Dagur - 17.04.1999, Side 18

Dagur - 17.04.1999, Side 18
34 ' - iÁUGARDÁGUR 17. APRÍl1 999 Örlítjð UR Magnús Eirfksson. Einn þeirra sem verið hafa gestir Isnálarinnar á Rás 2. Eitt af því sem á að vera í öndvegi í íslensku tónlistarútvarpi, er að sjálfsögðu íslensk tón- Iist og umQöllun um hana. A því hefur verið allur gangur eftir að útvarpsrekstur var gef- inn frjáls fyrir rúmum áratug og satt best að segja hefur þessi frjálsræðisviðurkenning ekki verið jafn mikilvæg fyrir vöxt og viðgang í íslensku tónlistarlífi eins og a.m.k. sá sem þetta ritar vonaðist eftir. En auðvitað er hægt að finna góð dæmi um annað og það á t.d. við um rás ríkisútvarpsins númer tvö þessar vikurnar. Frá því skömmu eftir ára- mót hafa verið í gangi á rásinni þættir sem kallast ísnálin, þar sem einn ákveðinn tón- listarmaður/hljómsveit hafa verið til umfjöll- unar og síðan verið í brennidepli alla næstu viku, sem Tónlistarmenn vikunnar. Semsagt hinir ágætustu þættir síðdegis á sunnudög- um í umsjón þess góðkunna fréttamanns As- geirs Tómassonar, sem einnig er löngu þekktur fyrir tónlistarskrif sín og þáttagerð t.d. um blús í fínum þáttum sl. vetur. Gott og nokkuð íjölbreytt val tónlistarmanna hef- ur framan af verið í þáttunum, fólk á borð við Þorvald Bjarna Todmobilemann og „Evrovisionskáld11 nú um stundir (og getið er um hér annars staðar á síðunni), Hljóma, Björn Jörund úr Ný dönsk, EHen Kristjáns- dóttur söngkonu og jöfurinn Magnús Eiríks- son, seim eins og menn muna fékk sérstaka og mjög svo verðskuldaða viðurkenningu á íslensku tónlistarverðlaununum fyrir sitt mikla framlag til íslenskrar tónlistarmenn- ingar. Góður hópur sem ásamt fleirum sem við sögu hafa komið, hefur sett sterkan svip á íslenskt popplíf og átt sameiginlegt að hafa í stórum dráttum haft tónlistina að helsta starfi. Gefið sig fýrst og fremst út fyrir að vera tónlistarfólk. I tveimur síðustu þáttun- um hefur hins vegar brugðið svo við, að við- komandi gestir hafa ekki verið alveg af því taginu, heldur einstaklingar sem vart hafa gefið sig út fyrir annað en að vera tónlistar- menn í hjáverkum. Þarna er um að ræða þau Guðrúnu Gunnars, sem landsmenn heyra (ef þeir kjósa svo) hvern virkan dag í útvarpsstörfum á Bylgjunni, en hún hefur sem kunnugt er getið sér gott orð sem söng- kona m.a. á plötum annarra og á sviði og Þórhall Sigurðsson, Ladda, sem ekki þarf að kynna fyrir þjóðinni. Hefur Laddi gert út á grínið í fjöldamörg ár, þar sem tónlist hefur vissulega komið við sögu hjá honum, bæði með bróður hans Halla o.fl. og eins á nafhi hans sjálfs, auk þess sem kappinn hefur fyrr á tíð verið í nokkrum hljómsveitum. Þessi ágætu einstaklingar eru semsagt alls góðs maklegir og hafa vissulega verið í tónlistinni, en manni finnst það svolítið gagnrýnivert að þeim sé gert svo hátt undir höfði til jafns við aðra sem miklu meira hafa lagt til. Guðrún sleppur reyndar fýrir horn, ef svo má segja, hún er vissulega starfandi að hluta sem söngkona, en erfitt er að skilja þetta val með Ladda. Nú eiga einhveijir þættir enn eftir að fylgja sem innihalda verðuga fulltrúa, en ekki komast allir að hér frekar en í öðrum slíkum þáttum og hefði þá einhver sem þar kemst ekki að átt það meira skilið að fá slíka umfjöllun en „tónlistarmaðurinn“ Laddi. „Höfuötónlist" Þegar gítarleikarinn og aðal- lagahöfundurinn Bernard Butler ákvað að segja skilið við hljómsveitina sína Suede, fyrir hálfum áratug eða svo, ætluðu margir að þar með væru dagar hennar taldir. Butler var nánast allt í öllu. En eins og þeir vita sem vel fylgjast með í poppinu varð raunin heldur betur önn- ur. Platan sem var í bígerð þeg- ar Butler gekk út (raunar hætti hann í miðjum upptökum) en hans starf gekk það vel og vinna hinna strákanna við að fylgja henni eftir, að engin ástæða var tii að hætta. Með þriðju plötunni staðfestist það svo endanlega, að Suede kæm- ist af án Butlers. Hún gekk gríðarvel, seldist i milljónum eintaka og treysti sveitina enn frekar í sessi sem eina af far- sælli gítarpoppsveitum Bret- lands. Nú er svo komið að enn einni plötunni í útgáfu og nefn- Suede: Ný plata. ist hún Head music. Forsmekk- urinn af henni er búinn að heyrast um nokkurt skeið, El- ectrisity, þokkalegasta lag, sem gefur bara hin bærilegustu fyr- irheit um plötuna í heild. Bem- ard Butler hefur gengið svona upp og niður með sín verk m.a. með söngvaranum McAlmont og einn á báti, en ekki eins og kannski vænta mátti. Að sama skapi hefur Suede heldur betur staðið sig betur en búist var við og verður væntanlega ekkert lát á nú með nýju plötunni. ,_______________________________t Fyrir réttri viku blésu fram- haldsskólarnir í landinu enn einn ganginn til leiks í söng- keppni sinni. Fór keppnin eins og undanfarin ár fram í Laugar- dalshöllinni, enda vart annar staður til sem rúmar hana og umfang hennar. I keppninni á síðasta ári var nokkurt kvenna- ríki, sem lengstum hafði verið rofið er nokkrir söngelskir piltar úr Hamrahlíð sigruðu og strákur úr Hafnarfirði varð númer tvö. I ár tóku hins vegar stelpurnar „aftur völdin", urðu í fyrsta og þriðja sæti. I þriðja sæti í keppninni að þessu sinni urðu þijár myndarlegar sprundir úr Menntaskólanum í Reykjavfk, sem kölluðu sig Juicy systur. Sungu þær slagarann gamal- kunna, Java jive, með skemmti- legri raddbeitingu. í öðru sæti varð drengur úr Menntaskólan- um við Sund, Þorvaldur Þor- valdsson, sem söng hið sígilda Summertime eftir Gershwin. Geta Norðlendingar verið sér- staklega hressir með pilt, hann er sonur Þorvaldar Halldórsson- ar, sem svo lengi söng með Ingi- mar Eydal og hljómsveit og upp- runninn er frá Siglufirði, ef rétt er munað. Að þessu sinni fór sigurinn til Hafnarfjarðar. Guð- rún Árný Karlsdóttir heitir stúlkan sem um ræðir úr Flens- Guðrún Árný. Kom sá og sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna. borg. Söng hún Celine Dionlag- ið To love you more af mikilli innlifun og sigraði bara nokkuð verðskuldað. Reyndar örlaði nokkuð á tilhneigingu til að beita röddinni sem líkast Dion hjá Guðrúnu, sem kann að markast af því, að hún er víst þessa dagana að syngja á Broad- way í Divuuppsetningu, þar sem Celine Dion, Marriah Carey og fleiri söngkonur eiga í hlut. Fyrir tilstilli þess margbrotna plötusala og tónleikahaldara með meiru Kristins Sæmunds- sonar, Kidda í Hljómalind, verð- ur blásið til mikillar tónleikarað- ar hérlendis innan skamms. Verður þar mikið um dýrðir og býsna þekkt nöfn á ferðinni. Lít- ur áætlunin þannig út. 27. apríl Fugazi 7. maf Pavement 20.-22. maí Wise guys 20.-22. maí (með Whies guys) Les rythmes bdigigales 29. maí Jon Spencer Blues Explotion 8. júní Shellac (í hljómsveit- inni er m.a. hinn frægi upp- tökustjóri Steve Aldini) Meiningin er að allir tónleik- arnir verði í húsnæði RÚV að Efstaleiti, í Saumastofunni, þar verður þeim síðan útvarpað beint á Rás 2. Áhugasömum tónleikagestum er að sjálfsögðu heimilt að mæta meðan húsrúm leyfir. Þeir sem þekkja vel til í rokk- inu vita að nöfn á borð við Pa- vement, Fugazi og Jon Spencer blues Explotion eru ekkert smá, Wise guys þekkja svo dansá- hugamenn mætavel enda hafa þeir komið allavega tvisvar til Is- lands. Verður væntanlega meira fjallað um þetta þegar nær dreg- ur og farið einhverjum orðum um hljómsveitirnar. Um rokkar- ana í Fugazi má þó nefna nú, að sveitin, sem verið hefur á ferð- inni í yfir áratug, gefið út plötur sem jafnan hafa vakið athygli sérstaklega hjá plötupælurum og var býsna framarlega í „Grungebyltingunni" án þess að þjóna markaðinum meir en svo, að hafa ekki gefið út eitt einasta myndband, er nú búin að senda frá sér nýja plötu, Instru- ment/Times soundtrack. Annars er rétt að benda áhugasömum á að hringja eða kíkja við í Hljómalind til að kynnast og fá að heyra ofannefndar sveitir og fræðast frekar um tónleikana.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.