Dagur - 18.12.1999, Page 2

Dagur - 18.12.1999, Page 2
18 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Tkypr HELGARPOTTURINN ...Það er engin jólafrumsýning á Stóra svið- inu hjá LR heldur verða jólin á Litla sviðinu að þessu sinni þar sem Afaspilið hans Arnar Árnasonar verður frumsýnt á annan. Næsta frumsýning á Stóra sviðinu er hins vegar Djöflarnir eftir sjálfan Dostojevskí og er uppsetningin í hönd- um tveggja Rússa, þeirra Borodín leik- stjóra og Benediktov leikmynda- og búningahönnuðar sem komu hingað fyrir tveimur árum til að setja upp Feður og syni HallMra Geirhardsdóttir eftir Túrgenjev. Þeim hefur ekkert farið --------------- fram í íslenskunni blessuðum og þótt ein- valalið leikara fari með helstu hlutverk, m.a. Baldur Trausti Hreins- son, Friðrik „Pan“ Friðriksson, Halldóra Geirharðsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Ellert A. Ingimundarson, þá er helgarpotturum til efs að nokkur þeirra sé viðræðuhæfur á rússnesku - enda er það svo að nú fer hver skipun tvisvar í loftið í Borgarleikhúsinu við undirbúning á Djöflunum því kapparnir eru með túlk sér við hlið hverja stund... ...frá leikurum til fraeðanna en helgarpott- ari hleraði það fyrir skömmu að Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagn- fræðingur, sem tekur þátt í jólakapphlaup- inu að þessu sinni með skáldsöguna „Stúlka með fingur" er þykir einstaklega fallega skrifuð bók - er ekki einhöm kona því hún er tilbúin með bókina „Kristnisaga 1830-1910" sem kemur út í febrúar, „Árió 1900 - Saga í nærmynd" sem kemur út haustið 2000 auk þess að vera að vinna í ævisögu Matthíasar Jochumssonar og Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulista- konu... ...Heimagerða James Bond-myndin í Vest- mannaeyjum hlaut fádæma góðar viðtökur hjá starfsmönnum ísfélagsins og brast þvílíkur gríðarspenningur á bæinn að ákveðið var að sýna myndina í fjölvarpinu í dag en eins og dyggir lesendur Helgarpottsins muna var myndin frumsýnd fyrir viku síðan. Myndin var auglýst á storkandi hátt sem „This island is not big enough for 2 companies", útleggist Þessi eyja er ekki nógu stór fyrir tvö fyrirtæki, út um allan bæ svo að það var kannski engin furða að starfsmenn Vinnslustöðvarinnar skyldu hringja og biðja um eintak. Allt í léttu gríni að sjálf- James Bond og gell- sögðu... urnar - í Eyjum. ...En af því að Vestmannaeyjar eru að breytast í Hollywood íslands og Helgarpottinum áskotnaðist hið stórmerkilega auglýsingaplakat til birt- ingar þá megum við til með að geta um nöfnin á aðalleikurunum. Bondgellurnar fjórar eru Vigdís Lára Ömarsdóttir (efst til vinstri á mynd- inni), Birna Björnsdóttir (efst til hægri), Ásta María Jónsdóttir (neðst til vinstri] og Hildur Stefánsdóttir (neðst til hægri.) Rúsínan í pylsuendan- um: Óskar Freyr Brynjarsson er sjálfsagður arftaki hins breska Pi- erce Brosnan eftir frammistöðu sína í myndinni. Hann hefði auðvitað ekkert getað ef ekki hefði verið fyrir hinn frábæra leikstjóra Daða Pét- ursson eða þannig... ...í Helgarpottinum heyrist nú að Sigrún Arna Arngrímsdóttir mezzosópransöngkona frá Akureyri muni hafa I hyggju að halda „alda- mótatónleika" í Glerárkirkju ásamt öðrum akureyrskum söngvara, nefni- lega Jónasi Þór Jónassyni tenór. Sigrún er við nám í The Welsh Col- lege of Music and Drama í Cardiff en Jónas stundar sitt nám á Ítalíu. Helgarpotturinn hefur heyrt því fleygt að sameiginlegir tónleikar þeirra fari fram 28. desember næstkomandi... ...Síðasti Múlajazzinn fyrir jól verður á sunnudagskvöldið og þá verður sko „djamm sessjón" svo um munar þar sem ýmsir spilarar munu leiða saman hesta sína. Múlinn hefur oft áður staðið fyrir frjálsum spilakvöld- um þar sem þeir jazzarar sem vilja mæta með hljóðfærin og láta Ijós sitt skína í nýjum og spennandi samsetningum. Algjörlega er hulið hverjir spila, en tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er miðaverð 1000 kr, 500 fyrir ...Sem vonlegt er vakti óobinber heimsókn forseta fslands norður í Skagafjörð um síðustu helgi talsverða athygli þeirra sem af henni vissu, en á laugardagskvöldió hélt Ólafur Ragnar ásamt starfsfólki sfnu jólahátíð á Hótel Varmahlíð. Fólk skemmti sér þar hið besta og Álftagerðisbræður sungu fýrir forsetann. Það vakti þó talsverða athygli að í pússi sínu var Ólafur Ragnar með kústskaft sem ókunnugir vissu ekki hvaða hlutverki gengdi. Það upplýstist þó um síðir, en það mun forsetinn nota þegar aðrir sjá ekki til við teygjuæfingar þær sem hann stundar reglulega... ...Að lokum kemur hér óléttufregn af Stöð 2. Pottverjar hafa nefnilega fregnað að fréttamaðurinn Brynhildur Ólafsdóttir eigi von á barni á nýju ári og þá mun von á öðru bami á fréttastofunni, nefnilega hjá Kristni Hrafnssyni og kærustunni hans... nema og eldri borgara... Ólafur Ragnar Grlmsson. Helga Hauksdóttir segir mikið að gerast á tónleik- um sinfóníunnar i dag. Skemmtun og hátíðleiki í Háskólabíói Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í dag og hefjast kl. 15.00. Þeir eru ætlaðir fólki á öllum aldri og auk sinfóníuhljómsveitarinnar koma þar fram unglingakórar, einleikarar og einsöngvari. Helga Hauksdóttir er tónleika- stjóri. Þótt lokaæfing stæði yfir þegar blaðamann bar að garði og Helga hefði fullt að gera gaf hún sér tóm til að setjast niður og segja frá: búið að selja inn í hálft húsið strax í haust. En örfáir miðar eru ósóttir og við erum að selja þá. Foreldrar koma með börn, allt niður í tveggja-þriggja ára. Við reynum að hafa atriðin frem- ur stutt og tónleikarnir taka hara einn og hálfan tíma, með hléi. Svo það er mikið að gerast. Þama verður Iíka óvænt uppákoma í einu atriðinu sem ég vona að gleðji sem flesta. Ekki meira um það að sinni! Stjórnandi hljómsveitarinnar er hinn þekkti Bernharður Wilkinson og kynnirinn er Margrét Örnólfsdótt- ir sem hefur oftar en einu sinni verið kynnir hjá okkur áður og nær mjög vel til fólks. Hátíðleikinn nær hámarki undir lokin því þá verður jólaguðspjallið lesið og allir í húsinu syngja sainan sálmana Bjart er yfir Betlehem, Frá ljósanna hásal og Heims um ból.“ GUN. MAÐUR VIKUNNAR... ...er Örn Arnarson, sundmaðurinn knái úr Hafnar firði, sem gerði það gott í Portúgal nýlega. Örn vann tvo Evrópumeistaratitla í 100 metra og 200 metra baksundi, bætti sex sinnum sín eigin ís- landsmet og tók þátt í að setja met í boðsundi. Það er ekki að spyrja með þennan sterka sund- mann, hann nánast setur met hvar sem hann kemur! Órn Arnarson. „Þetta verða skemmtilegir tónleikar. Við reyndum að velja efnisskrána með tilliti til þess að öll fjölskyldan geti komið og notið hennar saman. Hún hefst á jólaforleik eftir LeRoy Anderson, á frummálinu heitir verk- ið Christmas Festival. Þarna koma fram tveir kórar, unglingakór Selfoss- kirkju og unglingakór Hallgríms- kirkju sem saman mynda 60 manna kór. Þórir Baldursson útsetti fyrir okkur fjögur vinsæl jólalög í syrpu sem kórarnir syngja saman. Ung- lingakór Selfosskirkju syngur auk þess Iagið, Sanctus eftir Charles Gounod og þar kemur efnilegur ein- söngvari fram, Halla Dröfn Jónsdótt- ir sem er aðeins 17 ára en hefur samt svo þroskaða og stóra rödd að það er alveg ótrúlegt.“ Lag um Hurðaskelli „Guðni Franzson hefur samið lög við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötl- um og þama verður flutt lagið hans um Hurðaskelli því hann verður ein- mitt í byggð þennan dag, samkvæmt almanaki jólasveinanna. Svo kemur fram einleikari á trompet, Einar Jónsson, sem flytur trompetkonsert en fær tvo félaga sína, þá Asgeir Steingnmsson og Ei- rík Örn Pálsson til liðs við sig í Bu- gler’s Holiday, sem er eftir LeRoy Anderson eins og forleikurinn. Það er svolítið gaman að segja frá því að LeRoy Anderson var hér á stríðsárun- um og var svo hrifínn af Islandi að þegar hann sneri til baka og eignaðist fjölskyldu vestra þá skírði hann þær tvær dætur sem hann eignaðist ís- lenskum nöfnum, með þeim amer- ísku. Eg held að önnur heiti Hekla. Hann varð fyrir svona miklum áhrif- um hér.“ Óvænt uppákoma „Það hefur skapast hefð fyrir svona jólatónleikum hjá okkur og vinsældir þeirra eru alltaf að aukast. Það var

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.