Dagur - 17.04.1999, Page 19

Dagur - 17.04.1999, Page 19
 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 - 35 JSÖNINL DOMSMAL Það þurfti að redda fjármagni og Jósafat upp- götvaði góða leið til skammtíma- lánsöflunar; keðju- tékkasvik sem byggðu á því að póstvarðstjórinn- væri samvinnufús. En „björg- unaraðgerðin" uppgötvaðist og dómstólarnir litu öðrum augum á „reddingarnar“ en sakborningarnir. Forsprakkinn í máli þessu, sem uppgötv- aðist í febrúarbyrjun 1964, var Jósafat Arngrímsson, sem síðan hefur oft verið bendlaður við umdeild og stundum sak- næm fjármálviðskipti. Með tilliti til þyngdar dómanna í málinu verða aðrir sakborningar aðeins nefndir fornöfnum sínum; viðskiptafélagar Jósafats voru þeir Albert og Áki og fjórði sakborningurinn var Þórður, póstvarðstjóri í pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli. Viðskiptafélagarnir höfðu frá árinu 1960 eignast fyrirtækin ísfélag Keflavíkur, Kyndil (smásöluversl- un) og Kassagerð Suðurnesja. Til stóð að breyta ísfélaginu í nútíma frystihús og hafði fengist gott lán í London, en það þurfti að redda meiri peningum og sú hlið mála var á könnu hins úrræðagóða Jósafats. Jósafat uppgötvaði að póstútibúið á Keflavíkurflugvelli skilaði ekki uppgjöri til aðalstöðvanna fyrir hvem mánuð fyrr en um vika var liðin af næsta mánuði. Með eða án fullrar vitundar Alberts og Aka hrinti hann af stað tékkakeðju sem færði fyrirtækjunum verulegar summur í veltuna. Við rannsókn málsins reyndist ekki unnt að tölusetja nákvæmlega hversu háum upp- hæðum hafði verið velt með innistæðu- Iausum tékkum og byggði dómur eingöngu á þeim ellefu tékkum sem fundust við rannsóknina, ýmist i sjóðum póstútibúsins eða komnir í banka. Ljóst þótti að einhveij- um tékkum hafði verið fargað sem keyptir höfðu verið út áður en málið komst upp. Tékkamir ellefu sem fundust í febrúarbyij- un 1964 voru að andvirði uppá nær 2,7 milljónir gamalla króna, sem að núvirði samsvarar um 20,3 milljónum nýkróna. Sakborningarnir iétu senda sjálfum sér póstávísanir frá póstútibúinu á Keflavíkurflugvelli. Þeir fengu peninga og greiddu fyrir með innistæðulausum ávísunum. Keðjutékkarnir í póstútibúinu Virðist Ijóst að í „björgunaraðgerðum" vik- urnar áður en málið komst upp hafi tekist að kaupa út innistæðulausa tékka upp á nokkru hærri upphæð. Biörgunar- aogerðir póstvarðstjórans Með keðjutékkasvikunum fengu fyrirtæki Jósafats kærkomna peninga til ráðstöfun- ar. Jósafat, eða annar hinna í hans nafni, fóru í póstútibúið og tókst að fá þar póst- senda peninga til Reykjavíkur og greiddu fyrir með tékkunum, sem auk þess að vera innistæðulausir, voru geymdir um heppilega langt skeið í vörslu póstvarð- stjórans. Móttakendur peninganna í Reykjavík voru þrír einstaklingar, tveir bræður Jósafats, Arngrímur og Kristján og viðskiptafélagi hans, Pétur Einarsson. Þeir tóku við fénu og afhentu Jósafat peningana til ráðstöfunar, en ekkert kem- ur fram um að þeir hafi fengið umbun fyrir milligönguna eða haft vitund um hinar ólöglegu athafnir og verður að telja að svo hafi ekki verið. Peningarnir fóru í veltu fyrirtækja Jósafats og félaga og á meðan Iágu tékkarnir umdeildu óhreyfðir í fórum póstvarðstjórans og biðu upp- gjörs. I málinu kemur fram að póstvarð- stjórinn hafi samþykkt að láta vita hvenær uppgjör væri yfirvofandi. Hug- mynd Jósafats var að kaupa tékkana út þegar þar að lcæmi, eftir atvikum með öðrum innistæðulausum tékkum eða að tryggja innistæðu fyrir þeim. Póstvarðstjórinn Þórður var af augljós- um ástæðum í afar viðkvæmri aðstöðu sem starfsmaður ríkisins og því var náið rannsakað hvað væri á hans vitund um fjársvikin. Ekki þótti sannað að hann hefði verið fullur þátttakandi í svikunum, né heldur að hann hefði haft fulla vit- neskju um innistæðuleysi tékkanna fyrr en undir það síðasta. Þess má geta að í október 1963 eða rúmlega þremur mán- uðum áður en málið komst upp hafði hann lagt fram uppsagnarbréf og átti því ekki nema fáeina mánuði óunna í stöðu sinni. Þótt ósannað væri um vitneskju hans um innistæðuleysi tékkanna viður- kenndi hann að hafa ekki kannað sérstak- lega hvort innistæða væri fyrir tékkunum og þar með að hafa brotið starfsreglur. Sagðist hann það sitt mat að ekki hefði verið sérstök ástæða til að kanna hvort innistæða væri fyrir hendi vegna fyrri snurðulausra viðskipta þeirra félaga. Hann hafi hins vegar fengið vitneskju um hvernig málum háttaði í janúar og þá tek- ið þátt í „björgunaraðgerðum", þ.e. leyft þeim félögum að kaupa út tékka í tilraun til að leysa málið. Hann leit á sig sem „fórnarlamb fjáröflunarkerfis, sem stefndi Jósafat Arngrímsson hafi komið sér upp þegar á árinu 1962“. Er komið hafi í ljós, hvernig málin stóðu „hafi hann reynt að bjarga því sem bjargað yrði, en það hafi brugðist". Tveggja ára dómur Jósafats Niðurstaða um sekt í málinu var í raun eingöngu skýr hvað Jósafat varðar. Hann var talinn frumherji afbrotanna, hafi stuðlað að því að hafa fé af póstinum og verið sá sem hagnýtti andvirði tékkanna. Fyrir sakadómi fékk Jósafat tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm, sem Hæstiréttur staðfesti. Þórður póstvarðstjóri þótti ekki svo sannað væri hafa vitað um innistæðuleysi tékkanna fyrr en um mánaðamótin janú- ar-febrúar, þótt ýmislegt benti til að vit- neskja hafi skapast fyrr. Stærsta brot hans fólst í „björgunaraðgerðunum" og í gjörðum hans sem opinber starfsmaður. Hlaut hann 8 mánaða fangelsisdóm sem Hæstiréttur staðfesti. Aðeins þótti sannað á Aka og Albert að þeir hefðu gefið út tékka í febrúar, þ.e. staðið fyrir „björgunaraðgerðunum" og með þeim hjálpað til við að viðhalda ávinningnum sem skapast hafði, en að öðru leyti hafi „keðjutékkafyrirkomulag- ið“ eða umfang þess komið þeim á óvart. Þeir voru ekki taldir sekir um auðgunar- brot og í sakadómi hlutu þeir 6 mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn, sem þeir áfrýjuðu ekki. I sérstöku skaðabótamáli voru þeir síð- an dæmdir einn fyrir alla og allir fyrir einn að greiða Pósti og síma skaðabætur, þ.e. andvirði tékkanna ellefu að frá- dregnu því sem fékkst fyrir eignir fyrir- tækja þremenninganna. Dátar. Um miðjan sjöunda áratuginn var hljómsveitin Dátar sú vinsælasta á landinu, en lifði þó ekki lengi. Hvervar söngvari þessarar sveitar og um hvaða sjóara var sungið í vinsælasta lagi sveitarinnar. Selma. Selma Björnsdóttir verður full- trúi (slands I söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Hvað heitir lag hennar og Þorvaldar Bjarna Þorvlads- sonar, sem flutt verður í keppninni að þessu sinni - og hvar verður hún hald- in að þessu sinni? Fegurðardrottning. Hún var um síð- ustu helgi valin Fegurðardrottnig Norðurlands og mun í framhaldinu keppa við aðra konur hver sé þeirra fegurst á íslandi. Hvað heitir þessi norðlenska blómarós? Hannes Pétursson hefur lengi verið meðal dáðustu skálda þjóðarinnar. Hvaðan er Hannes og hvað heitir kvæðabókin sem hann sendi frá sér 1955 sem strax þá markaði honum sess á skáldaþingi? Sverrir og laxinn. Á dögunum vitjaði Sverrir Hermansson þessa lax síns hjá Haraldi Ólafssyni, hamsekera á Akur- eyri. En hver er saga þessa fiskjar? LAND OG ÞJÓD Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. Hópur flóttamanna kom hingað til lands frá Kosovo á dögunum. Hvenær var það sem fyrsti hópur flóttamanna sem kom hingað til lands? 2. í hvaða byggðarlagi á landinu er það sem St. Franciskussystur koma að rekstri sjúkrahúss? 3. Úr hvaða vatni kemur Straumfjarðará sem er á sunnanverðu Snæfellsnesi? 4. Hvar á landinu er Gíslholtsvatn? 5. Hvað heitir torgið sem er í miðbæ ísafjarðar og hvað heitir skrúðgarðurinn þar í bæ? 6. Hvar á landinu er Öskurhólshver? 7. Valtýr Stefánsson, Morgunblaðsrit- stjóri, skrifaði laust fyrir miðja öldina ævisögu merks manns sem kom út í tveimur bindum sem heita Reynsluár og Framkvæmdaár. Eru þær góð heimild um uppbyggingarsögu íslands. Hver er maðurinn sem Valtýr skrifaði hér um? 8. Hvaða Ijóðskáld var það sem árið 1897 sendi frá sér bókina 1897 sem þá þegar skipaði honum á bekk með ís- lenskum öndvegisskáldum? 9. Hvar á landinu eru Unadalur og Deild- ardalur? 10. Hver eru mörk hins foma Norðlend- ingafjórðungs? * Rúnar Gunnarsson hét söngvarinn og lagið er Gvendur á Eyrinni. * Hún heitir Bjarney Þóra Hafþórsdóttir og er frá Vopnafirði. * Hannes Pétursson er Skagfirðingur að uppruna, en það var árið 1955 sem hann sendir frá sér sína fyrstu bók, Kvæðabók, sem strax þá markaði upphafið að glæstum ferli hans sem skálds. * Lagið heitir All Out of Luck og keppnin verður í ár haldin í Jerúsalem í ísrael. * Lax þennan veiddi Sverrir Hermannsson í Hrútu í september á síðasta ári. Laxinn, sem var 26 pund, var settur í klakkassa, en þaðan hvarf hann en um síðir kom hann í leitir á Hólum í Hjaltadal. Þangað hafði hann verið tekinn í klak. Er talið að úr kassanum hafi laxinn stokkið. Hólamenn fóru svo með laxinn til hamskera á Akureyri þar sem Sverrir vitjaði hans. 1. Árið 1956 kom fyrsti flóttamannahópurinn hingað til lands, þetta voru 56 Ungverjar sem komu hingað eftir að Sovétmenn brutu á bak aftur uppreisn fólks í Ungverjalandi gegn kommúnisma og ægi- valdinu i Moskvu. 2. í Stykkishólmi. 3. Baulárvallavatni. 4. Gíslholtsvatn er í vestanverðum Holtum í Rangárvallasýslu. 5. Silfurtorg og Simsongarður er skrúðgarður bæjarins. 6. Á Hveravöllum. 7. Thor Jensen. 8. Þorsteinn Eriingsson. 9. Þessir dalir eru í Skagafirði og ganga inn ÍTröllaskaga frá Höfðaströnd. 10. Þessu mörk eru í vestri við Hrútafjarðará og í austri við Helkuntuheiði og Skoravíkurbjarg á Langanesi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.