Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 Fluguveiðar að vetri (156) Sögur af flugum Heimur flugu- veiðanna er full- ur af sögum. Eru kannski til fleiri sögur en flugur? Já, því af hverri flugu er ákveðið margfeldi sem guðirnir einir þekkja, marg- feldi sem stend- ur í beinu sam- hengi við aflann sem hún tekur, frásagnargleði þess sem veiðir með hana og endursagnir þeirra sem bergmála sögurnar. Þannig getur ein fluga orðið að ótrúlegum sagnasveimi. Zulu Hvaða saga er fyrsta sagan um Black Zulu? Þetta er ein besta og veiðnasta silungafluga á ís- landi, fræg í Elliðavatni, tekur lax líka, urriðinn er brjálaður í hana. Mér finnst hún best númer 12, tvíkrækja. Tvíkrækjan situr einhvern veginn svo rétt. En hvers vegna heitir hún Zulu? Jú, Bretarnir nefndu hana eftir höfuðskrauti Zulu konungsins Cetawayo sem leiddi menn sína til sigurs í mikilli orustu rétt eft- ir 1870. Afrikukonungurinn sig- ursæli er líka hnýttur með blá- um kraga og hef ég vissu fyrir því að lax tekur hana þannig. Tups ómissandi Kannast einhver við fluguna Tups ómissandi? (Tup’s Indispensable) hnýtt í kringum 1870 af R.S. Austin sem var tó- bakssjoppueigandi og náði mik- ,11, frægð þegar hinn goðsagna- kenndi Skues lauk lofsorði á hana. Nafnið á sér sögu og flug- an líka. Vegna þess að í hana eru notuð punghár af sauði (tup) þykir hún hafa mikla sér- stöðu meðal flugna. I búkinum er blanda af sauðapungshárum, selshárum í tveimur litum og hundshárum (spaniel). Vöf eru skærgul, kragi blár með gylltum tónum, þreifarar langir, bláir, af hana. Þurrfluga og á að vera númer 16. Ráðlegg engum að hnýta hana, en pantið hana endilega hjá hnýtara í útlönd- um! Hún er víst ómissandi. Peter Ross Ein albesta silungafluga sem völ er á og veiðir líka lax. Er í hinni frægu röð „teal“ flugna vegna þess að vængurinn, sem gerður er úr fjöður urtandarinnar, ein- kennir flugunar. Búkur getur verið blár, silfraður eða rauður. Sagan segir að Sr. Pétur Ross hinn skoski hafi eitt sinn orðið uppiskroppa með rauða hárið í Teal and red, svo hann hafi bætt silfurþræði aftast á legginn. Bingó. Næsta messa var hlaðin Iofi á forsjón guðs fyrir að hafa valdið skorti á rauðum þræði svo þessi veiðna fluga mætti verða til. Hún heitir því eftir prestin- um veiðiglaða. Svona er sagan. Staðreyndin er víst sú að hann var búðareigandi. Jock Scott Einhver frægasta fluga allra tíma. Jakob V. Hafstein veiddi stærsta flugulax á Islandi á hana í Höfðahyl í Aðaldal. Flugan er flókin og byggð upp nokkrum af fjöðrum sem nú fást ekki lengur, enda fuglarnir sem gáfu þær út- dauðir. í Veiðiflugum Íslands er henni lýst í 30 liðum, sem gefur hugmynd um hve lipra fingur þarf til starfans og fjöl- breytt efni. En hver var Jock? Höfundur einnar frægustu byrj- endabókar um laxveiðar, „The art of Salmon fishing" (1933) sem nú þykir að mestu úrelt þar sem hún fjallar um tæki, en hef- ur að geyma frábærar Ieiðbein- ingar sem sagðar eru slá öllu við um veiðiskap. Næsta fimmtugs- afmælisgjöf? Bókin og flugan. Pheasant tail Þaulreynd og mikið notuð af ís- Ienskum veiðimönnum sem nú hnýta hana ákaflega einfalda, með kúluhaus, búkurinn vafn- ingur af fjöður fasana og kopar- vfr vafinn yfir. En upphaflega útgáfan var með tveimur þreif- urum að auki og rauðum kraga. Yfir hundrað ára gömul og á ættir að rekja til Devon á Englandi. Eina flugan Nokkuð er um veiðimenn sem veiða á eina flugu og ekkert annað. Þó er aðeins vitað um eina flugu sem hnýtt var til þess að vera eina flugan. Hana hnýtti Richard Threlfall og veiddi um allt England, Skotland og Irland á þessa einu flugu í stærðum 10-18. Kastaði aldrei oftar en tvisvar á fisk, og færði sig þá áfram ef hann tók ekki. Og flugan eina? Svart/rauðleitur kragi vafinn frá auga aftur að enda leggsins. EN. Þess verður að gæta að fremstu hárin á krag- anum vísi fram!!! Muddler Fægur fyrir að vera með snoð- koll að framan. Muddlerinn fær einkenni sitt af því að hjartarhár eru hnýtt þétt saman og klippt niður til að mynda haus sem freyðir í kringum. Barst til Evr- ópu frá Ameríku eftir 1970. Vestra þykir Muddler Minnow einhver besta veiðifluga í lax sem völ er á og fær þá einkunn í „Fishing Atlantic Salmon" eftir Bates að hún sé fluga númer eitt. Hér á landi nota hana fáir í lax en margir í urriða. Klinkhammer special Otrúlegt að hún skuli ekki hafa fengið umljöllun hér á landi. Þykir einhver merkilegasta nýj- ung á síðari tímum (síðustu 20 ár). Er blanda af púpu og þurr- flugu: vængurinn úr rassenda- Ijöður (CDC) er hnýttur á beygðan öngul svo hann rís hátt alveg við augað, en búkurinn af flugunni bognar og sekkur undir yfirborð. Söguleg á ísland vegna þess að af henni fara nær engar sögur. Sjálfur prófaði ég að hnýta hana í fyrra og tókst með miklum harmkvælum, en fékk samt fisk á hana. Stærsta óuppgötvaða leyndarmálið? Meira síðar. Alexandra Dönsk prinsessa sem giftist Ed- ward konungi sjöunda 1863. Og gaf flugunni sem margir ís- lenskir veiðimenn þekkja hið fá- gæta nafn. George Kelson hann- aði fluguna sem sagt er að hafi verið bönnuð á fyrstu árum sín- um vegna þess hve veiðin hún var. Það er því að Ijóst að alltaf má segja sögur - ef ekki af fiskum - þá flugum. mw í8WS*1 i :ivt- gy . W) ;U>/ 1 íWlIU*> 1 ,V> vijiv ítftini v. Dzmwr Krossgáta nr. 175 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 175 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 175), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 173 var „leigubíir. Vinningshafi er Auður Axelsdóttir, Klepps- vegi 60 í Reykjavík, og fær senda bókina Fylgsnið eft- ir Dean R. Koontz. Skjald- borg gefur út. Verdlaun: Kóral- forspil hafsins eftir Úrn Úlafs- son. Skjaldborg gefur út. -iSllbh'ilýi' lijíiVRl (<!P ittiWOV j}lV iMOÍAltiíi1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.