Dagur - 17.04.1999, Page 17
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 - 33
A erindi við Islendinga
Táknræn mynd úr Þorskastríöinu. „Við getum hugsað okkur hvernig ástandið væri í Reykjavík ef 25 þúsund manns misstu
vinnuna á einu bretti, “ segir MargréL sem hefur rannsakað hvað varð um bresku sjómennina eftir að landhelgisdeilunni lauk.
„Lengsta viðtaiið var 5 tímar, það var við Richard Taylor, sem sat þrisvar sinnum á Litia Hrauni, tvisvar fyrir landhelgisbrot og
einu sinni fyrir að kýla lögregluþjón á ísafirði." Margrét Jónasdóttir, sagnfræðingur. mynd: þók
Breska ríkisstjórnin
brást sjómönnunum
sem voru á togurunum
á íslandsmiðum algjör-
lega þegar þorskastríð-
inu lauk, árið 1976. Það
er niðurstaða rannsókn-
arritgerðar, sem Mar-
grét Jónasdóttir vann í
MA-námi sínu í sagn-
fræði við University Col-
lege í London.
Margrét segir að ekki hafi verið
staðið við loforð sem sjómönn-
unum voru gefin þegar samið
var um Iok þorskastríðsins um
mitt ár 1976. Þá fengu bresk
skip sex mánuði til þess að koma
sér út úr landhelginni. „Ein-
hvern veginn gleymdust sjó-
mennirnir algjörlega, ég hef
enga skýringu á því af hverju
það var. Ég hef þó von til þess
að finna hana því ég ákvað að
stækka rannsóknina og halda
áfram með verkefnið meðal ann-
ars til að finna svarið.“
Margrét var í Hull í tvo mán-
uði að vinna að ritgerðinni, en
hún segir að ferlið sjálft hafi
tekið um 9 mánuði og líkir
þessu við meðgöngu. „Ég var að
vinna þetta með öðrum verkefn-
um sem tengdust náminu en ég
einbeitti mér svo að þessari
rannsókn síðustu Qóra mánuð-
ina. Ég talaði við um tuttugu
sjómenn þegar ég var að vinna
ritgerðina en síðan hef ég talað
við ýmsa aðra í sambandi við
heimildamyndina. Lengsta við-
talið var 5 tfmar, það var við
Richard Taylor, sem sat þrisvar
sinnum á Litla Hrauni, tvisvar
fyrir landhelgisbrot og einu
sinni fyrir að kýla lögregluþjón á
Isafirði," segir Margrét. Hún er
núna að vinna að heimildar-
mynd um efnið ásamt Magnúsi
Viðari Sigurðssyni, kvikmynda-
gerðarmanni, sem væntanlega
verður sýnd í haust.
Gera það besta
úr aðstæðunum
Hún segist fyrst hafa valið efnið
vegna áhuga síns á sjómennsku.
Hún hafi ætlað að byija rann-
sóknina á því að fá að fara túr
með breskum togara frá Hull en
ekkert orðið af því, hinsvegar
„Ég vildi taka fyrir efni
sem væri dálítið sér
breskt. Með því að skrifa
um það sem gerðist eftir
hrunið gat ég opnað efni
sem ég get svo haldið
áfram með hérna
heima.“
hafi hún fengið far heim með
Gjafari VE 600 frá Vestmanna-
eyjum þegar hún var búin með
rannsóknina. „Ég kunni voða-
lega vel við þetta og fannst það
skemmtilegt að vera svona út á
sjó. Þetta er samfélag sem mað-
ur þekkir ekki. Þar sem menn
búa í náinni sambúð vikum
saman og ekkert hægt að flýja.
Maður verður því að gera það
besta úr aðstæðunum."
Margrét segist fyrst hafa ætlað
að skrifa um félagslegar afleið-
ingar þess að útgerðin hrundi en
þegar hún hafi komið á staðinn
hafi verkefnið breyst og tekið á
sig dálítið aðra mynd. „Auðvitað
getur maður ekki spurt mann
sem er á bótum frá breska rík-
inu og hefur lent í ýmsum vand-
ræðum eftir að atvinnuleysið
dundi yfir, hvaða félagslegu
vandamál komu upp. Mér
fannst það of persónulegt til
þess að ég gæti réttlætt það.
Skilyrði um skaðabætur
Þessir menn voru ráðnir til þess
að fara einn og einn túr í einu.
Þeir voru þijár vikur á sjónum
og áttu svo tvo daga frí milli
túra. Þannig var þetta allt árið
um kring. Þeir voru skilgreindir
sem lauðsráðnir starfsmenn
(cflSMflí xvorkers heitir það á
ensku) þó sumir hafi kannski
verið 30 ár hjá sama fyrirtæki.
Þeir róteruðu dálítið milli fyrir-
tækja og skipa. Það er í sjálfu
sér eðli iðnaðarins. Menn höfðu
lítið við það að athuga þangað til
útgerðin hrundi og fyrirtækin
urðu gjaldþrota. Samkvæmt
reglum um félagslega kerfið í
Bretlandi þurftu menn að vera
samfellt í vinnu í tvö ár hjá
sama fyrirtæki til að uppfylla
skilyrði um skaðabætur sem
greiddar eru þegar iðnaður er
Iagður niður. Síðar hefur það
komið í ljós að sjómennirnir
fengu misvísandi upplýsingar og
hefðu í raun átt rétt á bótum.
Þeir fengu dálitla skaðabóta-
greiðslu árið 1993. I stað þess
að eyða málinu efldi hún hug
sjómannanna.
Ég ákvað að fókusera ekki of
mikið á Þorskastríðin í þessum
hluta rannsóknarinnar. Ég vildi
taka fyrir efni sem væri dálítið
sér breskt. Með því að skrifa um
það sem gerðist eftir hrunið gat
ég opnað efni sem ég get svo
haldið áfram með hérna heima.
Ég komst að því að það hafi ver-
ið mikill munur á HuII og
Grimsby. Grimsby var fljótari að
rétta úr kútnum eftir hrunið.
Fyrst ætlaði ég að gera saman-
burð á þessum tveimur stöðum
en þetta var bara svo Iítil ritgerð
að ég ákvað að vera ekkert að
eyða púðri í það, en halda mig
bara við söguna eins og hún var
í Hull.“
Fjórðungur
borgarbua atvinnulaus
Þegar útgerðin stóð í blóma í
Hull voru gerðir út þaðan 170
togarar en árið 1983 var aðeins
einn togari gerður út þaðan,
núna eru þeir átta. A hveijum
togara voru 20 menn auk þeirra
sem unnu við fiskiðnaðinn í
landi. „Hull var ekki bara byggt
upp á fiskiðnaði en um Ijórð-
ungur borgarbúa hafði atvinnu
sína beint eða óbeint af fiskin-
um. Við getum hugsað okkur
hvernig ástandið væri í Reykja-
vík ef 25 þúsund manns misstu
vinnuna á einu bretti.
Eitt er að taka frá þeim störfin
og lofa þeim einhverju nýju og
svíkja það síðan. Viðurkenna svo
ekki rétt þeirra eins og hann var.
Það þarf ekkert að útskýra það
hverskonar afleiðingar það hefur
fyrir einstaklinginn að missa
vinnuna sína og hafa ekki mögu-
leika á að fá hana aftur af því að
það er búið að þurrka hana út.
Þessir menn eru margir orðnir
gamlir í dag. Sumir hafa fengið
önnur störf. Það eru þó ýmsir af
þeim sem hafa ekkert fengið að
gera síðan þorskastríðinu Iauk.
Það eru ekki peningarnir sem
keyra þá áfram i þessari baráttu
heldur er það að fá viðurkenn-
ingu á sinni starfsævi."
Blikur á lofti
Margrét segist fylgjast með því
hvað gerist hjá sjómönnunum.
Hún segist reikna með að þeir
fái bætur frá breska ríkinu það
sé einungis spurning hvenær
það gerist. Það gæti verið á
þessu ári eða eftir fimm ár. „Það
eru ýmsar blikur á Iofti í augna-
blikinu. Siðustu mánuðina hef-
ur ýmislegt bent til það það væri
eitthvað að gerast. Þingmaður-
inn þeirra fundar með þeim
reglulega og lætur þá vita af
stöðunni og kýlir í þá kjark.
Maður getur ímyndað sér hvort
einhver væri ekki búinn að gef-
ast upp eftir öll þessi ár, en þeir
eru andskotanum þverari."
Margrét segir að saga bresku
sjómannana eigi erindi við Is-
lendinga, þar sem þetta var sam-
félag sem byggði lífsafkomu sína
á einum atvinnuvegi, sem síðan
var skyndilega kippt í burtu.
„Eru ekki lítil byggðarlög úti á
landi að leggjast af vegna þess
að kvótinn fer í burtu?“ spyr
Margrét að lokum. -PJESTA