið ratað t ævintýr um allan heim,
oft komist í hann krappan. Hvað er eftir-
minnilegast?
„Þegar ég komst að því á ögurstundu að
ég get ekki blístrað,11 svarar Kolbeinn. „Þá
vorum við í Tíbet að leita að Tsjang, vini
Tinna. Tinni fór inn í helli Snjómannsins
og ég átti að standa á verði. Fari það í
kolað, ég steingleymdi mér. Síðan, eins
og útdauður ánamaðkur frá Oxarfirði,
birtist Snjómaðurinn ógurlegi allt í
einu. Ég reyndi að gera Tinna við-
vart... „O! ... Hva... a... a. Ég he-e-e-
eyrði ekki í honum. F-f-fljótt. Pif-ff-ft-
tt. Piff. Pflí. Pfí. Blsr. Tinni... Blístr-rr.
Ó! Pifft... Tinni!" Ég held að ég hafí
aldrei orðið eins hræddur," segir Kol-
beinn og fær sér akureyrskt sódavatn til
að jafna sig á upprifjuninni. Tinni tekur
undir og segist því fegnastur að tilheyra
þeim hópi blaðamanna sem kann Iíka að
taka myndir. „Það var nefnilega blossinn
frá myndavélinni sem hrakti Snjómann-
inn frá,“ segir Tinni. Kolbeinn kveikir sér
í pípu og hugsar heim til JVlylluseturs.
Tinnabækumar eru 24 og hafa verið
þýddar á yfir 120 tungumál og mállýskur.
Höfundur: Hergé. Loftur Guðmundsson
þýddi. íslensk útgáfa: Fjölvaútgáfan.
Þeir eltast við ævintýrin um allan heim, lenda í háska en allt er gott þá
endirinn er allra bestur.