Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 14
 LÍF OG HE/LSA 1 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 A, B, C, D, E,...Bæti- efnin sem biasa við í hillum verslana og eiga að bæta heilsu okkar og líðan geta snúist upp í and- hverfu sína sé allt of mikils neytt af þeim. Þorkell Jóhannesson prófessor leiðir okk- ur í allan sannleika um það. „Vítamínin eru lífræn efni sem iíkaminn getur ekki ver- ið án en hóf er best á hverj- um hlut. Maður ætti ekki að troða sig svo út af þeim, að taka þau inn í lýsi, töflum og Iíka mat. Til eru reyndar þeir „Fituleysin vítamín geta safnast fyrir i líkamanum og valdið þar skaða séu þau tekin í mjög miklu magni“ segir Þorkell Jóhannesson prófessor mynd: hilmar vítamíngjafi sem lík- aminn á auðvelt með að nýta. En ekki er vert að taka bæði lýsi og fjölvítamíntöflur sem innihalda A og D heldur eru til töflur sem hcita Vítamínus sem eru ráðlagðar þeim sem taka lýsi reglulega." Skortseinkenni heyra sögunni til - En þurfum við að taka vítamín inn í töjiuformi eða lýsi? „Aðstæður fólks eru afar breytilegar. Börn þurfa hlutfallslega meira af bætiefnum en fullorðnir. Þungaðar konur þurfa líka heldur meira en aðrir eftir að kemur fram yfir 12. viku meðgöngunnar. Sjúklingar, einkum á sem predika að fólk skuli taka stóra skammta af vítamínum og telja þau vörn gegn krabbameini, hjartasjúkdómum, æðakölkun og hverju sem er, einkum C vítamínið. En eins og í fleiri tilfellum þar sem öfgar ráða ferð getur C vítamínið valdið eymslum í maga og niðurgangi. Til þess þarf þó að taka stóra skammta, 1-2 þúsund milligrömm á dag, sem er tfu til tuttugufaldur ráðlagður dagsskammtur." Húðin rauð og vessandi „C vítamínið skolast þó tiltölulega vel út úr líkamanum enda í flokki vatnsleysan- legra vítamína ásamt með B vítamínunum sem eru allnokkur talsins. A, D og E vítamín ásamt fáeinum öðrum eru hins- vegar fituleysin og þau geta safnast fyrir í innyflum, lifur og víðar í líkamanum og valdið þar skaða séu þau tekin í mjög miklu magni. A vítamínið er varasamast og stórir skammtar af því geta valdið væg- um einkennum. Þá verður húðin rauð og vessandi auk þess sem kláði kemur í hana. Oþægindi í maga fylgja með og klfgja og svo koma einkenni frá miðtaugakerfi eins og syfja og sljóleiki. Mikil ofneysla A vítamíns getur líka valdið fósturskemmdum. Þá koma upp fyrirbæri eins og klofinn hryggur en þau eru sem betur fer sjaldgæf. D vítamínið getur valdið skemmdum á nýrum sé þess neytt í óhófi en þó stafar af því minni hætta en A. - Er lýsi kannski varhugarvert? „Nei, hæfilegt magn af lýsi er góður fljótandi fæði ættu að fá vítamín vegna álags og vísbendingar eru um að frásog á melting- arvegi hjá gömlu fólki geti verið síðra en hjá því yngra. Hitt er svo annað mál að hér á landi hefur mataræði breyst mjög til batn- aðar og er orðið mun fjölbreyttara en var enda heyra skortseinkenni eins og skyrbjúg- ur og beinkröm nánast sögunni til.“ - Er mögulegt aö láta mæla vítamínin í Itk- amanum til að ganga úr skugga um hvemig sá búskapur sé? „Já, það er mögulegt en tiltölulega kostn- aðarsamt og óaðgengilegt. Ég held að hér á landi hafi aðeins komið fram vægar A og D vítamín eitranir og almennt séð þurfi fólk ekki að hafa miklar áhyggjur af þessum mál- um.“ GUN Herslumeðöl Æi já, það er allt of algengt að kynverur hugsi sem svo að með stinningu lims hefj- ist kynlífið og líði svo undir lok þegar hann linast. En í stað þess að hella yfir les- endur einni orðasúpunni enn um tunguleiki, fingraleiki og aðra ókyn- færamiðaða kynlífsleiki ætlar ykkar auðmjúki pistlahöfundur að láta reð- urhyggjuna vera allsráð- andi í dag og tala um STINNINGARLYF. Stinningin er jú for- senda þess að hægt sé að nudda, nugga, stijúka, sleikja eða örva liminn á þann hátt sem þarf svo að úr verði sáðlát og fullnæg- ing mannsins. Það er kaldranaleg staðreynd tilverurinar að með hækkandi aldri tekur það menn í lengri og lengri tíma að „ná hon- um upp“, yngri menn eiga frekar við þann vanda að etja að stinningin vari ekki eins Iengi og æskilegt er (hvað svo sem það kann að vera langur tími). En menn á öllum aldri eiga það sameiginlegt að geta Ient í að verða ofurseldir kvíða vegna stinningar eða skorts á henni. Kvíðinn er oft miklu meira vanda- mál en líkamlegur hæfileiki til að fá stinn- ingu og meira að segja getur kvíðakvíði ver- ið stiginu verri. Með því á ég við að maður- inn kvfði því að fá kvíða og að sá kvíði valdi því að limurinn linist ellegar náist ekki upp þegar óskað er eftir (nei, þetta var ekki flók- ið). Góð ráð dýr En hvað er til ráða? Þar sem við eigum ekki til starfandi kynfræðing eða sérhæfðan meðferðaraðila á kynlífssviðinu í okkar upp- lýsta nútímaþjóðfélagi, þá er líklegast að maður með stinningarvanda leiti til síns læknis, gjaman heimilislæknis. Það er ekki nóg að segja við lækninn „hei, ég næ hon- um ekki upp“ og ganga svo glaður út með resept upp á pillur, heldur þarf læknirinn að taka góða sögu af sjúklingi sínum til að reyna að komast að því hvar rót vandans liggur. Astæður fyrir stinningarleysi geta verið margs konar, t.d. lyf við sjúkdómum í hjarta- og æðakerfí, svo og Iyf við þunglyndi, reykingar, áfengisneysla, sykursýki, tauga- skaði, vandamál í blöðruhálskirtli og eitur- lyljaneysla. Resept Eftir að læknirinn hefur grandskoðað ástæður stinningarvandans kann að vera að hann bjóðist til að skrifa upp á stinningarlyf til reynslu. Þá er um tvennt að velja, stað- bundna meðferð í formi stungulyfs (já, vökva sem sprautað er í tippið) og svo VIAGRA. Kosturinn við að velja stungulyfið er sá að sú meðferð er staðbundin og hefur því ekki áhrif á aðra vefi líkamans en lim- inn. Það skiptir því engu rnáli hvaða lyfjum viðkomandi kann að vera á og það skiptir heldur ekki máli hvort hann er graður eða ekki, limurinn bara harðnar og þá geta nær- staddir notfært sér hann að vild hvað svo scm eigandinn kýs að dunda sér við á með- an. Viagra hefur hins vegar þann ótvíræða kost að vera tafla og hana þarf einfaldlega að taka inn með dulitlu vatni sirka hálftíma áður en ráðgert er að innsetning Iims í píku fari fram. Sá galli fylgír þó gjöfinni að gred- da í hæfilegu magni þarf að fylgja svo að lyf- ið valdi herslunni og svo er stórhættulegt að taka Viagra ef maður er á sama tíma á lyij- um sem innihalda nítröt (hjartalyf s.s. sprengitöflur). Er manninum við bjargandi? Vinurinn lini sem skildi vinkonu mína eftir með hendur í skauti og hálfa rauðvín í síð- asta pistli er til dæmis ekki maður sem ætti að hlaupa til sfns læknis og heimta stinning- arlyf. Hann ætti heldur að læra af reynsl- unni og reyna að byija að aðskilja þessi tvö skemmtilegu áhugamál sín, drykkju og hössl. Kannski verður það erfitt því margir geta hreinlega ekki drukkið án þess að hössla, ehm nei það er víst öfugt: margir KYIMLIF Ragnheiður Eiríhsdóttir skrifar SMÁAUGLÝSINGAR HEILSA Vertu með í heilsuátaki! Losaðu þig við vetrarslen og þreytu og aukakílóin i leiðinni. Sjálfstæðir Herbalife dreifendur. Ragnhildur og Kristján. Símar 453 7015 og 897 7822 agga@vor- tex.is Frábær vara! Aukakílóin burt. Ég missti 11 kg á 9 vikum. Betra útlit, bætt heilsa, meiri orka. Hafðu samband. Stefanía 453 5665 GSM 862 6193 Biddu um það sem þú vilt. Biddu um hjálp, biddu um ráðleggingar og hugmyn- dir -en vertu aldrei hræddur um að biðja um hjálp. Guðmundur, sími 899 4662 Aukakíióin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri. Ég missti 7 kg. á 5 vikum. Síðasta sending seldist strax upp. Frábær vara sem vinnur á appelsínuhúð. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Iris 898 9995, iris@mmedia.is Visa/Euro INTERNET Hefur þú áhuga á að taka þátt í stæðsta viðskip- tatækifæri 21. aldarinnar í gegnum INTERNETIÐ. Árið *98 velti internetið 7 billjónum $ Árið *99 velti internetið 200 bill.jónum $. Ensku kunnátta nauðsynleg. Uppl. á www. Iifechanging.com Hafðu samband við mig ef þig vantat vörur. Lilja Stefánsdóttir, sjálfstæður Herbalife dreifiaðili. (visa/euro) vs. 462 4123 hs. 462 3450 GSM 695 1293 INTERNET-HRAÐLESTIN MEÐ FYRIRTÆKIÐ OKKAR UM BORÐ HYGGUR Á HNATTFERÐ. Ef þú átt tölvu , þá eigum við farmiðann. Vilt þú koma með í stórkostlegustu viðskiptaferð nýrrar aldar? Hafðu samband við Stefán og Sólveigu sjálfstæða HERBALIFE- dr.aðila. S. 461- 4161 899-9192 stef@simnet.is Er offita og næringatengdir sjúkdómar stærsta heilbrigðisvandamál á nýrri öld? Eiga islendingar feitustu börn í evrópu? Hundruð islendinga hafa verið að ná frábærum árangri á síðustu árum. Vertu einn þeirra og komdu þér í þitt rétta líkamsform. Hringdu og ég aðstoða þig samkvæmt þínum þörfum. Aðhald og 100% trú- naður. Takmarkaður fjöldi. visa/euro Sími 462-1458 Jóhanna Ertu að missa vitið? Viltu grennast á auðveldan og fljótlegan hátt. 100% nátturulegar vörur. 30 daga skilafrestur. Snjólaug og Gunnar. Sími 483 4699 og 695 5677, sendum frítt í póstkröfu. Visa/Euro. E-mail gunnarmagg@islandis.is www.richfromnet.com Eftir að læknirinn hefur grandskoðað ástæður stinn- ingarvandans kann að vera að hann bjóðist til að skrifa upp á stinningarlyf til reynslu. Þá er um tvennt að velja, staðbundna meðferð i formi stungulyfs (já, vökva sem sprautað erí tippiðj og svo VIAGRA. Vi- agra hefur hins vegar þann ótvíræða kost að vera tafla og hana þarf einfaldlega að taka inn með dulitlu vatni sirka hálftíma áður en ráðgert er að inn- setning lims i piku fari fram. Sá galli fylgir þó gjöfinni að gredda í hæfilegu magni þarfað fylgja... geta ekki hösslað án þess að hella ótæpilega í sig íyrst. Það er ekki góðs viti og þeim til bjargar ætla ég að koma með nokkur óbrigðul ráð í næsta pistli sem hægt er að nota í Nóatúni eða heita pottinum í Vestur- bæjarlauginni til að vekja losta álitlegs ein- taks af hinu kyninu. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur. - - *«%*,• hynlifspistill@hotinail.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.