Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 4
WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht í kvöld lau. 26/2, örfá sæti laus, fös. 3/3, nokkur sæti laus, og fös. 10/3. Síðustu sýningar. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 27/2 kl. 14:00 uppselt, sun. 5/3 kl. 14:00 uppselt, kl. 17:00 uppselt, sun. 12/3 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 19/3 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 26/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 2/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 9/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus. KOMDU NÆR - Patrick Marber 4. sýn. sun. 27/2 uppselt, 5. sýn. fim. 2/3, örfá sæti laus, mið. 8/3, örfá sæti laus, 7. sýn. fim. 9/3, nokkur sæti laus, 8. sýn. lau. 18/3, nokkur sæti laus. Sýníngin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Lau. 4/3 kl: 15:00, sun. 12/3, örfá sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi. GULLNA HLIÐIÐ - Davíð Stefánsson Lau. 4/3 örfá sæti laus, lau. 11/3 kl. 15:00, örfásæti laus, lau. 11/3 kl. 20:00, nokkur sætí laus, mið.15/3 uppselt. Litla sviðið ki. 20:30: HÆGAN, ELEKTRA - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir 2. sýn. í kvöld lau. 26/2, uppselt, fös. 3/3, örfá sæti laus, sun. 5/3, nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban Sun. 27/2 uppselt, fim. 2/3, lau. 4/3. Athugið breyttan sýningartíma á Smíðaverkstæðinu. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mán. 28/2 kl. 20:30 Hljómsveitin “Die Garfiinkel” spilar “kraftfönk" bæði frumsamda tónlist og annarra. Hljómsveitina skipa: Daníel Bjarnason,hljómborð, Halldór Sveinsson, slagverk og rapp, Sírnir Einarsson, bassi, Skarphéðinn Halldórsson, þver- flauta, Sveinn Friðrik Sveinsson, gítar, og Þórhallur Sigurðsson, trommur. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is MENNINGARLÍFD , 20 - LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 2000 .~Dagur Hetja og skúrkur —---------- í hugum fólks er BðKA' Yasser Arafat ná- HILLAN tengdur baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði. Hann hóf ferill sinn sem skæru- liðaforingi eða ______________ hryðjuverkamað- lilnkTÍilrlMllil ur eftir því hvernig á það er litið, en endaði scm handhafi friðarverðlauna Nóbels og óskoraður leiðtogi heimastjórnar Palestínu. Þetta er merkileg vegferð manns sem lengi hefur verið afar umdeildur og er enn. Nokkrir hafa orðið til að skrifa ævisögur Arafats. Palestínski blaðamaðurinn Said K. Aburish er hins vegar fyrstur „innfæddra" til að semja slíkt rit. „Arafat - From Defender to Dictator" nefnist enska útgáfan af bók hans og hún varpar vægðarlausu ljósi á mann sem hefur marga kosti en einnig mikla galla. Fæddur í Egyptalandi Yasser Arafat fæddist ekki í Jer- úsalem, eins og hann hélt lengi fram sjálfur, heldur í Kairó, höf- uðborg Egyptalands, 24. ágúst árið 1929, og heitir fullu nafni Múhammeð Abdel Rahman Abdel Raouf Arafat A1 Qudua A1 Husseini. Faðir hans, sem var kaupmaður, hafði flutt til Kairó nokkrum árum áður frá Gaza. Arafat missti móður sína fimm ára að aldri og var þá sendur til frændfólks í Jerúsalem ásamt bróður sínum. Þar voru þeir í fjögur ár, en sneru þá aftur til Kairó þar sem elsta systir þeirra hafði tekið við stjórn heimilisins. Samband Arafats við föður sinn var aldrei náið. Hann lét Sögulegt handtak: Rabin og Arafat takast í hendur, en Clinton horfir á. ómissandi. Þá þegar kom einn helsti kostur hans í ljós, það er óbi- landi orka og kraftur. Hann virtist aldrei þurfa að sofa, var alltaf að og átti ekkert einka- Iíf; baráttan og eigin frami innan samtaka harðlínumúslima var allt. Hann var settur í fangelsi í fyrsta sinn í Egyptalandi árið 1954 eftir að harðlínu- menn höfðu gert til- Ævisagan um leiö Arafats til valda. raun tjj að ráða Nasser af dögum. ekki einu sinni sjá sig við útför hans árið 1952. Sem drengur var hann uppivöðslusamur og frek- ur; myndaði fljótlega gengi í kringum sig og skipaði fyrir eins og sjálfkjörinn foringi. Þeim sið hefur hann haldið alla tíð síðan. Hins vegar var hann lítið fyrir skólagöngu; stundaði nám en með slælegum árangri. Arafat var þeim mun meira fyr- ir stjórnmál og félagslíf, tók upp samstarf við öfgasamtök sem börðust fyrir rétti Palestínu- manna og varð formaður í öflug- um stúdentasamtökum í Egypta- landi. Hann kom sér í vinfengi við forystumenn róttækra múslima, var óþreytandi að vinna fyrir þá og gera sig smám saman Mútur og tvöfeldni Þegar Arafat var laus úr fangelsi leitaði hann á nýjar slóðir. Hann sótti árangurslaust um háskólanám í Texas f Bandríkj- unum, reyndi að komast til Sádi-Arabíu en endaði svo í Kuveit ásamt ýmsum vinum sín- um. Þar varð hreyfingin A1 Fatah til árið 1956 - en það var sem formaður þeirra samtaka og síðar PLO sem Arafat varð öllum kunnur sem leiðtogi vopnaðar baráttu gegn Israels- ríki, einkum eftir sexdagastríðið 1967. í nýju ævisögunni er saga þeirrar baráttu rakin mjög ítar- lega og þó alveg sérstaklega hlutur Arafats f henni. Hún var á stundum hetjuleg, en vegna einræðistil- hneiginga sinna, fjár- málaspillingar og hirðar hæfileika- snauðra jámanna, varð honum hvað eft- ir annað alvarlega á f messunni. Þá kom í ljós að hann hafði níu pólitísk Iíf. Þegar hann hafði klúðrað málun svo að flestir töldu hann úr leik, tókst honum alltaf að rísa upp aftur - gjarnan með því að nýta sér út í æsar óvænt tækifæri sem gáfust til að koma sér í sviðsljósið. Þá sýndi hann oft mikinn kjark og hikaði ekki við að setja sjálfan sig í lífshættu. Fjármálasiðferði Arafats er sóðalegt, enda hefur hann beitt mútum í stórum stíl til að ná fram vilja sínum. Ævisagnahöf- undurinn telur einnig að hann hafi Iengi sett persónulegan metnað ofar öllu öðru; það sem er gott fyrir hann persónulega er líka gott fyrir landa hans. Þá er ljóst að mikill munur hefur ávallt verið á milli opin- berra yfirlýsinga Arafats og þess sem hann hefur gert á bakvið tjöldin. Þannig var hann í beinu sambandi við bandarísk stjórn- völd, yfirleitt fyrir milligöngu leyniþjónustunnar CIA, á sama tíma og Ameríkanar voru opin- berlega helsti óvinurinn ásamt ísrael. Tvöfeldni og óheiðarleiki í þágu málastaðarins þótti sjálf- sagt mál og þykir vafalaust enn. Samkvæmt þessari ævisögu ein- kennir það feril hans að tilgang- urinn helgar meðalið, og að öll meðul eru leyfileg svo lengi sem þau treysta Arafat í sessi. I þykjustunni annar Myndin um hinn hæfileikaríka Ripley er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og er Jude Law tilnefndur fyrir leik I aukahlutverki, sem hinn spillti sonur Dickie Greenleaf. + -k-kVt The Talented Mr. Ripley. Leikstjóm og handrit: Ant- hony Ming- helIaEftir sögu: Patriciu Highsmith Aðalleikarar: Matt Damon, Gwyneth Pal- trow, Jude Law, Cate Blanchett, Jack Davenport Þegar Anthony Minghella las bók Patriciu Highsmith um hinn hæfi- leikaríka Hr. Ripley, í fyrsta skipti, ákvað hann að gera úr henni kvik- mynd. Myndin var frumsýnd Westra á jóladag, en hún getur varla talist neitt jólaleg. Eins og búast má við bandaríska spennu- sagnahöfundinum Patriciu Highsmith kemur sagan á óvart og vart hægt að skrifa um myndina án þess að segja of mikið og eyði- leggja spennuna. Sögur hennar hafa nokkrar orðið að sjónvarps- myndum og sjálfur meistari Hitchcock hefur gert mynd eftir sögu Highsmith. Að sögn persónunnar Dickie Greenleaf (jude Low) hafa allir einn einstæðan hæfileika. Tom Ripley ( Matt Damon) hefur þrjá eða tveimur of mikið. Hann getur logið, hermt eftir öðrum og falsað undirskriftir. Hann sýnir þá alla. I upphafl er hann píanóstillingar- maður í NewYork sem vinnur auk þess sem þjónn. Þegar hann fær íánaðann þleiser-jalcka merktum Princton háskólanum fara hjólin að snúast. Honum eru boðin góð laun fyrir að fara til Ítalíu og sækja son iðnjöfursins hr. Greenleaf. Vandamálið er að sonurinn, Dickie Greenleaf, vill ekki fara heim til Ameríku, hann nýtur hins ljúfa lífs þar sem hann siglir um Napólí-flóann ásamt vinum sfn- um. Hann býr í smábæ einum ásamt heitmey sinni rithöfundin- um Marge Sherwood (Gwyneth Paltrow). Ripley verður ástfangin af hinu Ijúfa lífi skötuhjúanna. Samfélag- ið á Ítalíu er Iíkt og fagur draumur þar sem lítið þarf að hafa fyrir líf- inu. Dickie stundar jazzklúbba og hlustar á plötur í plötubúð ásamt vini sínum Freddie Miles (Philip Seymour Hoffman). Myndin er skemmtileg lyrir eyrun og veisla fyrir þá sem hafa gaman að tónlist. Tónlistin í myndinni er samin af snillingnum frá Líbanon Gabriel Yared sem einnig vann með Ming- hella að Enska sjúklingnum. Tón- listin er tilnefnd til Oskarsverð- launa en auk þess hefur myndin fengið Ijórar aðrar tilnefningar. Jude Low er tilnefndur sem leikari í aukahlutverki. Það kemur á óvart að hvorki Cate Blanchett né Gwy- neth Paltrow séu tilnefndar en báðar sýna þær góðan leik. Það sama á við um Matt Damon sem sýnir það að hann er ekki bara sætur heldur getur hann Ieikið líka. I kynningu myndarinnar á vegg- spjaldi er spurt hversu langt sé hægt að ganga til þess að þykjast vera einhver annar en maður sé í raun. Tom Ripley hefur afar brott- hætta sjálfsmynd. Það er ýmislegt meira en persónuleiki hans sem er á reiki einsog t.d. kynhneigð hans. Einu sinni var bannað að fá sam- úð með vonda karlinum en mynd- in brýtur þetta lögmál enda er það svolítið á reiki hversu mikilsvert lffíð sé. Helsti veikleiki myndar- innar er af siðferðilegum toga, það vantar skýrar línur um gott og vont, sagan lítur sínum eigin lög- málum. Á ferð sinni til Ítalíu hitti Ripley dóttur vefnaðarvörukaupmanns að nafni Meredith Logue (Cate Blanchett) og er það einkennilegt hversu oft hún stingur upp kollin- um eins og fyrir tilviljun alltaf þeg- ar allt er að ganga upp í hinu nýja lífa lífi Ripleys þá er alltaf einhver spotti sem þarf að hnýta svo hið fullkomna líf gangi upp og hann geti Iifað hinu Ijúfa Iífi, en það kostar fórnir. Eða eins og Oskar Wilde sagði í ágætu kvæði „allir drepa yndið sitt“. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.